Vestri


Vestri - 14.11.1901, Side 2

Vestri - 14.11.1901, Side 2
ío VESTRI. 3- BL við eitthvert tsekifæri sagt einhver þau orð er keisara líkaði|miður. Þennan mann vildi keisari því ekki samþykkja í stöðu þessa og var því kosið á ny. Nú hefir bæjarstjórnin kosið þennan mann aptur, en maður sá, er útvega á samþykki keisarans, hefir skorast undan að gjöra það og standa nú yfír þrætur miklar milli bæjarstjórnarinnar og hans Út af þessu. — Ennfremur hefir keisarinn neitað bæjarstjórninni að byggja þrjá gosbrunna i skemmtigarði borgarinnar sem og að leggja sporvegi yfir helztu götu borgarinnar, »Unter den Linden*, sem bæjarstjórnin álftur nauðsynlegt vegna hinnar f miklu umferðar, sem er um götu þessa. Og að síðustu ætlar hann, þvert á móti vilja bæjarbúa, að láta rífa niður nokkur gömul hús og reisa þar myndastyttur af forfeðrum sinum. í ágústmánuði síðastliðnum dó móöir keisarans. Hún var elzta dóttir Victoriu drottningar og hafði almenningsorð á sjer sem merkileg og góð kona. A f Búastrí ði nu eru það helztufrjett- ir, að samkv. því er áður hefir staðið i fsl. blöðum ljet. yflrhershöfðingi Breta f Suður- Afríku, Kitchener lávarður, augiysa í miðj- um ágúst s. 1., að ef Búar eigi gæfustupp fyrir miðjan september, þá yrðu allir her- foringjar þeirra, er handteknir yrðu, ým- ist dæmdir til dauða eða i æfilanga útlegð og »að allir óbreyttir liðsmenn skyldu undir sama skilyrði gefa að öllu leyti með fjölskyldum sinum þannig, að fasteignir þeirra standi sem veð fyrir borguninni*. — Hafði tilskipun þessi þá þyðingu, að Bretar skoðuðu Búa upp frá því, ekki sem sjerstaka þjóö, heldur sem brezka upp- reisnarmenn. — Var auðvitað tilgangur þeirra, að reyna að þvinga Búa með þessu til að leggja niður vopnin. En Búar sinntu þessu að engu og halda á- fram vörninni jafn ótrauðir. Nyiega hafa Bretar náð á vald sitt einum yflrforingja Búa er Lotter nefnist. Var hann samkvæmt áður um getinni aug- íysingu leiddur fyrir herrjett og dæmdur til dauða. — Dauðadóm þennan staðfesti svo Kit- chener lávarður og var maðurinn skotinn daginn eptir. Þá var og dæmdur til dauða lautenant, er Schocman hjet, er handtekinn var, og flmm aðrir Búar, er tilheyrðu her- deild Lotters. En þessir flmm Búar voru náðaöir gegn æfilangri betrunarhúsvinnu. Synir þetta hina ógurlegn grimmd er Bretar ætla að beita til þess að vinna bug á hinni litlu en hraustu þjóð, Búunum; samt eru miklar líkur til að Búar gialdi lfku líkt og hætti ekki vörninni fyr en hver einasti maður er fallin af liði þeirra. Lausafregn hefir borizt um það að menn þeir á Englandi er hafa útskipun alla á hendi, sjeu mikíð að ráðgera að taka sig saman um að neita að skipa út nokkru þvf, er til Brezka liðsins f Suður- Afrfku eigi að fara, og vilja þeir með því þvinga stjórnina til að hætta við stríðið. Frjettir úr ýmsum áttum. Kol og málmar í Færeyjum. Fjelag það, er fengið hefir einkaleyíi til að vinna kol og málma í Færeyjum hefir nú tekið til starfa. Heitir sá Hans von P ost er stendur fyrir vinuunni. Segir hann að gnægð af kolum, járnstein og eldföstum leir sje í f jöllunum kring um Trangisvaag. Ennfremur hefir hann fundið þar töluvert af eir og álítur hann hreinni og betri en víða annarsstaðar. Nýtt Hvalveiðafjelag er stofnað í Haugasundi. Höfuðstóll þess er 320 þús kr. og ætlar það að hafa 3 hvalabáta að sumri, við veiðar við ísland og Færeyjar. Ekki er þess getið hvar fje- lag þetta ætli að hafa stöðvar sínar. Tæring (tuberkulose). Prófessor Koch, sá er fyrir 10—12 ár- um síðan þóttist hafa fundið óbrigðult meðal við tæringu, íysti þvf yfir á lækna fundi, sem haldinn var í sumar í London, að kenning sú, er til þessa hefir verið álitin óskeikul, sem sje, að menn geti tekið tæringarveiki af skepnum, t. d. með því að neyta mjólkur úr tæringarveikum kúm og borða kjöt af tæringarveikum skepn- um, væri á engum rökum byggð. Segir hann að samkvæmt reynslu sinni geti menn alls ekki tekið veikina á þann hátt, því berklarnir sjeu ekki sama eðlis f mönnum og skepnum. Tóku aðrir læknar dauft í þessa kenningu, og vöruðu menn við að leggja ofmikinn trúnað á hana, þar til full- komin reynsla fengist fyrir því, að hún væri rjett. Nýlega hefir franskur læknir, Paul Garnault að nafni, boðist til að láta reyna á sjer, hvort kenning þessi er á rök- um byggð eða eigi. Nokkrar milliónir króna hefir hinn riki ölbruggari, Jakobsen, er byr til öl það er nefnist nyja4Carlsberg3 öl, gefið i fjóð þann er nefnist Carlsbergssjóður, og