Vestri


Vestri - 03.04.1909, Blaðsíða 2

Vestri - 03.04.1909, Blaðsíða 2
86 V E S T R 1 H. tbl. Innileg þökk tál allra ( þeirra er heiðruðu jarð- arför Kr. Pálínus Guð- mundsdóttir, þ. 27. þ. m. ísafirði, 30. marz 1909. Elísabet Árnadóttir. Jón Ebenezersson. Guðm. Þorbjarnarson. ..j Svo ætlar forsetinn að vinna að góðu samkomulagi milli Dana og íslendinga, en á hvern hátt? Ekki á þann hátt að þeir mætist með sanngirni í skipun hinna sameiginlegu mála og hagsmuna. Nei, það er frá. Það á allt að vera óbreytt. Þessi góða sam- vinna á líklega að koma fram í því, að íslendingar fari að dæmi Björns með auðmýktar fleðulætin við Dani. Þá ætlar hann sér að berjast móti skiinaðarstefnunni, því hún hefir óefað átt góðan þáttí því, að Danir ætluðu að ganga að jafn rúmum skilmálum og sam- bandslagáuppkastinu. En nú á að kæta alt niður sem gæti orðið til að hagga við gömlu skorð- unum. Það er heldur framsóknar- andi í nýja ráðherranum. Og »ísafold« keppist hann við að afneita. Alt fyrir Danmörku! Það er ekki að furða þótt dönsku blöðin séu hrifin, en hitt er vorkun þó að þau hendi gaman að sliku. Hlæja skyldi að ósköpunum, en ekki fyrir þeim verða. Margir spyrja að, hvortBjörn hafi tekið upp hjá sjáltum sér slíka stefnuskrá eða flokkurinn útbúið hann með hana að heiman. Hið sióartalda er sára ótrúlegt, en það sést núþegar >húsbónd- inn< kemur heim. En Dönum þykir björninn unninn þegar sjállur foringi og ráðherraefni hins >sigursæla meiri hluta<, vill láta allt vera eptir þeirra vilja. Þeim er víst dillað. Hægíara liaf'a þíngstöríin verið nú undanfarið, enda hafði Björn lagt svo íyrir, aö öll aðal- mál væru látin liggja í salti þar til hann kæmi heim. Nú hefir ráóherrann gefið þinghlé alla næstu viku. En sá tími kostar landið eitthvað á þriðja þúsund krónur. Heidur er nu reynt að spara! Mannalát. Þrjú börn hafa nýlega dáið hér í bænum. Eitt þeirra átti Eii íkur Kjeruif la'knir, annað Stelán Richter og þriðja Sveinn Jensson. Nýlátin er hér á ísafirði, göm- ul kona, Þuríóur Hákonardóttir, hún var komiu yfir áttrætt. Danskur kaíari drukknaðl hjá Gufunesi við Faxaflóa ný- lega; var þar á björgunarskipinu Geir, að vinna við sokkið þilskip. Maður varð úti milliBolungarvíkurog Seljadals — á Oshlíð — 27. f. m. Hann hét Ingvar Magnússon, ungur maður, en sagt er að hann hafi verið allmjög öfvaður. Eitt dæmi af mörgum hvað áfengisnautnin hefir í för með sjer. Skortur á Tatni var hér talsverður um daginn £ður en þýðurnar komu. Nauð- synlegt væri að bæta úr því, að slíkt komi svo títt fyrir, því gott og nóg vatn er skilyrði fyrir góðum þrifum og vellíðun bæj- armanoa. Trúlofuð eru ungfr. Margrét Pálsdóttir og Jón Bjarnason trjesmiður. „Ceres“ kom hingað 29. þ. m. Með henni voru ýmsir farþegar þar á meðal hingað til bæjarins, Jóh. Þorsteinsson kaupm., Kristinn Vigfússon trjesm. (úr Hafnarfirði) og Ólafía Árnadóttir búðarmey. Ennfr. voru með skipinu: Jóh. Ólafsson póstafgreiðslum. áÞing- eyri. Kaupmennirnir: Guðm. Jónasscn í Skarðstöð, Guðni Guðmundsson á Þingeyri, Guðm. Kristjánsson í Haukadal ásamt frú. Kr. Linnet málafærslumaður og fleiri. Með skipinu fór Guðjón Guð- laugsson kaupfélagsstj. á Hólma- vík o. fl. „Kong Helge“ hefir verið hér þessa dagana. Skipið kom með salt til verzlunar Leonh. Tang & Söns. Aflalítið síðast þegar á sjó var farið. tcæða tíð hefir verið þessa dagana; hláka og hlýviðri. Sfmskeyti frá Höfn. í dag fekk »Lögrétta< svohlj. símskeyti frá Kaupmannahöfn: Ráðherra seglr í donsku blcðuitum: Vér Lofuni að eins baristá nióti Hannesi Hafstein. Vér (o: lsl.) óskum ekki að stofna lýðveldi, þótt oss væri boðið það; vér erum bæði í cfnalegu og menningarlegu tilliti óþroskaðir til þess. Vér getum ckki óskað oss neins betra, en að vera í sambandi við Danmorku. Hjá Donum teljum vjer oss órugga. Staða isiands gagnvart Danmorkuer úlíka og bjáleigu við liofð- ingjasetur. btúdentafundur í gær. Bjorn fordæmdur; ekkert iíknaryrði. Símfregnir. f ingi*. 