Vestri


Vestri - 09.12.1902, Side 2

Vestri - 09.12.1902, Side 2
14 VESTRI. 4. B L. að minnsta kosti fram í febrúar. Ank þess er ýmsum vörum þannig háttað, að þær þola ekki geymslu og eyðileggjast því meira og minna. Jeg get ekki skilið hvað getur verið því til fyrirstöðu að póstskipið skreppi hingað vestur á ísafjörð desemberferðina og jafnvel að það kæmi við á helstu höfn- unum aðra hvora leiðina. Isfirðingar og Vestfirðingar þurf'a lika að iifa engu síður en höfuðstaðarbúarnir og leggja sinn skerf til almennings þarfa alveg eins og þeir, en þeír standa ver að vígi fyrir þá sök að þau ár geta komið, að ís banni hingað ferð- ir að vorinu, en umþennan tíma munu þess varla dæmi. Segjum að það kostaði nokkur hundr- uð krónur að fá póstskipið til að skreppa hingað í desember, mikið gæti það ekki verið. vegna þess að fragtin hlyti að taka hátt upp í kostnaðinn. En það er enginn efi á að það mundi borga sig. Það hlyti að verða stórkostlegur hagnaður, sem fljótt myndi gera vart við sig í viðskiptalífinu. Þetta ættu ísflrðingar að hafa hug- fast framvegis og reyna svo að fá því kippt í lag sem fyrst. Það er óþolandi að búa lengur við það jsamgönguleysi að haustinu og vetrinum eins og nú á sjer stað. X. Úr bænum og grenndinni — 0 — Á fsedingardegi sýslumanns og bæjarfógeta Hannesar Hafsteins, 4. þessa mán., kom mik- ill fjöldi af borgurum kaupstaðarins sam- an í þinghúsi bæjarins og gengu þaðan í fylkingu heim til Hafsteins, til þess að færa honum heillaóskir. Var hann kvadd- ur til dyra, og flutti þá I'orvaldur lækn- ir Jónsson alllangt erindi af hendi bæjar- manna. Hakkaði hann sýslumanni H. Hafstein fyrir þann tíma, er hann hefði dvalið hjer vestra; kvað hann á þeim ,6 árum hafa áunnið sjer óskerta virðing og vináttu hinna beztu manna í hjeraðinu, jafnt í sýslunni sem í kaupstaðnum, ekki einungis sem góður og atkvæðamikill embættismaður, heldur og sjerstaklega með hinni ötulu og heillaríku framgöngu sinni í stjórnarbaráttu vorri, bæði á þingi og utanþings; mundi nafn hans skráð í sögu Islands og stjórnarbaráttu þess í byrjun 20. aldarinnar meðal hinna fremstu og beztu manna þjóðarinnar, er hefðu útvegað henni innlenda stjórn. Þá gat ræðumaður þess, hversu mikið og margt kaupstaðurinn sjálfur ætti H Hafstein að þakka, auk þess er hann sem yfirvald stuðlaði af fremsta megni að vexti hans og yiðgangi, hafi hann sem prívatmaður jafnan haldið manna bezt uppi heiðri hans gagnvart útlendum og innlendum með frábærri gestrisni og heimilisrausn. Kurteisi gagnvart lægri sem æðri, fjör, og fyndni í viðræðum, ráðhollustu og hjálpsemi — Það væru þeir eiginlegleik- ar er öfluðu H. Hafstein almenningshylli. Að lyktum óskaði hann í nafni allra þeirra, er viðstaddir voru, sýslumanni og bæjarfógeta H. Hafstein langra og sælla lífdaga, og tóku þá allir undir með þre- földu húrra. Sýslum. H. Hafstein þakkaði heim- sóknina og góðar óskir, beindi svo máli sínu aðallega að bænum og framtíð hans, taldi nú móta tyrir framkvæmdarríkum framfaratíma hjer í bænum, þar sem tram- takssemi einstakra manna væri að vekja menn af svefni til nýrra starfa og tram- kvæmda, sjálfum sjer og bænum til upp- gangs og heilla; bauð hann því næst alla gesti velkomna í hús sín, meðan rúm leyfði, og varð þar húsfyllir þótt margir komumanna færu ekki inn. Fyrirlestrar. Á langardagskvöldið 6. þ. m. fluttu þeir barnaskólakennari Baldvin Bergvinsson og real stud .