Elding


Elding - 28.07.1901, Blaðsíða 3

Elding - 28.07.1901, Blaðsíða 3
ELDING. 135 Templarar sumir urðu þegar hrædd- ir um húshruD. SamsöugurinD var hafinn með sorgar-march Chopins. Varð þá þeg- ar rifrildi töluvert milli tveggja ná- unga út i dyrum; báðir þóttust hvor um sig jafn sleipir í listinni, sagði annar að það væri „marschinn“, þvi svo stæði á prógramminu, en hinn fullyrti að það væri eitthvert annað lag. Varð við svo búið að standa, en glaðnaði þó yfir báðum þegar nr. 5 var leikið, þeir könnuðust þá báð- ir við að þar var nú Chopin kominn, því það var ekki i fyrsta eður annað sinn sem sorgartónarnir (Hariu. & Piano) höfðu hrifið þá. Sáust þeir siðar í faðmlögum, þá „Intermezzoið úr Cavalleria rusticana1*, sem allir þekkja, var leikið, og strengdu þess heit að fara á næsta samsöng, því þá yrði það vafalaust gefið aftur. Hr. Ari Johnsen hóf söng sinn með sálmalagi og fékk það svo mjög á fólkið, að tár hraut úr hvers manns auga; var þar krökt af þingmönn- um og höfðu þeir „skrúfurnar“ laus- ar — og undir, en hinir höfðu að- eins snítuklúta. Ekki leizt fólkinu á Wagner, það er honum óvant og vill heldur hafa þetta góða gamla. Söng herra Ari af mikilli list „Necken“, „Liten Pogel“ og „Paa Söndag Aften“, en þó kunnu menn bezt við „Farvel lille Grethe“, því þar tárfeldi söngvarinn sjálfur og tókst honum það svo vel að fólkið heimtaði það einu sinni til. Lauk svo, að allir voru ánægðir bæði Hr. Ari og fólkið og væri óskandi að hingað kæmi þráðlega annar söngv- ari jafnsnjall honum þvf nú eru menn orðnir leiðir á þeim innlendu. Húsið var troðfult. X. Utan úr heimi, Spánn: Altaf ganga sögur af róstum á Spáni, einkum milli lýðs- ins og andlegrar stjettar manna; t. d. var fyrir stuttu haldin katólsk skrúðganga í Alcoy í fylkinu Ali- cante; rjeðst þá að fjöldi manna, sem beitti „göngu“-mennina ókvæð- isorðum, krossmark, sem prestur einn bar, var rifið af honum og brotið sundur og bardagi hófst með stöfum og steinum. Að siðustu varð lögreglan að skerast í leikinn og höfðu þá allmargir fengið svöðusár. — Um sama leyti var svo órótt í Valencia, að lögreglan varð að halda vörð um höll biskupsins og klaustr- in. — Þá var og lagður eldur í kirkjur margar og kapellur í Astú- ríu. — Loks er þess getið, að al- veg nýlega varð upphlaup i Sevilla út af þvi að lögreglan vildi hand- sama mann einn, en lýðurinn setti sig til mótvarnar. Varð lögreglan að beita vopnum og særðust marg- ir, en einn drengur missti lífið. — Þessu líkt hefur farið fram víðar á Spáni og í Portúgal. Holland: ÞingkosDÍngar nýlega um garð gengnar og mistu frelsis- sinnar við þær 13 sæti á þinginu. Þess vegna er talið vist að ráða- neytið segi af sjer. Belgía: Vinnulýðurinn i Brússel krefst harðtega umbóta á kosnÍDgar- lögunum, svo að hann fái almennan kosningarrjett. Segja menn að, ef þeir fái eigi þessum kröfum fram- gengt á friðsamlegan hátt, muni þeir eigi hika við að hefja stjórnarbylt- ing. England: Konungur hefur kveðið svo á, að krýning sín og drottning- ar skuli fram fara í þessum mánuði. NáDara ekki ákveðið enn. Stærðfræðingurinn enski, prófessor Fait, er látinn. Ur bænum og grendinni. Hálfur mánuður