Vestri


Vestri - 28.04.1904, Side 2

Vestri - 28.04.1904, Side 2
102 VESTRI. 26. BL. og þykjast þeir nú sjá Japansmenu sem senda at forsjóuinni til að vernda hag' sinn fyrir yfirgangi Rússa. Ito greifi, sem Japanskeisari sendi til Korea til að kippa ýmsu í lag, er þar þótti í ólagi fara, er nú farinn heim trá Korea eptir að hafa lagt ráðin á með helztu umbætur. Annars hjeldu menn, að hann mundi eiga að hafa landsstjórn í Korea, meðan á ófriðnum stæði, en er til kom hefir Jap- ansmönnum þótt nóg að tryggja sjer, að vissar umbætur kæmust á í landinu. Japansmenn í MancLchuriet. Sú ílugufregn hefir flogið hingað fyrir stundu að nokkrar liðsveitir Japansmanna hafi þegar farið yfir Jalufljót og að Rússar muni orustulaust yfirgeta borgina Ant- mag, sem stendur á nyrðri bakka fljóts- ins og er víggirt vel. En ekki er hægt að segja með neinni vissu, hvort nokkur fótur sje fýrir þessu. ísafirði, 23. apríl 1904. (Eptir norskum blöðum, til 16. þ. m. sem bárust hingað með gufusk. >María« frá Langeyri.) Miðvikudaginn 13. þ. m. gerðu Jap- anar eina atrennuna á Port Arthur. Rússneski flotinn tók á móti og ljetu þá hinir undan síga en Rússar veittu þeim eptirför út af höfninni. Skipið >Petro- pavlovsk« rak sig þá á tundurlagningu sem Rússar höfðu sjálfir lagt, og sprakk hún þegar, svo skipið »kantraði« og sökk með allri áhöfn, að eins 4 herforingjar og 32 hermenn björguðust, einn foringj- anna er afkomust var Cyres stórfursti, frændi Nikulásar keisara, og var hann talsvert meiddur. 620 manns fórust. Þar á meðal aðal-yfirsjóliðsforingi Rússa þar eystra, Makarow, sem tók við yfir- stjórn af Stark í febrúar og hefir sýnt fádæma dugnað og hyggindi. Hafði hann meðal annars ekki farið úr fötum þrjá síðustu sólarhringana fyrir fall sitt. Fyr- ir nokkru er sagt að hann hafi farið þess á leit við keisara, að hann sendi austur færan mann til að kynnast kringumstæð- unum og taka við yfirstjórn flotans, ef hans missti við, því hann kvaðst ganga að því vísu að hann yrði þá og þegar að offra sjer vegna stöðu sinnar — Mak- arow þessi var sá sami, sem fann upp ísbrjótinn hjerna urn árið; og ætlaði á honum til Norðurheimskautsins. Hann komst þó aldrei neitt langt norður, en hafði lengi mikinn áhuga á heimskauta- ferðum og kom til Noregs eitthvað tvisvar til að hafa tal af norðurfaranum Sverdrup. Uchtomski fursti hefir tekið að sjer yfirstjórn flotans til bráðabirgðar. Af stórskipum þar eystra eiga nú Rússar að eins eptir: Poltava, Sevasto- pol, Peresviet og Pobíeda. Fregnritari >Times,< segir að atlaga þessi hafi engan skaða gert á skipum Japana. Skip þeirra fyrir utan Poit- Arthur eru nú um 40 talsins, að með- töldum tundurbátum. Rússar þykjast hafa náð flutnings- skipi frá Japönum með vistum og her” mönnum. Ótíð mikil þar eystra og krankfellt í her Rússa í sumum deildum eru 3O°/0 sjúkir. Rússar hugga sig við að líkt muni ástatt hjá Japönum en um það vita menn þó ekkert. 50 Japanar fjellu nýlega á Samalind við Jaluafljót. Rússar komu að þeim óvörum í því þeir voru að lenda. Rússar eru mjög tortryggir gagn- vart Kinverjum í Mandchuriet; þeir kváðu vera mjög vingjarnlegir við Rússa ofan á, en eru að sífelldu leynimakki sín á milli. Rússar þykjast visslr um að strax og þeir færu eitthvað halloka í l indor- ustu muni hatur Kínverja gegn útlend- ingum blossa upp á ný og Rússar mega búast við oísóknum og uppreisn í Mand- churiet. Brautarvörðum hefir því verið fjölgað mjög, og varðlið sett í kringum öll forðabúr Rússa, þvt þeir eru hrædd- ir um að dulklæddir Japanar eða Kín- verjar muni setja eld í þau. Nýlega hafa Kungusar* reynt að eyðileggja járnbraut- ina í nánd við Port Arthur. Rússar komust að því og rjeðust á þá og f jellu all-margir af báðum flokkum. 