Vestri


Vestri - 14.11.1901, Side 1

Vestri - 14.11.1901, Side 1
Ósannindi Hafnarstjórnarblaðanna. 11. , Eins og kunnugt er, er ágreiningur- inn í stjórnarskrármálinu nú serr, stendur að eins um það, hvort æðsti valdsmaður yfir hinum sjerstöku málefnum ísla.nds skuli vera búsettur í landinu sjálfu og framkvæma þar stjórnarathöfnina, eða hvort hann skuli eig'a heima í öðru landi og málum landsins ráðið til lykta í 300 mílna fjarlægð frá því, í miklu meiri mæli en hingað til. Um það eitt var ágreiningur á þingi í sumar. Um það eitt er baráttan nú og úr því eiga kjós- endur að slcera við kosningarnar að vori koihanda. »ísafold« er sýnilega farin að únna til jjess, að það er erfitt að verja það fyrir almenningi, að þjóðin megi ekki fá stjórn sína inn í landið. Hún fer því allt í einu að láta lílclega við hug- myndinni um hjer búsettan ráðgjafa, og þykist fús að ganga að henni ef ekki væri ýmislegt í veginum, svo sem það, að heimastjórnarmenn meini ekkert með því, sem þeir segi, þeir muni að eins heimta meira, ef þetta fáist, og svo koll af kolli, svo þessvegna sje ekki til neins að hugsa til þess. En að hug- myndin sje í sjálfu sjer ekki svo vitlaus, það játar hún og þar með er hugmynd- in orðin »vaitísk«, náttúrlega. í eptir- tektarverðri ritstjórnargrein, sem prent- uð er í 68. tölubl. »ísafoldar« 12. f. m. er því þessvegna haldið fram, að ekki mundi svo sem standa á »framfara- úokknum«(!) a.ð aðhyllast slíkt, ef ekki væru þessir annmarkar, og segir blaðið: »Það er meira að segja alls »ekki tiltekið í frumvarpi flokks- »ins, því er samþykki hlaut þingsins »í sumar það er alls ekki tiltekið »þar, hvar íslandsráðgjafinn skal vera »búsettur hvort heldur áíslandi eða »í Danmörku. Það er af ásettu »ráði líitið íilveg óákveðið.* »Svo fjærri fer því að framfaraflokkur- »inn amist í sjálfu sjer við innlendri bú- »set'u ráðgjafans.« Svo mörg eru þessi orð, og önnur fleiri - jafn sönn. Sjáum nú hvað stendur í frum- varpinu. 1. gr. þess, eins og það var sam- þykkt, hljóðar þannig: »Konungur heíir hið æðsta vald yfir »öllum hinum sjerstaklegu málefnum ís- »lands með þeim takmörkunum, semsettar ' Loturbreytingin er gerð at oss. »eru í stjórnarskrá þessari og lætur »ráðgjafa fyrir ísland framkvæma það. »Ráðgjafinn fyrir ísland má eigi hafa »annað ráðgjafaembætti á hendi og verð- »ur að tala og skilja ísl tungu. Hið »æðsta vald innanlands skal á ábyrgð »ráðgjafans fengið í hendur landshöfð- »ingja, sem konungur skipar, og hefir »aðsetur sitt á Islandi — —.« Þetta á þá, eptir kenning »Isafold- ar« að vera af »ásettu ráði« þannig orð- að, að ráðgjafinn geti, ef hann vill, ver- ið biisettur á íslandi. En nú er það skýrt, að landshöfðingi á eptir frum- varpsgreininni að hafa hið æðsta vald innanlands, á ábyrgð ráðgjafans. Ráð- gjafinn yrði þá undirtylla síns eigin um- boðsmanns, ef hann væri hjer búsettur! Hvernig kemur það heim við fyrirmæli fyrri greinarliðsins um það að ráðgjafinn framkvæmi hið æðsta vald í öllum hinum sjerstöku málefnum? Það sjer hver heilvita maður, að þetta vandræðafleipur blaðsins er tóm vitleysa. Vitanlega ákveður frumvarps greinin, hiklaust, þótt ekki sje með berum orðum, að ráðgjafinn skuli vera búsettur utan- lands. Hvaða meining væri annars í því að tiltaka að hann megi ekki hafa ann- að ráðgjafaembætti á hendi? Hvaða meining væri annars í því að fela öðr- um hið æðsta vald innanlands, ef ekki væri gjört ráð fyrir að vald