Elding - 19.05.1901, Blaðsíða 3
ELDING.
91
til þess keinur að losua við þessa
svörtu og svipljótu kofa úr miðbæn-
um, því þeir hafa lengi hneixlað
augu manna og smekk. En hinsveg-
ar höfðu menn víst hugsað sér þetta
á nokkuð annan veg en þaDn, að
„prívat“-maður keypti lóðina til að
byggja á henni.
Dað hefur nú þegar í nokkur
undanfarin ár vakað fyrir mönnum,
að brýn nauðsyn væri á að byggja
hús fyrir söfn landsins, og þessi
krafa herðir eðlilega meir og meir
að með hverju árinu, því söfnin
aukast stöðugt. Flestir munu vera
á því, að þetta hús eigi að standa
á fögrum stað i bænum, og um leið
hentugum stað. Engum getur bland-
ast hugur um, að það eigi að vera
bygt úr steini og svo stórt og veg-
legt, sem efni og ástæður framast
leyfa. Staðurinn, sem þetta hús á
að standa á, virðist liggja í augum
uppi. Það er einmitt þessi lóð, sem
Erönsku húsin standa á, og svo
Guðnýjar Möllers lóð, og ber margt
til þess, að sá staður er eins og
sjálfkjörinn. Hann er fallegur og
lientugur og liggur vel við. Aust-
urstræti er í þann veginn að verða
reglulega myndarlegt og snoturt
stræti, og virðist því rétt að safna
þar saman sem flestum stórbyggingum_
Á horninu hinum megin við stræt-
ið liggur Bankahúsið, lang smekk-
legasta og myndarlegasta byggingin
i Reykjavik. Það virðist nú eðli-
legast að á hitt hornið komi líka
stór og smekkleg og myndarleg
bygging, svo ekki hallist á. Slik
bygging mundi ekki auka lítið á
fegurð strætisins og miðbæjarins
yfir höfuð.
Þetta, sem hér hefur verið sagt,
er ekki sprottið af því, að vér ef-
umst um að sá háttvirti „prívat“-
maður, sem hér er um að ræða,
muni byggja þarna stórt og sooturt
hús. En það segir sig nærri því
sjálft, að það muni verða timburhúsi
og hversu vel og smekklega, sem
frá því kann að verða gengið að
öllu leyti, þá getur það þó aldrei
jafnast á við fallegt steinhús. En
setjum nú svo, að maðurinn byggi
það úr steini, þá er þó enn engin
von til þess, að það verði svo
skreytt, sem æskilegt væri, svo það
ekki stingi í stúf við Bankahúsið,
því hér er enginn sá „prívat“-maður
til, er hafi efni og ástæður til þess.
Yér erum í engum vafa um, að
það muni ekki líða mörg ár áður
en þessu safnhúss-máli verði hreyft
fyrir alvöru og frumvarp í þá átt
lagt fyrir þingið. Og þá er mikið
undir því komið, að hægt sé að
benda á fallega óg hentuga lóð
undir húsið. Hinsvegar er málið
einnig mjög þýðingarmikið fyrir
bæinn, þvi allir bæjarbúar munu
vera einhuga á því að prýða hann
sem mest má verða. Þegar um
aðrar eins lóðir og þessa er að ræða,
þá dugar ekki að spila þeim hisp-
urslaust og hugsunarlaust í hend-
urnar á „prívat“-mönnum, hverjir
sem þeir kunna að vera, því á bak
við liggur ætíð eða á ætíð að liggja
annað þýðingarmeira, nefnilega:
hagur og heill bcejarins.
Vér viljum því skora á Bæj-
arstjórnina, svo framarlega sem
kaupin ekki eru fastráðin og henni
er ant um að styðja að prýði bæj-
arins, að kalla saman almennan
borgarafund til að ráða fram úr
þessu máli.
Ur bænum og grendinni,
Skipaferðir. „Reykjavík“ fórupp
í Borgarnes með Borgfirðinga 14.
þ. m.