13. þ. m. segir símskeyti frá London, að Kínastjórn hafi sæmt ýmsa Japanska embættismenn heiðursmerki. Sýnist þetta bera vott um að Kínverjar sjeu Japönum ærið hliðhollir. Rússar hafa krafist að Kínastjórn viki öllum japönskuin foringjum, er þeir hafa í her sínum, frá embætti, ella skoð- uðu þeir þá ekki sem óhlutdræga í ófriðn- um. Foringjar þessir hafa verið fengnir til að umbæta her Kínverja. Stjórnin hefir enn ekkert svarað þessari kröfu. í borginni Njú-Tsjang, er ástandið fremur óglæsilegt, íbúarnir mjög ótta- slegnir og fjöldi hefir flúið úr borginni, enda vænta menn Japana þangað á hverri stundu. Hætt hefir verið að kveikja á götuljósunum svo allt liggur í niðamyrkri á næturnar, og síðustu kaupför er þar voru fóru þaðan 12. þ. m. og engin von um siglingar þangað í bráð. Varðlið borgarinnar á að aukast um helming. Vegna ýmsra sagna er varðliðið allt af á glóðum. Þannig voru öll varnargögn borgarinnar sett á stað og skotið á hafnsögubát sem fór inn á höfnina 10. þ. m. og var að fylgja tveimur kínverskum ferjum. Þegar varðliðið sá ljósin hugði það þar komna Japana með flota sinn og ljet drífa á þau grimma skothríð, 38 manns fjellu á ferjunum og 7 urðu sárir. Ekki hefir heldur batnað ásigkomu- lagið v’ð það, að nýlega er kominn þar upp Tyfus, og eru öll sjúkrahús þegar orðin troðfull. 2000 manns hafði fengið veikina síðastl. viku, þegar frjettir bárust þaðan. Strangt bann var gefið út gegn því að selja áfengi í borginni en þegar það ekki reyndist fullnægjandi var lögð hegn- ing við ef nokkur hermaður sæist ölvaður og laun-sölum hótað harðri hegningu. Nokkrir japanskir fangar, úr Vladi- vostoch hafa sloppið. * í 20. tbl. hefir misprentast Kezzagusar. Ovinir flskiveiða vorra. Eplir Benedikt Guðprandsson. —«0»— (Frumh.) Þá kemur hvalurinn til sögunnar. Af hverju fæðist hvalurinn? Jeg hefi borið þessa spurningu upp áður og eng- inn hefir neitað því að hvalirnir hljóti að lifa af síld, síldarátu, eða af ungviði fiska þeirra, sem vjer allir viljum vernda frá hverskonar tálmun við lífsframdráttinn og ennfremur af fiskum þeim sem vjer sjálfir kostum kapps uin að veiða. Sann- indi þessi eru óhrekjanleg. Eru því hval- irnir keppinautar vorir að þessu leyti; þarf ekki annað en sjá þá til þess manni dctti í hug að þessir jötnar þurfi æði mörg síldar eða þorskafóður sjer til við- urværis svo varla væru þeir á vetur setj- andi ef ekki væri að einhverju leyti á- kaflega mikill hagur að þeim fyrir oss. Sumir álíta líka að svo sje. Jeg get ekki verið að tyggja upp það sem jeg eða aðrir hafa svo marg sagt um þetta efni, þó vil jeg ekki alveg láta vera að fara nokkrum orðum um »hvalamálsritl- ing«, sem >Norðurland« segir að út hafi komið s. 1. sumar eptir >Gamla, sjómann.« >Norðurl.« tilfærir nokkra kafla eptir >Gamla« þennan, um áhrif hvalanna á síldar og fiskveiði á Austfjörðum og ept- ir þeim að dæma er það furðu undrun- arvert að heyra »Gamla, sjómann« setj- ast á rökstóla til að flytja mönnum slíkt ef það á, sem mjer skilst, að vera varn- arræða fyrir hvalafriðunina. Jeg hefi raunar ekki sjeð ritling þennan, en það sem »Nld.« tekur upp úr honum, er í það allra vægasta að orði komist mjög at- hugavert. Hjer er nú eitt síldardæmið. »8. oktober 1880 ráku 3 hvalir (hnúð- ar) síldina upp úr álnum á Mjóafirði og tvö nótalög, sem þar voru, troðfylltu nætur sínar. Annað nótalagið fjekk 2,000 tnr.« Það var nú blessað og gott; en hitt, ja, hann vissi raunar aldrei hvað mikið það fjekk, »en samkvæmt áætlun komu í nótina í fyrslu um 6,000 tnr., voru úr henni hlaðin 5 skip, og þó dó feyki- mikið af síld í nótinni, og síðan lap- aðist eilthvað sökum veðursi * Svo mörg eru nú þessi »Gamla« orð og eru þau í sannleika dálítið umhugsunarverð, því allt útlit er fyrir að þau sjeu dagsönn. Ur annari nótinni segir sagan að hlaðin hafi verið 5 skip, má af því ráða að alls hafi verið verkað úr henni 4—5,000 tnr. eða um 6—7,000 tnr. við sama fjörðinn á sama tíma, hlýtur þetta að hafa haft æði tíma í för með sjer, því tæplega hefir verið fólksafli við hendina í sam- jöfnuði við veiði þessa, er því hægt fyrir þá, er eitthvað þekkja til síldar eða veiði hennar i nætur að geta sjer til hvernig vara hefir verið orðin, sú síldin er síðast var hirt, því töluvert þolir síldin að svelta áður en hún deyr úr hor eða hungri, þarf lítið annað en opin augu til að sjá hver áhrif slík vara hefir á markaðinn, er mjer það all-vel kunnugt. Síðast þegar jeg var á Bretlandi, átti jeg tal * Auðkeunt af uijer, B. G.

x

Vestri

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vestri
https://timarit.is/publication/235

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.