Alþýðublaðið - 04.10.1964, Blaðsíða 3
ILÍFÐARMÁL svokölluð hafa
löngum verið mönnum hugstæð
liér á landi, eins og reyndar víð-
ar, og sýnist ekki ætla að skipta
um það, þó tímanleg velferð auk-
ist og stundleg áhugamál gerist
fjölþættari og framkvæmanlegri
en áður fyrr. Raunar er það löngu
víðfrægt hver hjátrú, hégóma-
skapur og kukl þrífst hér í skugga
eilífðaráhugans; og eru þess mörg
dæmi fyrr og síðar, nú síðast allt
umstangið kringum Sauraundrin
svokölluðu sem ætlaði að »setja
landið á annan endánn í fyrravet-
ur. Þóim mun feginsamlegra ætti
að vera, þegar hópur valinkunnra
menntamanna, sumra líka þjóð-
kunnra, ef ekki heimsfrægra, er
fenginn til að setjast á rökstóla
og þinga um efni, anda og ei-
lífðarmál. Þetta gerðist í fyrra-
vor á vegum nýlegs fyrirtækis hér
í bæ sem nefnist Félagsmála-
stofnunin, og nú liggja niðurstöð-
ur þeirra fyrir í bók, Efnið, and-
inn og eilífðarmálin (Bókasafn
Félagsmálastofnunarinnar, 4. bók,
Reykjavík 1964. 216 bls.). En hún
er að sínu leyti byggð á erinda-
flokki höfundanna um heimspeki-
leg viðhorf og kristindóm á kjarn-
orkuöld.
Mér er ekki margt kunnugt um
Félagsmálastofnunina þó sitthvað
eða annarri nánar skilgreindri
breytni sinni.”
Orðin „í eigin þágu” virðast
mér lykilorð í þessari trúarskoðun,
og flestallir höfundar bókarinnar
virðast, að minnsta kosti, geta að-
hyllzt hana. Tnámaðurinn trúir á
máttarvöld sem geta reynzt honum
vel, ef hann kemur sér sjálfur
vel við þau; og þessi trú er hag-
kvæm bæði fyrir einstakling og
samfélag, hvað sem sanngildi
hennar líður. Hér er sem sagt
mest lagt upp úr praktísku gildi
trúarbragða, og þá einkanlega
kristindóms. Þannig fjölyrðir
Hannes Jónsson í lokakafla sínum
í bókinni bæði um félagslegt gildi
„siðgæðislegrar Guðstrúar“, og
svo um „hinn stórkostlega
hagnað,” þann „persónulega á-
bata” sem maðurinn hafi af ein-
hverju sem Hannes kallar „tján-
ingarsamskipti” við „sinn full-
komna og skilningsríka og eilífa
Guð.” Og þeir sem kunna að vera
á annarri skoðun eru afgreiddir
fljótt og fimlega: „Á móti öllum
þessum mannfélagslega og ein-
staklingsbundna ábata Guðstrúar-
innar býður trúleysið ekkert ann-
að en sjálfbirgingsháttinn, til-
gangsleysið og tómleikann,” segir
Hannes Jónsson. Sams konar við-
horf eru fyrirferðarmikil í bók-
inni og verða víða fyrir. Þannig
hafi verið sagt frá henni í blöð-1 er Pétur Sigurðsson fljótur að
um. En stofnunin mun reka al-
þýðlega námsflokka um ýmisleg
félagsstörf og félagsmál auk þess
að hún skipuleggur fyrirlestra-
flokka af svipuðu tagi og þennan.
Er það sjálfsagt þarflegt. í for-
mála þessarar bókar er þess get-
ið, „til að forða misskilningi,” seg-
ir, að hún sé ekki „mannfélags-
fræðilegt vísindarit“ heldur „yfir-
litskönnun í formi fræðilegra hug-
leiðinga um efni, sem á öllum
öldum hefur verið manninum
hjartfólgið.” Látum nú fræði og
vísindi liggja milli hluta' að sinni.
En bók sem þessi kynni að verða
gagnleg, þó hún gerði ekki meira
cn veita nokkra hugmynd um
lieimsmynd og heimsskoðun nokk-
urra menntaðra nútima-íslend-
inga. Þó ekki sé það öllum gefið
að hugleiða háleit efni og hinztu
rök, svo að hugmyndir þeirra varði
aðra menn nokkru.
