Vestri


Vestri - 02.12.1905, Blaðsíða 2

Vestri - 02.12.1905, Blaðsíða 2
 ir þar af leiðandi verið mest í einstakra manna höndum. Allur Fjöldi manna er svo efnalítill að hann getur ekki rekið kostnað- trsama atvinnu upp á eigin ipýtur. Það er optast nær, að sú at- vinna, sem gefur góðan hagnað í aðra hönd, er kostnaðarsöm. Pá fyrst þegar öll tæki eru sem fullkomnust, er von tilaðatvinnan gefi góðan hagnað. Sjávarútvegurinn er engu síður kostriaðarsamur en aðrar atvinnu- greinar og það er opt ofvaxið fátækum einstaklingum, að reka hann svó að hagnaður sje að. En þá er að mynda fjelags- skap og samtök. Margar hendur vinna ljett verk. E>að getur verið ofvaxið mörgum einstaklinginum, að kaupa sjer mótorbát eða þilskip til fiskiveiða, en fyrir 6 menn er það t. d. ekki ofætlun að leggja saman í einn mótorbátogþaðværiþaðskeiimiti- legasta að formaður og hásetar ættu sjálfir í sameiningu útveginn sem þéir róa. Fyrir það, að menn ekki eru færirum að reka atvinnu sína upp á eigin spýtur, verðurregla ma rgra aú, að eyða öllu sem þeir vinna sjer inn, þeir hafa ekkert fast takmark, ekkert ákveðið að leggja það í. Afgangurinn er líka opt svo smár, að menn hyggja, að ekitért verði með hann gert. En mjór getur verið mikils vísir og kornið fyllir mælirinn. Ef menn hefðu það í huga, að vinna betur saman en gert er, yrðu menn sjálfum sjer og öðrum nytsamari en á meðan hver potar sjer. En við fjelagsskapinn verða m«nn að hafa það fyrir augum, að Mnnaþeimaðhafaframkvæmd- irnar s«m færastir eru til þeirra. Ef einhver, sem hefir áhuga á að koma eínhverju í framkvæmd, sem hann álítur gott, gagnlegt og arðvænlegt, á hann ekki að leggja árar í bát þótt hann orki því ekki einn saman, heldur að fá aðra í lið með sjer og unna þeim þótt þeir hafi líka gott af því. Vjer erum svo fátækir að vjer verðum að hjálpast að, ef eitthvað á að gera. En það er einmítt hyggileg samvinna og fjelagsskapur, sem V E S T R 1. er greiðasti vegurinn til þess, að að vjer getum rjett úr kútnum í fjárhagslegu tilliti. //. „Tíminn er peningar," Það eru Englendingar sem er eignað það spakmæli. Og það er sannmæli. En það eru fáir sem athuga það að jafnaði. Annars færu menn betur með tímann en al- mennt gerist. Það er ekki svo að skilja, opt er líka illa farið með peningana, en það er þó ekki í neinum sam- jöfnuði við það, hvernig farið er með tímanm Það er eins og sumir telji sjer ávinning í að sóa honum sem mest. Og það geta verið menn sem sjá grátmænandi augum eptir hverjum eyri. Það eru svo margir sem hugsa sem svo að þótt timinn sjestund- um peninga virði, sje opt ekkert hægt að hafa upp úr honum. En það er misskilningur. Tíminn er allt af peningar. Hann getur lækkað og hækk- að i verði eptir því sem ástend- ur en hann er þó allt af ein- hvers virði. Þvi enda þótt það geti komið fyrir að menn geti ekki unnið þessa eða hina stundina, geta þeir haft peninga upp úr tím- anum fyrír það. Menntunin er peninga virði og frítímarnir eru einkum vel fallnir til að líta í góða bók eða mennta sig á einhvern hátt. Og sá sem hefir varið tíma sínum til að mennta sig getur búist við að verða nytsamari maður og hafa meira upp úr vinnu sinni en sá, sem ekki hefir hyrt um að verja frístundum sínum sjer til gagns. Það er sorglegt að vita til þess hvað mikið af æfinni fer til ónýtis jafn skömm og hún er. Ef þjóðin gæti lært að meta tímann og nota hann vel gæti það orðið ómetanlegur hagnaður. Vjer tölum opt um að vinnu- kraptinn vanti inn í landið og það er satt, en þess meiri þörf er á að nota vel þann vinnu- krapt er vjer höfum. Ekki svo að skilja að menn eigi að lengja vinnutimann, við ákveðna vinnu. Hann en nógu laugur og of langur. En menn eiga að fara vel með tímarm og vinnulýðurinn þarf að læra að nota frítíma sína sjer til hagn- aðar og uppbyggingar. X. Ný undirskriftasmölun. Sagt er að enn sje verið að dorga í Kima og Krók til að veiða menn undir nýja áskor- unar-heimsku frá aðaEgeneraln- um.c Þeir sem skrifuðu undir fyrri "áskoranirnar, þ ó 11 u s t hafa skrifað undir að þeir vildu engan ritsíma hafa og hjeldu að þeir gætu komið í veg