Vestri - 28.01.1905, Blaðsíða 2
50
V E S T R I
13 tbL
háum stigum, gamlir aðalsmenn
og ungir slúdentar fylkja sjer
undir þes u i erki. Auðvitað er
þó meginþorri rússneska aðalsins
flestum umbócum fráhverfur. Nú
sem stendur er óánægjan mjög
megn í Rússlandi og á stöku stað
hafa menn gert uppþot og óeirðir,
svolögreglan hefir orð:ðað skakka
leikinn, stundum hefir herliðio
orðið að hjálpa til. Er hætt við
að ekki muni slíkt minnka, er
lýðurinn fær að frjetta afdrif
Rússa í Arthurhöfn og sjer að
allt kemur fyrR ekki. Hver ept-
irköst það kann að hafa, er eigi
'' hægt að segja að sinni en eigi
Væri ólíklegt að Rússar færu að
ókyrrast heima fyrir og hreinsa
fyrir eigin dyrum. I ríkisráði,
sem haldið var fyrir skömmu
voru ályktanir hjeraðsþinganna
ræddar fram og aptur og núver-
andi ástand ríkisins gert að um-
ræðuefni. Sást þá, að í hinu
rússneska ríkisráði sitja bæði
hinir römmustu apturhaldsseggir
— óvinir alls frelsis og framfara
— og einhuga framfaramenn,
— Innanríkisráðherra Sviatopol
Mirski og ráðaneytisforseti Wit .e
fóru fram á margar og mikiis-
verðar umbætur á stjórnarfarinu
en foringjar apturhaldsseggjanna
dómsmálaráðgjaíi Murawiev og
Pobedonossev, formaður >hinnar
helgu samkornu,« höfðu mjög að
ágætum hid núverandi stjórnar-
ástand, sem þe>r kváðu frá guði
komið, sjálfur keisarinn hefði eigi
heimild til að breyta því, það
væri blátt áfram synd móti for-
sjóninni, sem lagt hefði einveldið
í hendur keisaranum. Slík og
þvílík voru þeirra orð og má af
þeim marka, hve mikið skyn þeir
bera á þau mál, sem þeir eru
að f jalla um og eiga yfir að ráða,
og hversu ó'ærir þeir eru að j
lækna þau hin djúpusár, erRússa-
lýður r.ú þjáistaf. Meðan Rússa-
keisari hefir slika ráðgjafa og
leggur eyrun að slíkum ræðum .
er eigi að iurða þótt lítið verði
um umbætur. Tillögur hinrm fyr-
nefndu frjálsiyndu ráðgjafa hafa
þó leitt til, að Rússakeisari hefir
gefið út opið brjef, þar sem iiann j
heitir ýmsum all-mikilvægumum-
bótum, er fara fram á aukið
trúfrelsi, prentfrelsi og jafnrjelti
meðal þegnanna, en taka þó
skýrt fram, að engin breytíng
verði gerr á stjórnarfyrirkomu-
laginu og hver sá sje sekur um
landráð, er rýra vilji alveldi
keisarans. Lengra ná umbæturn-
ar ekki. — Pobedonossev heiir
eflaust með guðamælgi sinni tek-
ist að stemma stigu fyrir frekari
frelsisnýmælum. Sviatopol Mirski
hefir gert sitt ýtrasta til að íá
ýmsum góðum breytingum komið
á. Nú þegar hann sjer, að hann
fær eigi meir ; <’igert fyrir aptur-
haldsseggjunum í ráði keisarr.ns,
hefir hann sagl af sjer. Það
er öllum sönnum frelsisvinum
hinn mesti harmur.
Fralíkland. André hermála-
ráðgjafi Frakka hefir nú sagt af
sjer og heitir sá Berteux er skipað
hefir sæti hans. Syveton, sem
rjeði á André í þingsalnum, er
nú dauður. Er almennt haldið,
að hann hafi drepið sig' sjálíur,
en annars er hans einkennilega
fráfall umtalsefni um endilangt
Frakkland og víðar.
Italía. Eptir lausafregnum að
dæma hefir munki einum í Róma-
borg, að nafni Carbognano, tekist
að senda orð í loptinu án nokk-
urs talsíma. Enn v ta menn eigi
glöggt, í hverju uppgötvun þessi
liggur, en engirm efi er á, að
hún kemur til að h ifa stórkost-
lega þýðingu fyrir alian heim.
Spáim. Á Spáni hafa orðið
ráðaneytisskiptL M.urs forsætis-
ráðherra hefir orðið að fara frá
vöidum. Þótti hann heizt til apt-
urhaldssamur og diaga um oí
taum klerka og kirkjunnar. Sá
neitir Astaraga, er myndað hefir
hið nýja ráðaneyti.
