Vestri


Vestri - 28.01.1905, Blaðsíða 1

Vestri - 28.01.1905, Blaðsíða 1
 Útgefandi og ábyrgðarmaður: Kr. H. Jónsson. ÍSAFJÖRÐUR, 28. JANÚAR. 1905. IV. árg. Frjettir frá útlöndum. Höfn, 6. jan. Ófriðuriim. Artliurhefn fallin. Itvissar gefast upp. Eptir langa og harða urnsát, sem varað hefir rúmt missiri hefir Japönum loks tekist að ná borg- inni á sitt vald. Ótaldar eru allar þær þúsundir, sem misst hafa lífið í öllum þeim bardögum og áhlaupum sem Japanar hafa gert á hin rammlegu vígi borg- arinnar. Kunnugir hafa getið til, að nema munrii meir en 50000 manna, sem fallið hafa og særst af liði Japana i viðureignum þessum. Lætur að líkindum, að tala sú sje eigi f jarri sönnu, þótt hinsvegar ekki sje hægt, enn sem komið er, með neinni vissu að ákveða hana nákvæmlega. Þess var getið í síðasta frjetta- brjefi til Vestra, að Japanar hefðu náð einni af stærstu hæðunum við Arthurhöfn (30. nóv.). Sú hæð var lykillinn að borgarvígj- unum og eptir það hafajapanar unnið hvert vígið á fætur öðru. Frá hæð þessari, (sem kölluð hefir verið r>203 metra hæðin«) skutu þeir á borgarvirkin og þaðan gátu þeir sjeð yfir allan bæinn og höfnina. Tóku þeir nú að skjóta á skip Rússa á höfn- inni og leið eigi á löngu áður en þeir höfðu eytt öllum stærri skipum þeirra. Siðan tóku þeir af kappi að sækja að virkjunum og um miðjan síðasta mánuð fengu þeir náð hinu sterka Kikvanvígi. Rjett fyrir nýárið fengu þeir náð Erlungsjan- og Spingsjusjan-vígjunum, sem lengi voru talin óvinnandi og eptir að þeir á nýársdag höfðu tekið Vangtainvígið má heita, að þeir hefðu borgina á valdi sínu. Þeg- ar um kveldið sama dag, sendi Stössel loringi Rússa í Arthur- höfn brjef til hins Japanska hers- höfðingja Nogi um triðarmál. — Bauð Stössel að gefa upp borgina með vissum skilmálum, sem Nogi breytti að nokkru. Þegar næsta dag voru skilmálarnir samþykktir af beggja hálfu. Þeir eru í mörgum greinum og er þetta hið helzta: i. Allir æðri liðsforingjar fá leyfi til að halda vopnum sínum og fara livert á land, sem þeir vilja, ef þeir skrifiega gefa dreng- skaparorð sitt, að þeir eigi aptur skuli bera vopn á móti Japcnum, en allir aðrir liðsmenneru teknir til fanga. 2. Öll virlti og vígi, opinberar byggingar, herskip, fallbyssur og önnur herföng falla í hendur Japönum í því ástandi, sem þau eru í, er samningurinn er undir- skrifaður (2. jan.). Ef Rússar eptir þann tíma sprengja skip og vígi í lopt upp, eða eyða þeim á annan hátt, eru Japanar ekki bundnir við samning þennan. Menn sjá af þessu, aðjapanar hafa sýnt óvinum sínum mikið veglyndi, er þeir gefa alla æðri foringja lausa, en hins vegar áskilja þeir sjer ótakmarkaðan rjett, ef Rússar brjóta að nokkru samninga þá sem nú eru settir. Nokkur all-sterk vígi kváðu enn vera eptir í Arthurhöfn, en flest þeirra eru nú lögð í eyðiafjap- önutn eða Rússum rjett áður en þeir gáfust upp. Þegar um- sátin byrjaði um Arthurhöfn (í júlí s. 1.) voru 35000 til varnar. Af þeim voru að eins 8ooö uppi- standandi, er þeir gáfust upp. 11000 \oru fallnar og ióoolágu særðir í borginni. ErvörnRússa orðin einhver hin frægasta, er sögur fara af. — Japanar hafa nú í annað sinn náð Arthurhöfn. (Fyrst tóku þeir liana af Kínverj- um 1894, en urðu að láta hana lausa fyrir milligöngu Rússa, er síðar fengu hana sjálfir.) Nú munu þeir halda og eigi lausa láta fyr en í fulla hnefana. — Þegar í stað hafa þeir sent mörg hundruð verkamanna og mann- virkjafræðinga til borgarinnar til að reisa hin föllnu vígi. Hún á að verða þrautavígi þeirra móti Rússum ef á þarf að halda. Með falli Arthurhafnar hafa Japanar velt Rússum stórum steini fyrir dyrnar, sem Rússar ef til vill aldrei fá burtu numinn. — Rússar hafa nóg landfiæmi, en fáar hafnir og fyrir þvi sölsuðu þeir undir sig Mandchuriet frá Kínverjúm, að hugur þeirra stóð til Arthurhafnar. Þar var skipa- lægi hið bezta og þar vildu þeir byggú hina öruggustu kastala- borg handa flota sínum, er þeir vildu efla og auka á allar lundir svo aðhann yrði einráður á hafinu þar austur frá. Öllum er auð- sætt hvílík hætta það gat verið fyrir vöxt og viðgang Japana, að minnsta kosti sáu Japanar vel hvað í húfi var, og er Rússar eigi vildu sleppa Arthurhöfn hófu þeir ófriðinn í því skyni að vinna bug á flota Rússa, áður en hann yxi þcim yfir höfuð og helzt af ölluað bœgja Rússum frá hafinu. Það hefir þeim þegar