Þoi grimur Sveinsson í'yriil stra »CJm mentamál og skóla]íf,« í skólahús- inu í Bolungarvík. Talaði sá íyn.efndi utn málið almernt en sá síðarneíndi beindi máli sínu aðalega að Bolungirvík. Fyrirlestrarnir þóttu vel og áheyrilega fluttir og var alveg húsfyllir í skólanum — kennslustofunum og anddyrinu. Söng- fjelag, sem kennari B. Bergvinsson veit- ir forstöðu söng nokkur i'fg og þótti vel takast. * Tíðarfar hefir verið mjög hlýtt og gott undanfur- ið og er hjer alveg snjólaust nema skafl- ar í giijum og upp til fjalla. H\ assviðri hafa þotið upp með köflum og valdið talsverðum skemmdum. I gærdag hvessti snögglega og voru þá flestir á sjó og fengu vont veður. Margir Bolvíkingar lentu út í Skálavík og enn þá vantar einn bát úr Hnífsdal. Formaður hans var Halldór Ag. Halldórsson, skipstjóri, frá Isafirði. >Gjallarliorni heitir nýtt blað, sem byrjaði að koma út á Akureyri 1. f. m. Það er í svip- uðu broti og »Vestri«, kemur út tvisvar í mánuði og kostar 1. kr. 80 a. Utgef- endur þess eru tveir verzlunarm., Bern- harð Laxdal og Jón Stetánsson. Blaðið er snoturt útlits en um efni þess verður ekki mikið sagt af þessu 1. tbl. er vjer hötum náð í. I inngangsorðunum er sagt að blaðið eigi aðallega að ræða um á- hugamál Akureyrarbæjar og svo alls landsins, sjerstaklega atvinnu og verzlun- armál. Þetta er 3. blaðið sem kemur nú út á Akureyri. fBetra er seint en aldrei.* Þessi gamli málsháttur má sannast á okkur, þegar við, eptir nærri því heilt ár, förum að viðurkenna velgerðir þær, er okkur voru veittar við hið skyndilega frá- f'.tll- manns ogsonar Viggó E. Veðhólm sái. Viljum við þá fyrst votta húsbónda hans, hr. kauptn. Árna Sveinssyni og konu hnns, okkar innilegasta þakklæti fyrir al!a þá föðurlegu r áhvsftDEÍ, er þau hafa látið okkur svo Ijúfmannlega i tje, bæöi við dauðsfallið og síðan allt til þessa dags, þrátt fyrir það þótt stórskuldir væru undir við verzlun hans. Við þökkum og hjart- anlega »Verslunarmannafjelaginu« og ölium þeim eru á einhvern hétt tóku þátt í að gjöra útförtna svo heiðarlega sem unnt var, og nú síðast þeím er ijetu umgirða með l'árngrindverki legstaö hans — allt án eins eyris endurgjalds f'rá okkur. Við biðjum því góðan guö, að launa öllum þessum veglyndu velgjörðarmönnum af ríkdómi náðar sinnar, þegar þeim mest á liggur. ísaflrði í Desenber i902. Friðrikka Veðhólm. Agústína Veðhólm. Jón Veðhólm. Þakkarorð. Þega“ jeg við húsbruna þann, er varð hjer á ísaflrði 1S. f, m., missti aleigu mína, urðu margir bæjarbúar til þess að rjetta mjer hjálparhönd og gefa mjer ítórgjafir, vil jeg þar til nefna sjerstaklega prófa,st Þorvald Jónsson og frú hans, frú K. Laxdal og frú Þ. Nieissen sem með svo einstakri rausn og fágætu göfuglyndi, hlupu undir bagga með mjer og gáfu mjer stórgjaiir. Öilurn þessum, eins og líka öilum öðr- um, sem við þetta tækiiæri hnfa synt mjer hluttekníngu í einstæðingsskap mínum og vandræðum, þakka jeg af hrærðu hjarta og bíð algóðan guð að umbuna þeim af ríkdómi sinnar náðar. ísaiirði 8. des. 1902. Andrea Fr. Guðmundsdóttir. (saumaliora) Veðurathuganir & Is&iirði, eptn JBjöm Áinason, iögregluþjón i90'2 .23—29. nóv. KaJdast að nótt- ui.ni (C.) Kaldast að degin [ udq (C.i Heitast ab dogin- um (C.) Suriuud. 23. :,4hití 5,9 hiti 6,3 hiti Mánud. 24. 0,7 - 2,5 - 3,8 — Þriðjud. 25. 1,0 - 3,7 - 4,6 — Miðvd. 26. 2,1 - 4,4 - 5,0 — Fimtud. 27. 3,0 - 7,3 - 10,0 — Föstud. 28. 6,0 - 5,7 - 10,0 — Laugard.29. 0,8 - 4,6 — 7,6 - VAVAVAfÁyAVAVlÁrÁV/VATAVAVAtÁVÁ K vö ldskó li. Kvöldskólibyrjar hjer íbænutn þegar eptir hátíðirnar, og verða þar kenndar þessar námsgreinar: íslenska (próf. Þ. Jónsson), danska (B. Bjarnason), enska (B. Pálsson), reikningur (Sig'- Jóns- son), 3 tíma í viku hver. Kennsl- an fer fram á sunnudögum, þriðjud. fimmtud. og laugard. frá kl- 5—8 síðd. Þeir karlar og konur yfir ferming'u, er taka vilja þátt í námi á skóla þessum gefi sig tram við undirritaða fyrir Þor- láksmessu. Mönnum er í sjálfsvald sett, hvort þeir vilja vera með í einni eða fleirum greinum; en sami tímaíjöldi í hverri einstakri grein verður að ganga yfir alla þá, er taka þar þátt í námi. Gjald hvers lærisveins fyrir tímann er i2.aurar verði aðeins 10 nemendur í hverri grein, en hlutfallslega lægra ef fleiri eru. Björn Bjarnason. Helgi Sveinsson. Sigurður Jónsson. UMBUÐAPAPPÍR fæsl í prentsmiðju Vesífirðinga.

x

Vestri

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vestri
https://timarit.is/publication/235

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.