ráðgjafans starfaði utanlands? Bersýnilega alls engin. Én vill blaðið þá virkilega halda því fram, að greinin sje »af ásettu ráði meiningarlaus? Nei hitt mun rjettara, að hjer sje »af ásettu ráði« verið að þyrla ryki í augu almennings. En hvað segir almenningur? Finnst honum sjer ekki gert hátt undir höfði með því að bjóða honum annað eins? Þeir sem bjóða almenningi slíkar upplýsingar, hljóta að hafa gott álit á skynsemi Islendinga, og- vita hvað þeir eiga undir sjer! Sálarþrekið er aðdáanlegt »í sjálfu sjer<, en það getur þó verið ofmikið af því góða. Hitt er skiljanlegt, sem heyrst hefir um einn höfuðpaur »framfaramannanna«, að hann hafi í pukri verið að skjóta því í einn og einn alþýðumann, að hann hafi í sumar verið að berjast fyrir því að hafa hjer búsettan ráðgjafa, en sam- þingismaður hans, sem er heimastjórnar- maður, hafi aptur á móti endilega viljað hafa annan ráðgjafa í Höfn. Það er svo margt sem segja má í pukri, vitna- Nr. 3. laust, í gamla traustinu, að >eitthvað loði<. En að segja þetta opinberlega, í blaði, sem þykist vera að leiða almenn- ing í allan sannleika! Það er hugrekki, sem segir sex. Frjettir frá útlöndum. Ríkisþing Dana var sett, eins og til stóð, fyrsta laugardag í oktoberm. og var þá mikið um dýrðir í Kaupma'nna- höfn. — Konungur sjálfur setti þingið og þykja það tiðindi, því það hefir hann ekki gert nú í fjöldamörg ár. Með kon- ungi vorn þeir Krónprinsinn, Valdemar prins, Kristján og Haraldur Krónprins- synir. — En á áhorfendapalli mátti sjá flest annað skyldmenni konungs sem um þær mundir var statt í Danmörku, þar á meðal Georg Grikkjakonungur og Dag- mat' ekkja Aiexanders Rússsakeisara. — í þíngsetningarræðu sinni sagði konungur meðal annars, að hann nú, samkvæmt vilja þjöðarinnar, hefði falið þeim mönn- um stjórn rikisins, er hún hæri traust til og að hann efaðist ekki um að sam- vinnan milli þings og stjórnar mundi bera blessunarríka ávexti. Þegar konungur hafði lokið máli sínu var hrópað nífalt húrra fyrir honum og grundvullariögunum. Þá var og einnig hrópað húrra íyrir hinni nýju stjórn. Sá heitir Herman Trier er kosinn var forseti fólksþingsins. Hann er atkvæða- mikill vinstrimaður og forseti bæjarstjórnar- innar í Höfn. En Matzen prófessor var kosinn forseti landsþingsins, og hefir hann verið /orseti þess áður. Þiugið tók til starfa mánudaginn hinn 7. okt. og þykir öilum Dönum vænt um að útlit er fyrir, að úlfúð þeirri og ósam- lyndi, er átt hefur sjer stað milli þings og stjóAar, sje nú lokið. Flest af skyldmennum konungs vors var í heimsókr. hjá honum í haust. Þar á rneðal voru þeir Rússakeisari og Engla- konungur. Var mikið um dýrðir í kon- ungshöiiiuni Fredensborg meðan á heim- sókn þessari stóð. Nýlega er dáinn helzti forvígismaður innratrúarboðsins í Danmörku, presturinn Wiih. Beck, 71 árs gamall. Hann var maður harður í kenningum sínum og hafði nukil áhrif á trúarlífið í Danmörku á síðari árum. — Frá Þýzkalandi er það helzt að frjetta, að Vilhjálmur keisari, sem al- mennt er álitinn mjög ráðríkur, hefir komist í talsverða óvináttu við bæjar- stjórnina í Berlín. — Fyrir nokkru síðan var kosinn maður þar í borgmeistara- embætti, sem Kauffman nefnist; sjer- iega dugiegur og nýtur maður, en hafði I. árg. ÍSAFIRÐl, 14. NOVEMBER 1901

x

Vestri

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vestri
https://timarit.is/publication/235

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.