Vestri


Vestri - 08.09.1906, Page 2

Vestri - 08.09.1906, Page 2
rio VESTRL 45- tbL Ritfregn. Sögur frá Alhambra eftir Washington Irving. Utgeiandi fjelagið iialdur í Reykjavik. Sögurnar eru tvær. Pílagrím- ur ástarinnar ogRósiní Alhamhra Þær eru þýddar af Steingrími Thorteinssyni rektor, báðar hafa sögur þessar verið prentaðar áður, og áttu þá beztu vinsæld- um að fagna meðal alþýðu. Framan við sögurnar er grein um veru Serkja á Spáni, eptir Benedikt Gröndal. Enaptanvið þær eru skýringar um sögustað- ina eptir Friðrik Friðriksson. Tsekifeeri og tíningur eftir Bjarna Jönsson frá Vogi. Roykjavik, prentsm. Gutenberg. , Það er að eins lítið kver, um 50 bls. og er efni þess að mestu tækifæriskvæði, tremur lagleg og vandvirknislegai frá þeim gengið. Leiðarvísir í sjómennsku Samið hefir Sveinbjörn Á. E g i 1 s s o n. Útgefandi Davíð Östlund, Kver þetta er 58 bls. að stærð, Það eru spurningar og svör, og eru i því margar góðar leiðbein- ingar fyrir sjómenn. Málið á því er venjulegt sjómannamál og kvartar höf. um að annað hafi ekki verið fært, þar sem ís- lenzkan eigi engin orð yfir svo margt er að siglingu lýtur. Þar er verkefni tyrir málfræðinga vora að spreyta sig og búa til nýgjörfinga, en það er vanda- verk. Nafnorðin þurta að vera stutt og skýr og sem minnst af samsettum orðum. Sjómönnum fellur bezt að geta verið sem fljótastir að segja til, enda kemur það sjer opt vel. Kristin barnafrseði íljóðum eptir Valdemar Briem. Reykjavik, prentsm. Gutenberg. F.nn þá eilt stórvirki hefir skáldið Valdemar Briem ráðist í og leyst af hendi, og það er að semja kristin fræði í ljóðum. Stórvirki segjum vjer, því enda þótt kverið sje ekki nema 74 síður er það þó stórvirki að fær- ast það í fang að semja barna- lærdómskver í ljóðum. Þar er margs að gæta, sem þeir einir geta, sem er jatn liðugt um að yrkja, sem öðrum að rita óbundið mál. Slíkt kver þarf bæði að vera svo ljóst og skýrt í frásögn- inni að hvert barn skilji, en þó svo stutt, sem framast er unnt. Og oss virðist sem höf. hafi furðanlega tekist þessi tvö atriði. Utan með hverju erindi eru prentaðar t.ilvitnanir til ritningar- staða þeirra sem erindið er byggt á, og er svo til ætlast að börnin hafi biblíuna við hendina og lesi í henni ritningargreinarnar. Kver þetta má að sjálfsögðu elja mikils verða nýjung í bók- menntum vorum. En slæmur galli er það, að allmargar prent- villur hafa slæðst inn í kverið. Iiefir höf. leiðrjett fiestar þeirra með penna í því eintaki er »Vestra< hefir verið sent tilum- sagnar. Það t r leitt að próf- arkalesturinn skuli hata mistekist svo; er það sennilega því að kenna að höf. hefir ekki lesið prófarkirnar sjálfur. Prentvillur koma sjer mjög illa á slíkri bók, sem börn eiga að læra utan að. Símalagningin. Hún hefir gengið vel og greið- lega, landsímalagnin.i'jn, og að mörgu leyti vonum framar. Vorið gerði að vísu stryk í reikninginn, því það var óvenju hart oglangt, og snjóa leysti seiut. svo víða varð vinnan ekki b'yrjuð eins snemma og til var ætlast. En síðan vinnan byrjaðihefirlagning- in gengið greiðar en nokkur hatði gert ráð fyrir. Nú um síðustu mánaðamót voru að eins eptir spottar á ýmsum stöðum til að tengja allan símann saman, og má gera ráð fyrir, að því verði lokið nú um miðjan þenna mánuð, og síminn þá buinn til afnota. Að símalagningunni vinna að mestum hluta Norðmenn, því inn- lendan vinnukrapt var erfitt að fá. Nokkrir verkamennirnir fóru nú um síðustu mánaðamót, en ráðgert j er að hinir sem eptir eru geti flestir farið um miðjan þennan mánuð. 