Elding


Elding - 28.07.1901, Blaðsíða 1

Elding - 28.07.1901, Blaðsíða 1
Blaöið kemur út 4 hverjumsunnud. Kost- ar innanl. 3 kr. (75 au. 4rsfjórÖ.), erlend. 4kr. ELDING Pöntun 4 blaðinu er| innanlands bundin viö i minst einn 4rsfj., er-‘: lendis við 4rg. Borgun : fyriifram utan Rvlk. 1901 REYKJAVÍK, SUNNUDAGINN 28. JÚLÍ. 34 tbl. Nýjar bókmentir. Árný. Gerð út af félagi ís- lenzkra stúdenta í Kaup- mannahöfn. Kmh. 1901. Eins og nafnið á ritinu ber mcð sér er það nokkurs konar nýjárs- og um leið aldamótakveðja frá íslenzkum stúdentum í Eöfn. E>að hefur lengi verið og er svo enn, að meðal íslenzka stúdenta- flokksins í Höfn vakir töluverður áhugi á íslenzkum málum. Það er eins og hugsanirnar og tilfinn- ingarnar snúist þar ósjálfrátt fyrst og fremst að ættjörðunni, eins og menn finni betur til síns íslenzka uppruna innan um hið danska þjóðerni og með óminn af útlendu málfæri í eyrunum. Þess vegna hefur oft meðal íslendinga í Höfn vorið rætt og ritað af miklu kappi um ýms málefni og ýoisar stefnur, er lúta að íslenzkum þjóðþrifum. Þessi bæklingur er nýr vottur um það. Ritið byrjar á grein um „Stjórn- arskipunarmálið á 19. öldinniw eftir Boga Melstcð. Það er gefið í skyn í fyrirsögninni að það eigi að vera ofurstutt yfirlit yfir stjórnarbaráttuna, og er svo að vísu, því höf. tæpir rétt að eins á aðalatriðum málsins. Það er þó nóg til þess að sýna, að höf- undinum lætur annað betur en að skrifa óhlutdrægt um söguleg efni. Frásögnin er hér í einu sem öðru rígskorðuð við persónu- lega skoðun höf. á islenzkum stjórnmálum. og einstrengingslega otað fram öllu, sem getur styrkt hana, en hinu er þagað yfir og stungið endir stól. Þetta er að- ferð, sem vér ekkí munum betur en sé algerlega bannfærð meðal allra sagnfræðinga nútímans, og er leitt að höf. skuli einmitt reka síg á það sker. Kanske það komi til af því að hann álíti sig upp úr því vaxinn að fylgja sama lögmáli og aðrir sagnaritarar? Þetta, stutta söguágrip er ekki annað en ný útgáfa af „pólitísk- um katekismus" höfundarins og alls ekki laust við hnífil- yrði í garð mótstöðuflokksins. Slík pólitísk rassaköst eiga mjög illa við i söguyfirliti, og ekki getum vér dulist þess, að vér eftir þessu að dæma teljum litla von til að B. Th. Melsteð geti skýrt svo hlutdrægnislaust frá sögulegum atburðum, að nokkrar reiðar sé á því að henda, og er það illa farið. Þá kemur ritgerð „Frá Yest- urheimi“ eftir Hafsteín Pétursson. Er þar drepið á nokkur atriði í útfiutningssögu íslendinga og far- ið beldur ómildum orðum um suma menn, er sérstaklega hafi átt þátt i að draga íslendinga að heiman. Höf. hefur áður látið uppi skoðanir sínar um það mál, svo hér er eiginlega ekki um neinar nýjungar að ræða. Hann berst eindregið á móti útflutning- unum, og erum vér fyllilega sam- þykkir þeirri stefnu, en að því er snertir frásögn hans um fram- komu sumra íslendinga vestan hafs, þá skulum vér ekki leggja neinn dóm á hana, því til þess erum vér málinu of ókunnugir. Þá er ritgerð eftir Finn Jóns- son prófessor um „íslenzkuna“, og er það lítil en góð hugvekja um fornan og nýjan rithátt í ís- lenzku máli. Þar næst kemur fyrirlestur: „Háskólinn og mentun alþýðu“ eftir Ágúst, Bjarnason kandídat. Þó þessi fyrirlestur sé bygður á og að nokkru leyti þræddur eftir útlendu riti um það mál, hikum vér ekki við að telja hann bezt- an af ritgerðum þeim, sem í bæklingnum eru. og skal hér i stuttu máli skýrt frá aðal inni- haldi hans. Fyrir hér um bil 30 árum var fyrst farið að hreifa því á Eng- landi að hlutverk háskólanna væri ekki fólgið í því einu að klekja út embættis- og vísinda- menn, heldur jafnframt að dreifa menningarstraumunum út á með- al sjálfrar þjóðarinnar. Við há- skólann í Cambridge var skipuð nefnd manna til að íhuga þetta mál, og þótti henni tiltækilegast að vinna að menningarútbreiðslu meðal alþýðunnar með því að gera út meun til að halda fyrir- lestra um ýms efni til og frá um landið. í fyrstunni átti nefndin við ýmsa örðugleika að stríða, en áður langt leið festi þó hugmynd- in rætur bæði hjá einstökum mentamönnum og ekki síst hjá alþýðunni sjálfri og hefur áhug- inn á málinu farið sívaxandi. Fé- lög hafa víða verið stofnuð til að vinna að útbreiðslu hugmyndar- innar og stefnan hefur sjálf feng- ið nafnið „Háskólaútbreiðsla“ (University extension). Frá Eng- landi barst hreifingin til Ameríku og hefur þar jafnvel átt enn meiri vinsældum að fagna. Arið 1893 var hreifingunni vaxinn svo fisk- ur um hrygg á Englandi, að þar voru þá hér um bil 400 fyrir- lestrastaðir, 600 fyrirlestraflokkar og í kringum 60 þús. áheyrendur. í Ameriku hefur sérstaklega ein hlið þessarar stefnu náð miklum þroska, en það eru sumarskólarn- ir. Eru valdir til þeirra fagrir staðir til og frá út um land og skólatíminn er 3 mánuðir. Föst hús eru að eins lestrarskálarnar, leikfimishús og tilraunastöðvar, hitt eru tjöld1). Frægir kennar- ar frá ýmsum háskóluin, nafn- kunnir rithöfundar og listamenn eru beðnir að koma þangað og >) I>etta miimir mann ósjálfrátt á frá- sðgnina í sögu Jóns biskups helga, par sem getið er um aðsóknina að staðnum á Hólum á hátiðum og tylli- dögum.

x

Elding

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Elding
https://timarit.is/publication/231

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.