Vestri - 19.12.1903, Blaðsíða 2
26
V £ S T R I
7. BL.
þessum ólánssömu kjörum, hata optast
sætt þeirri meðferð, að þeim hefir verið
haldið við þröng-an kost, sem heimili, tor-
eldrunum hefir verið lagt og svo hafa
börnin alizt upp á þessu náðarbrauði sveit-
arinnar heima hjá foreldrunum, og þeim
sem slík dæmi þekkja vita bezt hvern-
ig slíkt uppeldi hefir verið, og hve góð
áhrif það hefir getað haft á börnin.
Strax og börnin hafa svo farið að
geta unnið eitthvað fyrir sjer hafa þau
farið í vistir og hafa þeim þá opt ekki
valist sem beztir staðir. Sama hefir og
gilt þegar heimili hefir verið leyst í sund-
ur og börnunum tvístrað til og trá,
til þeirra sem buðu lægst boð. Slíkt
uppeldi sem blessuð sveitabörnin hafa
fengið og fá jafnvel enn, hvort sem þau
hafa alist upp heinr-> eða hjá vandalaus-
um hefir sannarlega ekki verið hollur
undirbúningur undir lífið*
Jeg verð því að álíta að ástæðurn-
ar til þess að fátæktin svo opt og ein-
att virðist ganga í erfðir, sjeu að eins
uppeldinu að kenna, sem svo auðveldlega
getur líka komið kyrking í ættina. Jeg
hefi líka tekið eptir því að ef barn at
slíkum ættum kemst á reglulega góðann
stað verða örlög þess allt önnur og það
verður eins og af allt öðru bergi brotið.
Vilji menn ráða bót á sveitarþyngsl-
unum, er fyrsta skilyrðið að vanda upp-
eldi unglinganna, og þá einkum barna
þeiira, er sveitin á að sjá farborða, það
dugar ekki algerlega að fara eptir því
hver býður lægst, heldur hinu hvar börn-
in fá bezt uppeldi. Það væri hægt að
leiða dæmi að því að smásálarskapur
hreppsnefndanna í þessu tilfelli hefnir
sín illa.
í öðru lagi vil jeg álíta það skyldu
hreppsnefndanna, að sjá um að barna
uppfræðing sje í sem beztu lagi því að
mínu áliti er það uppeldið og æskumennt-
unin, sem hefir lang dýpst áhrif á sveita
þyngslin.
Hreppsnefndarmaður.
Samsæti
hjeldu margir bæjarbiiar sýslum og bæj-
arfógeta H. Hafstein ásamt frú hans,
sannudagskvöldið 13. þ. m. í samsætinu
tóku þátt rúmlega 60 manns, og voru
það einkanlega fiokksbræður H. Haf-
steins. Samsæti þetta var mjög mjnd-
arlegt í alla staði og fór einkar skemmti-
lega fram. Auk alls góðgætisins, sem á
borðum var skemmtu menn sjer þar við
ræðuhöld, og voru þar flutt fjölda minni:
Minni H. H. (Á. S.), minni frú Hafstein
(B. B.), minni íslands (J. L.), minni Dan-
merkur (Á. S.), minni konungs (Þ. J.
læknir), minni Alberti íslandsráðgjafa (H.
H.), minni Jóns Sigurðssonar (H. H.( minni
heimastjórnarflokksins (Á. S.) og ótal
fleiri minni.
Milli ræðuhaldanna skemmti horn-
leikaraflokkurinn með horna->musik< og
þótti vel takast. Eptir að boið voru
upptekin skemmtu menn sjer við dans
horna->musik< og samræður til ki. 5 um
morguninn, að samsætið fylgdi heiðurs-
gestunum heim að húsi þeirra ogkvaddi
þá þar og síðan hjelt hver heim til sín.
Frjettir írá útlondum
verða aðallega að bíða næsta blaðs, þó
skal þess getið, er mest tíðindi má telja,
að blaðið »Reykjavík« sem úi kom 17.
þ. m. álti að flytja þær fregnir, sem hún
ein blaða fjekk frá FLundúnum 4. þ. m.
að nokkurnveginn víst megi telja, að
ófriður sje nú byrjaður milli Rússa
og Japana, enska ráðaneytið hjelt síð-
ustu dagana 3 stjórnarfundi á 6 dögum
°g er það alveg óvenjulegt á friðartím-
um. Japanska þingið átti að koma sam-
an 6. þ. m. og er þá talið víst, að frið-
slitin gætu varia dregist marga daga
úr því.
Eins og gefur að skilja getur ófriður.
inn milli Rússa og Japana haft stórkost.
lega þýðingu og ef til vill dregið fleirj
út í styrjöldina. Báðar þessar þjóðir eru
vel búnar að herbúnaði öllum og standa
Japanar þar ckki að baki Rússum. Hvern-
ig Kínverjar snúast í máli þessu er enn
ósjeð en að likindum verða nokkuð skipt
ar skoðanir þar í landi en enda þótt
þeim sje gramt í geði til Japana, j síðan
J: eir átíu í höggi síðast, munu þó marg-
ir vera farnir að óttast að Kína lendi í
járnklóm Rússa og vilja því gjarnan-
stjaka Rússum irá ef færi gæfist.