4 deildir hafa unnið að síma- j lagningunni. Einn símafræðingur hefir umsjón yfir hverri deild. en Forberg hefir umsjón yfir allri lagningunni. 1. deildin hefir lagt símann frá Reykjavík til Hrúta- fjarður, þar með sæsímann yfir Iivalfjörð, og hefir H.Halvorsen, sem hjer er nú, haft umsjón yfir þessari deild. En Forberg tók nú sjálfui við umsjón þar, þegar hinn fór vestur. 2. deildin leggur símann frá Hrútafirði til Svarf- aðardals, ogheitir umsjónarmaður hennar N. C. Midthun. 3. deildin leggur símann frá Svarfaðardal tii Jökulsár á Fjöllum, og heitir umsjónarmaður hennar Tengs. 4. deildin leggur símann frá Jökulsá til Seyðisíjarðar, og heitir um- sjónarmaður hennar Heiardal. Auk þess er 5. deildin að leggja sfma þann, sem kaupm. Thor E. Tulinius er að láta leggja frá Seyðisfirði til Eskifjarðar, og heitir forstöðumaðurinn Smith. í hverri deild vinna 3—4 flokkar og eru um 16—20 menn í hverjum flokk. Við símann til Eskitjarðar vinnur þó að eins einn flokkur. Á símaleiðinni allri verða kring um tuttugu símastöðvar. Er þeim skipt í 3 flokka. í fyrsta flokk eru bæirnir Reykjavík, Akureyri og Seyðistjörður. Þar verðursíma- stöðin opin til afgretðslu allan daginn, eða 13 tíma á dag. í öðruui flokki eru: Egilsstaðir, Sauðárkrókur ogBlönduós. Verð- ur þar opið 0 tíma á dag. í 3. flokki eru svo allar símastöðvar til sveita. Þær verða að eins opnar til afnota 2 tíma á dag. 1 tíma fyrrihl. dags og í tíma síðarihl. dags. Þó er gert ráð fyrir að þar megi hringja til viðtals á öðrum tímum dags ef á liggur. Mikil eptirsókn hefir verið að fá simastöðvarnir einkum sunnan lands og fæst gæzlan víðast fyrir htið eða ekkert, en sumstaðar leggja sveitirnar fram f je til gæzlu þeirra. Um þær er samið fyrir 5 ár í senn. Vopnfirðingar höfðu verið að hugsa um að ltggja síma á sinn kostnað frá Hofi til Vopnafjarðar nú þegar í haust. En ekki er enn frjetf hvort af því hefir orðið. Á Seyðisfirði og Akureyri er verið að koma á símasambandi innati bæjar. Höfðu um 25 menn þegar beðið um það heim til sín á Seyðisfirði, enum 50 á Akureyri. Á Sauðárkrók er líka verið að hugsa um innbæjarsímasamband og höfðu 12 menn skrifað sig fyrr því. Nú um mánaðamótin var verið að setjauppsímastöðvarnar. Unnu að því tveir menn, annar milli Reykjavíkur og Akureyrar, en hinn frá Akureyri til Soyðisfjarð- ar. Frjettir þessar eru by^gðar á viðtali við hr. Björn Bjarnason búfræðing frá Gröf, sem vjer áttum tal við og góðfúslega gaf oss allar þessar upplýsingar. Kunnum vjer honum beztu þökk fyrir. Símalagningar-rannsókirnar, H. Halvorsen símafræðingur og Björn Bjarnason búfræðingur í Gröf komu hingað til bæjarins 