Vestri - 31.03.1906, Blaðsíða 1
- VESTRI.
Útgefandi ag ábyrgðarmaðun Kr. H. Jónsson.
V. árg. |
ÍSAFJÖRÐUR, 31. MARZ 1906.
« Jóh. Þorsteinsson
4 umboðsmaður
c>
* ábyrgðarfjelagið
j Heima kl. 4-
«i___________
mrmr)n
Heimboð Dana.
Konung«r og ríkisþinííift
Ibjóða ísl. alþingismönnum til
Kaupmannahafnar í sumar.
Konungur og ríkis|)ing Dana
hafa ákvarðað, að bjóða íslenzkum
þingmönnum til Kaupmannahafnar
í sumar. Þeir eiga að verða gestir
konungs og nkisþingsins frá því
þeir fara hjeðan að heiman frá
íslandi og þangað tii þeir koma
heim aptur. Dvölin í Kaupmh. er
ákveðin að verði rúm vika.
t>etta má heita nýlunda mikil.
En heimboði þessu verður ekki
tekið á aðra lund en þá, að það
sje gert í heiðurskyni við þjóðina.
Menn minnast þess. aðfranskirog
enskir þingmenn hafa fengið heim-
hoð hvorir af öðrum, og danskir,
norskir og sænskir þingmenn fengið
heimboð hjá frökkum og hefir á-
vallt þótt mikið til slíkra heimboða
koma.
Allir stjórnmálaflokkar Dana eru
sammála um heimboð þetta og öll
blöð þeirra, sem á það hafa minnst
taka því vel, og láta í ljósi að
konungur eigi þökk og heiður skilið
fyrir þessa hugmynd.
Það er ekkert efamál, að heim-
boð þetta er gert í því skyni að
efla bræðrahug milli Dana og ís
lendinga og það má ganga að því
vísu að meiri viðkynning milliýmsra
beztu manna beggja þjóðanna, gæti
haft holl og heillavænleg áhrif.
Djanir eru því miður fáfróðir um
ísland og íslendinga, en það er
langt frá því að þeir sjeu landinu
að sama skapi illviljaðir. f'vertá
móti. T>að lítið er þeir láta til sín
taka um ísland virðist yfirleitt bera
vott um vaknandi bróðuranda og
hlýján vilvildarhug. Nánari kynni
hlytu að koma því til leiðar að
þeir skiidu betur íslendinga og
samhugurinn hlyti að vaxa á báðar
hliðar.
ísiendiugar munu reyndar yflr-
leitt líta svo á, sem þeir eigi
Dönum lítið gott upp að unna.
Eins og eðliiegt er, hefir þar margt á
milli farið, og vjer átt við mis-
jafnan kost að búa. Enekkisæm-
ir það oss íslendingum sem góðum
drengjum, að láta hatur vort fylgja
dönsku þjóðinni í níunda og tiunda
lið, fyrir það er harðstjórn þeirra
heflr skaðað oss, bæði vísvitandi
og óviljandi á umliðnum öldum,
það verður ekki bætt með því þótt
vjer látum gremjuna bitna á niðj-
um þeirra er bölinu ollu.
Hitt ber líka að líta á, að opt
vinnst meira með góðu en illu.
Sá sem má sín minna, þarf ekki
að ætla sjer að kúga ninn til þess
sem hann ekki vili með góðu móti,
en þegar samkomulag er gott verða
menn sanngjarnir og líta freinur á
það sem rjett er.
í heimboði þessu virðist ogliggja
viðurkenning fyrir því, að alþingi
ísiendinga standi að engu lægra
eða sje á neinn hátt óvirðuglegra
en ríkisþing Dana, og að það sje
hinn sameiginlegi konungur, sem
sambandið er á byggt.
Auk þess sem vjer erum sann-
færðir um, að för þessi myndi verða
til þess, að auka bróðurhug, jafn-
rjettishugmynd, samhug, og þekk-
ing njá hvorri þjóðinni fyrir sig
gagnvart hinni, efumst vjer ekki
um að það gæti aukið víðsýni
þingmanna vorra í öðrum greinum.
Undirtektirnar.
t>að sýnist að vísu svo, að heim-
boð konungs og ríkisþingsins sje
svo kurteist og vel meint, að ekki
þurfl að því að spyrja að því verði
tekið vel, og kurteislega þegið.
Annað gat oss ekki alls komið
til hugar og hefði ekki dottið i
hug að fara að geta neitt í eyður
með það, ef ekki hefði verið geflð
tilefni til þess.
Ekki svo að skilja, að þeir sem
boðnir eru, þingmennirnir, haflneitt
iátið til sýn heyra um þetta mái,
sem slíkir. Það eru blöðin ein,
sem hafa kveðið upp úr með þetta
mál, já og meir að segja, þau hafa
þegar þóttzt taka af skarið.
Fyrst kveður upp rödd „generals-
ins“ í „ísafold," 14. þ. m. ein-
dregið á þá leið að minni hluta
flokkurinn á síðasta þingi muni
ekki taka þessu heimboði.
Ekki gat hann þó hafa verið
búinn að fá vitneskju hjá þingm.
um það hvernig þeir litu á málið,
nema að eins ef hann hefir ómak-
að sig til þeirra tveggja er sitjaí
Reykjavík, en ólíklegt er að hann
hafi gert þeim hærra undir höfði
en flokksbræðrum þeirra. En það
er svo að sjá, að hann líti svo á,
sem það sje hann er ráði því,
hvort hann lofi þeim að fara eða
játi þá sitja heima.
