Elding


Elding - 19.05.1901, Blaðsíða 1

Elding - 19.05.1901, Blaðsíða 1
Blaðið kemur út hverjum sunnud. Kost ar innanl.3 kr. (75 au á stjói ð.), erlend. 4 kr. ELDING Pöntun á blaðinu «r innanlands bundin viö minst einn ársíj., er- lendis við árg. Borgun tyrirtram utau Rvlk. 1901. REYKJAVÍK, SUNNUDAGINN 19. MAÍ. 23. tbl. HI'T'li ti'i IIII'l ■I1i'H'i 'i'l j-i"!- .,Lli - VANDAÐUP^ VARNlNGURs* •^GBREym^ByRGi)!^ •GOTt VERMQIMJ- I Alþyðuháskólar í Danmörku. (Niðurlag). Það var lengi ein af helstu Tnótbárunum á móti háskólunum, að þeir væru ekki til annars en að ala upp í alþýðunni óbeit á líkamlegri vinnu, að þeir kæmu svo miklum regingi í bændasyn- ina og vinnuhjúin, að þau fengj- ust ekki tii að taka á nokkru verki framar. En reyndin hefur ■orðið öll önnur. Hún hefur borið þess ijósan vott, að lærisveinar alþýðuháskólanna hafa að öllum jafnaði orðið lang framtakssöm- ustu og duglegustu bændurnir. Eg skal leyfa mér að styðja þessa staðhæfingu með vitnisburði nokk- urra merkra manna. Fyrir hér um bil 20 árum l.élt N. J. Buus, landbúnaðarumsjónar- maður, fyrirlestur í „Landbúnað- arfélagi“ Dana, og mintist hann á háskólana í sambandi við land- búnaðinn með þessum orðum: „ . . . Þegar öllu er á botninn hvolft, má óhætt fullyrða, að al- þýðuliás'kölunum beri lieiðurinn fyrir að liafa leitt bœndalýðinn í Danmörlm inn á þá framfara- og farsœldarbraut, sem hann nú er á. Það getur vel verið, að þekk- ing sú og kunnátta, sem nemend- urnir afla sér á einu eða tveim missirum, sé hvorki djúp né víð- tæk, þótt það hins vegar sé al- kunnugt, að tápmiklir og nám- fúsir unglingar á tvítugsaldrinum séu fljótir að vinua þaðfupp, sem alþýðúháskólafræðsluna skortir í við gagnfræðakenslu. En hér er ekki fróðleiks- eða þekkingarforð- inn mergurinn málsins. Aðal- þýðing háskólanna liggur í því, að þeir komi byltingu af stað í sálarlífi nemendanna og skili þeim af sér sem nýjum og betri mönn- um. Þótt lærdómsklausurnar aldrei nema gleymist, þá er þó það við skólavistina unnið, að lœrisvein- arnir verða möttœkilegri og væm- ari fyrir öllum nýjum framfara- hugmyndum og læra að beita kröftum sínum í þeirra þjönustu- Ég verð að játa, að ég er alþýðu- háskólunum mjög hlyntur, og það er mitt álit, að hver sá maður, sem hefur nokkuð að marki saman að sælda við alþýðuna í Dan- mörku, hljóti að viðurkenna af hjarta þýðingu þeirra.“ Þessi orð voru töluð fyrir 20 árum, en þau eiga vel við enn í dag að öðru leyti en því, að nú má það heita, að allir séu fyrir löngu gengnir úr skugga um hin farsællegu áhrif alþýðuháskólanna. Það mun nú orðið leit á þeim manni, sem þori í alvöru að halda því fram, að skólarnir leiði nokk- uð ílt af ser. Aftur á móti kem- ur það með hverjum deginum ber- legar í ljós, hve ómetanlega mikið landbúnaðurinn á þeim að þakka. Einn af stærri gózeigendunum í Danmörku, Tesdorpf etazráð, sem árlega hafði á búum sínum ung- linga víðsvegar af landi til æfing- ar í landbúnaði, sagði svo frá sjálfur, að það hefði eins og skift í tvo heima eftir að alþýðuháskól- arnir komu, og þóttist hann verða þess var, að unglingar þeir, sem komu frá háskólunum, sýndu að jafnaði miklu meiri áhuga á bún- aðinum og tækju miklu betur til- sögn en hinir. Því mun enginn neita, að þetta, sem hér hefur verið tilgreint, vegur drjúgt á metunum, þegar um þýðingu alþýðuháskólanna fyrir búnað og verklegar fram- farir er að ræða. En sumir merk- ir menn hafa tekið ennþá dýpra í árinni. Þannig fer Jörgen Niel- sen, valinkunnur maður og einn í fremstu bænda röð á Fjóni, svo- feldum orðum um þetta mál: „Því nær altar framfarir meðal alþýðunnar í Danmörku á síðast- liðnum mannsaldri má rekja til alþýðuliáskölanna. Sérstaklega á þetta sér stað með landbúnaðinn og jarðræktina. Æskulýðurinn hefur ekki aðeins grætt það á skólaverunni, að hann hefur öðl- ast fróðleik og þekkingu, heldur hefur um leið vaknað hjá honum megn framfaraþrá. Hér í grend- inni má sjá þess Ijósan vott, að þeir, sem hafa gengið á alþýðuhá- skóla, sýna af sér mestan dugnað í búnaði.11 Englendingar hafa lengi fengið orð fyrir að gefa nákvæmar gæt- ur að allri nýbreytni meðal ann- ara þjóða, til að skygnast eftir, hvort ekki væri eitthvað á því að græða í andlegu eða verklegu til- liti. Þannig hafa þeir einnigveitt alþýðuháskólum Dana mikla eftir- tekt. Mentaðir Englendingar hafa öðru hvoru verið að taka sér ferð á hendur til Danmerkur til að kynna sér alþýðuháskólana og hreyfingar þær, er standa í sam- bandi við þá, og skal ég í stuttu máli leyfa mér að benda á aðal- inntakið í skýrslu frá einum þeirra, Mr. J. S. Thornton, sem var gefin út 1896—7 ásaint fleiri skýrslum erlendis frá um uppeldi og alþýðu- fræðslu. Eftir að höfundurinn er búinn í stu'tu máli að skýra frá há- skólahreyfingunni og fyrirkomu- lagi alþýðuháskólanna, hikar hann sérekki viðað segja,aðþessirskólar séuþærbeztu alþýðufræðslustofnan- ir, sem hægt sé aðhugsasér, oghann heldur áfram á þessa leið: „Menta- stofnanir með háskólasniði fyrir verkamenn! Ég býst við að mörg- um Englendingi verði á að brosa, þegar hann heyrir minst á annað eins, en hann hætti því líklega ef maður gæti sýnt honum fram á nytsemi þeirra í einföldum pen- ingareikningi, og það er lafhægt.“ Hann bendir síðan á byltingar þær, sem urðu á öllum búnaðar- högum Dana á árunum 1870—80,

x

Elding

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Elding
https://timarit.is/publication/231

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.