VLDIN okkar — kjarnorkuöldin,
er ckkert frábrugðin öðrum öld-
um að því leyti, að trúarþörf
mannsins er til staðar,” segir
Hannes Jónsson fimlega í inn-
gangskafla um trú og trúarstofn-
anir, en Hannes er ritstjóri bók-
arinnar. Hann telur að nú á tím-
um stefni „margar ögranir að
okkar hefðbundnu trú,” en „trú”
skilgreinir Hannes svo að hún sé
„persónuleg og lífsmótandi sann-
færing um tilveru æðri máttar-
Valda, sem eru heilög í augum
ti’úmannsins og hann telur sig
geta náð tengslum við og lxaft á-
Jirif á í eigin þágu með lotn-
jngarfullum athöfnum, svo sem
bænalesfri, helgihaldi,. fórnum
finna lausn á vandamálum mann-
kyns: „Yið erum að basla ,með
bindindisstarfsemi, aðeins eina
grein af menningu, áfengisvarnir,
1 ínnol rl í eefnfn oniu ^iurlrlx-iuivinvmn
Skýringarmynd úr bókinni: Adam
eftir Jacob Epstein. í myndskýr-
ingu segir, að liér reyni mynd-
höggvarinn 'að „móta í steininn ör-
væntjngu hins jarðbúndna manns
með sína eilífðarþrá frammi fyrir
hinztu gátiun tilverunnar og skap-
ara síns“.
hæli, siðleysingjahæli og alls kon-
ar ráðstafanir til varnar afbrot-
um og siðleysi. (!) Allt kostar þetta
þjóðir milljónir og milljarða króna
og mikið starfslið, en séu ein-
staklingar og þjóðir höndlaðir af
anda Krists, þá er allt leyst í
einu, allt með þessu eina bjarg-
ráði. Maðurinn verður þá allt í
senn: heiðarlegur, ráðvandur,
dyggur, trúr í öllu, sanngjarn og
réttlátur, bindindissamur og lifir
hreinu lífi. — Þetta sannar bezt
og. óumdeilanlega kosti hins
kristilega lífernis,” segir Pétur.
Sveinn Víkingur skrifar um spír-
itisma, sem lxann kallar vísinda-
lega tilgátu til skýringar á hvers
konar dulrænum fyrii’bærum og
sönnunar framhaldslífi. Og hann
er ekki í miklum vafa um prakt-
ískt gildi spíritismans hér í þessu
lífi: „Reynslan og sagan hafa
margsinnis sýnt og sannað, að
þverrandi trú á framhaldslíf og
eilíft gildi mannssálarinnar og
hinna ósýnilegu, andlegu verð-
mæta hefur jafnan haft í för með
sér mikið tjón, minnkandi ábyrgð-
artilfinningu og hnignun siðgæð-
is og framtaks.” Og Gretar Fells
leggur áherzlu á það í grein sinni
um guðspeki, að Guðspekifélagið
rúmi alla innan sinna vébanda —
„alla nema þá, sem vilja ekki
vinna að bræðralagi í heiminum
eða geta ekki umborið sannleiks-
leitina.“ Og hver vili-: vera því-
líkur? a
Það má segja að Björn Magnús-
son lýsi þessari afstöðu til hlítar
í fróðlegri og fallegri grein sinni
um kristna siðfræði. Hann leggur
þar áherzlu á, að trú og siðgæði
verði ekki aðskilið: „Skorti trúna,
fullvissuna um hinn eilífa föður,
sem vér berum ábyrgð gagnvart
á öllu lifi voru, hrynur siðgæðið
brátt í rúst, af því að það vant-
ar grundvöllinn til að standa á.
Það fer þá um það eins og húsið,
sem byggt er á sandi.” Og aðrir
höfundar bókarinnar virðast sama
sinnis. Þeir virðast álíta, að eins
og dagur fylgi nóttu, þannig fylgi
sannarlegt siðgæði þeirri heims-
skoðun sem þeir aðhyllast hver
fyrir sig.
rAÐ er athyglisvert, að aðeins
einn höfundur bókarinnar lýsir
heimsskoðun sem byggð er á nátt-
úrufræðilegum rökum einvörð-
ungu, nútímaþekkingu og heil-
brigðri skynsemi. Áskell Löve
lýsir hinni prúðu heimsmynd vís-
indinna á alþýðlegan aðgengi-
legan hátt. En það er engu líkara
en hann telji „náttúruna” illa í
sjálfri sér, — ekki „lilutlausa”,
þaðan af síður „góða,” en beinlín-
is „illa”. Engir sjá greinilegar en
náttúrufræðingar, segir hann,
„hvernig hið illa afl úrvalsiris, er
þrátt fýrir allt skapaði manninn,
verður bi’otið á bak aftur með þeim
boðskap um mannúð og miskunn-
sémi, sem kenndur er við Krist.
