Elding


Elding - 18.08.1901, Side 1

Elding - 18.08.1901, Side 1
Blaðið kemnr út & hverjum sunnud. Kost- ar innanl. 3 kr. (75 au. ársfjórð.), erlend. 4 kr. ELDING Pöntnn & blaöinu er innanlands bundin yið minst einn ársfj., er- lendis við árg. Borgun fyrirfram utan Rvík. 1901. RBYKJAVÍK, STJNNUDAGINN 18.ÁGÚST. 37 tbl. VAU DAÐU B, VARNJ NGU B,- •^GB^yitA^ByRGMfV •GOTt veko á ölmj- Hvað er lesið á íslandi? Degar um menningarástand ein- hverrar þjóðar er að ræða, þá felst bezti votturinn um það í því livað hún les og hve mikið hún les. Þegar monn því vilja grensl- ust eftir á hverju stigi menning- in stendur lijá oss íslendingum, þá er fyrst að líta til bókagölu og bókasafna. Það er að vísu nokkuð ervitt að gera sér ljósa greinfyrir þessu, því oss skortir ineð öllu skýrslur um slíkt, en þó má af ýmsu nokkuð marka hvernig ástatt erí þessu efni. Binn af bóksölum voruin hefur á síðari árum verið að gefa út íslendingasögur. Menn skyldu ætla að það væri bók, sem allir íslend- ingar vildu eiga og fyndu sér- staka köllun hjá sér til að lcsa. En því er ekki að fagna. Að vísu mun allmikið hafa selst af þeim, en þó engan veginn svo mikið sem vænta mætti. Þetta eru rit, sem helzt ættu að vcra til á hverju heiinili á öllu land- inu, sem nokkur tök hefur á að eignast bók. Næst biblíunni ætti það að vera fyrsta ritið, sem keypt er. Eða til hvers orum vér að gorta af þessum fornritum vor- um, cf vér ekki jafnframt viljum hafa þau í heiðri? Upp á síð- kastið hefur lestur fornrita vorra uijög farið þverrandi, að minsta kosti í sjóþorpum og kaupstöðum. Nú er svo margt annað að lesa, t. d. öll blessuð blöðin. Allir, sem eitthvað þykjast hafa aflögum, þurfa endilega að halda megnið af blöðum þeim, sem út koma. Þótt það sitji illa á oss að telja menn af blaðakaupum, viljum vér samt í öllu bróðerni benda þeim á að halda einu blaðinu færra og kaupa heldur íslendingasögur, sem þeir geta fengið smátt og smátt, eða einhverja aðra góða bók í staðinn. Það er nærri því sorg- legt að vita til þess að nú skuli vera svo komið, að fjöldinn allur af þjóðinni þekkir ekki íslend- ingasögur nema af afspurn, og það ekki einu siuni nema sumar. Af lærisveinum þeim, sem árlega taka inntökupróf í lærða skólann, eru þeir margir, sem ekki hafa leeið þær, og fjöldinn allur fer svo úr skólanum aftur, að hann þekkir ekki aðrar af sögum vor- um en þær, sem íslenzkukennar- inn lætur þá lesa. Síðar meir, þegar í æðri skóla er komið, verð- ur oft lítið úr legtri þeirra; þá halla menn sér heldur að „róm- önum“ og inargur embættismað- urinn flaggar með þeim í bóka- skápunum án þess að líta nokk- urn tíma í þær. „Hvað höfðingj- ar hafast að, Iiinir ætla sér leyf- ist það“. Þá má mikið marka af bóka- söfnunum hvað menn helzt hneigj- ast til að lesa Á landsbókasafn- inu er af alþýðu manna lang mest spurt eftir Þjóðsögunum, „Þús- und og einni nótt“ og neðanmáls- sögum blaða. Af eldri ritum eink- um Fornaldarsögum Norðurlanda, en miklu minna íslendingasögum. Menn vilja umfram alt hafa eitt- hvað spennandi, eitthvað sem æs- ir tilfinningarnar og ímyndunar- aflið. Líkt mun vera um bóka- söfnoglestrarfélög utan Reykjavík- ur. Margir hverjir lesa einnig blöðin mest vcgna neðanmálssag- anna og eru ckki í rónni ef það ber við í nokkruin blöðum að neð- anmálssagan er látin falla burt. Alt þetta ber vott um, að bók- legur smekkur þjóðarinnar er að beinast inn á skaðlegar brautir, í alveg öfuga stefnu við það sem á að vera. Margur kann nú að bera því við, að íslenzkar nútíðarbókment- ir séu svo fátækar að góðum al- mennum fræði- og skemtiritum, að ekki sé kostur á að eignast þau. Þetta er eintóm viðbára. Hér á landi hefur á siðari árum verið gefið út tiltölulega mikið af alþýðlegum fræðiritum, t. d. bæði af Bókmentafélaginu og Þjóðvina- félaginu. Bókmentafelagið gefur að vísu jafnaðarlega út rit sem ekki eru við alþýðu hæfi, en aft- ur eru önnur mjög aðgengileg, t. d. Landfræðissaga Þ. Th., Sið- bótarsaga Þorkels Bjarnasonar, Mannkynssaga og Norðurlanda- saga Páls Melsteðs ogmargt fleira. Að því er Þjóðvinafélagið snertir þá hefur það einmitt haft þarfir almennings fyrir augum við sína bókaútgáfu, og má yfirleitt segja, að það hafi verið mjög heppið í vali sínu. Það hofur síðan það var stofnað gefið út talsvertbæði af gagnlegum, fróðlegum og skemti- legum ritum, sem hér yrði of langt upp að telja. Samt sem áð- ur sér maður þessi rit Bókmenta- félagsins og Þjóðvinafélagsins til- tölulega óvíða, og af hverju kem- ur það? Af því bæði þessi félög senda rit sín til meðlimanna einna, en gera sér ekkert far um að breiða þau frekar út, og ekki leit- ast þau heldur neitt við að auka félagatöluna. Þau láta tilviljun- ina ráða með það. Slíkt er ekki rétt og er meira að segja þvert ofan í anda og tilgang félaganna. En hróplegast er þetta ranglæti gagnvart höfundunum. íslenzkur bókamarkaður er sannarlega ekki svo arðberandi fyrir þá, að þeim veitti af að ritin fengju sem mesta útbreiðslu, því það mundi kanske verða til þess að ritlaunin hækk- uðu ofurlítið úr því sem nú er, þar sem þau eru svo lág, aðbáð- ir málsaðilar i raun og veru skammast sín fyrir þau, félögin fyrir að bjóða þau og hinir fyrir að taka á móti þeirn. Og að því er til félaganna sjálfra kemur, þá veitti þeim víst heldur ekki af að leitast við að auka ofurlít-

x

Elding

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Elding
https://timarit.is/publication/231

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.