á að verja gjöfinni til eflingar fögrum listum. Þjófnaður og brenna. Þær fregnir bárust hingað með »Vesta«, að bærinn á Þorgrímsstöðum í Breiðdal eystra brann til kaldra kola eina nótt um miðbik f. m. Fólkið komst út úr eldinum við illan leik, en eignum varð eigi bjarg- að. Menn skildu ekkert i, hvernig á brun- anum gæti staðið, og daginn eptir fór bóndi að kanna rústirnar, ef vera mætti að hann yrði einhvers vísari. Hann hafði átt um 500 kr. í peningum, er geymdar voru í ramgerðri kistu frammi á skemmu- lopti. Það voru mestmegnis gullpeningar, og þó nokkrir tvíkrónupeningar. Hann leitaði málmsins í öskunni, en fann ekkert á þeim stað er kistan stóð. En bráðinn tvíkrónupening fann hann annarsstaðar, að því er hann hjelt úr hirziu einhvers vinnu- manna. Af hans eigin peningum var ekki urmull eptir. Bóndi tók líka eptir því, að skaröxi, sem hann var jafnan vauur að geyma í öðrum enda loptsins, lá nú á þeim stöðvum, er kistunnar var von. Og þegar nú auk þessa lásjárnin úr kistunni báru þess skýran vott. að hún hefði verið brot- in upp, blandaðist honum ekki hugur um, að hjer væri um þjófnað að ræða og mundi þjófurinn hafa kveikt í til þess að dylja verknað sinn. Málið var þegar tekið til rannsóknar, og ekki leið á löngu áður en hafðist upp á þjófinum. Það var Sturla nokkur, vinnu- maður í Dölum í Fáskrúðsfiröi. Hann bafði áður verið í vist hjá bóndanum á Þorgrímsstöðum og var því kunnugt um háttu hans, ekki sízt hvar hann var vanur að geyma skildingana. í haust hafði Sturla einhvern veginn komizt á snoðir um, að gamla húsbónda hans höfðu fjenast 500 kr. Hann hugði því gott til glóðarinnar. tók sig upp einn góðan veðurdag og þrammaði austur í Breiðdal. Þrjá daga var hann að flækjast um dalinn og þóttist fara villur vegar, en í rauninni var hann að sitja um færi til að fremja stuldinn. Morguninn eptir afrek sitt, kocs. Sturla á bæ þar í dalnum og hafði mjög orð á því, hvað sig hefði dreymt ónotalega í hlöðunni, þar sem hann hafði látið fyrirberast um nótt- ina. Sjer hafi þótt bærinn á Þorgrims- stöðum vera að brenna. Þessi draumspeki Sturlu varð síðan til að leiða grun að hon- um, og það annað, að hann keypti á leið- inni heim aptur hest fyrir 80 krónur í gulli, — Þegar »Vesta« kom áFáskrúðsfjörð, var syslumaður þar að fást við rannsókn á málinu og hafði hann fengið bófann til að játa á sig þjófnaðinn. Peningarnir, nema þeir, er farið höfðu til hestkaup- anna, fundust grafnir niður undir steini skammt frá bænum. Að brennunni þykist Sturla ekki valdur, en segir ved megi vera, að hann hafi í ógáti fleygt frá sjer eldspytu. Þegar hann var að ljúka við að ná pen- ingunum, hafi hundarnir þotið upp með gelti og gauragangi og við það hafi kom- ið töluvert fát á sig. Samt sem áður eru miklar líkur til að hann hafi kveikt í af ásettu ráði, tii þess að dylja ódáðir sínar. Á það viröist draumsögn hans benda. Afdrif loptfarans Andree. — «» — Fyrir tveimur árum, þegar mest var rætt um forlög Audree, ljet gamall og reyndur íshafsfari, skipstjóri John Post, það álit sitt uppi, að loptfar Andree hefðilitlu eptir að það steig app ofhlaðist svo af ís og klaka, vegna storms og snjófalls, að burðarmagn þess hefðu minkað sí og æ, unz það um miðjan júlí hefði fallið niður í hafið milli Spitsbergen og Franz Jósefs lands og farizt. Þessi tilgáta vakti þá ekki mikla eptir- tekt, en í síðasta hepti af tímaritinu »Globus« hefir dr. Eric Voigt gertnákvæm- ari grein fyrír þessu. Hann hefir haft í höndum dagbók fyrn. skipstjóra, er um sama leyti og Andree lagði af stað var staddur úti fyrir norð-austurhlutanum á Spitsbergen. Dr. Voigt synir með glöggu yfirliti fram á það, að eptir veðri og vind- stöðu að dæma, og skeyti því, er kom frá Andree tveim dögum eptir að hann lagði af stað, er þessi tilgáta mjög sennileg, og ætti þá leyfarnar af hinni ógæfusömu loptsiglingu að hafa rekið upp undir aust- urströnd Grænlands, hvort sem nokkrum auðnast að íinna þær eða ekki. lír bænum og grenndinni. Skipaferðir. Strandferöaskipið »Skálholt« kom hing- að að norðan, i seinasta sinn á þesssu ári, 1. þ. ra., viku eptir áætlun, og fór hjeðan að morgni þess 2. þ. m. Hafði það tafizt 5 daga sakir hrim3 á Blönduósi. — Vöru- flutninga hafði skipið svo mikla, að það varð að leggja á land hjcr allar þær vör-

x

Vestri

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vestri
https://timarit.is/publication/235

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.