Alþýðublaðið - 04.10.1964, Page 7

Alþýðublaðið - 04.10.1964, Page 7
Kafbáturinn. „AIUMINAUT“. Undirdjúpin opna undirheima. ara verði að fá mangan, nikkel, ko bolt og jafnvel kopar og fleiri málma af hafsbotni en úr námum á jörðu. Talið er, að á hafsbotni leynist kopar sem nægja mundi mannkyninu í milljónir ára. ,,Aluminaut“ er hinn mikli brautryðjandj en verður fyrirrenn ari margra stærri og enn betur út búinna kafbáta. í Bandaríkjunum er talið að kafbátar f „Aluminut"- gerð verði búnir gervihnöttum, sem geri mönnum kleift að vinna með stórtækum vinnuvélum, sem getj mokað upp auðæfum hafs- botnsins og komið þeim fyrir í sér- staklega gerðum lestum. „Aluminaut" og kafbátar þeir, sem síðar verða smíðaðir, munu einnig gegna mikilvægu hlutverki i sambandi við björgun skipa, sem liggja þúsundum saman á héfs- botnj og ókleift hefur reynzt ac> bjarga. I'mörgurn þessára skipa eru verðmætir farmar. í aðeins einu þeirra er t. d. 10 þúsund lesta tinfarmur, sem metinn er á' rúmlega 1080 milljón krónur. Kafbáturinn mun vitaskuld einn ig hafa mikla hernaðarlega þýð- ingu. Hann mun geta rannsakað hafstrauma og kannað fjöll á háfs botni, sem enn eru ekki á ná- kvæmum kortum og allt verður þetta til ómetanlegs gagns fyrir Polaris-kafbátana og gerir sigiing ar þeirra öruggari. Þegar „Aluminaut", sem fyrir- tækin Reynolds Metals Company í Framhald á síðu 10. Hinsi nýi ameríski kafbátur „Aiumi naut“, sem getur kafað uiSur á S km. dýgsi, er fyrsta skrefið í átt tii þess, að við getum notið fegurðar tiafbotnssns. ÞRÍR fjórðu hlutar jarðarinn- ar era undir sjó og minna er vit- að um hafsbotninn en yfirborð tunglsins. En vitað er, að hann býr yfir geysimiklum auðæfum, sem mundu verða mannkyninu að ómet anlegu gagni, ef kleift reyndist að hagnýta þau. Með sjósetningu fyrsta alúmin- ium-kafbátsins, „Aluminaut", í Bandaríkjunum nýlega hefur stórt skref verið stigið í þessa átt. „Al- uminaut“, en smíði hans hefur kostað um 150 milljónir ísl. króna, getur kannað hafsbotninn í allt að fimm kílómetra dýpi. Kafbáturinn er um 18 metrar á lengd og vegur um 72 lestir. Veggirnir eru 20 sentimetra þykkir og standast geysimikinn þrýsting. „Aluminaut“ getur flutt þriggja manna áhöfn, tvo vísindamenn og einn siglingarfræðing og auk þess tvær lestir af vísindaútbúnaði. Hann getur verið í kafi í allt að þrjá sóiarhringa. Sjónvarpsútbún- aður er visindamönnum um borð til mikils gagns og auk þess er hægt að hafa símasamband við leiðsöguskip á yfirborði sjávar. „Aluminaut" fær geysimikið rannsóknarsvæði, því að um 60% heimshafanna eru innan við 5km. djúp. Unnt verður að rannsaka svæði, sem er stærra en heimsálf urnar allar og fimm sinnum stærra en yfirborð tunglsins. Með til- komu „Aluminaut" geta vísinda- menn m. a. rannsakað fjöll og dali undir yfirborði sjávar, veitt lifandi verur og komið þeim heil- I um upp á- yfirborðið í sérstök- um háþrýstihylkjum, fundið sjáv- ardýr, sem maðurinn hefur aldrei vitað að væru til, rannsakað lifs- háttu og þróun djúpsævisdýra, sem þegar er vitað um, merkt á- kveðna staði og rannsakað þá nokkrum mánuðum eða árum seinna til að athuga hvort ýmsar breytingar hafi orðið, mælt hita- stig, þrýsting, saltmagn hafsins og hljóðskilyrði, útvegað veðurfræð- ingum upplýsingar, sem stuðlað geta að öruggari veðurspám og að- stoðað jarðfræðinga í rannsókn þeirra á málmauðlegðum djúp- sævisins og tilraunum til að finna nýjar leiðir til borunar eftir olíu á hafsbotninum. Málmauðlegðir munu ekki sízt vekja áhuga, enda vex þörfin. á hráefnum hröðum skrefum. Málm ar þessir eru í eins konar kögglum, eru líkir kartöflum í laginu og milljóna ára gamlir. Málmarnir sem hér um ræðir eru m. a. kobolt, kopar, vanadium og gull. Sums staðar á hafsbotninum er talið að hundruð milljarða lesta af slík- um málmkögglum séu fólgnar. Ekki ■v ALÞVÐUBLAÐIÐ — 4. okt. 1964 y \

x

Alþýðublaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.