Elding

Ukioqatigiit
Ataaseq assigiiaat ilaat

Elding - 16.06.1901, Qupperneq 3

Elding - 16.06.1901, Qupperneq 3
ELDING. 111 Þegar þessa er atlokið er svo ný upphæð götuð á skjalið. Ealsarasveitin færir sig stöðugtúr einum stað í annan. Undir eins og búið er að koma af sér öllum skjöl- unum, og það er venjulega gert á einum degi hvað mörg sem þau, eru þá er farið til næsta hæjar. Degar þangað er komið, er fyrsta verkið að viða að sér víxla og skjöl, oger það venjulega gert á þann hátt, að flokkshræðurnir kaupa litla víxla og margfalda upphæðina. Uegar því er lokið, tekur miðillinn einn hand- hafa með sér og fer til næstabanka til að láta hann reyna fyrir sér. Stundum fer miðillinn sjálfur nn með til að sjá Um að alt gangi reglu- lega til og enginn grnnur sé vak- inn, en stundum híður hanu sjálfur fyrir utan og sendir einn af „skugg- unum“ í sinn stað. Þegar búið er að hefja upphæðina, hittast þeir á einhverjum afviknum stað og tekur miðillinn við henni. Uví næst er farið til næsta banka og svo koll af kolli þangað til víxlarnir eru þrotn- ir eða eitthvert óhapp kemur fyrir. Sé grunur vakinn, er allri falsara- sveitinni þegar í stað gert aðvart og fara félagarnir þá undir eins burt úr bænum og þjóta sinn í hvora áttina, en hittast svo von bráðar á einhverjum ákveðnum stað. Sé einn af handhöfunum tekinn fastur, flýja hinir undir eins og verður enginn eftir nema miðillinn. Hann ræður málaflutningsmann til að halda uppi vörn fyrir þann, sem handsamaður var. Um leið gerir hann sér far um að koma því inn í höfuðið á honum (handhafanum), að það sé heppilegast fyrir hann að þegja og ljósta engu upp, þóhannnú kynni að vita eitthvað frekara, því falsarasveitin muni sjáum að losa hann úr krepp- unni sem fyrst. Það er þess vegna mjög sjaldgæft að nokkuð hafist upp úr þessum kumpánum, þó þeir séu handsamaðir. Eélagsbræðurnir hjálpa dyggilega hver öðrum þegar í nauð- irnar rekur. Til frekari tryggingar en miðillinn vanur að sjá svo um að handhafarnir séu menn, sem áð- ur hafa sætt hegningu, því þá er vitnisburður þeirra ekki tekinn til greina fyrir rétti nema því að eins að sterkar sannanir séu annars veg- ar. Af sömu ástæðum gerir auðkýf- ingurinn og falsarinn sér far um að velja þann einn lyrir miðil, sem rétt- vísin áður hefur haft undir höndum. Þessar varúðarreglur gera það að verkum, að lögreglan á mjög erfitt með að klófesta aðal mennina í fals- arasveitinni: auðkýfinginn og sjálf- an falsarann. Agóðanum af starfinu er skift þannig á rnilli félagsbræðranna, að auðkýfingurinn og falsarinn fá til samans 50—60°/0 og skifta því nokk- urn veginn jafnt á milli sín. Mið- ilfinn fær frá 15—25°/0 og hinir eft- ir áhættunni, sem í hvert skiftið er samfara störfum þeirra, frá . 15—45 °/0. Auk þess er dálítið af ágóðan- um lagt fyrir f varasjóð og er því varið til að halda uppi vörn fyrir meðlimina, ef illa fer. Ur bænum og grendinni. Tíðarfar hefur verið hið yndis- j legasta þessa síðustu viku, enda j notað af únga fólkinu til að sýna sig og sjá aðra eins og gengur og gerist. Stórstúkuþing. Dagana frá 7.—9. þ. m. var stórstúkuþing Good-Templ- arsreglunnar haldið í Reykjavík. Yar þar samþykt að safna undir- skriftum undir áskoranir um að- flutningsbann á áfengi eða til vara sölubann, er leggja skyldi fyrir al- 40 einhverjum vöflum og vífilengjum, en þá datt mér alt í einu í hug, að úr þvi han vissi svona mikið, þá væri eins gott að hann feugi að vita alt saman, svo það væri úti með það. Egsvar- aði þess vegna eftir stutta þögn jafn stillilega og hann hafði spurt: „Gott og vel! Það mun láta nærri að ég hafi heyrt alt saman“. „So?“ svaraði bann. „Og hvernig lízt yður á málið, þegar þér skoðið það blátt áfram frá gróða-sjónarmiði?“ „Eg hef þá skoðun á því“, svaraði ég einarð- lega og horfði beint framan í hann, „að þetta sé eitthvert það fúlasta níðingsverk, sem ég hef nokkurn tima heyrt getið um, og hefðu fleiri en ég heyrt það sem ég heyrði, þá skyldi æfilöng þrælkun hafa orðið hlutskifti upphafsmannanna“. „Aha“, svaraði hann, „það gleður mig að þór skulið hafa séð yðar veiku hlið. Sem betur fer voruð þér aleinn, og framburður yðar mundi ekki hafa mikið að segja á móts við álit mitt og orðstír. Þér eruð ekki eins vitlaus og ég hélt. Þegar ég fyrir viku síðan tók yður að mér í skipakvinni soltinu og illa til reika, hélt ég að þér væruð einn af þessum venjulegu sjó- mannsræflum, sem gelta þegar þeim er skipað það og svo ekki meira“. Nú fór að síga í mig, og til þess að særa hann eins tilfinnanlega og hægt var, sagði ég: 37 Ég komst nú í tæri við þetta verzlunarhús, sem ég er enn þá hjá, og með því að ég sá, að leyndarmál mitt gat með tímanuia kastað tölu verðu af sér, talaði ég ekki meira um það. Eg græddi á Agenóríu strandinu; það gerðu þeir líka. Þetta er síðasta seglskipið, sem þeir eiga — hin eru öll gufuskip. Eyrir öokkrum dög- um voru þeim boðin 3 pund í hverja smálest í skipinu — það er töluvert minna en skrokkur- inn einn kostar. Þá er betra, eins og gamli Catblock sagði, að eiga fleytuna eins og fast geymslufé á 400 faðma dýpi. Það eru öll út- lit fyrir að hÚD hangi kyr, þegar húu rennur upp á skerið, og ef hún skyldi mjakast af því aftur, getum við búist við að hún hangi ofan- sjávar meðan við við erum að koma okkur fyr- ir i bátunum. Ef hún hangir kyr á skerinu, brotnar hún í spón á fáum klukkustundum, svo það gerir lítið til á hvorn veginn hún fer. Þú hefur 1000 pd. upp úr krafsinu. Ég fyrir mitt leyti kem til að hafa svo mikið upp úr þvi, að ég get hætt öllum sjóferðum og gefið mig allan við nokkrum nýjum uppgötvunum, sem ég er að brjóta heilann um. Þetta er nú alt og sumt. Heyrðu, þegar þú leysir Morris af verð- inum, þá settu nýja kompásinn í kompásskýlið.

x

Elding

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Elding
https://timarit.is/publication/231

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.