Alþýðublaðið - 04.01.1964, Blaðsíða 5

Alþýðublaðið - 04.01.1964, Blaðsíða 5
 syngur hér HIN kunna bandaríska söng kona, Betty Allen, er væntan- leg hingað til lands £ dag. Hún mun syngja hér þrisvar sinn- um, á þriöjudag og miðviku- dag á vegum Tónlistarfélags- ins og á fimmtudag með Sin- fóníuhljómsveit íslands. Þegar Betty Allen kom hing að fyrir réttum fjórum árum til tónleikahalds, var hún þeg- ar viðurkennd sem ein fremsta söngkona Bandaríkjanna. Þá hélt hún hér þrenna tónleika á vegum Tónlistarfélagsins. Mun mörgum minnisstæðir þeir tónleikar. Síðan hefur hún víða farið og hvarvetna verið tekið með kostum og kynj- um, enda hefur hún sífellt ver ið vaxandi í list sinni. Tónlistargagnrýnandinn Bi- ancolli, sem ritar í New York World-Telegram, hefur sagt um hana, að hún sé „sá mez- zó-sópran í Bandaríkjunum, sem hefur yfir mestum iisthæfi leikum að búa. Hún er drottn- ing söngsins.” Betty Allen hefur sungið í fjölmörgum löndum í öllum heimsálfum og hvarvetna ver- ið borin miklu lofi. Sumarið 1961 fór hún ianga hljóm- leikaför um Suður-Ameríku, og þá komst blaðið Marcha í Montevideo svo að orði um söng hennar: „Þetta voru ein- hverjir stórfenglegustu hljóm- leikar, sem haldnir hafa verið hér í borg. — Hin fullkomna list hennar birtist áheyrendum í allri sinni dýrð. — Það er erfitt að lýsa með orðum svona hrífandi persónuleika. Hún hefur nóð tindinum í glæsi- legri listgrein.” Og gagnrýnandi Marcha var ekki einn um að hylla hana, því að félag tónlistargagnrýn- enda gerði um það samþykkt að hljómleikar Botty Allen hefðu verið með slíkum ágæt- um, að hún hefði verið „mesti listamaður, sem fram hefði komið í Montevideo árið 1961”. í því sambandi má gjaman bæta því við, að þegar Betty Allen hafði sungið í Buenos Aires tveim árum áður, hafði félag tónlistargagnrýnenda þar í borg kiörið hana „bezta út- lenda söngvarann,” sem kom- ið hefur fram í Buenos Aires árið 1953.” En það þarf ekki að fara Framh. á 10 síðu. Vilhjáimur S. Vilhjálmsson • > y verðlaun ur Rithöfundasjóði RITHÖFUNDAHNIR Vilhjálm- ur S. Viliijálmsson og Stefán Jónsson hlutu að þessu sinni verðlaun úr Rithöfundasjóði Ríkis útvarpsins. Voru þau afhent á gamlársdag og nema 20.000 kr. til hvors þeirra. Þetta var í áttunda sinn, sem þessi verðlaun eru veitt, en sjóð- urinn var stofnaður með samn- Er Framsókn jafnaðarmannaflokkur? í ÁRAMÓTAGREIN sinni ræðir formaður Framsóknarflokksins, Eysteinn Jónsson, m. a. um starf og stefnu flokks síns á breiðum grundvelli. Er það meginniður- staða hans, að í raun og veru sé Framsóknarflokkurinn hliðstæður íafnaðarmannaflokkum nágranna- landanna. Alþýðuflokkurinn sé hins vegar orðinn íhaldsflokkur. Þegar slíkum skoðunum er haldið fram við hátíðlegt tækifæri af formanni stjórnmálaflokks, er á- stæðulaust að láta þær eins og vind um eyrum þjóta, heldur rétt að láta þær verða tilefni nokk- urra almennra athugasemda um Framsóknarflokkinn og Alþýðu- ílokkinn. Á síðari árum er orðið erfitt að siota orðin „vinstri” og „hægri” til þess að skýra sjónarmið og stefnur í stjórnmálum, þar