Vestri - 28.04.1904, Qupperneq 3
2 6. BL.
VESTRI.
103
við marga síldarveiða- og verkunarmenn,
ljetu þeir all-flestir eindregið það álit sitt
í ljósi að nótaveiði spillti bæði fyrir gæð-
um síldarinnar að því leyti, er þegar er
ávikið, og fyrir veiðiskap á þeim stöðum
sem hún sumpart dæi í nótum eða þá,
eins og opt ber við, slyppi í burt eptir
langvinnar kvalir. Ennfremur er það
stór galli á uótunum að flestar þeirra eru
of smáriðnar og taka síldina hversu smá
sem hún er, þær eru og botnvörpur af
sjerstakri tegund. Af þessu hlýt jeg að
álykta að betur hefði farið að þessir 3
hnúðar hefðu aldrei komið inn á Mjóa-
fjörð, 0g að betra væri að Norðmenn
hefðu aldrei stundað hjer nótaveiði, því
með því hafa þeir spillt fyrir oss arð-
væmim markaði, sem tekur langan tíma
að fá í gott lag þó þangað flytjist góð
og óskemmd vara. Nótabrúks mennirnir
hafa unnið oss stórum mun meira tjón
en hvalveiða mennirnir. Um áhrifhval-
anna á þorskveiðar hefir >Norðurland«
þetta auk fleira eptir >Gamla.«
>Hornafjörður fylltist af síli ogþorski
sem allt dó er inn kom og flaut síðan út
aptur nema það, sem fjaraði uppi og
menn gátu náð af bátum« o. s. frv. Jeg
er nú svo undarlega innrættur, að jeg
óska þess af alhuga, að blessaður þorsk-
urinn sá, hefði haft frið fyrir hvölunum,
fengið að lifa óáreittur, hvar sem hann
.hefði viljað, og orðið svo á sínum tíma
Austfirðingum eða öðrum dugnaðar-
mönnum að notum, en sem betur fer
munu svorta tilfelli sjaldgæf, og er ærinn
samt skaði sá er hvalirnir vinna síldar-
og- fiskveiðum vorum. Af allri rökfærzlu
>Gamla< fæ jeg ekki sjeð að annað en
tjónið blábert, hafi leitt af umferð hval-
anna á Austfjörðum, þar stundum kvað
svo ramt að, að umferð um sjóinn var
lítt fær íyrir þeim, og fiskurinn fyrir
hræðslu sakir flúði undan þeim á eptir
síldinni í opinn dauðann ogþóHermann
bóndi Hjálmarsson á Reykjum eitt sinn
fengi hálfsmánaðar afla, er þakkað var
hvölunum, finnast mjer mjög miklar líkur
til að afli sá hefði staðið heilann mánuð
ef enginn hvalur hefði komið á fjörðinn
því fiskurinn neitar ekki eðli sinu um að
ganga inn á firði og að ströndum lands-
ins á vissum tíma ef óvinir hans ekki
tálma ferðinni. (Framh.)
Guíubátsferðirnar um ísafjarðardjúp.
I nokkur undan farin sumur, hefir
gengið gufubátur hjer um Isafjarðardjúp
fyrir opinberan styrk, 3,500 kr. Flestar
íerðir hefir báturinn farið milli ísafjarðar
og Arngerðareyrar, alveg sömu sjóleið
og postur fer og lítur þvj svo j fljótu
bragði sem auðvelt væri að samrýma
ferðir bátsins við póstferðirnar, ef viljinn
væri góður, en undantarið hefir það þó
furðanlega misjafnlega tekist. Jeg átti
tal við þá menn sem nýlega eru búnir
að semja ferðaáætlun fyrir gufubátinn
Guðrún hjer um djúpið í sumar, og bað
þá um að taka svo mikið tillit til terða
minna sem hægt væri svo jeg gæti haft
Stjórnarráð íslands hefir með brjefi, dags 20. þ. m., lagt fyrir mig að
láta birta í blaðinu >Vestra« svohljóðandi auglýsing:
»Samkvœmt f járlögum fyrir li)0h og 1905 lh. gr. B. 11. verða fyrst
um sinn fyrir yfirstandandi fjárhagstímabil skipaðir 2 yfirmatsmenn
á gœðum fiskfarma, annar í Reykjavík og hinn á Isafirði, hvor með
800'kr. launum um árið.
