Vestri

Tölublað

Vestri - 02.11.1907, Blaðsíða 2

Vestri - 02.11.1907, Blaðsíða 2
Vestrí 1. tbf. 2 fesa skal getið, að mál Þessí voru ekki gjafsóknarmál. heldur sótti Lárus sýslumaður þau á sinn eigin kostnað .Heflr það að sjálfsögðu kostað hann ærið fé, en sigurinn er líka mikils virði, ekki einungis fyrir hann, heldur einnig fyrir réttarmeðvitundina í landinu. Enginn einstakur maður heflr orðið fyrir meiri persónulegum ofsóknuin af pólitízkum andstæð- ingum sínum, en Lárus Bjarnason. Byrjuðu þær ofsóknir þegar Einar Hjörleifssan fór sneypuförina á hendur Lárusi í þingkosningaleið- aagrinum og hefir haldið áfram í sama anda alt til þessa dags. Pessir dómar ættu að færamönnum heim sanninn um á hvaða rökum þessar ofsóknir eru bygðar. Kjör eriiðismanna i Amaríku. Danska tímaritið >Det ny Aarhundredet flytur nýlega grein ■m þetta efni, eftir danskaniðn- aðarmann í Ameríku, sem vel er þess verð, að almenningur kynni sér hana og beri hana saman við skrum Ameríkuagent anna. Vér setjum hér lauslega þýðingu úr greininni: >Við vorum 4 saman á 3. farrými frá Kaupmannahöín, 1 sænskur sjómaður og 3 danskir iðnaðarmenn. Á leiðinni til Hamborgar, — því þangað var ferðinni heitið tii að komast þaðan til Ameríku með gufuskipinu >Pensylvania< bættust 2 Norðmenn og nokkrir józkir bændur við. í>að lá vel á okkur, við vorum allir ungir og kátir karlar. En þó þótti okkur gamanið grána, þegar farið var að flytja um borð { Hamborg. N'ður við höfnina vorum við ásamt hálfu öðru þúsundi annara Ameríkufara, reknir af lögregl- unni eins og skepnur inn í stóra stúku, þar sem ekki var rúm fyrir helminginn og þarna máttum við standa í þrengslunum hálfan dag. >Pensylvania< var líka upphaflega bygð til skepnuflutn- inga og meðferðin gaf okkur oft tilefni til að ryfja það upp. Við félagar reyndum að halda hóp, því þetta nýkomna fólk vakti hjá okkur megnau viðbjóð og óhug. Okkur leizt ekki á blikuna, að eiga að búa innan um þetta rusl fri suður- og austur-Evrópu. En það sá ekki mikla sorg á þeim; þeir hlóu, blótuðu, ryfust og skræktu eins og villimenn. En enn verra varð það þó, þegar komið var um borð. Þar hegðaði þetta fólk sér eins og dýr og kvenfólkið var engu betra en karlmennirnir. Loks fengum við Skandinavíar og Þjóðverjar sér- stakt rúm í lestinni, eptir mikið stapp og ryfrildi. Þur héldum við hópinn án þess að hafa nokkur mök við villidýrin, sem vió xöiluóum. — Loks náðum við til >Eilis Island,<r sem er hreinsunareldur Ameríkufaranna. í>ar vorUin við aðskyldir í hópa, og stór auglýsing með númeri var fest á brjóst okkar. Síðair vorum við reknir inn 1 stórhýsi eitt rauðmálað og var það alt stúkað sundur í trébása og járnbúr. Þarna máttum við standa í 8 klst. hungraðir, þyrstir og úttaugaðir til að horfa á meðan verið var að merkja þá. sem á undan okkur voru. Loks kom röðin að okkur; við vorum merktir með bréfspjöldum og krítarstryk- um. Þarnaíengu allir sömu meðferð, hvort sem menn voru vel til fara eða illa, veikir eða heilbrigðir. Ameríkumenn hafa alla þriðja farrýmis farþega í einu númeri og kalla þá Emigranter — eða dýr — enda er meðferðin eftir þvf. Fyrir siðaða menn eru þessi merkisspjöld og krítarmörk mesti viðbjóður, sem menn geta ekki minnst nema með gremju. £n ýmsir af samferðamönnum okkar virtust skoða þetta sem heiðurs- teikn og voru hreyknir af. Þegar við höfðum komist í gegn um hreinsunareldinn lenti hópur af okkur félögum í Battery Park. — Þar tóku innflytjendi- trúboðarnir við — þessir krist nu menn, sem eru í samvinnu við agenta auðkýfinganna, með guðs- nafn á vörum og guðsorð yfir dyrunura — til að selja, afvega- leiða og féfletta þessa ókunnugu útlendinga, sem leita til Pílagríms- húsa þeirra. — Svo kalla þeir kofa sína. — í einum af þessum kofum varð ég að búa tvo daga og mun ég seint gleyma þeirri vist. Fyrir okurverð fær maður afleit herbergi, troðfull rúmbæli og fæðið er eptir því. Flestir innflytjendur eru peningalausir, og fái þeir ekki strax vinnu, er að eins ura tvent að velja: að selja sig eða vera rekinn út á göturnar. Sá, sem velur fyrri kostinn, er látinn undirskrita samning, sem hann ekki skilur eitt orð í, og sem venjulega er þannig orðaður, að maðurinn er seldur með húð og hári um lengri eða skernri tíma. Síðan er hann sendur út í kolanámurnar, til járnbrautar- lagningar eða í verksmiðju. Og margur duglegur iðnaðarmaður má þar vinna saman við Negra, Japani, ítali, Pólverja