Vestri - 07.05.1904, Síða 1
III. árg.
Frjettirfrá útlönduín.
——
Kaupmauuahöin, 16. apiíl.
Noregur. Borg-undarkirkja nálægt
Aalesund hefir brunnið til kaldra kola.
Segir fregnin, að innhrotsþjófar hafi
brotist inn í kirkjuna, rænt þaðan því,
er þeir rnáttu með komast og lagt svo
eld í það er eptir var. Kirkjan var ein-
hver elzta kirkja í Noregi (frá 12. öld)
og hafði að geyma margar mætar forn-
menjar Norðmanna. Engu varð bjargað.
Spánn. Dáin er tiýlega ísabella,
fyrrum drottning á Spáni. Kemur hún
mjög við sögu Spánar urn miðbik síð-
ustu aldar. Gagnstætt spönskum lögum
um konungserfðir kom hún til valda á
Spáni eptir föður sinn Ferdinand VII.
1833. Hóf þá Karl, (Don Carlos) íöður-
bróðir hennar, sem löglega var tii ríkis
borinn eptir bróðir sinn sonlausan, fiokk
móti henni cg þótt hún yrði ofan á að
nafninu, geysaði ófriður og styrjöld í
landinu. Ilinir sundurlyndu flokkar bár-
ust banaspjót á og svo leit út sem hið
forðum volduga Spánarveldi mundi liðast
í sundur og hverfa úrsögunni. Lýðveld-
ismönnum tókst þó að bjarga Spáni og
ísabella varð að láta af ríkisstjórn. Fór
hún síðan af landi burt og kemur eigi
við sögu Spánar eptir það. Hún er
amma þess núverandi Spánarkonungs
Alfonso XIII.
Englar og Frakkar hafa komið sjer
saman um að jafna með sjer alla missklíð,
sem rísa kunni af nýlendum þeirra, á
friðsamlegan hátt. Annars hafa menn
lengi verið hræddir um, að þjóðum þess-
um mundi lenda saman fyr eða síðar út
af nýlendum þeirra, en með samningum
þessum er því að miklu afstýrt. Frakk
ar hafa eptir samningi þessum frjálsar
hendur í Marokko mót því að skipta sjer
ekki af Englum í Egyptalandi. Samn-
mgar þessir hafa vakið almenna ánægju
hjá báðum þjóðum. Vona menn, að
slíkir samning-ar takist sem fyrst með
fleiri þjóðum og mættu þannig verða
verulegur vísir til eflingar alþjóðafriði.
Korea. Eldur hefir komið Upp í
keisarahöllinni í höfuðborginni Söul.
Brann mikill hluti hennar og mesti fjöldi
dýrgripa, sem nema mundi fleiri miljón-
um króna. Ætla menn, að einhverjir
Koreubúar, sem eru mjög óánægðir yfir
Japansmönnum, hafi kveikt í.
ÍSAFIRÐI, 7. MAÍ 1904.
Frá Ófriönum.
Isafirði, 4. maí 1904.
^Eptir diinskum blöðum til 18. f. m ]
Fátt hefir nú sögulegt gerzt síðan
13. þ. m , að >Petropavlovsk« var úr
sögunni. En ófarir þær slóu óhug mikl-
um að Rússum, sama daginn laskaðist
líka annað stórskip þeirraPolbieda, hafði
einnig rekið sig á tundurhylki, en komst
þó inn á höfnina, og varð ekki ryrir
neinum mannskaði og er sagt að skemmd-
in hafi ekki verið meiri en svo að það
hafi tekið þátt í vörninni við atlögur Jap-
ana síðan. Um sama leyti gerðu Jap-
anar út af við eina tundur-snekkju Rússa
en verzt af öllu kom þó Kússum fall
Makarow’s. Þennan óhug Rússa hafa
Japanar norað sjer og því allt af verið
að gera smá-atrennur á PortArthur, við
og við síðan. en slíkt hefir ekki haft aðra
þýðingu ea að halda herskipum Rússa
inn á höfninni og er talið víst að Japanar
hafi að eins gert það í því skyni að geta
óáreittir flutt lið sitt, sem sagteraðþeir
sjeu nú byrjaðir að setja á land milli
Port Arthur og Njú-Tshang, til þess að
geta veitt Port Arthurhöfn atlögu frá
landi og teppt allan aðflutning að borg-
inni og myndu þeir þá telja sig hafa ráð
hennar í hendi sjer áður en langt um
líður.
A landi hefir ekkert gerst sögulegt.
