Elding - 03.02.1901, Page 1
Blaðið kemur út 4
kverj um sunnud. Kost-
ar mnanl. 3 kr. (75 au
arsfjórð.), erlend.4kr.,
1 Amerlku 1»/, doll.
ELDING
Pöntun á, blaðinu er
inr.anlands bundin við
minst einn ársfj , er-
lendis við árg. Borgun
fyrirfram utan Rvik.
REYKJAVÍK, SUNNUDAGINN 3. FEJ5RÚAR. 1 6. tbl.
z Til minnis.
1 s opið hvern virkan dag 12—2;
Lann 1, • A md.» mv«l. og ld. 12—3.
ss jalasafn (í Þingliúsinu) þd., fmtd. og
For ld* 12~
Hffripasafn (í Bankahúsinu) mvd. og ld.
10-12.
Lanri^18^11 Doktorshúsiuu). sd. 2—3.
8 anJcinn. Opinn hv. virkan dag 11—2.
. Bankastjórn við 12—1.
JPls lœkninff á spítalanum þd. og fsd.
Ók H—l.
eVl)is augnlœkning á spitalanum 1. og 3.
. þd. hvers mánaðar 11—1.
yi>ls tannlœkning í húsi Jóns Sveinssonar
1. og 3. md. hvers mánaðar
Llœja r$ tjórnarfundir 1. og 3. fmtd. hvers mán-
aðar kl. 5 síðd.
nunarsjóður (í barnaskólanum) l.mánudag
hvers mánaðar 5—6 síðd.
Alþýðufyrirlestrar
Stúdentafélagsins.
Það má óhætt telja alþýðu-
yrirlestrana, sem Stúdentafélagið
Úrir nokkrum árum gekst fyrir
k®r í bænum, eitt með hinum
þarfiegustu fyrirtækjum, sem lengi
hefur verið ráðist í. Hin mikla
°8 stöðuga aðsókn sýndi það bezt,
að hér var um almenna þörf að
ræða. Hvern sunnudaginn eftir
annan flyktust menn af öllum
stéttum að Iðnaðarmannahúsinu,
Pe?ar þeir voru auglýstir, og
yltu salinn. Og oftast fóru menn
Paðan aftur með þeirri meðvitund
þeir hefðu ekki getað varið
tómstundum sínum betur. Inn-
Sangurinn kostaði sama sem
ekki noitt, og í aðra hönd bauðst
Mönnum gleði og uppörvun.
Síðastliðið ár hafa þessir fyrir-
lestrar legið niðri, og það er
enginn vafi á því, að margir hafa
saknað þeirra. Nefndin, sem kosin
Var t.il að sjá um þá, sagði af
aer störfunum. Hún var búin að
a nóg af að berjast við ervið-
euana^ 0g þakkirnar, sem hún
iekk, voru sára litlar. Erviðleik-
nrnir voru aðallega i því fólgnir
ae fa menn til að halda fyrirlestr-
ana. . Þeir eru okki svo ýkja-
jnargir hér í bænum, sem hafa
m; eigmlegleika til að bera, að
monnum þyki bæði gagn’
gaman að hlusta á þá. Og það
ðr engm furða þó þeir kynoki
aer við að stíga hvað eftir annað
PP í ræðustólinn, þegar þeim er
aki boðið neitt í aðra hönd.
Það útheimtir meiri tíma og
fyrirhöfn en margur heldur að
undirbúa fyrirlestur, ef hann á
að vera í lagi. Og það er ekki
meiri furða á því þó menn vilji
fá borgun fyrir það, heldur en
fyrir að fara í mógrafir eða byggja
hús. Sú skoðun virðist hafa fest
hér rætur, að menn cigi nærri því
heimting á að einstakir menn
skrifi, tali, syngi o. s. frv. fyrir
alls ekki neitt. Dað liggur við
að það sé heimtað af þeim að
þeir séu á takteinum og standi á
þönum hvenær sem almenningur
vill láta svo lítið að nota þá.
