Alþýðublaðið - 14.06.1964, Qupperneq 8

Alþýðublaðið - 14.06.1964, Qupperneq 8
ÞÓRÐUIt GUÐMUNDSSON talnafróðleik geta velt þessu fyrir ser: Á 8 árum hefur skipið lagzt 5775 sinnum að í Reykjavík, 7755 sinnum á Akranesi <þar af 3988 viðkomur á leið til og frá Borgar- nesi), 2008 sinnum í Borgarnesi og 150 sinnum í Gufunesi. Á þessum 8 árum hefur skipið flutt nærri tvöfalda tölu þjóðarinnar, eða 330.000 manns, hún hefur siglt rúm lega níu sinnum umhverfis jörð- ina eða 200.426 sjómílur, um 25.000 mílur á ári til jafnaðar. Til þess að ná þessum frábæra árangri í langsiglingum án þess að fara nokkurn tíma dýpra en vel klárt af Akranesflösinni, hefur skipið orðið að vera á ferðinni 350 daga á ári hveriu. Á haustin fara nokkr ir dagar í vélarhreinsun og á vor- in er hún tekin upp og máluð. Um hátíðar er svo nokkurra daga hvíld. Akraborgin er 1 klst. og 2 mín- útur á milli Reykjavíkur og Akra- ness, ef hún mætir skipi í höfn- inni getur henni seinkað um 1 mín útu og ef hún fær vont á móti um 3 mínútur. Á minútunni hálf tólf miðviku- daginn 10. júní 1964 rennir Akra- borgin að bryggjunni á Akranesi í átta þúsundasta skiptið eða svo og María Kris.tín Thoroddsen geng ur i tand með stórú þláu töskuna sína og jafnaldra hennar biður á bryggjunni til að fagna henni og þær tipla að dálítið þvældum Chrysler-station og hann hverfur með þær upp garðinn. Maður, sem ég hitti,' sagði, að nú væri Akranes algerlega dauður bær. Bátarnir flestir farnir norður á.sild, vertíðarskarkalinn dáinn út og mannlífið drungalegt. Hann sagði, að Akurnesingar væru svo heillum horfnir, að bílaárekstrar þeirra væru ekki lengur umtals- verðir sökum ómerkilegheita og önnur afbrot eftir því. Maðurinn er nefnilega fréttaritari Alþýðu- blaðsins bar í plássi og slikir menn mæla hlutina á annan kvarða en allur almenningur. Þegar maður hefur gengið upp garðinn og framhjá allmikilli rauð málaðri húsaþyrpingu, býður hó- telið upp á molakaffi. Rauðmálaða húsaþyrpingin, sem nær nú reynd- ar út með öllum sjó, ber einkenn- isstafina H. B. & Co. og má þar kenna útgerðar- og verzlunarstór- veldi þeirra feðganna Haraldar Böðvarssonar og Sturlaugs og uppi á Vesturgötu er hús þeirra í hall- arlíki, fiúrað á útveggjufn og í garð inum vaxa tígulegir túlípanar, rauðir og hvítir eins og bátar og hús útgerðarinnar. Margar götur eru steyptar og það er verið að steypa fleiri og það er verið að byggja við barnaskólann og stækka sjúkrahúsið og í afviknum fiskhús um er unnið við saltfisk og skreið. Á Akranesi hlýtur maður að horfa fyrst á fæturna á kvenfólkinu. Ekki vegna þess, að hugsunarhátt- ur manns sé á lægra plani én al- mennt og eðlilegt má heita, held- ur vegna þess, að á Skipaskagá er fyrirtæki, sem hefur tekið að sér að búa íslenzkt kvenfólk svo til fótanna, að þesrar undirstöður kyenlíkamans verði augnayndi og auðsuppspretta i gjaldeyrislegu tilliti. Við bryggjurnar liggja síðustu eftirlegukindurnar í Akranesflot- anúm. Þeir eru að búast á síldina, Heimaskagi, Sæfari, Höfrungur III., Sólfari og Sigurður. Höfrung ur III. færir sig á milli bryggja og heldur um leið sýningu á því, hvernig hann getur snúið á punkt inum með bví að beita stefnisskrúf unni og það kemur bíll með nót 'níður á garðinn og hún er höluð um borð með kraftblökkinni. Mann skapurinn vinnur verkið, en upp garðinn gengúr kempuíegur, lág- •vaxínn maður og stígúr ölduna. Þar .má kenna flaggkaftein þeirra Skagamanna, Garðar Finnsson, Grein og tnyndir Grétar Oddsson gömlu bera sig miklu betur en við þessir tæplega þrítugu. Að minnsta kosti varð Oddur Valentínusson, fyrrverandi skipstjóri og lóðs, sár- móðgaðtn- þegar ég spurði hann hvort hann treysti sér til að taká skip hér í Reykjavíkurhöfn og sigla því til Englands. Oddur er 88 ára. Akraborgin er nú búin að dóla hérna um bugtina í rúm 8 ár. Það var 30 marz s.l., sem árin urðu átta og þá hafði Þórður skipstjóri „manúverað“ hana 15.688 sinnum að bryggju í Reykjavík, Akranesi, Borgarnesi og í Gufunesi. Þeir sem hafa gaman af sundurliðuðum um að þeir í útvarpinu setji klukku allra landsmanna, þegar Akraborg- in tekur sinn fagurlega sveig inn í hafnarkjaftinn. Maður verður að gera sér Ijóst að mikil ábyrgð hvíl- ir á svona skipi og ekki að vita nema það setti allan þjóðarbúskap inn úr jafnvægi, ef Þórði Guð- mundssyni yrði á í messúnni. Þórður segist sjálfur vera gam- all og nefnir töluna 69 því til sönnunar, segir reyndar að hún tákni aldur sinn í árum. Ég fyrir mitt leyti myndi draga allan aldur Akraborgarinnar frá og vel það og segia hann svona 59 ára. Ann- ars hef ég orðið var við að þessir HÚN stendur við borðstokkinn á þessu stóra skipi og er ekki nema níu ára gömul, en samt er hún að fara ein upp á Akranes. En mamma stendur á bryggjunni og veifar og María Kristín Thorodd- sen stendur við borðstokkinn og veifar þangað til mamma sést ekki lengur og Akraborgin skríður út úr höfninni í Reykjavík í sex þús- undasta skiptið eða þar um bil. Óteljandi hendur hafa veifað þessu skipi og það hefur ævinlega skilað öllu heilu í höfn, farmi og fólki og það meira að segja svo stundvislega, að haft er í flimting 3 14. júní 1964 — ALÞÝÐUBLAÐIÐ

x

Alþýðublaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.