að nokkru tekist og er nú eptir að vita, hverjir viðburðir síðar gerast með þeim. Gleðin í l'okio, höfuðstað Jap- ana, er meiri en svo, að með orðum megi lýsa. Floti Rússa sem er u ndir forustu Rosdestvenski er kominn alla leið til Madagaskar. Búast menn við, að hann verði kallaður aptur heim til Rússlands, því að eptir að Arthurhafnar-floti Rússa er úr sögunni, er hann ekki fær um að mæta flota Japana. Lausa- fregnir segja. að Japanar hafi þegar sent nokkur skip til að njósna um ferðir Rússa, og ef til vill til að varna minni flotadeild- inni, sem lagði leið sína um Zuez- skurðinn, að sameinast aðalflot- anum við Madagaskar. Ef slíkt reynist satter brátt mikilla tíðinda að vænta. Frá orustustaðnum suður af Mukden heyrist lítið frásagna vert. Hvorirtveggja auka her sinn af kappi og treysta stöðvar sínar sem bezt. Mun liðsmunur lítill og því líklegt, að stórorusta verði eigi háð fyrst um sinn. — Samt segja Kínverjar svo frá, að Japanar hafi nýlega ráðið á miðfylking Rússa, en ekki unnið á. Er það eflaust orðum aukið og ef til vill að eins smábardagar af njósnarsveitum. Þó er líklegt að stórorustu verði eigi mjög langt að bíða, því að uú geta Japanar sent allan sinn her við Arthurhöfn norður, til hjálpar Oyama og cr þeim einkar áríð- andi að senda þann her sem fyrst, áður en Rússar fá safnað meira liði. Er .eigi ólíklegt, að sá her fengi riðið baggamuninn, enda er hann talinn kjarninn í hinum hrausta Japanska her.— Ymsar fregnir bcnda á að Rússar hyggja á leiðangur frá Vladivo- stoch suður með austurströnd Mandchuriisins og alla leið suður í Koreu. Væri fyrirætlunin með slíkum leiðangri þá sú að slíta sambandi Koreu við her Japana í Mandchuriinu, komast suður fyrir hann og veita honum bak- skelli. I Koreu hafa Japanar fremur lítið lið, sem ekkierfært um að veita mótstöðu f jölmennum her. Það væri því eigi með öllu ómögulegt, að nokkuð af hernum frá Arthurhöfn yrði sent móti Rússum frá Vladivostoch — já, ef til vill lcggja Jap; nar kapp á að ná siáhri t orginni Vlaon o s* o< 1 t j .-( \c,- cLao. u 1 Nr. 13. við bakskellum úr þeirri átt. — Þetta eru þó að eíns ágizkanir og Japönum finnst ef til vill þörfin meiri annarsstaðar. Austurríki. Þar hafa orðið ráðgjafaskipti. Ráðaneyti undir forsæti Körbers hefir orðið að segja af sjer. Hefir Körber þótt dugandi maður og um hríð tekist að stýra undan þeim öldum, er risið hafa af ósamlyndi hinna ólíku þjóðflokka, er Austurríki byggja, einkum urðu Tjekkar í Bæheimi honum erfiðir og það er almæli að hann hafi farið frá af því að hann hafi eigi treyst sjer lengur til að stýra undan Bæheimska brotsjónum. Sá heitir Gautch, er hefir tekist á hendur að mynda hið nýja ráðaneyti Er nú eptir að vita hvort honum muni betur ganga. 1» ússlaiul. Meðan Rússastjóra keyrir Rússlands beztu syni til bardaga austur á Mandchuriis- völlum, ríkir neyð og bágindi heima fyrir, en neyðaróp lýðsins heyrir stjórnin ekki fyrir orustu- gnýnum austur frá. Agirndin til fjár og landa ræður meira hjá henni, en sönn fyrirhyggja fyrir landi og lýð. Kemur þaðafþví, að hún sjálf þekkir oflítið til þess fólks, sem hún á að stjórna og segja yfir og sjer því eigi hvar skórinn kreppir mest að. Alykt- unin frá hjeraðsþingunum, (sem getið hefir verið f Vestra) hefir vakið mesta athygli um endilangt Rússland ogvíðar. Húnertákn tímanna. Hún er töluð út frá hjarta rússnesku þjóðarinnar og allur þorri hugsandiRússa munu gera sitt ýtrasta til, að þessum hugsjónum verði í framkvæmd komið. Víðsvegar út um landið hafa verið hafdnir fundir, úr sveit- um, borgum og bæjum. Menn hafa skorað á stjórnina að lina á ófrelsishlekkjunum og aukajafn- rjetti meðal þegnanna og það sem mestu varðar — veita þjóð- inni hlutdeild í stjórn ríkismálanna sv c að hún geti haft hönd í bagga með þeim, er framkvæmdarvaldið haía. Sú skoðun er dag frá degi meir og meir að rgðja sjer til rúms, að að eins þing- bundin sljörn geti hjálpað Rús#- landi úr því neyðarástandi, sem það nú er í. Jafnframt þessu hafa menn skorað á stjórnina að hætta öllum bardögUm og blóðs- úthellingum og semja frið við Jop. ru . Fl iður og jrelsi eru nú ciðtök margra Rú slands mæt- ustu u anna. Jaiu.el menn af

x

Vestri

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vestri
https://timarit.is/publication/235

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.