Japanar hafa nú her sinn albúinn við
Jalufljót, og hafa stökkt Rússum alveg’
burt úr Korea og náð fljótsmynninu á
sitt vald. Rússar hafa enn herstöðvar
sínar á norðurbakka fljótsins, með aðal-
stöð í Teng-hwang-sheng, til að ná til
járnbrautarinnar við Liaoyang. Ovíst ei
enn hvort Rússar gera nokkra tilraun
til að hepta för Japana yfir fljótið, eða
hopa á hæli lengra inn í Mandclauriið til
að láta Japana elta sig og eiga við sig
þar sem Japönum er óhægra afstöðu og
erfiðara til aðflutnings.
Ef það er rjett að Japanar sjeu búnir
að hef ja landgöngu milli Port Arthur og
Njú-Tshang. er auðvitað, að tilgangur
þeirra er að ná aðal-stöðvum, sem allra
norðarlegast, efst uppi í Jalufljótinu ann-
ars vegar og við Liaobungf jörðinn hins
vegar, og eru því líkindi til, að þeir veiti
ekki Rússum eptirför lengra en í Suður-
Mandchuriið, þar sem þeir þekkja lands-
lag og tíðarfar síðan í kínverska stríð-
inu 1894. Aðal-orustan mun því tæplega
verða norðar en í nánd við Mukden,
höfuðborgina í Mandchuriið, enda munu
Japanar fyrst um sinn gera sjer að góðu,
ef þeir ná þessum fræga og fornlielga
stað á sitt vald.
Nr. 27.
Það er auðskilið að Japanar leggja
alla áherzlu á, að eyðileggja flota Rússa
og ná Arthurhöfn áður en þeir halda
lengra norður á bóginn, þá yrðu þeir
einvaldir og óhultir með allan herflutn-
ing á sjónum og þyrftu ekki að óttast
neina óvini að baki sjer. Regntíðin byrj-
ar í Norður-Korea í Júlímánuði, og er
vatnsmagnið þá svo mikið (í fyrra 67
þuml.), að öll fljót og vegir verða ófærir,
og er því ekki að undra þótt Japanar
reyni að hraða sjer og ná aðal-stöðvum
sem norðast fyrir þann tíma, enda gruna
menn að nú sje tíðinda von frá land-
hernum.
Meðan sverðið þannig hangir á þræði
yfir höfði Rússa í Port Arthur, eru litlar
líkur til að þeim komi hjálp að heiman.
Floti Rússa í Austursjónum verður að
sögn ekki full-búinn fyr en 15. júlí, og
þótt hann kæmist þá á orustu-völlinn
verða Japanar búnir að flytja her sinn
og herbúnað yfir og búnir að ná þar
góðri fótfestu.
Skrydlov, aðmíráll hefir verið skip-
aður eptirmaður Makarow’s, og lagði af
stað austur eptir miðjan f. m.
Professor Jasuopolski hjelt nýlega
fyrirlestur við háskólann í Charkow í
Rússlandi, fyrir stúdenta; var stjórninni
andmælt þar fyrir að hafa hleypt sjer út
í stríð þetta og tóku flestir stúdeutar vel
undir það, en professornum var þegar
vikið frá embætti, stúdentar audtnæltu
því harðlega en stjórnin gegndi því á
þann hátt að láta gera húsrannsókn hjá
þeim og taka marga þeirra fasta.
Ovlnir flskiYeiöa vorra.
Eplir Benedikt Guðerandsson.
-—«o>— Niðurl.
Jeg he!d því fram sem hugsunar-
fræðislega rjettu að fyrst hvalirnir lifa á
fiskitegundum þeim er vjer veiðum og
fæðu þeirra, þá sjeu þeir keppinautar
vorir við veiðina. og geri fiskunum lífið
örðugt uppdráttar. Jeg held því fram
á sama hátt, áð >eigi sje svo að hvalirnir
reki fisk eða síld inn á firði, fremur en
þá út af þeim, heLdur að eins styggja þeir
síld og jafnvel fisk eitthvað út í bláinn, þó
optar út en inn þar sem líkur eru til að
dýr heldur flýji hættuna út til hafs en
að landi, eða jafnvel á land upp ef þess
á annað borð er kostur, en augljóst er
það af hinum tilfærðu dæmum o. fl. að
síld og fiskur eru í meira lagi lirædd við
hvalina, sem eðlilegt er. Þess vegna held
jeg því fram að í stað þess að friða
hvalina, ættum vjer að eyða þeim af
kappi. Jeg er eindregið á skoðun, doctors