Vestri - 07.11.1902, Qupperneq 2
2
VhSTRL
i B.L.
sáðsellur kæmu þar að. Því hvernig ætti
maður þá að gera sjer grein fyrir hinu
svo nefnda arfgengi? Hvernig ættu þá
eiginlegleikar föðursins eða móðurinnar
að geta fluttst til afkvæmisins?
Tilraunir Dr. Loebs gefa það svar, að
slíkt arfgengi eigi sjer alls ekki stað.
Honum hefir heppnast að láta eggið ná
vexti og viðgangi án nokkurrar sáðsellu.
Þessi undraverða uppgötvun var bein
afleiðing af því, að hann beitti efnafræð-
iskenningum sínum einnig við rannsókn-
ir á frummyndun fóstursins. Meðal hinna
lægri dýra eru hin smærri ígulker sjer-
lega vel til þess fallin að fremja líffræðis-
rannsóknir á þeim. Dr. Loeb tók ígul-
kerjaegg úr eggjastokkunum áður en
nokkur mögulegleiki var fyrir því, að
þau hefðu verið snortin at sáðsellum,
karldýrsins og lagði þau í sjó.
>Þegar jeg hjelt áfram rannsóknum
mínum um áhrif salttegundanna álífþróan-
ina ritar Dr. Loeb, »komst jeg að þeirri nið-
urstöðu að ionarnir í efnasundurliðuninni
umhverfis sellurnar hafa ákvarðandi á-
hrif á lífsmerki frumgervisins. Sje ein-
hvei breyting gerð á ionunum, breytast
jafnframt eðliseiginlegleikar frumgervis-
ns, og þannig getum vjer ljeð selluvefn-
um þá eiginlegleika sem hann í sjáltu
sjer ekki hefir til að bera.«
»jeg hjelt nú fast við þessa hugmynd
og tók ófrjóvguð eggtil meðferðar. Ept-
ir margar tilraunir heppnaðist mjer að
finna magnesium- og klórblending sem
kom eggjunum á það þroskastig sem
þau á eðlilegan hátt öðlast í sjó. Seinna
komst jeg að samsvarandi niðurstöðu,
að því er snertir aðrar salttegund-
ir og egg annara dýra. Og þó menn í
lyrstu ypptu öxlum að þessu og gerðu
gys að því, þá hafa nú aðrir vísinda-
menn víðs vegar um heim komist einmitt
að sömu niðurstöðunni. Það leikur því
enginn efi á því framar, að »óeðlileg
partógenesis< (jómfrúfæðing), eins og
þetta er nefnt á vísindamáli, er óraTur
sannleiki.«
í ströngum skilningi er ekki hægt að
kalla hið ófrjóvgaða egg lífigætt efn i
Aðaleinkennið á lífgæddu efm er vöxt-
ur. Með öðrum orðum, eggið er organ-
isk aturð eins og sykur, stívelsi eða fitu-
efni en á efnafræðislegan hátt má láta
það þróast þannig að það verði að lif-
andi efni. Tilraunir Dr. Loebs voru ekki
langt frá að láta þá drauma Berthelots
og Claude Bernards rætast aðunhtvær
að íramleiða lif á verkstofum efnafræð-
inganna.
(Framb.)
Málshöfðanaflanið.
— o—
Það gekk ekki lítið á þegar hann
kom hingað í haust i. þingmaður ísf.,
Sk. Th. Hann hafði í mörgu að
snúast og þurfti að láta bera dálítið á
sjer, svo hans krjúpandi fylgifiskar sæju,
að hann væri maður, sem vert væri að
beygja knje sín fyrir, og ekki ljeti smá-
mennum haldast uppi að setja sig upp
á móti honum hjer í ríki hans. Hann
ljet því ekki lengi bíða að gera útgef-
anda »Vestra« aðvart um, að nú væri
hann kominn í mekt og miklu veldi, og
sendi honum 5 stefnur sem jarteini til
sannindamerkis.
Það var nú heldur ekkert smáræði
sem útget. »Vestra« hafði brotið af sjer
við þennan rótgróna hjeraðsgoða. Fyrst
og fremst að fara að gefa út blað hjer
á Isafirði í næsta húsi við »selið« sjálft.
Já, meira að segja, blað, sem hafði allt
aðra stefnu en »Þjóðv.« og sýndist lík-
legt til að verða tekið fram yfir hann.
Það var því úti um alla blaða, og skoð-
ana einokun hjer vestra. Þar á ofan
hafði þetta nýja blað gerst svo djarft að
athuga ýmislegt við framkomu Sk. Th. í
opinberum málum og ryfjað upp og minnt
á ýmsar óþægilegar endurminningar. Það
hafði tekið hann undir sama »númer< og
aðra menn og sýnt fram á að ýmislegt
mætti finna að framkomu hans. Allt
þetta var miklu stærri goðgá en Hjalta
varð á er hann kvað vísuna á alþingi
forðu'm. Sk. Th. þurfti því að sýna það
í verkinu, að hann ljeti ekki óbreyttum
alþýðumanni haldast uppi að setja sig
þannig upp á móti honum. Hvað myndi
Björn segja, vinur hans, ef hann ljeti
»óreyndan ungling« standa þanniguppí
hárinu á sjer? Já, hvað skyldi »lýður-
inn« segja ef hann, sjálft átrúnaðargoðið,
ljeti slíkt viðgangast óstraffað.
