Vestri

Eksemplar

Vestri - 04.02.1908, Side 1

Vestri - 04.02.1908, Side 1
Áukablaft "Utgefandi og ábyrgðarmaður: Kr. H. Jónsson. VII. árg. ÍSAFJÖRÐUR. 4- FEBRUAR 1908. Nr. 16. 101 afslátt gefur Yerzlunin EDIN60R6 um óákveðinn tíma Ig^jSSagaSSSi^ af allri ÁLNAVÖRU, TILBÚNUM FATNAÐI, BLÚNDUM, LEGGINGUM og allri annari vöru að undantekinni matvöru, colonialvöru og verum þeim, er til sjávarútvegs heyra. Notið tækifærið á meðan það gefst. Stúkan NANHA nr. 52 heldur fyrst um sinn fundi á fimmtudagskvöldum kl. S1/^. f Holger Drachmann höfuðskáld Dana andaðist 15. f. m. Hann var fæddur í Kaupmanna- höfn 9' okt. 1846. — Snemma hneigðist hugur hans að sjónum, en faðir hans vildi ekki láta hann gefa sig við sjómensku, Hann varð stúdent 1865, en fór þá að gefa sig vio teikningu. 1867 ferðaðist hann til útlanda og dvaldi þá x/2 ár á Sikiley. Þar skrifaði hann fyrstu ritsmiði sína sem heita ferða- minningar. Fegar hann kom heirn aftur lagði hann mikið kapp á málaralistina. Nokkru seinna fór hann til Lundunaborgar og skrifaði þaðan ýmsar greinar í dönsk blöð er vöktu nokkra eftirtekt. Þegar hann köm heim aítur komst hann í nðinn kunningsskap við Georg Brandes. Brandes komst íljótt að þvi, að Drachmann hafði ágæta skáldskapar hæfileika og fyrir hvatningu hans fór hann að gefa sig að skáldskap. Orkti hann nú allmikið og skrifaði skáldsögur, stærri og smærri. 1876 orkti hann „Sange ved Havet," sem hefir getið sér svo mikinn orðstýr. Síðan hefir H. Drachmann verið ákaflega afkastasamur sem rithöf' undur og var nú á síðustu árum viðurkendur laugfremstur af Ijóð- skáldum Dana. Enginn hefir held. ur komist til jafns við hann, að lýsa lífi sjómannanna og ríki hafs> ius, hvort sem hann hefir gert, það 1 bundnu eða óbundnu máli. Drachmann var fremur kvik' lyndur í skoðunum og ekki allt af við sému fjölina feldur og ber skáld. stefna hansfrá ýmsum tímum þess ljósan vott. Stundum var honum og gjarnt að slá úr og í. Hann var fjórkvæntur og skildi við þrjár fyrstu konur sínar. Optast var hann á flögri og ferðalagi úr einum stað í annan. En aðdáun og viðurkenning þjóð' ar sinnar sem skáld var hann búinn að vinna fyrir löngu. 1896 helt hann 25 ára afmæli sitt sem skáld og fékk þá í viðurkenningar skyni „De Unges Bog til Holger D,“ frá hinum yngri skáldum i Danmörku. 1906 var 60 ára af' tnaeii hans haldið kátíðlegt í Kaup fhannahöfn með mikilli viðhöfn. Fráfalli hans hefir nú verið tekið ffieð almenri hluttekningu og sorg í Danmörku og sannarlega er skarð fyrir skildi í skáldaflokki Dana við fráfall hans. Úr ýmsum áttum. Hár aldur. Á jóladaginn síðastJ. andaðist ekkjanGuðrún Antonsdóttir á Merkigili í Skagafjarðardölum 100 ára gimul ug 110 dögum betur. Aldrei hafði hún komið í kaupstað. — Hún mun hafa venð elzt allra kvenna og karla hér á landi Maður beið baua af byssuskoti. Sigurður Pétur Sveinbjarnarson unglingsmaður í Rvik var nýiega að skjóta fugla, en fannst, skömmu síðar örendur með skot í vinstri síðunni. Hafði auðsjáanlega dottið á byssuna og skotið hlaupið af. Hann var kvæutur fyrir mánuði síðan. Sjálfsmorð. Pórhallur Sveinsson, ógiftur tómthúsmaður a Seyðisfirði, skar si^ á háls nýlega. Tessi mamialát bárvst með nýjustu blöðum: Andrés Bjarnason söðlasmiður í Ryík. Júlíus Jörgensen verzlunarumboðsmað- ur. Síra Zophonius Halldórsson í Yið- vík. Ragnhildur Oiafsdóttir, ekkja Ás- goirs dbrm. Finnbogasonar í Lundum. Yigdís Árnadóttir