er nú síðan síð- ast voru sagðar bæjarfréttir og þó er nú fátt í fréttum að segja; má af því sjá, hvað lífið í borginni er fjölskrúðugt. Sumarið hefur hér fátt tilfagnaðar að bjóða nema þessa fá- breytilegu útreiðartúra á sunnudög- unum oftast í hellirigningu. Allir sem vetling geta valdið og kost eiga á að fá truntu, keppast við að ná „til kirkjunnar" -- bara ein- hverrar kirkju í grendinni og eru þar jafnvel stundum til altaris. Já ekki vantar nú fastheldnina og traust- ið á fornum sið. Veðrátta umhleypingasöm, óþerrir fyrri vikuna mest alla, nú er þerrir og sólskin annan daginn, regn og drungi hinn daginn. Menn eru strax farnir að kviða fyrir að ill- viðri verði á þjóðminningardaginn 2. ágúst og einkum þó kvennfólkið; einhver stúlka vestur í bæ kvað hafa heitið að gefa svuntuna sína í guðsþakkaskyni ef góðveður yrði þá um kvöldið. Herskipin „Bellona11, „Heimdall- ur“ og „Diana“ hafa legið hór; með Heimdalli tréttist, að „Helsingör11 hefði gert svo rækilega við Hóla að þeir hefðu farið norður á Akur- eyri og eru hingað væntanlegir inn- an skams. Heimdallur fór austur í fyrra dag. „Díana“ er hér uppi við mælingar sem fyrri. Laura fór austur og út, með henni fór söngvarinn Ari Johnson aftur heim á leið; nokkrir fleiri farþegar vora með. Skálholt komið og farið aftur með fjölda farþega þar á meðal Guðm. Scheving lækni. Önnur skip, sem komið hafa og teljandi eru má nefna: „Pervie“, (eigandi Thor E. Tulinius) kom til að taka kol. — „Garthdee11, (skipst. J. Byth) með kol og steinolíu frá Euglandi til Jóns Þórðarsonar kaupm., (nokkuð fyrir strákana að skemta sór við). „Progress4, kolaskip til J. P. T. Brydes verzlunar. — „Helsing- ör“, að austan, „ísafold11, að austan sömul., með henni kom þorsteinn Jónsson læknir í Vestmanneyjum. — Allt eru þetta gufuskip. Skáldið Matthías Jochumsson dvelur hér í bænum fram yfir þjóð- hátíð; ætlar svo austur að heilsa upp á sóknarböru sín hin gömlu í Oddasókn, þó mörg þeirra séu nú flúin fyrir sandinum eins og sjálfur hann forðum, eða grafin í honum. Hann kemur aftur úr þeirri ferð hingað, dvelur hér um stund og fer svo landveg norður. Samsæti var capt. Hovgaard á Heimdalli haldið 23. þ. m. Stóðu fyrir þvi ýmsir alþingismenn og bæjarmenn; — var það haldið i „Iðnó“ og étið fyrir 12 kr. hver, — nema Hovgaard þurfti ekki að borga, — og urðu menn mettir, þar var drukkið píment og claröt, sung- ið symphon og psalterium, en for- seti neðri deildar (Kl. J.) mælti skörulega fyrir minni Hovgaards,— ýmsir voru góðglaðir, sem von var til. En „æ lýtur gjöf til gjalda“, og það vissi Hovgaard og bauð þeim aftur daginn eftir út í Heim- dall og þáðu þeir boðið. Flenshorgarskólinn nýji var sett- ur í Good-Templarahúsinu það sama kvöld. Flensborg skógarmaður ruddi þar úr sér mikifii romsu um skóg- rækt. Dáin er húsfrú Björg Sigurðar- dóttir (kona Ásgr. Eyþórssonar) 25. þ. m. Hafði dottið niður í laugarn- ar og skaðbrenst, svo að það dró hana til dauða. Björg sál. var efn- iskona á bezta aldri.

x

Elding

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Elding
https://timarit.is/publication/231

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.