Fiimland. Þann 9. f. m. var
þing Finna sett í höfuðborginni
Helsingfors og fengu ýmsir út-
lagar af aðli Finna að koma
heim til ættjarðar sinnar og skipa
sæti á þinginu. Þingmenn hafa
samið ávarp til keisarans, þar
sem þeir mótmæla síðustu ára
aðförum Rússa og krefjast, að
hinar ólöglegu tilskipanir verði
án tafar teknar aptur.
Aorvegur og Svíþjúð. Utan-
ríkisráðherra Norðmanna og Svía
Lagerheim, hefir farið frá og
heitir sá Gyldenstolpe sem tekið
hefir við embættinu eptir hann.
Ilafa margir Norðmenn ekkitrú
á, að hinum nýja utanríkisráðherra
muni takast að leysasendiherra-
málið, sem nú er efst á dagskrá
milli Norðmanna og Svía, svo
að þeir megi vel við una.
Danmork. Ofsa-veður og
sjávarg angur. Ráðherraskipti.
Stórtjón hefir víða hlotist af
ofsaveðrum og miklum sjávar-
gangi, svo mjög að víða hefir
horft til hinna mestu vandræða.—
Sjórinn hefir víða gengið langt
á land upp og gert hinn mesta
usla, Eigi hafa menn þó farist
í stórflóði þessu og enn vita
menn eigi hve miklu skaðinn
nemur.
Danska ráðaneytið hjerna er
all-óstyrkt um þessar mundir.
Það er almæli, að hermálaráð-
gjafinn (Madsen) hafi sótt um
lausn. Margir vinstrimenn hafa
lengi verið mjög óánægðir með
hann, þótti hann ailt al eyðslu-
safuur á ríkisfje og verja því
leyfislaust til ýmsra hernaðar-
íyrirtai'kja. Bar einkum seinast
á því á þinginu, er fjárlögin
komu til umraðu. Því hefir
jaínvel verið fleygt, að sjóher-
ráðherra Jöhnke mundi einnig
segja af sjer. Iiann er andstæður
Madsen í mörgu, er snertir varn-
araðferð Dmmerkur og einkum
Kaupmannahafnar gegn óvinaher
og það hefir laadsen haft að
yfirvarpi til að segja af sjer. —
Sumir halda að ráðaneytið muni
þá klofna og Deuntzer forsætis-
ráðherra og Hage fjármálaráð-
herra muni þá líka fara, en Alberti
með meiri hlutann ko ua á fót
nýju ráðaneyti. Það mun þó
varla, því að fylgi Alberti’s fer
óðum minnkandi meðal frjáls-
lyndari vinstrimanna., einkum
vegna hinna alræmdu hýðingar-
laga, sem enn eru komin inn á
þingið í nýju gerfi. Lr mikið
rætt fram og aptur um breytingar
i ráðaneytinu, þessa síðustu daga
ög er eigi gott að vita, hvað loks
verður efst á baugi. Ef til vill
fær Madsen þrátt fyrir allt og
allt — þótt ólíklegt sje — að
sitja. Mál þetta verður að lík-
indum útkljáð næstu daga.
ííohels-verðlauiiin hafa þessir
ferigið;
Fyrir skáldskap: Þeir skáldmær-
ingarnir José Echegargy frá Spáni
og Freden Uistral frá Suður-
Frakklandi.
í eúiafræði: William Ramsay,
nafnfrægur háskólakennari í
Lundúnum.
! eðlísfræði: Rayleigh, kennari
við Lundúna-háskóla.
Friðarverðlaunin hlaut friðarfje-
lagið: >Inslitut de droit inter-
national.'. í því fjelagi eru
merkustu stjórnmálamenn og
spekingar ah ýmsum löndum,
einkum þó Frakklandi og er mark-
mið þess að efl t frið meðal þjóð-
anna og sameiginlegan rjett (al-
þjóðarjettinn).
YiðJbætir.
Isafirði, 27. janúar 1905,
Sú fregn bar.11 með Kong Inge,
að breyting á ráðaneytinu danska
sem minnst er á hjer að framan,
væri þegar orðin. Höfðu 5
ráðgjafarnir: Madsen, Alberti,
Christensen-Stadil, Enevoid Sör-
ensen og Ole Hansen beðist
lausnar um þrettándaleytið. En
þrír sitja eptir: Deuntzer, Jöhnke
og Chr. Flage, ekkert hefir frjezt
um hverjir koma í stað þeirra
er frá fara.