29. marz. Samþ. til e. d. frv. til !aga um námsskeið verzlunarmanna, frv. um lífsábyrgð sjómanna, frv. um breytingar á hagfræðisskýrslum, frv. um breytingar á girðingum og írv. um að banna innflutning hunda. E. d. samþ. tij n. d. aftur frumv. um vígslubiskupa. Kosin nefnd í fiv. um veizlunarbækur: Ari Jónsson, Jul. Havsteen, Gunnar Ólafsson, Ágúst Flygenring og Sigurður Stefánsson. Nefnd í frv. um námulög: Jósef Björnsson, Steingrímur Jónssou og Kristinn Danielsson. 30. s. m. Enginn fundur í e. d. í n. d. var aðflutningsbann 1. mál á dagskrá; umræður sióðu yfir fiá kl. 12—3 og 5—8. Með því töluðu Björn Þorláksson, Skúli Thor* oddsen, Einar Jónsson, Magnús Blöndahi, Sigurður Gunnarsson og JÓD Ólafsson, en á móti allur minnihluti nefndarinnar og Pétur Jónsson. 31. s. m. Björn Jónsson útnefndur sem ráðherra af konungi, í gær. Forsetarnir attu tal við forsætisráðherran og sagði hann allar breytingar og umbætur a frumvarpiuu ófáanlegar. s. d. Frv. um aðflutningsbann samþ. til 3. umræðu í n. d. með öllum atkv. gegn 4 Fjáraukalög samþ. úr n. d. í þeim eru véittar 42 þús. til Rang' áibrúarinnar er felt var úr fjálögunum. Frv. um laun háskólakennara afgreitt til n. d. nefnd e. d. i frv. um úrskurðarvald sáttanefnda leggur til að frv. só felt. Nefndin í löggilding hafna leggur til að allar hafnirnar séu löggiltar. Nefndín í frv. um bókasafn á ísaf. leggur til að bókasafn ísafj. fái 1 eintak frá prentsm. eins og amtbókasöfnin. Björn Kristjánsson og Jón Ólafsson flytja þingsályktunartillögu um að veita stjórninni heimild til að leigja af Arnarbólslóð 2 hússtæði, héraðslækninum í Rvík 1000 □ «1. og verzlunarskólanum 1200 fyrir 10 aura feralin, leigan miðuð við 99 ár lengst. Jón þorkelsson flytur svohl. þingsályktunartillögu: N. d. alþingis samþykkir að skora á stjórnina að ná Guðbrandarbiblíu frá mr. Bannan sem ‘Hálskirkja seldi honum 1903. Opinbert skeyti um útnenfning ráðherrans kom í gær. Sú breyt' ing verður í stjórnarráðinu að Eggert Briem verður 1. skrifstofustjóri en Indriði Einarsson 3. skrifstofustjóri. Þorsteinn Þorsteinsson fer af 1. skrifstofu á 3. skrifstofu. Klemenz Jónsson landritari mætir á alþingi fyr.'r hönd nýja ráð< herrans 1. apríl, en H. Hafstein mætir úr þvi, sem l. þingm. Eyf. J. apríf Nefnd í frv. um almennan ellistyrk leggur til að það sé samþykt eins og það kom frá e. d. Nefndirnar í frumv. um vátrygging fiskiskipa og um friðun á skógi og kjarri, leggja til að frv. séu samþ. Frumv. um námsskeið verzlunarmanna og um breytingar á hag- skýrslum, var vísað til nefndar í frv. um verzlunarbækur. Frv. um úrskurðarvald sáttanefnda vísað til 3. umræðu. Frv. um girðingar settí nefnd: Jósef Björnsson, Stefán Stefánsson, Sigurður Stefánsson. 2. s. m. Frv. um breytingar á kosningarrétti og kjörgengi samþ. í e. d. og afgreitt til n. d. Sömuleiðis frv. um sölu á Kjarna. Þriðja umræða um fjárlögin í n. d. í gær og í dag. Atkvæða- greiðslan fer fram á morgun. Helztu breytingartillögurnar sem fyrir liggja, má telja þessar: Jón Þorkelsson leggur til að allar fjárveitingar til ritsímalína séu feldar. iillögur hafa komið íram um að veita: Brynjólfl Björnssyni tannlækni 800 kr., Guðm. Hávárðssyni 800, Guðm. Friðjónssyni 600, EinariJóns- syni myndasmið 1200, Jónasi Guðlaugssyni 600, Jóhanni Sigurjónssyni 1000, Magnúsi Ólafssyni 500, 1000 til þess að vinna móti Ameríku- agentum. — Tillögur hafa komið fram um að veita þessi lán: Gunnari Ólafssyni alþingismanni 2,500, Neshrepp utan Ennis 8,500, íshúsfélagi Vestmannaeyinga 20,000. Þinghlé er ákveðið frá því á sunnudag og þar tii 3. 1 páskum. Kona Jóns Jónssonar í Melshúsum varð braðkvödd 29. f. in. Erflðismaður, Einar að nafni kafnaði í reyk í rrótt (30/8). Hafði verið skrúfað spjaldi fyrir ofnpípu, svo herbergið fylltist af reyk. Kona hans og barn voru þar inni, en lifðu af. Forsetarnir komu á laugardngskvöldið til Hafnar. Voru í veizlu hjá konungi á sunnudaginn, en a mánudaginn fóru þeir til fundar við Neergaard forsætisráðherra.

x

Vestri

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vestri
https://timarit.is/publication/235

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.