„8kálholt“ fór norður um land 15.
þ. m. Earþegar margir, rnest sjó-
menn og kvennfólk.
„Hólar“ fóru austur um land 16.
þ. m. og sömuleiðis margt manna
með þeim.
„Ceres“ fór til útlanda í gær og
með henni allmargir farþegar, þar á
rneðal þrjár stúlkur til vefnaðarnáms
í Kaupmannahöfn, frk. Marta Ste-
phenseu úr Viðey, frk. Kristin Her-
mannsdóttir úr Rvík og frk. Ingi-
björg Claessen frá Sauðárkrók. Enn
fremur fóru nokkrir vesturfarar.
Fiskirí. Fiskafli hefur verið hér
mjög misjafn á þilskipin, frá 6 þús.
og það allt upp í 351/,, þúsund.
Mest hefur skipið „Björgvin“ (skipstj.
Kristinn Magnússon) fiskað.
Eiskirí hefur verið ámóta í Hafn-
arfirði, þó tæplega eins gott.
Veðurfar. Rigningasamt hefur
verið hér í meira lagi; þó hefur ekki
enn orðið vart við eld þann og
brennistein, sem Mormónarnir hétu
bæ þessum, sællar minningar.
Gestir hafa verið hér margir,
prestar og prælátar.
Aldar-prentsmiðjuna alla hefur
séra Lárus fríkirkjuprestur Halldórs-
son keypt af hr. David Östlund, sem
nú mun innan skamms ætlaaðflytja
sig héðan til Noregs.
Samsæti héldu kennarar barna-
skólans orgauleikara Jónasi Helga-
syni fyrir 25 ára söngkennslu við
barnaskólann. Gáfu skólabörnin hon-
um göngustaf og fluttu kvæði.
— Annað samsæti ætla nokkrir
helstu borgarar bæjarins að halda
yfirkennara Steingrími Thorsteins-
syni í kvöld til minningar um 70
ára afmæli hans.
„Laumuspil11 heitir pési nokkur,
sem nýlega hefur birzt hér í bæn-
um. Er það Katekismus Anti-Val-
týinga og þykir skáldlega saminn.
Giftingar. Á sunnudaginn var
voru þau Eggert búfræðingur Briem
og ungfrú Katrín Thorsteinsson gef-
in gefin saman úti í Viðey. Eggert
tekur þar nú við búi.
Þann 11. þ. m. voru gefi saman
5 hjón í Rvíkursókn og er það meiri
viðkoma á einum degi en hér hefur
að höndum borið siðustu öld.
Hugvitsmenn.
Ef samin væri skrá yfir hug-
vitsmenn heimsins með æfiágripi
þeirra, mundi það koma ber-
lega í ljós, að uppgötvunar-hugvitið
á talsvert skylt við skáldgáfuna.
Sá sem finnur upp gufuvél er eins
og fæddur með þeirri ákvörðun að
finna upp gufuvélar; þó hann sé
settur við að sjóða sápu eða kenna
börnum uppi í sveit, þó honum sé
varnað allrar fræðslu, þó hann sé
læstur inni í dimmum klefa fjarri
öllum mannabygðum, — hann mun
þrátt fyrir það finna upp gufuvélina
sína. Það getur vel verið að hann
sjálfur misskilji hlutverk sitt, að
hann t. d. gefi sig að málaralistinni
og geti sér frægðarorð í þeirri grein,
—- á endanum fer þó svo, að hann
finnur upp gufuvélina.
Eóbert Fulton, sem fannuppgufu-
skipin, var málari, og sömuleiðis
Morse, er fann upp fréttaþráðinn.
Enn fremur Daguerre, faðir Ijós-
myndalistarinnar. Edison, rafmagns-
kongurinn, var 1 æsku hlaupadreng-
ur. Eli Whitney, er fann upp baðm-
ullarspunavélina, var fyrst fram eftir
járnsmiður, síðan umferðarkennari og
málfærslumaður. Richard Arkwright,
er fann upp vélavefnaðinn, stundaði