Alþýðublaðið - 04.10.1964, Page 15
gerðu staðnum meira ógagn, en
allt það fé sem hann eyðir í á-
fengi hér.
Hann þagnaði skyndilega. er
George Biggs sneri sér við. —
Álbert, kallaði hann.
En hann horfði ekki í áttina
til Péturs. Hann horfði til dyra,
en inn var að koma maður með
bifhjólahjálm á höfði og gler-
augu. Maðurinn var að fara úr
rennvotri stormblússu áður en
hann kæmi alveg inn fyrir.
— Sjáið þið Albert geimfara,
lirópaði Biggs.
— Hvernig var á tunglinu, A1
bert?
— Þar er kuldi og engan bjór
að fá, svaraði maðurinn, og þeg
ar hann tók af sér hjálminn kom
í Ijós að þetta var Tom Hearn.
Um leið og hann gerði þetta sá
hann okkur þar sem við sátum
í horninu.
Hann hvítnaði upp og sárs-
aukafullir drættir mynduðust í
kring um augu hans. Mararet
stundi, eins og hún tryði ekki
sínum eigin augum. Hún setti
hendur fyrir munn sér, eins og
til að bæla niður óp. Pétur stökk
á fætur, en áður en hann komst
fram fyrir borðið, hafði Tom
snúizt á hæli og horfið. Þegar
Pétur kom fram að dyrunum
heyrðum við að bifhjóli var ek
ið brott.
Pétur kom aftur eftir augna
blik. Hár hans úfið og jakkinn
lians lítið eitt votur af regni.
Hann sagði Loaders hjónunum,
að nú yrðum við að fara, og
þrátt fyrir andmæli þeirra fór-
um við að tygja okkur af stað.
Meðan á þessu stóð kom hr.
inn éftir i. umsja konu sinnar.
. — Þessi fjandans maður,
muldraði hann og leit laumulega
til Biggs. — Ég hef gcrt allt, sem
ég hef getað til að fá liann til
að hætta að koma hér. Ég á ekk-
ert eftir nema setja vatn í
wiskíið hans. Það mundi senni-
lega fá hann til að hypja sig á
brott, en það er víst ólögleg að-
ferð. Hann er öllum til ama. Ég
cr ekkert hissa þótt ungi maður-
inn hafi þotið,út aftur. Mér þykir
þetta leitt. Ég býst við að þið
hafið verið að leita hans.
Það var spurul ákefð í augum
hans. Ég hugsaði með mér, hvort
hann héldi í raun og veru að
Tom hefði þotið út vegna þess að
Biggs ávarpaði hann.
—- Ég var ekki að leita hans,
sagði Pétur. _ Ég er búinn að
hitta hann siðan ég kom hérna
siðast. Ég hélt að hann væri fyrir
norðan núna. Þá man ég að ég á
éftir að þakka yður fyrir að hafa
látið xnig hafa heimilisfangið
hans.
— Það er ekkert að þakka,
sagði Galpin. — Hann og stúlkan
komu aftur þetta sama kvöld. Ég
má kannski spyrja, hvort þið sé-
uð skyldir?
— Já, við erum það á vissan
hátt, sagði Pétur og benti mér
til dyra. Galpin skyldi þetta ofur
vel.
— Góða nótt, sagði hann. —
Ég vona að þið komið hér oftar.
En þið eruð svo óvenjulega lík-
ir . . .
Hann gekk aftur að barnum,
cn við Pétur fórum út í rigning-
una og gengum að bílnum.
Ég fann fljótt, að Pétur var i
ákaflega slæmu skapi.
21
— Hvers vegna skyldi Tom
hafa þotið út bara vegna þess, að
hann sá mig? spurði hann um
leið og við beygðum inn á veg-
inn. — Hvað hef ég gert hon-
um? Hvað heldur hann að ég vilji
sér?
— Kannski var það ekki bara
vegna þess að hann sá þig, sagði
ég.
— Nú, það skeði ekkert ann-
að. Ég sagði ekki orð við hann.
Það var ekki tími til þess.
Hann sá þig með Leaders-
hjónunum. Hann sá ekki bara
þig, heldur sá hann tvö af fórn-
arlömbum sínum, sagði ég.
Pétur róaðist svolítið.
— Það datt mér ekki í hug .. .
Jæja, við gerum ekkert úr þessu.
Nú á hann næsta leik.
— Hvað um Biggs, þegar þú
komst inn? spurði ég. _____ ^ók
hann ekki eftir þér?
Hann sá mig, en Margaret
sá mig um ieið «g kailaði nafn
mitt, og af hverjiu sem það hef-
ur verið, þá sneri hann bara i
okkur haki og sagði ekki orð.