Umsóknarfrestur er til 1. Júní nœstkomandi, og skulu umsóknir um
stöðuna í Reykjavík sendar stjórnarráði Islands, en um stöðuna á
tsafirði skulu umsóknir, stílaðar til stjórnarráðsins, sendar bœjar-
fóyetanum á tsafirði.t
Skrifstofu bæjarfógetans á ísafirði, 27. dag Aprílmánaðar 1904.
not af gufubátnum og höfðu þeir allir
góð orð um það, en jeg sje ekki að þar
hafi hugur fylgt máli, þvi eptirferðaáætlun-
inni að dæma lítur út fyrir að nefndinni
hafi orðið óvart á, að láta ferðirnar bera
saman við póstferðir örsjaldan á stangli,
enda var varla hægt hjá því að komast
þar sem gufubátsterðirnar eru orðnar
svo tíðar,
Jeg þekki ekki við hvaða þarfir
náungans nefndin miðar þegar hún
semur áætlun fyrir gufubátinn, en mjög
ólíklegt er, að það sje þeim takmörkum
bundið að guíubáturinn megi endilega
til að fara degi á undan póstinum eins
og stundum hefir átt sjer stað, eða þá
2 —3 dögum á eptir svo honum sje
fyrir munað að hafa not af bátsferðinni
sem verður sömu leið og á sömu við-
komustaði og póst irinn kemur á, það
er nærri því að maður geti fremur heim-
fært þetta undir áhugaleysi nefndarinnar
með að greiða fyrir póstinum en að það
sjeu svo sterkar ástæður sem valda því,
að ferðir póstsins og gufubátsins geti
ekki samrýmst.
ísafirði 25. apríl 1904.
Jóhannes Þórðarson.
Milliþinganefhd.
Samkv. ákvörðun síðasta þings hefir
ráðherrann nú skipað þriggja manna
nefnd til að íhuga landbúnaðarmálefni
landsins. í hana eru skipaðir:
Þórhallur Bjarnarson, lektor (form.)
Herm. Jónasson, á Þingeyrum og
Pjetur Jónsson á Gautlöndum.
Laura:
kom hingað að kvöldi þess 23. þ. m.
og fór aptur kvöldið eptir. Með henni
fór ráðherrafrú R. liafstein ásamt móður
sinni og dætrum alflutt suður.
Mislingap
hafa komið upp á hvalveiðastöðinni
á Hesteyri, einn Norðmaður orðið veikur;
var hann þegar sóttkvíaður, og hafði
veikin ekkert breiðst út þegar síðast frjett-
ist, en ekki er þó svo langt um liðið
að hægt sje að segja hvert unnt verði
að stemma stigu fyrir veikinni.
»Nýja ísland<
heitir blað, sem byrjað er að koma út í
R-vík; kemur*það út einu sinni í mánuði
0g kostar 10 aura hvert nr. útgefandi
er Þorv. Þorvarðsson en aðstoðarmaður
>Plausor<, sem gerir þar að gamni sínu
í bundnu og óbundnu máli.
Grímur Jónsson,
settur.
Mannslát.
19 þ. m. andaðist að Látrum í Aðal
vík bændaöldungurinn Jón Sæmundsson,
er lengi bjó í Fremri-Arnardal hjer í
sýslu, hálf áttræður að aldri.
Helztu æfiatriða þessa merkismanns
verður minnst síðar í blaði þessu.
Veðurathuganir
á ísalirði, eptir Jíjörn rna3ou, lögregluþjón
1904 17.—23. apr Kaldast að nótt- unni (C.) Kaldabt að degin- um (C.j Heítast að degin um [C.]
tiunnud. 17. &.0 fr. 0,5 fr. 3 J hiti
iiánud. 18. 1,7 — u,l hiti 6,‘2 —
Þriðjud. ii9. 0,2 — 1,0 - 2,0 -
Miðvd. 20. 2,0 - 0,0 — 1,9 fr.
Fimtud. 21. 3,8 - 1,8 fr. 1 0,6 hiti
Föstud. 22. 4,2 - 0,0 — I 1,9 —
Laugard. 23. l,fi - 0,0 - 1.7 -
Þakkarorð.
Jeg leyfi mjer„ hjer með að lýsa yfir
því, að jeg alls ekki get gengið fram
hjá hinni siðferðislegu skyldu minni, er
mjer ber að auðsýna hinni háttvirtu
ráðherrafrú R. Hafstein, þar sem hún
án minnar verðskuldunar hefur veitt mjer
stórkostlegar gjatir, hverjar jeg bið
þann að endurgjalda henni ásamt manni
hennar er engar velgjörðir lætur ólaun-
aðar.
ísafirði 26. apríl 1904.
Ólafur Ólafsson.
0-«««tSÍS09MS0 • BBtO»KT-3»aaB«ffOT» •
SOPHUS I. NIBLSHN
tekur á móti pöntunum fyrir
verzlunarMsið I. BRÁUN Hamborg
á hverjum degi.
Sýnishorn og verðlistar með mynd-
um ávallt til sýnis.
Talid við mf.g
áður en þjer kaupið hÚ8 hjer í
bænum, og byggið ekki ef þjer getið
fengið ódýrari og jafn góð hús keypt!
Kr. II. Jónsson.
Nýr 2ja hesta
STEINOLÍUMÓTOR
er til sölu hjá undirrituðum.
ísafirði 27. apríl 1904.
Sophus J. Nielsen.