Vestri


Vestri - 22.10.1904, Blaðsíða 2

Vestri - 22.10.1904, Blaðsíða 2
V E s T R I. 51. BL. tekjlim landsímans og þegar einkaleyfis- tíminn væri útrunninn skyldi Danmörk eignast eigi að eins allan sæsímann, heldur líka allan þann þráð á landi, sem lagður væri fyrir fje fjelagsins. Þessu er nú þannig breytt að ísland eignast þegar allan þráðinn (allt tillagið) og hefir því auðvitað allar tekjur af landþræðinum og yfirráð yfir honum. Þegar svo einka- leyfis-tíminn er útrunninu á landið ekki einungis allan landþr'v'inn heldur einnig */3 .af öllum sæsímanum. Ef einhverjum yrði talin trú um að þetta væri stökk aptur á bak, mætti eins telja honum trú utn að sólin kæmi upp í vestri og gengi undir í austri. Sje rjett álitið eru þetta mestu kosta kjör, því framiag Islmds til miililanda- sambandsins eru í raun og veru ekki nema 13 þús. kr. á ári. — Ailt tiilag landsins til fjelagsins er nefnilega 35 þús. kr. á ári í 20 ár. En þær 300 þús. kr. sem fjelagið leggur til iandsíma, er Is- landi einu ber að kosta, (því það væri brot á landsrjettindum, ef landsími væri ekki íslenzkt,_mál) samsvara 22 þús. kr. á ári í 20 ár (renta 4% og afborgun), og þoð sem fjelagið því í raun og veru fær hjá íslandi er þannig ekki nema 35-1-22 þús.= i3 þúsund. Þetta 13 þús. kr. tillag fellur svo alveg í burtu ef íslandi þætti hagkvæmara að nota rjett þann sem því er áskilinn til að korna á þráðlausu sambandi milli útlanda og Reykjavíkur, sem að vísu ekki getur verið hagnaður, nema þráðlaus símskeyti fullkomrúst að miklum mun og verði miklu ódýrari en nú er. Ennfremur er áskilið að einkaleyfið sje ekki því til fyrirstöðu, að settar sjeu þráðlausar fregnskeyta- stöðvar á ströndum landsins til að taka við skeytum og senda til skipa í rúmsjó. Sömuleiðis má leggja síma eða koma á hraðskeytasambandi við aðrar heimsálfur, og dregst þá frá tillaginu ef hagnaður verður að slíku. Vjer brjótum nú hjer í blað að sinni og nennum ekki, að eltast við fleiri af rangfærslum »Isu< og »eptirhermu« henn- ar. Það þyrfti stærra rúm, en >ísaf.« og >Vestri« hafa til samans, til þess að hægt væri að tína það allt upp, án þess það tæki rúm frá öðru nauðsynlegu. Ritfregn. Ljóðits0EÍÍ eptir Matthías Joch- umsson. III. bindí. Keykjavik. Prentsmiðja „Prækorna“ 1904. Það er bók sem ekki þarf langa lýsingu með, því I. og II. bindi eru víst orðin ílestum kunn, og þetta III. bindi gefur þeim að engu eptir. Matthías Jochumsson og kvæði hans eru búin að ná svo almennri hylli, að það væri að bera í bakkafulian lækinn, að hvetja menn til að kaupa 'þessa bók. Tvö fyrri bindin af ljóðasafni >lárviðar- skáldsins« munu þegar vera komin inn á flest heimili, og þá er svo sem sjálfsagt að þetta fylgi. Nú er að eins eptir IV. bindi, sem að sjálfsögðu kemur út að ! sumri, og virði.st því rjett að mtnna menn á að ná sjer í það sem út er komið sem fyrst, ef einhver skyldi eiga það eptir, því þegar allt verkið er komið út, hcekk- ar verðið og ættu því allir að reyna að nota sjer, rneðan það er svona lágt. SikssipeiMias. Fjörutíu og fimm tyrkneskar kými-sögur. Þorsteinn Gíslason þýddi. Reykjavík. Prent- smiðja „Frækorna“ 1904. Kver þetta er um 100 bls., allt saman örstuttar hlægilegar kými-sögur, er marg- ur mun hafa gaman af að lesa; sumar þeirra hafa áður komið út í tíjarka. — Þýðingin er vel af hendi ieyst eg skemmti- leg, og mun kver þetta óefað vinnasjer útbreiðslu meðal almennings. Rússar og Japanar. (Þýtt.) Niðurlag. 'Japajiai?. Menn geta varla hugsað sjer meiri gagnstæðinga en hina voldugu, en þó ólánsörnu Rússa, og mótstöðumenn þeirra í Austur-Asíu. Japanar eru allra manna hæverskastir í framgöngu, og avallt með vinabros á vörum, en hverjum manni hefnigjarnari og heiptarfyllri, sje þeim eitthvað gert á móti, en hylja opt hatur sitt undir bros- hýrum blæ. Þannig voru þeirgagnvart Rússum áður en stríðið byrjaði, sjerstak- lega kurteisir og vingjarnlegir í viðmóti, meðan á samningstilraununum stóð; þar til Rússa-hatrið sauð út úr og hið skyndi- lega nætur-áhlaup á Arthurhöfn. var hafið. Sjerhver sem ferðast um Japan, undr- ast hina miklu