kona Brynjólfs Stef- ánssonar á Selalæk á Rangárvöllum. Petrína Kristin Pétursdóttir (fráReykja- lilið) kona Jakobs Hálfdánssonar á Húsavík. Eyjólfur Bjarnason bóndi á Breiðabólstað á Síðu. Bæjarstjórnarko.sningar fóru fram í Reykjavík nýlega og hlutu þessir kosningu: Bríet Bjarnhéðimdóttjr, ritstýra, Guðrún Biörnidóttir, frú, Halldór Jónsson, bankagjaldkeri, .Tón Jensson, yfirdómari, Kalrín Magnússon, frú, Klemenz Jónsson, landritari. Kuud Zimsen, verkfræðingur, Kristján Jónsson, yfirdómari, Kristján Þorgrímsson, ræðismaður, Lárus H. Bjarnason, sýslumaður, Magnús Blöndahl, trésmíðameistari, Sigiivatur Bjarnnsou, bankastjóri, Sveinn Jónsson, trésmíðameistari, Pórður Thoroddsen, bankagjaldkeri Þórunn Jónassen, frú. í bæj*.vstjóm Akureyrar voru nýlega kosnir: Jón Krist jánsson ökumaður, Magnús Krist' jánsson alþm., Sigraldi Þorsteins' son kaupm. og Vilhelm Knudsen kjötsali. I’róf í stjórnfræði tók Þorsteinn Porsteinsson nýlega við háskóiann í Kmh. með I. eink. PeningaTextir*ir eru heldur að lækka erlendis. — Englandsbanki 5—6 og Frakklands banki 3^/^—4°/0. Danskii bankar hafa eitthvað Jækkað rextina og ísl. banki í Reykjavík hefir fært vextiua niður um %. Landsbókasafnið. Jón Jakobsson er settur bóka' vörður áfrám. Dr. Björn Bjarna- son 1. aðstaðarvörður og Jón Jónsson sagnfræðingur 5. aðstoð' arbókavörður. Sýslanir þessar verða ekki veittar fyrri en l.júh. Yínsalan á Akureyri. Veitingaleyfi Yigfúsar Sigfús- sonar veitingamanns var framlengt til 5 ára nú um nýárið á borg' arafundi með 109 atkv. gegn 65. Fundurinn mjög illa sóttur og margir Templarar komu ekki. Eini Templarinn, sem starfaði> var Yilhelm Knúdsen, auk þess sem Siguiður Sigutðsson skrifaði stutta grein í „Norðurland.“ („Teinplar".) Verzlanir seldar. Aktieselskabet Grarns Handel & Co. hefir nú selt veizlanir sínar hér á iandi. Miljónafólagið (P. J. Thorsteinssou & Co.) hefir keypt verzlanirnar á Dýrafirði, en Leonh. Tang hefir keypt Stykkishólms' verzlunina, til þess að sameina hana verzlun sinni þar, en selt miljónafélaginu aftur verzlun sína á Hellisandi. Botnvðrpusklpin íslenzkn hafa aflað mjög vel í vetur. Mikið af þeim afla hafa þau sótt hingað vestur, út af Kögri og Aðalvík. f Frú M. Ásgeirsson andaðist í Kaupmannahöfn 19. f. m. Hún var dóttir Bahnsons. sem einu sinni var hermálaráðherra í Danmörku. Fyrir tveimur árum giftist hún Á. Ásgeirsson stórkaup’ manni og var hór m«ð honum sumarið 1906. Megn taugaveiki hefir gengið í Flensborgarskólan' um. Hafa ílestallir, er heimavist höfðu, veikst. Veikindin stafa frá vatnsbóli skólans. Síra Árni Björnsson á Sauðárkrók er settur prófastur í Skagafirði. Símatekjur landsins voru um 40,000 kr. árið 1907. En reiknigarnir eiu ekki fullgerðir. f’iugið 1905 áætlaði tek,jurnar 20,000 kr. Saltkjöt sem slátursfélagið í Keykjavík sendi til Danraerkur, seldist þar í haust á 70 kr. tunnan. Húshruni. 22. jan. brann hús Helga Eiríks' sonar bakara í Keflavík. Gizkað er á, að kviknað bafi af lampa uppi í húsinu. í húsinu var brauð' gerð og verzlun. í bæjarstjórn á Seyðisíirðl voru kosnir nýlega: Hermann forsteinsson og Jón Jónsson i Firði. Ný trúlofnð eru Þorvaldur Benjamínsson verzlun’ aimaður héðan úr bænum og fröken Ingebosg Scharling í Kaupi inannahöfr..

x

Vestri

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vestri
https://timarit.is/publication/235

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.