eð þessi orð hafa verið .notuð í mjög mismunandi merkingu og oft bein- línis misnotuð til þess að rugla menn, en ekki til þess að varpa ljósi á staðreyndir. Svipað má segja um orðin „kapitalismi“ og „sósíalismi". Þau hafa verið not- uð og misnotuð til þess að tákna svo ólík hugtök, að nú orðið er ógerningur að viðhafa þessi orð án þess að gera rækilega grein fyrir því, við hvað sé átt. Vilji maður gera grein fyrir, hver sé megin- stefna jafnaðarmannaflokka ná- grannalandanna, Alþýðuflokksins og Framsóknarflolcksins, er þess vegna enga einfalda lýringu á því hægt að veita með því að nota þessi orð Það verður að lýsa sjálfri stefnunni í meginatriðum. Meginstefna jafnaðarmanna- flokka nágrannalandanná er fólg- in í því, að tryggja fulla liagnýt- iíigu allra framleiðsluskilyrða, stöðuga atvinnu og sem örastan hagvöxt með þvi að ætla ríkisvald- inu úrslitaáhrif í stjórn efnahags- mála, fyrst og fremst með því, að beita einhvers konar áætlunarbú- skap, jafnframt því sem þeir leggja mikla áherzlu á sem rétt- látasta tekjuskiptingu, t. d. með eflingu hvers konar almannatrygg inga og réttlátri Skattalöggjöf- Allir jafnaðarmannaflokkar eru fylgjendur jafnvægisbúskapar, þ. e. þeir beita sér gegn verðbólgu og halla í utanríkisviðskiptum, því að þeir telja jafnvægisbúskap styðja að sem örustum hagvexti og þá um leið sem mestum kjara- neytenda, eins og formælendur | einkareksturs telja. Segja má, að | hér á landi hafi, á síðari árum að minnsta kosti, ekki verið brýn á- stæða til þess að marka skýra stefnu í þessum efnum, þar cð sér- stakar þjóðfélagsaðstæður hafi valdið því, að allir flokkar hafi ver ; ið meira eða minna sammála um tiltölulega meiri ríkisafskipti af efnahagsmálum en tíðkast í flest- um nálægum löndum. Ríkisstjórn ir hér á landi hafa aukið ríkisaf- skipti eða dregið úr þeim út frá öðrum sjónarmiðum en fylgi við kenningar áætlunarbúskapar eða einkarekstursbúskapar, og hafa bótum og greiða fyrir sem réttlát- astri tekjuskiptingu og sem mestu afkomuöruggi. Þessi hefur cinnig verið megin- stefna Alþýðuflokksins og er enn. Þess vegna er hann jafnaðarflokk- ur. En er þetta stefna Framsókn- arflokksins? Framsóknarflokkurinn hefur í raun og veru aldrei tekið skýra og ótvíræða afstöðu til þess sem grundvallarreglu, hvort ríkisvald- ið eigi að hafa það hlutverk að tryggja fulla hagnýtingu allra framleiðsluskilyrða og stöðuga at- vinnu, eins og jafnaðarmenn telja, eða hvort hann telur slikt eiga að gerast fyrir tilstilli frjálsra við- skipta mllli atvinnurekenda og allir flokkar átt þar hlut að máli. Ég sé því ekki ástæðu til þess að deila sérstaklega á Framsóknar- flokkinn fyrir að hafa ekki mark- að stefnu sína skýrar að þessu leyti en átt hefur sér stað. Hann hefur mótað stefnu sína í þessum efnum eftir viðfangsefnum dags- ins. Stjórnarstörf hans bera glöggt vitni um það. En hann hefur aldrei lýst yfir skýlausu fylgi sínu við meginsjónarmið áætlunarbúskap- ar, eins og allir jafnaðarmanna- flokkar gera. ' Hitt er þó miklu athyglisverð- ara við stefnu Framsóknarflokks- ins, að hann