kui'teisi þjóðarinnar. Það er sönn ánægja fyrir hina ókunn- ugu ferðamenn að heyra það mikla hól er hinn Japanski veitingamaður ber á gesti sína, en niðrar þó sjálfum sjer jafn mikið; eða t. d. við gestaboð, að sjá hvernig herrarnir heilsa með djúpum hneigingum og höndurnar á knjánum, og dömurnar fallandi á knje. hljóðar og hæ- verskar og jafn skopleg áhrif hafa öll þau virðingarfullu »Oer« og »Goer« — (orð er þýða: hávelborni og göfugi), — sem þeir nota í brjefaviðskiptum. — Eptir farandi línur eru gott dæmi upp á kurt- eisisreglur þær, sem hinir japönsku blaða- útgefendur eiga að venjast: »Havelborni ritstjóri! Viljið þjer allra náðugast taka inn í yðar göfuga blað,« o. s. frv. Jafnvel rjettarinns þjónar sýna ekki minni kurteisi, ef þeir taka einhvern fastan og byrja þá með líkum formála og þessum: sHávelborni herra, verðugast, náðugast, tek jeg yður fastan og færi yður í hið göfuga ráðhús bæjarins,« — og hinn hávelborni herra hneigir sig fyrir rjettar- ins þjóni o; sýnir lionum sömu virðingu. Þjóðsiðirnir bjóða mönnum að beraháleita virðingu hver fyrir öðrum og ölltím lögum og landsvenjum. Kurteisi Japana er því engin uppgerð; hún hefir þvert á móti gagntekið allt japanskt samlíf og þjóðlíf og haft mikil áhrif. Ljósust dæmi því til sönnunar sjást á hinu japanska stórþingi. Þar eru allir kurteisir og alúðlegir hver við annan; þótt mótstöðumenn sjeu, sýna þeir hina sömu kurteisi og gera þeir þar, — sem í fieiru, — skömm tii hinum norðlægu eldgömlu þjóðmenningralöndum, er láta mikið af fornaldar-menntun sinni; sem þau með rjettu meiga að sumu leyti. Alltr þeir rithöfundar sem ferðasthafa um Japan og skrifað um lands og þjóðar- háttu hafa ávallt skilið kurteisina sem eitt af þjóðarinnar sterkusta sjereinkennum, og sömuleiðis verða þeir samdóma um að lofa listaverk þeirra og hreinlæti, ást og hlýðni til foreldranna og þegnhollustu og virðingu við keisarann. A þessum fögru og hugmyndaríku höfuð-dygðum hvílir allt jap inskt þjóðlíf. Hver maður tekur daglega heit böð. 1885 voru á öllum Japan 27000 opinber böðunarhús, og í Tokio eru nú ekki minna en 800 opinber böðunarhús. — Hvað mörg eru þau í Reykjavík? I öllum þessum böðunarhúsum, baðar sig hált miljón manns á degi hverjum — (d. að eins í Tokio) — og þar ofan í kaupið, hefir hvert einasta íbúðarhús, (sém tök hefir á því), baðherbergi með tilheyrandi útbúnaði.^ Opt eru böðin tekin úti undir berum himni í opinberum lysti- görðum. Þar sem baðþrónnar eru stórar baða sig saman bæði karlar og konur, án minnsta kinnroða eða feimni, og vekur þetta stóra undrun, hjá ferðamönnum frá öðrum heimsálfum, sem ekki eru vanir slíku heima. Að sjá nakið fólk íjapan, er ekki nein sjaldsjeð sjón, og enginn ineðal þar lendra manna glápir, eða hneykslast á slíku. Allt að 52 gr. h. C. geta þeir þolað, svo vanir eru þeir við heit böð. I öllum þeim 30000 undirbúnings- skólum, sem styrktir eru af ríkinu, og öllum hinum æðri skólum og >privat«- skólum, er lögð afar-mikil áherzla á að , / mnræta nemenduuum tvennl: Ast og hlýðni til foreldranna, og þegnskyldu og virðingu við keisarann. — Japanar tala ætíð með lotningu um foreldra sína og keisarann. Sje skóladrengur spurður hvaða skyldur hann hafi að rækja gagn- vart keisaranum, svarar hann tafarlaust, að þær sjeu: >að hjálpa honum til að verja landsins rjett og sjálfstæði.< Og i sjerhverjum hinna æðri skóla, læra drengirnir heræfingar, og smábörn læra að syngja hersöngva. Þannig er föður- landsástin styrkt og tendruð á sjerhvern þann hátt sem góður er og göfugur. Það er ekki orðum aukið þótt sagt sje um hinn japanska her að hann sje fullur af eldlegu fjöri föðurlandsástarinnar, og hlutfallslega við stærðina, lang bezti o% öflugasti her heimsins. Án þess að bíða ósigur í einni einustu orustu, (og sömuleiðis heldur ekki að missa eitt ein- asta skip), braut Japan Kína á bak aptur. Einnig hafa þeir nú ávallt sigrað í ófrið- inum við Rússa.

x

Vestri

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vestri
https://timarit.is/publication/235

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.