Haínarsýningin.
A fundi Hjelags íslenzkra stú-
denta í Khöfn« þ. 7. des.mán.
1904, var svohijóðandi ályktun
samþykkt í einu hljóði:
>Fundurinn skorar álslendinga
að afstýra hluttöku Isiands í »ný-
lendusýningu« þeirri, sem halda
á í Kaupnnnnahöfn á sumri kom-
antíi; þar eð oss sakir stöðuvorrar
í ríkinu, menningar vorrar og
þjóðernis er ósamboðið að taka
þátt í henni. Ennfremur lýsir
fundurinn óánægju sinni yfir því,
að nokkrir íslendingar hafa orðið
til þess að hcita liðsinni sínu til
sýningarinnar, og er það því ótil-
hlýðilegr <, sem það eru einmitt
þeir inenn, sem skyidir eru stöðu
sinnar vegua, og eiga beztan kost
a að halda uppi sæmd OLf sjálf-
stæði Íslands.í
— Þessari ályktun hefir al-
mennur fundur meðal íslendinga
í Khöfn þ. 14. s. m tjáð sig al-
gerlega samþykkan (með 95 atkv.
móti 3.)
Framanritað hefir Vestra verið
sent til birtingar frá stúdentafje-
(' laginu í Höfn.
| Sömuleiðis h fir stúdentafjelag-
ið í Reykjavík haldið fjölmennan
fund til að mótmæla sýningunni.
Það sem helzt er haft á móti
( sýningunni er að hún geti orðið
til að festa þann misskilning í
hugum ókunnugra, að Island sje
að eins nýlenda Da'na. Því í
daglegu tali og blöðum Dana, er
sýning þessi ávallt nefnd >ný-
lendiisýning.í Þótt henni upp-
haflega væri ætlað annað nafn.
I öðru lagi þykir ekki eiga við
að sýna Islendinga á sömu sýn-
in -u og Eskimóa og' Svertingja.
ptir funrlinn í Reykjavík sagði
ráðherrann sig alveg frá að eiga
nokkurn þátt í sýningunni, og
nefndin í Reykjavík skrifaði að il-
nefndihni í Höfn, bað um ýmsar
upplýsingar og setti ýms skilyrði.
- Oll þessi mótmæli hafa orðið
að mikiu umtalsefni í dönskum
blöðum, en flest hafa þau rætt
það mjög hógværlega og kurt-
eislega í garð Islendinga. - Sýn-
ingarnef dinni í Höfn, sem gekk
ekki nema gott eitt til sýningar
þessarar, komu mótmælin alveg
á óvart, Og vissi ekki hvernig
hún átti að ráða. fram úr þessu
svo öllum gæti vel líkað.
Þess skal getið að Vestra hefir
borist grein um þetta mál, frá
stúdent einum í Höfn, en vegna
rúmleysis verður hún að bíða
næsta blaðs.
Ný prentsmiðja, „Ghitenberg."
Prentarafjelagið í Iteykjavík setti upp
nýja prentsmiðja nú um áramótin mikln
stærri og fullkomnari en dæmi ei'u til
áður lijer á landi, er hún sameign allra
prentara í prentarafjelaginu, og keyptu
þeir „Erentsmiðju Reykjavíkur11 og settu
hana saman við þessa prentsmiðju.
Tilefnið til þess að prentarar rjeðust
í þetta stórvirki var það að prentsmiðju-
eigendur í Tteykjavík skelltu skollaeyr-
um við kröfum fjelagsins í sumar, og
tók þá fjelagið það ráð, að reka iðnina
npp á eigin spýtur. Er óskandi að
þessi framkvæmd og fjelagsskapur verði
þeim til þrifa og blessunar. Ef til vill
munum vjer minnast á þettamál síðar,
eins og „Isafold11 segir, þó henni myndi
bezt að sem minnst væri um það talað.
Vatnsleið&Ean í Reykjavík.
Mikill undirbúningur hefir verið í
Reykjavik í vetur til vatnsleiðslu. Mikl-
ar borunar-tilraunir hafa verið gerðar
upp við Eskililið og hsfir verið borað
um 100 fet niður í jörð. En fullnægj-
andi verkfæri eru ekki enn til þess að
borunar-tilraunum verði lokið og er von
á áhöldunum i vetur. Miklar likur eru
sagðar til að tilraunir þessar verði að
liði og að hæg't verði að ná í nóg og
ágætt vatn fyrir bæinn upp við Eski-
hlíð, og er þá ekki langt að sækja það