Elding


Elding - 16.06.1901, Síða 4

Elding - 16.06.1901, Síða 4
112 ELDING. þing 1903. - - Somuleiðis samþykt að skora á yfirvöldin að fylgjafram lagaákvæðunum viðvíkjandi áfengis- sölu á skipum í landhelgi. — Enn- fremursamþykt að leyfa sveitastúkum að færa inngangseyri niður í 1 kr. fyrir karlmenn og 50 aura fyrir kvennmenn og unglinga innan 18 ára. Laugardagskvöldið 8. þ. m. héldu Templarar samsæti í Iðnaðarmanna- húsinu til minningar um 50 ára af- mæli reglunnar. Voru þar saman komnir um 150 manns, karlar og konur. Aðalræðurnar héldu þeir Einar Hjörleifsson ritstj. (fyrir Is- landi), Guðm. Björnsson lækair (fyrir reglunni) ag Árni Björnsson prestur frá Sauðárkrók (fyrir stórstúkunni)- Guðm. Magnússon hafði ort kvæði- Skemtu menn sér við söng og ræðu- höid fram eftir nóttunni, og bar ekki á öðru en að þar væri jafn fjörugt og skemtilegt og í þeim samsætum, þar sem vín er haft um hönd. Skipaferðir. Gufuskipið „Seespray11 kom að vestan frá Richter. Þýzkt herskip „Zieten“ kom hér á mánudaginn, í botnvörpusnatti, og fór aftur á miðvikudaginn. Aðal- árangurinn af ferð þess til Reykja- víkur var sá, að þýzki konsúllinn gaf Reykjavik kost á að sjá „úní- formið“. Strandferðaskipin „Hölaru og „Skálholt“ fóru í vikunni; með þeim fór mesti sægur af ferðafólki, að vanda, þar á meðal stórstúkuþings- fulltrúarnir. „Laura -' kom frá vesturlandinu á föstudagsmorgun. Earþegar: Kaup- maður Sæmundur Halldórsson í Stykkishólmi, Sigurður prestur Ste- fánsson frá Vigur, frú Thóroddsen frá Isafirði ásamt dóttur sinni, verzl- unarerindreki Kristján Jónasarson, prestur Kristinn Danielsson, Sönd- um o. fl. Auk þess er mælt að mesti sægur Vesturfara sé kominn með henni og ætli áfram til útlanda. Fiskerí lítur vel út. Þau skip, sem þegar eru komin hafa aílað ó- venjuvel. „Velooity11, skipstjóri Jón Þórðar- son, hefur fengið 20,000 (skipið tók ekki meira). Ennfremur hefur „Guðrún“ Helga kaupmanns Helga- sonar fiskað ágætavel. Eldsvoðaábyrgðarfélagið „Nederlandene" stofnað 1845 tekur að sér ábyrgð á húsum og allskonar munum með sama taksta og önnur félög hér á landi. Stofnfé 6OOOOOO krónur varas.jóður 2916149 kr. Þetta er eitt af félögum ]>eim sem landsbankinn tekur gild. Aðalumboðsmaður fyrir Reykjavík og suðurland er ÉFcs Zimscn. ia selur KRIS Ritstjóri og ábyrgðarmaður: Jón Jónsson, cand. phil. Félagsprentsmifljan. < Irí®6*" ; S»0UP A wJOa 01 JÁN ÞORGRÍMSSON. 38 Eg vil láta stýra henni eins og gufuskipi það sem eftir er leiðarinnar11. Þetta var dáfalleg saga! En ég hafði nú eng- an tíma til að vera að hugsa um hana; ég var búinn að vera alt of lengi burtu frá starfiininu, og mér létti stórum þegar ég heyrði stýrimann- inn ganga inn i svefnklefann sinn og lokahurð- inni á eftir sér. Þegar ég gægðist inn, sá ég að skipstjórinn var líka farinn úr salnum. Nú var auðsjáanlega tækifærið komið, og ég lædd- ist hljóðlega út og stefndi að dyrunum út á þil- farið. Þegar ég var kominn að þeim, sneri ég mér við og sá skipstjórann horfa hvast á mig. Eg stóð í skugganum frá þröngveginu fast upp að forðabúrinu, og það var vafasamt, hvort hann þekti mig eða ekki. Hann hlaut að hafa gengið út úr svefnklefanum sínum gegn um dyrnar, sem voru rétt við efri endann á borð- inu, áður en ég var kominn salslengdina áenda. Væri svo, gat hann farið nær um hvar ég hefði verið og hvað ég hafði beyrt. En af allri fram- komu hans virtist mér næst að ætla, að hann hefði nú fyrst komið auga á mig. Eg flýtti mér nú aftur á skipið án þess að hugsa frekara um það. Meðan ég var að rölta þarna fram og aftur, fór ég að velta fyrir mér því sem ég hafði heyrt. 39 Hvað átti ég að taka til bragðs? Átti ég yfir höfuð að skifta mór nokkuð af þessu? Að skírskota til hásetanna gat ekki komið til nokkurra mála. Ég mátti búast við því, að þeir tryðu mér ekki, og færi svo að þeir gerðu það, þá þekti ég þessa hásetaræfla of vel til að vænta mér nokkurs styrks af þeim. Þvi leng- ur sem ég velti málinu fyrir mér, því færri út- vegi sá ég. Það var fyrirsjáanlegt, að ábyrgð- arfélögin mundu biða stórtjón. En ég varð að hugsa um sjálfan mig. Og ef ég héldi mér sam- an þangað til búið væri að fremja ódæðisverk- ið, þá sá ég að mér var ekki til neins að fara að þvaðra um það eftir á. Ég var þarna í mestu vandræðaklípu, og á endanum einsetti ég mér að halda kyrru fyrir og láta auðnu ráða. III. Feigðarbikarinn. Kl. 10, rétt í því að ég ætlaði að fara að hringja skipsbjöllunni, gekk skipstjórinn snögg- lega f veg fyrir mig, kastaði frá sér vindilstúfn- um og sagði stillilega: „Hvað heyrðuð þér mikið, Morris, af því sem við bróðir minn vorum að tala saman, meðan þér voruð inni i svefnklef- anum?“ Þessi spuming kom mér alveg á óvart. Mér lá við fyrst i stað að snúa mig út úr því með

x

Elding

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Elding
https://timarit.is/publication/231

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.