hefur aldrei haft sér- stakan áhuga á þess konar tekju- jöfnun, sem almannatryggingum er ællað að koma til leiðar. Þótt grundvöllur almannatrygginga á íslandi hafi verið lagður í stjórn- arsamstarfi Alþýðuflokksins og Framsóknarflokksins, þá er það al- kunnugt, að Alþýðuflokkurinn hafði alla.forystu um það mál. Og allar meiri háttar aukningar, sem gerðar hafa verið á almannatrygg- ingakerfinu síðan, hafa verið gerð- ar, þegar Framsóknarflokkurinn hefur verið í stjórnarandstöðu. Hér skilur greinilega á milli Fram- sóknarflokksins og jafnaðarmanna flokka, sem alls staðar leggja meg inúherzlu á eflingu almannatrygg- inga. Þá hefur það komið greinilega fram, að bæði þegar Framsóknar- flokkurinn hefur verið í stjórn og stjórnarandstöðu, að hann telur jafnvægisbúskap ekki forsendu örs hagvaxtar og réttlátrar tekju- skiptingar. Hann er ekki reiðubú- inn til þess að gera þær ráðstafan- ir, sem nauðsynlcgar eru til þess að taka fyrir varanlega verðbólgu og hann telur hallabúskap í utan- rikisviðskiptum ekki hemil á hag- vexti. Allir jafnaðarmannaflokkar í nálægum löndum berjast þó ein- dregið fyrir jafnvægisbúskap. Þessi atriði nægja til þess að sýna, hvílík fjarstæða það er að telja Framsóknarflokkinn fylgja svipaðri stefnu og jafnaðarmanna- flokkar nágrannalandanna. Annars er það athyglisvert, hversu mikla áherzlu Framsóknarflokkurinn leggur á að leita sér hUðstæðna meðal erlendra stjórnmálaflokka. Kynni það að benda til, að lionum sé undir niðri ljóst, að hann skortir skýran hugsjónarvöll. En sannleikurinn er sá, að Framsókn- arflokkurinn er fyrst og fremst Framh. á 10 síðu ingum milli beggja rithöfundaíé- ’ laganna og útvarpsins og sem Irð- * ur í greiðslum útvarpsins fyrir *■ flutning á verkum íslenzkra höf-• unda. '► Kristján Eldjárn, þjóðminja-1 vörður, er formaður stjórnar ■ sjóðsins, og afhenti hann verðlauri * in í Þjóðminjasafni. Þar voru við- * staddir menntamálaráðherra/r Gylfi Þ- Gíslason, stjórnir rithöf- undafélaganna og nokkrir fleirJ gestir. Þeir Vilhjálmur og Stefán eru^' báðir þjóðkunnir og vinsælir rit- höfimdar. Vilhjálmur fyrir skálá, sögur og ævisögur, en Steíán fyr" ir skáldsögur og barnasögur. Þessa dagana kemur út hjá Helgafelli - * ný útgáfa af fjórum skáldsögum VSV, sem hann sendi fyrst írá^, sér, og verða þær nú prentaðar', í einu bindi, í tilefni af sextugsaF j mæli liöfundarins. ; ' Þessir höfundar hafa hlotið verð . laun úr rthöfundasjóðnum und- j anfarin 8 ár: Snorri Hjartarson, 1 Guðmundur Frímann, Loftur Guð- ' mundsson, Jónas Árnason, Hann es Sigfússon, Guðmundur Ingi Kristjánsson, Ólafur Jóhann Sig- , urðsson, Stefán Júlíusson, Jón úr Vör, Matthias Jóhannessen, Guð- i mundur Daníglsson, Jón Ósliar . og Þorsteinn frá Hamri. i B8LALEIGA Bezíu samningarnir Afgreiðsla: GÓNHÖLL hf. 1-- Ytri Njarðvík, sími 1950 j—• Flugvöllur 6162 =? Eftir lokuu 1284 FLUGVALLARLEIGAN s/9 SMURT BRAUÐ Snittur. Opið frá kl. 9—23.30. > Sími 16012 Brauðstofan Vesturgötu 25. Súni 24540. ALÞÝÐUBLAÐIÐ 4. janúar 1564 §

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.