— Við gætum reynt að fara i
skranbúðina hans í fyrramálið,
sagði ég.
— Ég held að við getum ekk-
ert fengið upp úr honum. Hann
verður árciðanlega á varðbergi
og gætir sín. Við verðum bara að
gleyma þessu öllu!
Það fannst mér dásamleg hug-
mynd, en ég vissi sem var að
Pétur meinti ekki það, sem hann
sagði.
Ef það hefði verið hægt, þá
hefði sennilega verið bezt að
gleyma Tom Hearn og öllu, sem
honum viðkom eftir þetta kvöld.
Það var eitthvað bogið við það,
að Tom skyldi hafa snúizt á hæli
og flúið, þegar hann sá Pétur.
Þetta þýddi sennilega að Pétur
hafði byggt enn meira á þessu
en mig hafði nokkru sinni grun-
að, og sennilega snerti það hann
meira en mig grunaði, að tví-
burabróðir hans skyldi láta sér
fátt um þetta allt finnast. Dag-
inn eftir minntist Pétur ekkl
einu orði á Tom eða Söndru fyrr
en síminn hringdi nokkru fyrir
hádegi. í símanum var kona, sem
vildi tala við Pétur.
Pétur var um það bil fimm
mínútur í símanum. -Þegar hann
kom aftur sagði hann: — Þetta
var mamma, — elsku mamma.
— Ivy May? spurði ég.
__— Já, en hún kallar sig enn
Ödu Hearn, og nú kveðst hún
vilja hitta okkur. Hún segist
vera öll í uppnámi vegna ein-
hvers, sem Tom hafi gert.
— Hvenær vill hún hitta okk-
ur?
— Um þrjú leytið í dag.
— En víð getum ekki farið aft-
ur til London í dag, sagði ég.
— Dr. Lindsay heldur að við ætl
um að vera hjá sér í viku.
— Mamma minntist ekkert 4
London, hún stakk upp á ein-
hverju kaffihúsi við veginn til
London. Það er um það bil fimm
mílur frá Lachaster. Ég skrifaði
niður hvernig auðveldast er að
komast þangað.
Hann brosti til min um leið og
hann sagði þetta, og horfði bros-
andi beint framan í mig til að
sjá hvernig ég tæki þessu. Svo
beygði hann sig yfir mig og
kyssti mig létt á ennið.
Þegar hann snerti mig fann ég
reiði rísa sem snöggvast innra
með mér. Reiðibylgian svo svó
sterk, að ég var orðlaus andar-
tak. Þetta var ekki ný reiði, þetta
var eitthvað, sem ég hafði alið
á í meira en viku. Mér fannst ég
hafa verið svikin, þar sem ég
hafði í fyrstu talið að ég væri
annarrj mannveru svo geysilega
mikils virði, en fann nú að svo
var ekki lengur.
Mér-létti þegar ég fann þessa
reiði. Hún rak á brott hræðslu-
tilfinninguna, sem svo lengi hafði
angrað mig.
— Það er svolítið, sem mig
langar til að segja þér, Pétur
sagði ég, og rödd mín var frem-
ur köld, því nú hafði ég tekið
ákvörðun. — Ég er orðinn alveg
HVER ER MAÐURINN?
Svar: Gnðmundur Gislason
Hagalin, rithöfundur.
r
VIÐ
ÓÐIN5T0RG
H.f. Raftækjaverksmiðjan hefur flutt viðgerðarþjónustu sína og
sýningarsal i
R&FHA-húsið viS ÓSinslorg.
★
ÞAR VERÐA Á BOÐSTÚLUM:
RAFHA-fækin viðurkenndu
og fjölbreytt úrval erlendra rafmagnsvara.
★
Gjörið svo vel og lítið inn í RAFHA-húsið við Óðinstorg.
★
Næg bílasfæði — Úrval rafmagnsvara
Fullkomin þjónusfa
YIÐ ÓÐINSTORG
SÍMI 10322
SENDISVEINAR
Sendisveinar óskast hálfan
eða allan daginn.
H.f. Eimskipafélag íslands.
Tilboð
óskast í eftirtaldar bifreiðir: Willy’s Station ’59 — Taunus
17 Station ’60 — Chevrolet Pickup — Ford vörubif-
reið — Chevrolet vörubifreið — 5 stk. Skoda Station
og sendiferðablfreiðir ’58.
Bifreíðarnar verða til sýnis þriðjudaginn 6. október milli
kl. 16—18 á Reykjavíkurflugvelli, vestan við aðalhlið.
Tilboðin verða opnuð miðvikudaginn 7. október kl. 10
f. h. á skrifstofu vorri, Ránargötu 18.
Innkaupastofnun ríkisins.
ALÞÝÐUBLAÐIÐ - 4. okt. 1964