Og heimboðið á að vera runnið
undan ryfjum ráðherra íslands, og
þá er nú ekki að sökum að spyrja.
Svo er grauturinn úr „ísafold"
aptur borinn á borð í hjáleigunni
15. s. m. og þá er það orðinn
berja-hræringur. Það var nú svo
sem auðvitað að „Fjallkonan" færi
ekki að setja sig upp á móti boði
„generalsins". I>ar er heimboðið
kallað veiðibrella, gerð í því skyni
að fa þingmennina til að svikja
land sitt fyrir góðan mat.
Göfugur er hugsunarhátturinn,
ekki vantar það!
Síða.st hirðir „ísaf.“ apturberin
úr „Fjallkonunni" þ. 17. ogkryddar
með ýmsu góðgæti eptir sinni
kokkabók.
Og bæði blöðin marg fortaka
það í alla staði, að þingm. minni
hlutans taki þátt í boðínu nema
efnt verði til nýrra kosninga.
Það var verkurinn!
Þeim sámar það, ritstjórunum,
sem að sögn sátu á hverjum flokks-
fundi hjá minni hlutanum í sumar
og hafa, ef það er satt, knesett
j þingmennina, að fá ekki að vera
með í ferðinni. Skyldu þeir halda
að þeim sje ekki óhætt nema þeir
sjeu við hendina til að sitja hópinn.
En gæti nú ekki farið svo, að
þótt stofnað væri til nýrra kosn-
inga, og einhverjir yrðu til að
standa upp fyrir Birni og Einari
að kjósendur þökkuðu fyrir, svo
þeir mættu verða af ferðinni allt
að einu?
En hvað segja nú þingmennirnir
til málanna, skyldu þeir látaBjörn
og Einar svara boðinu fyrir sig?
IJm það skal engu spáð, en það
gefur timinn raun um.
Ritstjóri „ I>óðviljans, “ sem eins
og kunnugt er, er þingmaður, heflr
reyndar minnst á málið 17. s. m.
Einn góðkunningi hans hjer í bæn-
um sagði, ei hann hafði lesið það:
„Skúla langar auðsjáanlega til að
fara, en hann er hræddur um að
hann fái það ekki fyrir Birni.“
Frá sínu sjónarmiði tekur „Þjóð-
viljinn" málinu skynsamlega, og
vill viðurkenna mjög þakklátlega
heimboðið. Hann vill ekki slá neinu
föstu um það, hvort boðið verði
þegið, og álítur að þingmenn muni
ekki vora búnir að íhuga málið til
fullnustu. Ekkert minnist hann
á ummæli „ísaf.“ og „Fjk.“’ener
auðsjáanlega á báðum áttum hvort
hann eigi að hlýða.
Önnur blöð þjóðræðisflokksinsog
Landvarnarmanna höfum vjerekki
sjeð síðan heimboðið var kunnugt.
Veslings „Norðurland,“ bara að það
villist nú ekki undan „ísaf.“ og
fyrir lífs-
„Standard“ ■
-6 e. m.
Nr. 22.
„Fjk.“ „ef það minnist á málið
áður en það sjer þær.“
Af heimastjórnarblöðunum höf-
vjer að eins sjeð „Þjóðólf" minn-
ast á þetta mál, og tekur hann
því vel. Tæntanlega fær maður
bráðum að sjá undirtektir ýmsra
þingmanna í þingmannablöðunum
nýju, þegar þau koma.
------»<X>§X§OOo----
Frjettir frá útlöndum.
Ungverjaland.
Eins og boðað hafði verið, var
ungverska þingið leyst upp og það
með vopnavaldi, og án þess að
stofnað væri til nýrra kosninga.
Herinenn og lögregla ruddust inn
í salinn og var þar lesin upp skipun
keisarans, en áður höfðu allir þing-
menn farið burt úr salnum.
Marokkomálið.
Nú er svo komið í Marokkó-
málinu, að litii útlit eru fyrir ,að
nokkru samkomulagi verði náð, þar
sem hvorugur vill látaundan öðrum.
Svíþjóð.
Hin frjálslynda stjórn, er nú
situr að völdum í Svíþjóð, heflr
lagt fyrir þingið frumvarp um al-
mennan kosningarjett.
Kína.
Frjezt heflr frá Kína, að ný
„boxara“• uppreist mur.di brjótast
út og trúboðar rrá Evrópu hafi
verið drepnir.
Rússland.
Maxim Gorki, hið fræga rúss-
neska skáld hefir flúið frá Rúss-
landi, þar eð lögreglan hafði komist
á snoðir um, að hann hafl veitt
uppreistarmönnum lið. Gorki flýði
yflr Finnland til Stokkhólms og
þaðan yfir Danmðrku og halda
menn, að hann muni halda til í
París.
Pýskaland.
Vilhjálmur þýskalandskeisari hjelt
nýlega silfurbrúðkaup sitt og var
mikið um dýrðir í Þýskalandi. Um
sama leyti giptist næst elzti sonur
hans þýskri prinzessu. Keisarinn
hefir ráðgert að ferðast um Mið-
jarðarhafið í maí og heimsækir
hann þá Alfons Spánarkonung.
Frakkland.
Hinn franski stórsvikari Gallay
vai nýlega dæmdur i 7 ára betr-
unarhús, en fylgikona hans var
sýknuð.
Kirkjuóeirðunum í Frakklandi
heldur áfram og slær st.undum í
blóðugan bardaga milli lögreglunnar
og óeirðarmanna. í bænum Cham