BFÖ-blaðið - 01.01.1976, Blaðsíða 2

BFÖ-blaðið - 01.01.1976, Blaðsíða 2
Moee.ÆJxIA UMP'ELTe^A'E.KlAÍMSkÆlÐlíD 19T6 Dagana 15.-22. sept. 1975 var haldið norrænt námskeið að Hðtel Esju 1 Reykjavík, sem Bindindis- félag ökumanna sá um. Þetta nám- skeið var hiö þriðja sinnar teg- undar á Norðurlöndum og fjallaöi um umferðarmál, æskulýðsmál og áfengisvandamál. Þátttakendur voru 35, þar af 26 frá bræðra- félögum BFÖ á hinum Norðurlönd- unum. Námskeiðið var haldið um leið og norrænt ungtemplaranám- skeið og I samvinnu við ung- templara, þannig, að sá hluti dagskrárinnar, sem báðir aðilar höfðu gagn af, var sameigin- legur, og auk þess urðu ferðir og hótel þannig ádýrari. Námskeiðið var sett mánudags- kvöldið 15. sept. með ávarpi Báhanns Björnssonar, þáverandi gjaldkera BFD. Morguninn eftir flutti Olafur W. Stefánsson, skrifstofustjóri i Dómsmála- ráðuneytinu erindi um umferðar- lög og Guðni Karlsson, forstöðu- maður Bifreiðaeftirlits rikisins erindi um starfsemi stofnunar- innar. Síöari hluta dagsins var farið 1 heimsókn á lög- reglustöðina, þar sem hlýtt var á erindi tveggja fulltrða lög- reglustjóra, þeirra Sturlu Þðrð- arsonar og Williams Möller. Þá var lögreglustöðin skoðuð undir leiðsögn Oskars Öla- sonar, yfirlögregluþjóns, þegið kaffi, og loks bauö lögreglan þátttakendum í skoðunarferð um Reykjavik. Um kvöldið var þátt- takendum boðið á skemmtikvöld hjá ungtemplurum. A miðvikudaginn hélt Arni Þór Eymundsson, upplýsingafulltrúi erindi um Umferðarráð og Sigfúá Örn Sigfússon, verkfræðingur erindi um þróun vegagerðar á Is- landi. Siðari hluta dagsins var hópvinna og um kvöldið var dagskrá um Island og Islend- inga. Fimmtudaginn 18. var ferðast um suðurland I boði Abyrgðar hf. og voru þá sameinaðir hóparnir af báðum námskeiðunum. Daginn eftir fluttu æskulýðs- fulltrúarnir Reynir Karlsson og Hinrik Bjarnason erindi um æskulýösmál. Síðari hluta dagsins var Reykjavikurborg kynnt og m.a. farið I heimsókn að Höfða þar sem Elln Pálmadóttir, borgar- fulltrúi tók á móti gestum f.h. borgarstjóra. Um kvöldið var dagskrá I umsjá Reykjavíkur- deildar BFÖ. Laugardaginn 20. flutti Olafur Haukur Arnason, áfengisvarna- ráðunautur erindi um áfengis- og eiturlyfjavandamál á Islandi. Eftir hádegi var farið á 11 bllum BFÖ félaga um Reykjanes og m.a. fylgst meö torfærukeppni, sem haldin var I samráði við björgunarsveitina Stakk 1 Kefla- vlk. Um kvöldið var lokahóf 1 Templarahöllinni. Sunnudaginn 21. flutti Þóroddur Guðmundsson, skáld erindi um norræna samvinnu og Þorbjörn Broddason, lektor erindi um Island nútímans. Loks var saman- tekt á námskeiðinu, og daginn eftir fóru hinir erlendu gestir heim. Gerðu allir mjög góöan róm að námskeiöinu, sem ttíkst I alla staði með ágætum og var BFÖ til hins mesta sóma. Simoa 130 /1308 var valinn blll ársins 1976 I Evrópu', af 47 blaðamönnum bllablaða frá 15 löndum ( BFÖ blaðamanni var ekki boöið). I öðru sæti varð BMW 316-320 og 1 þvl þriðja Renault 30 TS.

x

BFÖ-blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: BFÖ-blaðið
https://timarit.is/publication/234

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.