Vestri


Vestri - 27.02.1909, Blaðsíða 2

Vestri - 27.02.1909, Blaðsíða 2
66 V E S T R 1 17. tbl. Símfregnir. 1* i n g I ð. 20. febrúar 1909. í dag vai lögð fiara svo hljóðandi þingsályktunartillaga í báðum döildura alþingis: „Ráðherra íslands hefir lagt alt kapp á. aðkomafram frumvarpi til laga um ríkisréttarsamband íslands og Dan- merkur, sem mikill meirihiuti þjóðar og þings telur lögfesta ísland í danska rikið. Hann leggur frumvarp þetta fyrir þingið nú og mælir enn fastlega með því óbreyttu. Hann hefir og gengið þvert á móti vilja íslenzkra kjósenda, er hann valdi siðast konungkjörna þingm'enn. — Enn er það, að þjóð og þing telur ýmsar stjórnarráðstafanir hans víta- verðar. Fyrir því alyktar deiídin, að lýsa yfir því, að vegna samræmis ráðherra við þingið og eftir sjálfsögðum þing ræðisreglum, vænti hún þess, að hann biðji þegar lausnar/ Flutningsmenn voru í e. d.: Sigurður Stefánsson, Ari Jónsson og Jens Palsson, og í n. d.: Skúli Thoroddsen, Björn Jónsson, Ólafur Briem, Sigurður Gunnarsson og Bjarni Jónsson. Helztu breytingar á stjórnarskránni eru þessar: Að konungur vinni eið að stjórnarskránni. Að fráfurandi ráðherra skrifi undir útnefning eftirmanns sins. A ð ríkisráðsseta ráðherrans sé aínumin. A ð konungkjörnir þingmenn séu aínumdir. A ð konur fái kosningarrétt. Að utanþjóðkirkjumenn geti losnað við gjöld til presta og kirkna. ef þeir leggi þau til skóla. ‘12. s. m. Kosin nefnd til þess að íhuga kenslumál landsins: Björn Jónsson, Eggert Pálsson, Hálfdán Guðjónsson, Jón Jónsson frá Múla, Jón Jónsson írá Hvanná og Stefán Stefánsson í Fagraskógi. Kosin nefnd til þess að athuga verilunar- og atvinnuinál: Björn Kristjánsson, Jón Ólafsson, Magnús Blöndal, Jón Jónsson fi'á Múla og Ólafur Briem. Kosin nefnd til þess að athuga samgöngumál: Björn Kristjánsson, Einar Jónsson, Þorleifur Jónsson, Benedikt Sveinsson, Jóhannes Jóhann- esson, Björn Sigfússon og Ólafur Briem. Kosin nefnd til þess athuga fiskiveiðamál: Jón Þorkelsson, Stefán Stefánsson í Fagraskógi, Benedikt Svéinsson, Pétur Jónsson og Jón Sigurðsson. Lögð fram þingsályktunartillaga uin að skora á stjórnina, að leggja fyrir þirigið frumvarp um vátrygging verkmanna gegn slysum. Þingmenn Reykvíkinga bera upp frumvarp um, að bæta við 3. þingmanni fyrir Rvík, en aínema Seyðisfjörð sem sérstakt kjördæmi, Lögð fram tiilaga um að skora á stjórnina, að láta ekki fara fram kosningu á Seyðisfirði. Sig. Stefánsson hefir lagt fram frumvarp um st.ækkun verzlunar- lóðarinnar á ísafirði. Sami þingmaður flytur frumvarp um, að ligaldurstakmarkið sé lækkað niður í 21 ár. Samþykt, að hafa að eins eina umræðu um þingsályktunartillöguna, sem kom fram í fyrradag, og kemur hún fyrir í n. d. á morgun, en þingfundur byrjar ekki fyr en kl. 4. 24. r. m. Kosin nefnd í frumvarpið um lögaldur: Ari Jónsson. Lárus Bjarna- son og Stefán Stefánsson. Frumvarpinu um stækkun verzlunarlóðar á ístfirði vísað til 2. umræðu. Kosin nefnd til þess að íhuga allsherjar kjördæmabreyting: Sig. Sigurðsson, Jón Sig. Einar Jónsson, Jón Ólafsson og Sig. Gunnarsson. Kosin nefnd til þess að ráða bót á peningaskortinum í landinu: Magnús Blöndal, Jón Magnússon, Björn Jónsson, Jón Jónsson frá Múla og t'orleifur Jónsson. Frumvarpið um að afnema Seyðisfjarðarkj^rdæmi og tillagan um að láta ekki kjósa þar, felt með öllum atkvæðum gegn 2. Vantraustsyfirlýsing tii ráðherrans samþykt í n. d. með 15 atkv. gegn 8. Umræður stóðu yfir til kl. 9^2 í gærkvöld. Til máls tóku: Sk. Th,, J. M., H. H., J. Jóh., B. J. (ritstj.), S. S., J. Ó., B. J. (Vogi), E. J., B. Sigf., E. P., St. St., J. S., M. Bl., P. J. og J. J. í’ingsályktunartillagan um vantraustsyfiriýsing tii ráðherrans tekin aftur í e. d. s. d. Frumvarpi um stækkun verzlunarlóðar á ísafirði visað til 3. umr. umræðulaust. — Sömul. frumvarpi um, að Keflavik sé sérstakt dómþing. Lagt fram frumvarp um breytingar á námulögunum. Flm. Björn Kristjánsson. Nefnd: