Vestri - 08.09.1906, Qupperneq 1
• IIESTRI.
Útgefandi og ábyrgðarmaður; Kr. H. Jónsöon.
ÍSAFJÖRÐUR, 8. SEPTEMBER 1906. || Nr. 45
Eisa-
flrði
selur St. White olíu með tijenu
fyrir kr. 24 pr. fat.
Olían er vel brúkleg fyrir mótora, en sér-
staklega góð sem lampa- og >kogaa a<-olía, enda
hafa í sumar verid seld ea. 800—900 föt af
sömu olíu í höfuðstað landsins ogreynstvel
eptir sögn.
V. árg.
Landsbankans
á Isafírði
er opið til afgreiðslu hvern
virkan dag kl. 11—1.
Dagana frá 17. Sept-
einker til 18. Oktober verður
það opið kl. 10—2 og 4—5.
Stjórn útbúsins.
Jón Sigurðsson
og
hundrað ára minning hans.
Eptir A. F. B.
—<K>»—
Það er liðinn töluvert langur
tími, síðan jeg ætlaði að segja
örfá orð, um grein er >Vestri<
flutti um petta efni, ogtekinvar
eptir hjali í >Lögrjettu< um sama
efni.
En atvikin hafa ollað því, að
eigi hefir fyrri af þessu orðið.
Aðal-atriðið í >Vestra<-grein-
inni var það, hvort Vestfirðingar
(og ísfirðingar sjerstaklega) bæru
dáð til þess, að minnast hátíð-
lega hins framliðna >ástmögs
íslands,< er slíkt haugletur hafði,
>sómi þess, sverð og skjöldur.<
öllum, sem nokkuð hugsa um
þetta mál, hlýtur að skiljast það,
að það yrði nokkurn veginn
sanngjarn mælikvarði, fyrir menn-
ingu Vestfirðinga, hvernig þeir
halda uppi minningu þessa önd-
vegishölds þeirra. Að því leyti
er mál þetta stórmál. Með því
er um það teflt, hve þetta hjer-
að álítur sjer annt um veg sinn
og sóma. Og kunnugt mun flest-
um það, að allar mentaþjóðir
keppast við, að halda uppi end-
urminningu snillinga sinna, og
reyna að auka álit þeirra sem
mest í augum komandi kynslóða.
Og vann þá Jón Sigurðsson
ekki slík afrek, eða var hann
ekki sá yfirburðamaður, að hann
eigi skilda dásemd í þjóðlifi
voru9 Vissulega var hann það
og fæstum myndi detta í hug,
að neita því. En það er líkast
því, sem deyfð vor hylji mkm-
ingu hans.
Enn þá sveimar þó andi hans
yfir allri frelsisbaráttu vorri, og
í óteljandi þrautum hefir dæmi
hans verið aflgjafi vor, og hvatt
oss lengra fram á braut þeirri, er
til sjálfstæðis veit, og sem ber í
skauti sínu dís þá, er velmegun
nefnist.
umboðsmaður fyrir lífs-
ábyrgðarfjelagið „Standard“.
Heima kl. 4—6 e. m.
Og líf hans var ekki að eins
fólgið í bnráttunni fyrir frelsinu.
Hann varði allri æfi sinni, til að
frœða og göfga landa sína. —
Ritgerð hans um stödulögin, sem
eru hið merkasta lagaboð, að því
er snertir stöðu íslands, (er um
leið og hún fáirði fjölda danskra
manna heim sanninn, um rjett-
mæti vors málsstaðar) sú skýiasta
stjórnarfarssaga, er vjer eigum.
Auk þessa er verzlunarsaga hans
(ritgerð í Nýjum f jelagsritum) eitt
at merkustu menningarsöguskjöl-
um vorum, og fullkomin leiðar-
vísir fyrir þá, er það mál vilja
kynna sjer rækilega. Auk þessa
og ótal fræðigreina og ritgerða,
var hann stytta og stoð bók-
mennta vorra, sem og alls þess,,
er verða mátti oss að frama og
gagni.
Slíkur var æfiferill þessa merk-
ismanns, er við íslendingar og
Vestfirðingar eigum að minnast,
og þó í feitum og fljótvirkum
dráttum.
Starfsemi hans fyrir þetta hjer-
að er mönnum í minni, og jeg
geri ráð fyrir, að lifni í glæðun-
um ef tekið er af skarið.
Jeg mun fyrst hafa hreyft í
brjefi til ritstjóra >Vestra< þeirri
hugmynd, að sameina hið svo-
nefnda lýðskólamál við minningu
Jóns Sigurðssonar. Mjer var
það áhugamál, að Vestfirðingar
fengju sem fyrst góðan skóla,
til að auka þekkinguna, sem
ekki er í ákjósanlegu lagi. Aður
en jeg sný mjer frekara að þessu
ætla jeg stuttlega að rekjasögu
málsins, eptir þeim gögnum er
mjer eru kunn.