og annað rusl fyrir lélega borgun. Og nú sá ég það til fulls, sem mig hafði grunað um borð, að þetta fólk er hinir verstu fjand- menn siðaðra erfiðismanna. Nú eftir að ég hefi dvalið nokkur ár í Ameríku, sem meðiimur ýmsra iðnaðarmannafélaga, veit ég, eins og allir félagsbræður mínir, að þetta fólk, sem áður hefir mest staríað í kolanámum og landvinnu, treður sér nú fram í öllum iðnaðargreinum, og grefur undirstöðurnar undan skipulegum Braun ferzlun Hamburg. Nýkomið með gufusk. Laura: Um 300 Karlmannakfœðnaðir úr nýtízku-efnum, laglegt snið. — 25 Vetrarfpakkar í svörtum og bláum litum. Ennfromur stórt úrval af: Karlmannapeysur af öllum stærðum og ýmsri gerð. Nserfatnaðiir, allsk. Taubuxur, Erfiðisföt. Mikið af góðum Hamboraar-VIIIOLUM er aptur komið. Gorið svo vol og lítið inn. Ekkort kostar að skoða variiinglnn. æsa ÍfST' Lesið auglýsingar frá verzlun .lóh. !*orsteiiissonar á cðrum stað í fei&ðinu. iðnaðarmannafélagsskap og gerir senn tilveru siðaðra iðnaðarmanna og. erfiðismauna í Ameríku óbæri- lega. (Frh.) Bólverksmálið. Ég hefi þegar skýrt bólverks- málið, og er engin ástæða til að fara nánar út í það. Ekkert hefir komið fram frá andstæðingunum, er hnekki þeirri umsögn, enda er það ekki hægt. Jón Laxdal og Árni Sveinsson geta sjálfum sér um kent, að lýsa varð framkomu þeirra í þessu niáli, því það er úr þeirri átt sem ófriðurinn var vakinn. Omerkingnum frá >neðri stöð- unum,< sem kallarsig >bæjarbúa< er þegar svarad, að svo miklu leyti sem málið varðar. En illa situr það á honum, að bregða öðrum um að þeir vilji ekki kann- ast við sínar gerðir, meðan hann þorir ekki að kannast við sitt eigið nafn; eða býst hann við, sð það dragi úr trúverðugleik orða hans, ef hann lætur srns rjetta nafns getið? — En það viil svo vel til, að ekki verður villst á höfundinum, því greinarnar sjálfar sverja sig svo í ættina við iii nninn, sem hjer um árið vildi reyna að telja mönnum trú um, að hann hefði unnið mál í hæsta- rjetti, sem hann þá hafði tapað og fengið sekt. Sig. Jónsson. Mannslát. Síra Hans Jónsson, prestur að Stað í Steingrímsfirði, er sagður nýlátinn. Hann var tæddur 24. nóv. 1866, en vígður 1892. Slys. Halldór Jónsson frá Skálavík ytri lenti með fót í mótorvél í Bolungarvík í gær, Hann var þegar fluttur hingað til ísafjarðar. Fóturirn var allur mulinn að framan og var tekinn af í nott. „Laura44 ” kom hingað 30. þ. m. og með henni ýmsir farþegar, svo sem: ffuðm. Björnsson sýslumaður á Patreksflrði, Halldór Stefánsson læknir, sem ætlar að setjast hér að í bænum, Jóhannes Pétursson kaupin. 0. fl. Uuðm- BJörnsson sýslumaður Barðstrcndinga er hór nú til að ransaka kœru frá Samcinaða gufu- skipaiólaginu gegn P. M. Bjarnasyni um að hann haíi tekið í óleyfi afgreiöslunnar vélar, sem sendar voru með skipum fé- lagsins. Spírur í bátamöstur ágæt- lega hentugar tást hjá S. A. Kristjánssynl. „Perfect" skilvindan stórum endurbatt. Hin nýja >Perfect< skilvinda með sjálf-jafnvægi, eda hið svonefnda >Knudsens Patent,< sem nú er verið að smíða í hinni natnkenndu verksmiðju Bur- meister & Wains, hefir þegar sýnt að hún ber af ölluin skil- vindum sem sýndar hafa verið. Á sýningunni í Lemberg í Finnlandi í hausf fjekk hún heið- ursmerki. Dómurinn var bygður á ijölda mörgum rannsóknum sem dóm- nefndin stóð fyrir og varð útfall- ið svo gott, að það eru eins dæmi, og á hinum tólfta almenna land- búnaðarfundi í Kristjaníu fjekk >Perfect< skilvindan einu gull- medalíuna sem úthlutað var fyrir skilvindur. >Alfa Laval< skil- vindan dró sig til baka, eptir að dómnefndin var tekin til starfa, þugar þ ið frjettist að >Perfect< var á sýningunni. Allarskilvindur, sem yfirleitt tóku þátt í sýningunni, fengu annaðhvort lægri verðlaun, eða drógu sig til baka. Eins og kuonugt er hefir stórkaupmaður Jakob Gunnlögs- son í Kaupmannaliöfn eiukasölu á >Perfect< skilvindunni til íslands og Færeyja. msnmMmmmsm Munið eftir að fá ykkur Galocher í verzlun Jóh. Þorsteinssonar. Með „Lauru" kom i verzlun Guðríðar Árnadðttur mikið úrval af SJÖLUM, Silki- tau, margar teg. Úrval al slyfs* um, -Búar, Vetrarhúfur, Alfötfyrir karlinenn, Vetrarjakkar mikið úr1 val, tækifæriskaup! Ti“T Fundur á morjjun kl. 11 árdðgis. Skemtinefndin leggur fram álit sitt. — Mörg mál á dagskrá.

x

Vestri

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vestri
https://timarit.is/publication/235

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.