Um afskipti Englands af ófriðnum
ef til hans kemur er ekki gott að full-
yrða en það hefir um lengri tíma litið
öfundaraugum til Rússa. Bandamenn
munu einnig láta sig þetta mál mikið
skipta og svo gæti verið um fleiri þjóðir.
Nikulás Jvússakeisari og Vilhjálmur
Þýzkalandskiesari áttu fund saman í
Wiesbapen, Hvað á seiði hefir verið
milli þeirra, vita menn ekki. Mikilsþótti
vert um hve Rússakeisari vr r umkringd-
ur af hermönnum, sem voru um alla
borgina alveg á glóðum af ótta fyrir
Nihilistum og með keisaralífið í lúkun
um.
t Síra Benedikt Kristjánsson
andaðist í Reykjavík 6. þ. m. á áttug-
asta aldursári. Hann var fæddur 16.
marz 1823, kom í Bessastaðaslcóla 1841
og útskiifaðist 1847, árið eptir að skól-
inn var fluttur til Reykjavíkur, tók guð-
fræðispróf 1849 og dvaldi svo 1 ár í
Kmhöfn, vígðist fyrst aðstoðar prestur
síra Skúla Tómássonar í Múla, var svo
prestur í Görðnm á Akranesi, Hvammi
í Norðurárdal og síðast Múlaprestakalli,
en fjekk lausn frá prestsskap 1889. Hann
var prófastur i Suður-Þingeyjar prófasts-
dæmi 1872—1877.. Hann var þingmað-
ur fyrir Þingeyjarsýslu og eitt þing fyr-
ir Mýrasýslu, átti alls sæti á 11 þingum
og var þar mikils metinn. Síra Bene-
dikt sál. var mesti sæmdarmaður og mik-
ilmenni, alþýðlegur og frjálslyndur, og
því virtur og velmetinn hvar sem hann
var.
f Frú Jakobína JónsdLóttir
í Stórholti í Dalasýslu andaðist ad kveldi
þ. 26. f. m., Hun var íædd 20. október
1845 og var dóttir Jóns sál. Halldórsson-
ar, prests að Saurbæjarþingun., og fyrri
konu hans Sigríðar Magnúsdóttir prests
að Steinnesi í Árnessýslu. Hún giptist
.19. október 1870 síra Jóni Thorarensen,
sym Bjarna sál. Thorarensens amtm. á
Staðarfelli á Fellströnd, en missti mann
sinn fyrir nokkrum árum. Börn þeirra
hjóna eru tjögur lifanai: Jón rcal. stud.
giptur Elinu Jónsdóttir frá Bæ, Bogi t'ú-
Iræðingur, er báðir eiga heima í Stór-
holti, Lárus nu á prestaskólanum og
J lildur Kona Eiríks Sverrisens bæjar-
fógetaskrifara i Reykjavík. Frú Jako-
bína hefir um mörg ar búið ekkja í Stór-
holti, mesta fyrirmyndar og rausnarbúi,
og hefir heimilið, húsakyuni og jarða-
bæturnar bezt synt hver dugnaðarkona
hun var; hún var gátukona hin mesta
og virt og elskuð af öllum er hana
þekktu og er því að henni mikil og al-
menn eptirsjá. I. j.
>Koitg Inge
kom hingað 1 gær. með honum voru
Heriofsson (yngri) hvalfangari úr Álpta-
firði ásamt flLÍri Norðmönnum og ætla
þeir að rífa hvalstöðma þar inn frá og
setja hana upp á Hebriderne, (eyjar í
norðvestur at Skotlandi), sagt er að fleiri
h\ alfangarar sjeu í undirbúningi með að
flytja sig hjeðan af landi burt, þótt hval-
veiðabann relci þá ekkí.
Ennfremur voru með skipinu: Chr.
Fr. Nielsen verzlunarm. af Patreksfirði,
Páll Stefánsson verzlunarm. Rvík, Krist-
inn Guðlaugsson búfræðingur á Núpi,
Guðm. Guðmundsson og Sveinn Jónsson
skipstj. af Dýrafirði. o. fl.
Ný stúka
hofir verið stofnuð í Hjarðarholti í Dölum
af' hr. P. Zophoniassyni. Slúkan heitir
»Laxdæla,« var stofnuð með 24 meðlimum
síra Óiafur Ólafsson í Hjarðarholti er um-
boðsmaður.
Hús til sölu.
I Haukadal á Dýrafirði er nú íbúð-
arhús til sölu, tveggja ára gamalt á góð-
um stað, snoturt og vel byggt og með
þægilegri herbergisskipun fyrir litla fjöl-
skyldu.
Stœrð hússins er 8x7 al. rortbyggt
með kjallara 6X5 átnir.
Haukadalur er ágætur atvinnustað-
ur og er álitinn eiga góða framtíð fyr-
ir höndum.
Lysthafendur snú sjer til und-
irritaðs sem allra fyrst.
Ilaukadal, í desember 1903.
G. .S Friðriksson,
V ERZLUNARM AÐUR.
SSvI'" ’'IESEB3Eggg8ag«iaS8!iS8a^»g»>gggvBa8se
KOMIÐ og SKOÐIÐ
j 6ía varninginn
sem kom með >Kong Inge« til
s. Á. Kristjánssonar.