Bj. Kristjánsson, Jóh. Jóhannesson, Sig. Gunn- arsson, Jón Ólafsson og Ben. Sveinsson. Frumvarp til )aga um fornmenjasafn. Nefnd: Jón Þorkelsson, Einar Jónsson og Hálfdán Guðjónsson. í’ingsályktunartillaga um að kjósa nefnd til þess að athuga land- búnaðarmál. Nefnd kosin: Hálfdán Guðjónsson, Björn Jónsson, Sig. Sigurðsson, Jón Jónsson frá Hvanná og Bjarni Jónsson. Þingmenn Reykvíkinga flytja frumvarp til breytinga á kosningai lögunum; kjördagur sé 10. okt. Breytingartillaga frá Sig. Sigurðssyni, að kjördagur sé 1. nóv. Kristinn Daníelsson flytur frumvarp um, að skifta Þingeyrarlækn- læknishéraði í tvö héruð. Þingeyrarhérað nái að eins yfir Auðkúlu-, Þingeyrar- og Mýrahrepp, en nýtt hérað sé tekið upp, sem heiti Flateyrarhérað og nái yfir Mosvalla- og Suðureyrarhrepp. Fram hefir komið frumvarp ti) breytinga á lögum um borgaralegt hjónaband; numin burt skyldan um að auglýsa 0. fl. — Flm.: Jón Ólafsson, Bjarni Jónsson, M. Blöndal, Jón Þorkelsson og Jón Jóns3on frá Múla. Sig. Hjórieifsson flytur frurovarp um mat á síld; séu sett.ir til þess tveir yfiimatsmenn, annar á Siglufirði og kinn á Akureyri, með 1000 kr, launum hvor. Lagt fram frumvarp um aðflutningsbann á áfengi. Flm.: Björn Jónsson, Björn Kristjánsson, Eggert Palsson Sig. Gunnarsson og Stefán Stefánsson í Fagraskógi. 25. s. in. Á flokksfundi frumvarpsandstæðinga í gærkvöld var gengið til atkvæða uin ráðherraefni og fekk Björn Jónsson 10 atkvæði, en Skúli Thoroddsen 8. í fyrrakvöld var eÍDnig kosið um Hannes Þorsteinsson sem 3. ráðherraefnið, og fengu þöir þá sín 8 atkvæðin hver. 8. d. Kosin nefnd í frumvarpið um mat á síld: Sig. Stefánsson, Sig. Hjörleifsson og Ágúst Flygenring. Kosin nefnd t.il þess að athuga skifting Þingeyrarhéraðs: Kristinn Daníelsson, Ari Jónsson og Steingrímur Jónsson. Frumvarpi ttl laga um bráðabirgðahækkun á aðflutningsgjaldi Tísað til 3. umræðu í n. d. Kosningalaganefnd: Stefán Stefánsson í Fagraskógi, Jón Þorkelson, Þorleifur Jónsson, Ólafur Briem og Bjarni Jónsson. Þingsá,]yktunartillaga um vátrygging gegn slysum og sjúkrasjóði samþykt með 14 samhljóða atkvæðum. Þingmenn Reykvíkinga flyt.ja frumvarp um breytingar á lífsábyrgð sjómanna, þannig, að allir farmenn geti notið hennar. Bjarni Jónsson og Jón Þorkelsson flytja frumvarp til bieytinga á æðstu stjórn landsins. Laun ráðherra hækki upp í 10,000 kr., en eftirlaun séu afnumin. Sömu þingmtnn flytja svo hljóðandi þingsályktunartillögu: „N, d. ályktar, að skora á lándsstjórnina, að undirbúa og leggja fram fyrir næsta þing frumvarp til laga um afnám eftirlauna allra embættismanna á landinu, svo og að gera ráðstafanir til þeirra skipana á launum þeirra, er virðast mættu. nauðsynlegar og sanDgjarnar í sambandi við það, að öll eftirlaun falla niður." 26. s. m. N. d. samþykkir lög um bráðabirgðahækkun á aðflutningsgjaldi við 3. umræðu. Frumvarpi um breytingar á borgaralegu hjónabandi vísað til 2. umræðu í d, d. Nefndir þær, sem kosnar hafa verið til þess að athuga frumvörp stjórnarinnar, um ellistyrk, um breytingar á launum sóknarpresta, um fiskimat og um friðun skóga, hafa allar lagt til, að frumvörpin yrðu sarnþykt með litlum breytingum. Frumvörp um stækkun verzlunarlóðar á ísafirði og um að Keflavík verði sérstakt dómþing, hafa verið samþykt og afgreidd af e. d. Jón Þorkelsson flytur frumvaip um heiti á allsherjarstofnunum og störfum á íslaudi; að það, sem hingað til hefir verið kent við land, verði hér eítir kent við ríki eða þjóð, t. d.: ríkissimi, ríkissjórn, þjóð- banki 0. s. frv. Riddarar urðu 24. f, m.: Síra Árni Jónsson á Skútustöðum, Guðjón Guðlaugsson öölustjóri, síra Kjartan Einarsson í Holti og Pétur Jónsson á Gautiöndum. Magnús Pétursson settur læknir í Strandasýslu. BAtur fórst nýloga í Keflavík undir Jökli, með 9 mönDum.

x

Vestri

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vestri
https://timarit.is/publication/235

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.