5. þ. m. Þeir eru aðferðast um til að rannsaka hugsanlegar síma- leiðir hjer vestra til undirbúnings- undir símaálmuna til Isafjarðar. Þeir fóru frá Melum í Hrúta- firði 23. f. m. og byrjuðu þá rannsóknir sínar. Fóru þeir vestur Strandasýslu, yfir Steingríms- fjarðarheiði, um Langadaisströnd og Snæfjallaströnd og aptur inn eptir og út með Djúpinu að sun7,an verðu. Hafa þeir á leið pessari krækt fyrir hvern íjörð að heita má og fram á hvert annes. Sum- staðar hata þeir farið yfir tvisvar 1 eða þrisvar þar sem um fleiri leiðir hefir verið að velja, til að rannsaka og leita uppi hvar heppilegast mundi að leggja símann. Hjeðan fóru þeir 7. þ. m. vestur Breiðadalsheiði og halda svo ferð- inni áfram um Vestur-ísafjarðar-, Barðastrandar- og Dalasýslu, til þess að báðar leiðirnar verði rannsakaðar, Síðan gefur síma- fræðingurinn skýrslu um ferð sína og rannsóknir, lýsingu á báðum eða öllum þeim leiðum, sem hugsanlegt er að leggja símann, og áætlun yfir kostnaðinn fyrir hverja leið. Því fylgir og að líkindum álit stmafræðingsins um hver leiðin verði hepplegust vegna staðhátta, kostnaðar og afnota. Svo verða öll skjölin lögð fyrir næsta þing, sem þenkir og ályktar og úrskurðar hvar álman eigi að leggjast. Úr ýmsum áttum. Sæsímiiin var opnaður til afnota 25. f. m. eins og tilstóð. Vegna óveðurs náði varðskipið >Fálkinn« þó ekki austur þann dag, kom þang- að ekki fyrri en daginn eptir. Jóh. sýslum .Jóhanness. sendi fyrsta skeytið þann 25. en ráðherrann símaði daginn eptir. Var það sunnudagur, en símastöðvum á Englandi er lokað á sunnudögum. Kom því ekki svar fyrri en á mánudags raorgun. En þá komu skeyti frá konungi, forsætisráð- herranum og >Stóra norræna- símafjelaginu. Hátíðahöld voru all mikil á Seyðisfirði þann 25. og bærim^ skreyttur eptir föngum. líorift út fiarn. / A sunnudaginn var tannst lík af ungbarni rekið skammt fyrir innan Bíldudalskaupstað. Stúlka ein þar í kaupstaðnum, var þeg- ar grunuð um að hafa borið barnið út, og var hún tekin fyrir og yfirheyrð og meðgekk brot sitt. Ekki er enn víst hvort það hefir verið gert með vilja og vitund föðursins eða ekki. Stúlkan hafði verið í rúminu einn einasta dag; ól hún þá barni/ 3 og h.ldi það milli þils og veggj ar þar til daginn eptir, að húa > Jar það í sjóinn. Skiptapi. hrjezt hefir að bát'ur hafi fa rist nýlega á Steingrír.isfirði. 5 menn voru alls á skir,ínu og hjet for- maðurinn Pi'dtar Þórðarson: úr Reykja.vík ( ^ hásetanna vora líka úr Rey> ,avjk en j úr Steing ríms- firði. Úr bænum og grenridínni, E p t i r 111 æ I i. 21. dag f. m. andaðist ásjúkra- húsinu hér á ísafirði ekkjan Guð- björg Sigurðardóttir, sem síðast átti hefmili í Hnífsdal. Hún var fædd á Seljalandi í Eyrarhreppi 18. okt. 1826; for- eldrar hennar voru merkishjónin Sigurður Hinriksson og Málfríð- ur Jónssdóttir. sem lengi bjuggu við góð efni á Seljalandi, og Iifði hún len gst af börnum þeirra hjóna. Árið 1850, 28. september

x

Vestri

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vestri
https://timarit.is/publication/235

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.