Ekki hafði útgef. »Vestra« heldur
látið sjer segjast mikið við það, þóttSk.
Th. heilsaði upp á hann með fjórum
stefnum fyrst þegar hann kom hingað
vestur í vor eptir að farið var að boða
hjer þennan nýja sið. Utgefandi »Vestra«
gerði sjer lítið fyrir og galt þá að eins
líku líkt og höfðaði gagnsóknir í öllum
málunum. Sk. Th. lofaði þá bæði hátt
og í hljóði að þetta skyldu ekki verða
síðustu málin, fyrst útg. Vestra hefðigripið
til þessa »óyndisúrræðis,« og það efndi
hann nú er hann kom hjer í haust. Þeg-
ar þessar 5 nýju stefnur dundu yfir þótti
útgef. »Vestr :« þær ekki þess verðar,
að vert væri að eyða tíma til að gagn-
stefna í þeim, og sleppti því alveg í
þetta skiptið. Það var gaman að sjá
hvort Sk. Th. gæti nokkuð áorkað þótt
ekkert væri tekið á <móti honum. Þrjú
af málum þessum eru nú dæmd í gesta-
rjetti ísafjarðarkaupstaðar oghefir stefndi
verið alsýknaður í tveimur þeirra, en
dæmdur í 15 kr. sektí einu. Málskostn-
aður allur er látinn niðurfalla, og lendir
því aðallega á stefnandanum, og má því
með sanni segja að hann ríði ekki
íeitum hesti úr þeirri ferð.
í hinum tveimur málunum hefir dóm-
arinn, sýslum. H. Hafstein fellt svohljóð-
andi úrskurði:
Úrskurður:
»Með því að önnur hinna umstefndu
greina,»Ósannindi Hafnarstjórnarbiaðanna«,
miðar meðal annars að því að svara árás-
um stefnandans á hinn reglulega dóm-
ara í máli þessu, útaf utanför hans sem sendi-
manns af hálfu Heimastjórnarflokksins, og
ýmsar greinar í blaði stefnandans, »Þjóð-
viljinn«, sem hinn stefndi hefir framlagt til
þess að sanna málsstað sinn, hafa inni að
halda ummseli um hinn reglulega dómara,
sem hann veit að eru ósönn ogtelurmeið-
andi og móðgandi fyrir sig, telur hann sig
ex offlcio verða að víkja sæti í máli þessu.
ÞVÍ ÚRSKURÐASX:
Hinn reglulegi dómari víkur úr dóm-
arasæti ímáli þessu.
Úrskurður:
Með því að grein sú í 42. tbl. blaðsins
»Vestra,« með fyrirsögDÍnni »Kosningakær-
an,« sem um er stefnt í máli þessu, lýtur
sumpart að aðgjörðum hins reglulega dóm-
ara og árásum stefnanda, ritstjóra Skúla
Thoroddsen á dómarann persónulega og
ýmsar greinarí blaðinu »Þjóðviljinn«, sem
framlagðar hafa verið til sannana eða varn
ar í málinu og önnur framlögð skjöl, hafa
inni að halda aðdróttanir til hins reglulega
dómara, er virðist snerta sakarefnið, þá tel-
ur hann sig ex officio verða að víkja dóm-
arasæti í máli þessu.
ÞVÍ ÚRSKURÐAST:
Hinn reglulegi dómari víkur úr dóm-
arasæti í máli þessu.
Sk. Th. verður alveg óhætt að
hafa málin 6—7 næst þegar hann kem-
ur hingað vestur og heilsar upp á oss.
»Vestri« er orðinn vanur við slíkar heim-
sóknir af hans hendi og mun ekki láta
slikt á sjer festa. Honum er þvert á
móti stór ánægja í að horfa á umbrotin
og bragðabretturnar í Sk. Th. Það
myndi enginn telja »Vestra« »minnimann«
fyrir það þótt hann fengi knjeskít í við-
ureign sinni við annan eins málaferla-
garp, eins og Sk. Th. hefir verið talinn.
En það verðum vjer að segja að enn þá
hefir Sk. Th. farið hraktarir einar í mála-
ferlum þessum og engan veg eða virð-
ingu af þeim haft. Oss er það nokkurn-
veginn minnisstætt hvernig hjartað hopp-
aði af gleði í sumum Skúlajátendum
hjer í bænum þegar hann byrjaði á mála-
ferlum þessum. En nú er komið annað
hljóð í strokkinn. Nú berja þeir sjer á
bak og brjóst segjandi: »Jeg er alveg
hissa á honum Skúla mínum að vera að
fara á stað með þetta, jeg held honum
segi fyrir karlsauðnum. Það má segja
um hann, að allir eiga glappaskot á æfi
sinni!«
Þannig segja sumir þeirra manna,
sem næstum trúa á og tilbiðja Sk. Th.
Það niá því geta nærri hvernig almenn-
ingsálitið dænúr um þessi mál, og hvort
þau verða til þess að auka álit manna á
lögkænsku stefnandans og viturleik, eins
og þeim upphaflega var ætlað.
Brjef úr Strandasýslu.
—O—
Steingrímsfirði, 21. okt. 1902.
Frámunalega gott og blessaö hefir þetta
haust, sem nú er rjett aö klýkkja út, verið
við oss Strandamenn. Veðráttan frá rjett-
um verið svo mild, að elztu menn muna
vait slíka á þessum tíma árs. Gæftir þar