Þegar þetta er nánar aðgætt,
skilst mönnum það væntanlega,
hvílík fásinna slíkt er.
Það er því, eins og oft
vill verða, peningaþrepskjöldurinn,
sem alþýðufyrirlestrarnir hafa
strandað á. Það er þó síður en
svo, að mikið fé þurfi til að halda
þeim við lýði. Borgunarkröfur
manna fyrir þess háttar störf eru
ekki háar hér á íslandi. Það
er óhætt að segja að ísland hefur
ekki of mikið dálæti á þeim börn-
um sínum, sem fást við ræðu- og
ritstörf. Þeir þakka fyrir að hafa
í sig og á.
Það þarf engum blöðum um
það að fletta, að þeim peningum
er vel varið, sem varið er til al-
þýðufyrirlestra. Séu slíkir fyrir-
lestrar eins og þeir eiga að vera,
þá geta þeir haft alveg ómetan-
leg áhrif til góðs. Þeir eiga að
geta vakið og glætt hugsunarlíf
fjöldans, komið honum til að rífa
augun frá svaðinu og sorprekunni
dálitla stund, víkkað fyrir honum
sjóndeildarhringinn og beint huga
hans að fögrum og göfugum hug-
sjónum. Og um leið og þeir
vekja hjá alþýðumanninum smekk-
inn fyrir slíkum hugsjónum, eiga
þeir einnig að veita honumnokk-
urn fróðleik og þekkingu, svo
verkmaðurinn standi ekki alveg
eins og glópur þegar minst er á
eitthvað annað en verkið, sem
hann hefur með höndum. Þetta
er eitt af því, sem bæjarstjórnun-
um í öðrum löndum hefur skilist
fyrir löngu, og þær hafa reynt
að styðja að því með því að leggja
fram fé til opinberra fyrirlestra
og bókasafna. - -
Þrátt fyrir alla þessa örðug-
leika, hefur Stúdentafélagið enn
ekki viljað sleppa höndinni af
fyrirtækinu. Það hefur kosið
nýja nefnd, og er nú í ráði að
reyna að fitja aftur upp á al-
þýðufyrirlestrunum áður en langt
um líður. En svo framarlega
sem ekki verða gerðar einhverjar
ráðstafanir i þá átt, sem hér hef-
ur verið bent á að framan, má
búast við því, að nefndin sitji
föst á sama skerinu og áður, og
væri það illa farið. í nefndinni
eiga þessir menn sæti: séra
Lárus Halldórsson, dr. Jón Þor-
kelsson yngri, Sigurður Thorodd-
sen verkfræðingur, JensB. Waage
cand. phil. eg Árni Thorsteinsson
ljósmyndari.
Saga alþýðufyrirlestranna er í
stuttu máli sem hér greinir:
Á aðalfundi Stúdentafélagsins
22. nóv. 1895 báru þeir Einar
Hjörleifsson ritstjóri og Guð-
mundur Björnsson læknir upp
tillögu um, að Stúdentafelagið
gengist fyrir því, að haldnir yrði
ókeypis fyrirlestrar fyrir almenn-
ing. Málinu var vel tekið og
nefnd kosin til að annast fyrir-
lestrana. Yoruíhenni þessir menn:
Þórhallur Bjarnarson lector, Guðm.
Björnsson læknir, Einar Hjörleifs-
son ritstjóri, Eiríkur Briem docent
og Halldór Jónsson bankagjald-
keri. Til bráðabyrgða ákvað nefnd-
in inngangseyri 10 au. til að
standa straum af kostnaðinum, og
var af ráðið að láta fyrst um
sinn halda fyrirlestra tvisvar i
mánuði. Starfaði nefndin síðan,
með nokkrum breytingum á með-
limunum, til vors í fyrra. Á
þessu tímabili voru haldnir eftir-
fylgjandi fyrirlestrar:
1895—97.
Guðm. Björnsson: Listin aðlengja
lífið.
Haldór Jónsson: Stjórn Reykja-
víkur.
Einar Hjörleifsson: Ættjarðarást.
Dr. J. Jónassen: Mannsheilinn.