fyrir aðhann yrði lagður. En nú vita allirað sú áskorun fór fram á allt annað, og þeir sem þá skrifuðu undir voru þannig hafðir að ginning- artíflum. En hvað skrifa menn nú undir? Er það meiningin að biðjaum aukin útgjöld fyrir landssjóð' allt að 40 þús. kr. eins og auka- þing myndi kosta. Eða et það meiningin að þeir sem undir skrifa vilji losna við þingmann sinn og fá nýjan í staðinn? Það væri meining í því siður, ef það væru ekki sjálfir stuðn- ingsmenn þihgmannsins, sem nú værú að biðja um nýjar kosn- ingar. Eða hefir síra Sig. Sefánsson brugðist svo vonum þeirra, að þeir geti ekki unað við hano lengur ? Hitt þarf enginn að ætfa hv*ð svo sem mönnum er talin trú um, að ritsímasamningnum verði breytt úr þessu. Það mega vera sálarlausir sauð- i r er láta telja sjer trú um slikt. ?? Sagan sem byrjar í blaðinu, kemur í öðrum formi en áður, og vonum vjer að kaupendur taki því vel. Því nú geta þeir kilppt hana neðan af og látið blaðið halda sjer. Saga þessi er mjög skemmti- leg og efnisrík, og ættu kaup- endur um fram allt að hafa hirðu- somi á að halda henni saman og láta binda hana inn þegar hún er öll komin. 5. tbl, Uthrelðsla G.-T. Reglunnar. Br. Sig. Eiríksson regluboði er nú kominn.aptur hingað til bæj- arins. Hann heimsótti stúkunu í Bolungarvík, ferðaðist þaðan norður fyrir Djúp að Hesteyri og Grunnavík. — Á miðviku- daginn var, stofnaði hann stúku í Hnífsdal með 34 meðlimum. Hún var nefnd >Róma<. Hjer í bænum hefir hann verið að undirbúa stúkustofnun þessa dag- ana, hjelt hann hjer útbreiðslu- fund í gærkvöldi og skrituðu sig þá á stofnbeiðni um 30 manns, áður voru komnir á stofnbeiðn- ina álíka margir. Verður því ný stúka stofnuð hjer í bænum i kvöld með mörgam og efnilegum meðlimum. Skipaferðip. Gufusk. >Gambetta< fór hjeðan um s0astl. helgi raeð fisk frá ver/.luninni Edinborg, með skip- inu tók sjer far Jóhannes Jens- son skósmiður til Reykjavíkur. Gufuskipið >Nor,< liggur hjer fei ðbúið, hlaðið fiski frá verzlun Leonh. Tang & Sön’s. Með því fer J. P. Clausen frá Dvergasteini. Ofsa rok var hjer síðastl. miðvikudag og nóttina eptir. Ymsir höfðu róið um merguninn, en sneru aptur og komust heilu og höldnu heim. Á húsum gerði veðrið víða tals- veaían skaða, braut glugga, reyf ! *f þök o. fl. Sæmundar-cdda, búin undir prentun af dr. Finni Jónssyni og gefin út af Sigurði bóksala Kristjánssyni í Reykja- vík, hefir verið send Yestra til umsagnar. Utgáfa þessi er sem framhald af útgáfu Sig. Kristjánssonar af Islendinga sögunum, í sama broti, og verðið svipað, er því bókin afar-ódýr, og ætti þess vegna að fá góðar viðtökur. Að líkindum verður frekar minnst á bók þessa síðar í blað- inu. Ný dáin or hjer í bienuin, húsfrú l’álína Ebenez- ardóttir, kona (luðm. I’orbjarnarsonar siiikkara. Hennar verður nánara minnst gíðar. T Svo fór lögregluliðið að reyna að grafa upp morðingjann. Málið varfengið í hendur hinum reyndustuogkænustulögregluspœj- Urum. f’eir gerðu hverja rannaóknina á fætur mnari. Aptur og aptul' þóttust þeir vera komnir á feril morðingjans, og reyndu að rekja hann, Kn allt varð til ónýtis. Morðið virtist óráðandi gáta. Loks fór um þettað morð, eins og svo margt annað, sem lögreglan verður að gefast upp við. I’egar unnið hafði verið að því árangurs- laust í nokkra mánuði var það lagt áhyiluna. Lögreglan þurfti að fara að hugsa um nýjar rannsóknir og glæpamál. Fyrir ekkju Marbacks og son hans voru þessi sorglegu afdrif hans þnng sorg. Eldheim, húsbóndi hins myrta. hafði reynt, að hugga þau á allan hátt. Hannhafði borgaði ekkjunni árlegan lifeyrir, svo hún gæti lifað áhyggjulausu lífi, og að því er Jean son þeirra hjó»a snertir, sem hafði verið orðinn skrifari í bankanum áður en faðir hans fjell frá, þá óx hann ávalt i áliti og fjekk. hetri stöðu optir því sem liann var þar lengur. l’að var lieldur ekki nema að verðleikum því allir voru sam- mgla um að haim vseri gáfaður, ástiixiduiiarsaiiíur og vandaður og hefði

x

Vestri

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vestri
https://timarit.is/publication/235

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.