Elding


Elding - 16.06.1901, Síða 1

Elding - 16.06.1901, Síða 1
: Blaöið keraur út á, : hverjum sunnud. Kost- ! ar innanl. 3 kr. (75 au. ■ ársfjórð.), erlend. 4 kr. L DING Pöntun á blaðimi *r inranlands bundin viö minst einn ársfj., er- lendis við árg. Borgun fyrirfram utan ttvík. 1901. REYKJAVÍK, SUNNUDAGINN 16. JÚNÍ. 28 tbl. m|rj| • HiíÍT \ glíil—J| •REYKJAVÍK- ^—£3 • VANDAÐU FS ^ARNINGU I BJ/RGtJ I -GOTt VLRt) ÁÖLLU 1 gffliiiiriuiimiiiiiiiUiuimfiMi'iiiiiiiLmiiiiiiiiiiiiiiifimifiimimufiummuiimimiimiuiiimiUiiiiuiuYiuuiigmiin] IV í "V • Mesta velferðarmál þjóðarinnar. Alþýðumentunin. Flestum, sem upp á síðkastið liafa ritað um alþýðumentun vora, Ihefur borið saman um, að hún væri langt frá í því lagi, sem ■skyldi. Deir hafa haldið því iram, að skólarnir væru bæði mikils til of fáir og illa úr garði :gerðir, og munu víst allir játa það fúslega. Hitt kynni menn aftur á móti að greina áum,með hverju móti væri bezt að kippa iþcssu í lag og hvernig fyrirkomu- lagið á alþýðufræðslunni helst ætti að vera. Hér er það ekki ætlun vor að fara að tildra upp neinu frumvarpi eða skólareglu- gerð, er reki þetta míl út í yztu æsar, því það er meira vandaverk -en svo, að vér treystumst tíl þess. En málið er svo þýðingarmikið fyrir þjóð vora og það er svo mikið undir því komið, að það sé íhugað vel og vandlega áður en því er ráðið til lykta, að hver sá maður, er af einlægum vilja leit- ;ast við að komast að einhverri niðurstöðu í því efni, þótt ekki «é nema í fáum atriðum, á heimt- ing á að fá áheyrn. Og hér skulu iþá tekin fram nokkur atriði, sem hingað til hcfur verið lítill gaum- ur geíinn hér á landi, en sem -oss virðist með öllu óviðurkvæmi- legt að ganga þegjandi fram hjá, jþví þau eiga að vorri ætlun að vera grundvallaratriði allrar al- þýðufræðslu. Menn geta víst verið á eitt sáttir um, að aðal mark og mið allrar fræðslu sé það, að búa menn undir lífið. Það hlýtur að vera aðal kjarni alls uppeldis að framleiða þá eiginlegleika í eðli barnanna, er geri þau að sjálf- stæðum og hugsandi manneskjum, með þrek og vilja til að berjast við örðugleika lífsins og ljósan skilning á því, að þau séu í heiminn sett til þess að láta eitt- hvað gott og nýtilegt af sér leiða. Það er alkunnugt, að t. d. lung- un og vöðvarnir í líkamanum styrkjast og taka þroska og framförum við skynsamlega og hæfilega brúkun, og það því bet- ur, sem fylgt er fastari reglum við brúkunina og æfinguna. Al- veg eins er því háttað með heil- ann, en hann er uppspretta alls lífsins. Hann felur i sér leyndar- dóma hugsunarlífsins, tilfinninga- lífsins, siðferðislífsins og viljalífs- ins. 0g það er engum vafa und- irorpið, að það má skerpa og skýra hugsunina, dýpka tilfinning- arlífið og gera það næmara fyrir öllum fögrum og góðum áhrifum, styrkja og stæla viijann og beina öllu sálarlífi mannsins inn á göf- ugra og hærra svið með skynsam- legu uppeldi og staðfastri hand- leiðslu. Þótt vér nú verðum að játa, að alþýðumentun vorri hafi alt til þessa verið mjög svo ábótavant, þá verðum vér samt ura leið að viðurkenna með .ánægju, að hún hefur tekið mikíum framförum frá því sem áður var. En enn skortir þó mikið til þess að vér getum verið ánægðir. Það er nú við því búið að menn geti ekki í fljótu bili orðið á eitt sáttir um fyrirkomulag aiþýðuskólanna; einn bendir á þetta annar á hitt. Vér dyljumst þess ekki, að vér álítum nauðsyn á að umsteypa alþýðu- fræðslu-fyrirkomulaginu eða að- ferðinni frá rótum, svo framarlega sem vér viljum að hún verði það sem hún á að vera: farsæll grund- völlur undir þjóðlífi voru. Hingað til hefur það verið mark og mið alþýðufræðslu vorrar, að troða nokkrum lauslegum og ósamstæð- um upplýsingum inn í börnin og ungmennin. Eins og flestum mun kunnugt, er það í raun og veru mjög takmarkaður þekkingarforði, sem óþroskuð/’barnssál getur tekið á móti og melt, og að vera að troða í hana fræðslu fram yfir það er einkisvirði. Utanaðnám í belg og blöðru, upplýsingar, sem ekki festa rætur í sálunni og vekja hið innra líf tii sjálfsmeð- vitundar og starfsemi, er þýðing- arlaust og jafnvel til ílls eins. Af skólanámsgreinum vorum eru auðvitað lestur, skrift og reikn- ingur sjálfsagðar kennsiugreinar, því þetta eru frumatriði allrar frægslu. En að vera að berja sögu, landafræði og náttúrufræði inn í börnin á þann hátt, sem hingað til hefur verið gert í skólum vorum, þar sem kenslan hefur verið á fullkomnustu stigi, er hreint og beint glapræði. Því hvað hafa börnin upp úr því? Þau læra þessar námsgreinar ut- an að í belg og blöðru umhugs- unarlaust og flýta sér að gleyma þeim þegar þau eru sioppin úr skólanum. Ég efast um að hægt sé að benda á nokkurt barn, sem tveim árum eftir lokið skólanám viti nokkuð til muna í þessum greinum. Og því síður held ég að hægt sé að benda með rökum á nokkur veruleg áhrif skólanáms- ins á hugarfar þeirra og breytni- Og hvað er þá unnið við skóla- gönguna? Það hefur hingað til verið hið mikla mein í alþýðufræðslu vorri að lítil sem engin áherzla hefur verið lögð á að vekja til meðvit- undar og starfsemi þær hliðar sálarlífsins, sem hafa legið í dvala hjá barninu. Það hefur heimin- um verið ætlað að gera, og hann gerir það oft svo óþyrmilega, að alt sálarjafnvægi raskast og allar eðlishvatir færast úr skorðum og komast á ringulreið í öldugangi lífsius. Nú er einmitt mest undir því komið að leiðbeina hinum misjöfnu straumum sálarlífsins í

x

Elding

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Elding
https://timarit.is/publication/231

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.