Máli þessu var fyrst hreyft í
málfundafjelagi hjer á staðnum,
er kallaðist: >Menntafjelag ís-
firðinga.< Umræðurnar um málið
voru að engu merkilegar, nema
að því leyti, að þar áttu í höggi
— annars vegar breytinga-þrá
sjálfstæðisins, — en hins vegar
apturhaldsemi þröngsýnua smá-
sála; og mun leitun vera á leið-
inlegri stælu. — Þar var kosin
nefnd í málið; fyrst ístaðhugð-
ist nefndin, að leggja undir sig
skeiðvöll lífsins, en hún gafst
furðu fljótt upp við það ætlunar-
verk, eptir að hún hafði safnað
nokkurum hundruðum króna í svo-
nefndan: Lgðskólasjóð.
Þegar svo framliðu stundir
gaf nefndin upp öndina, hægt.
og þjáningarlaust — án allrar
aðstoðar.
Síðan hefir máli þessi verið
lítið hreyft, enda svaf málfunda-
fjelagið síðastliðinn veturoghafði
sleppt beizlistaumunum fram af
nefndinni. — Málið sjálft hefir
verið rætt all-mikið í >Vestra<
er það góðra gjalda vert, enda
þótt jeg eigi muni, að nein áætlun
hafi verið samin um kostnaðinn
við skólastofnunina.
Viðvíkjandi fyrirkomulagi skól-
ans hefir verið gerð sú grein, að
hann ætti sem mest að verða
sniðinn eptir hinum Gruntvigsku
lýðháskólum, er fremstir þykja
vera í röð alþýðuskóla. Aðal-
áherzlan við kennsluna er lögð
á hið lifandi orð, og fer kennslan
mest fram í fyrirlestrum. Mest
rækt er lögð við hið þjóðlega,
eigin mál og sögu; námsgreinar
yrðu því ekki ýkja margar, en
því meiri von um notagildi þess,
er lært yrði. Auk þessa yrði
að sjálfsögðu kennsla í tveim eða
þrem nýju málunum.
Miklu varðar það, að vandað
sje að öllu til þessarar stofnunar.
Byrjunin má eigi verða kák;
enda sýnist svo sem við Vest-
firðingar (eptir skattbyrði okkar
og gjöldum til landsjóðs að dæma)
ættum fyllilega skilið, að þingið
siyrkti ríflega einn alþýðuskóla
í þessum f jórðungi. En við f jórð-
ungsbúar megum þó eigi kross-
leggja hendur á brjóstum vor-
um, og ákalla bið háa þing
um uppfyllingu þessarar bænar
vorrar.
Að líkindum myndi skólastofn-
unin kosta, fljótlega ágizkað,
eitthvað um 70 þús. kr. Auk
þess yrði árlegur kostnaður við
skólahaldið, er áætla mretti allt
að io þús. kr. Er það stórfje, en
á það dugar eigi að blína.
Gera mætti ráð fyrir, að lands-
sjóður leggði fram tvo þriðju
hluta kostnaðarins, og þriðja hlut-
anum ætti ekki þessu hjeraði að
vera ofraun að sjá farborða,
jafnvel dálitlu meira.
En hvernig á að safna fjenu
innan hjeraðs? Um það getur
sitt sýnst hverjum. Flestir munu
þó álíta, að óheppilegra sje að
fje sje veitt beint úr ýmsum sjóð-
um, t. d. sýslusjóðum o. s. frv. —
hitt er eina tiltækilega ráðið, að
flýja með skólastofnunina á náðir
almennings að mestu leyti, þar
er mátturinn til frarakvæmdanna,
og jgrir alþí/ðuna á skólinn að
lifa.
Mjer hefir hugkvæmst ráð, er
jeg held að muni handhægt verða
við söfnun fjársins. Efnahag
manna er svo varið yfirleitt, að
þó menn vilji fegnir gefa geta
þeir það ekki, svo neinu nemi,
og vilja þá heldur hætta við það,
því ekki vantar okktir íslendinga
metnaðinn. í stuttu máli er að-
ferðin þessi: Nefndin sendir út
boðsbrjef með hæfilegum skýr-
ingum um tilgang gjafanna, og
leggur ríkt á alla, að leggja í
guðskistuna. Boðshrjefinu ættu
að fylgja smáir seðlar. Á þeim
ættu að vera eyður fyrir nöfn,
heimili, gjafa-upphæðina ogfyrir
því, hvort gjöfin væri vikuleg,
máðaðarleg eða árleg.
(Framh.)
—----000^8800»