Sá boðskapur er líklegur til að
bæta mannlífið til muna og um-
skapa manninn svo. að hann verði
Skýringarmynd úr bókinni: „Þróunarfjall" guðspekinga.
á allan hátt fullkomnari og betri
þjóðfélagsþegn en sá, er temur
sér boðorð hins grimma úrvals
nát.túrunnar, sem tekur auga fyr-
ir auga og tönn fyrir tönn.” Hér
verðuv lcsanda að spyrja, hvað sé
á seiði. Það er engu líkara en
„náttúra" og ,,kristindómur“ séu
hér sett fram sem tesa og anti-
tesa sem á réttum díalektískum
ferli eigi að ieiða fram til sýn-
tesu hins fagra mannlífs sem Ás-
kell Löve trúir á. Og þetta eru
skrýtin náttúruvísindi þótt álykt-
unarorð Áskels kunni að þykja
falleg: „Kristilegt mannlíf í anda
siðferðishugsjóna hinna beztu trú-
arbragða og sá boðskapur Krists,
sem hvetur alla til að gera skyldu
eftír
ÓLAF JÓNSSON
sína, eru grundvöllur þess kristi-
lega lífernis, er getur eitt tryggt
okkur hamingju og fagurt mann-
líf í skjóli þeirrar orku, sem í
upphafi var og loksins hefur ver-
ið beizluð af þekkingu manns-
andans.”
Sigurbjörn Einarsson hafnar
náttúrlega eklri heimsmynd vís-
indanna. En hún er honum ónóg,
leysir ekki vanda lífsins; honum
er það óhugsandi að heimur og
maður sé orðinn til í blindni og
af tilviljun, að lífið sé ekki „guð-
dómlegt undur.” Hann tekur lík-
ingu af farþega á skipi: slíkum
manni er lítið gagn í staðreynda-
tali um gerð skipsins sem hann
fer með, liann þarf að vita hvaðan
hann komi, hvert. hann fari. Og
því svara náttúrufræðin ekki
manninum í heiminum, geta ekki
syai-að, ætla sér það ekki. Sigur-
björn orðar sjónarmið sitt fallega
og skáldlega: „Blind tilviljun eða
sjáandi hugvit, efni, sem ratast
á sambönd, eða andi, eilíf hugs-
un, sem svífur yfir og allt um
kring, dauð bending eða lifandi
hugur og föðurleg gæzka — þetta
eru tvenn trúarbrögð, tvær sköþ-
unarsögur, tvenns konar túlkun á
náttúru og tilveru, hvorug er vís-
indi, hvorug með hinztu fótfestu í
þekkingarlegum staðreyndum, en
hvor sé viturlegri, líklegri til þess
að vera sönn, hvor fullnægi bet-
ur heila og hjarta eða samsvari
betur þeim staðreyndum, sem
okkur er unnt að prófa í okkar
skynheimi, það fer eftir persónu-
legu mati.” Sigurbjörn Einarsson
leiðist ekki til að fara að leggja
út af praktísku gildi annars hvors
þessa skoðunarháttar eins og sum-
ir aðrir höfundar í bókinni, þó
„persónulegt mat” sjálfs hans
fari alls ekki dult né hvaða heims
skoðun honum er sjálfsögð. En
það er vert að gefa gaum tilfinn-
ingahleðslu orða eins og „blind-
ur” og „tilviljun” í málflutningi
hans, sem enn magnast þegar á
rrióti koma „andi” og „eilíf hugs-
un.” Er ekki þessi tvískinnungur,
sem bezt birtist í líkingu hans
um skipiö, hinn sami og skaut upp
í lokaoi-ðum Áskels Löve; þeim er
reyndar báðum ógerningur að
hugsa sér „anda” og „efni” sem
eina alsama raunveru.
VAÐA ályktun er svo heimilt
að draga af þessari bók um lieims-
mynd og heimsskoðun íslendinga?
Líklega, vonandi alls enga. Hér er
sem sagt alls ekki fjallað um þau
Framhald á 5. síðu.
Al^ÝÐUPl-AÐIÐ - 4. okt. 1^64 j|