Vestri


Vestri - 22.10.1910, Síða 2

Vestri - 22.10.1910, Síða 2
V E S T R ] 50. tbl. 198 Ónotaðar auðsuppsprettur ís sem verzlunarvara. (rramh.) Það er þá ekki annar vegur fyrir höndum, en að reyna að komast seinni leiðina — að auka frmleiðsluua — ef ske kynni að við á þann háU kæmumst upp á >örðugasta hjallanní. í 48. tbl. Vestra kom é*r med tillögur um hvernig við mundum geta aukið verðmæti aflans þó að framleiðslan aukist ekki, erda er aukinn vöxtur framleiðslunnar aðallega kominn undir dugnaði og hagsýni þeirra manna, sem útveginn stunda, ááamt heppilegum veiðarfærum, öðrumfullnægandi skilyrðum e'tir því sem kröfur tímans útheimta. í siðasta hefti Eimreiðarinnar ritar Ólatur Friðriksson um fjár1 hag vorn og framtíð og kemst hann að þeirri niðurstöðu — sem líka mun vera rétt ályktað — að þessir löngu yðjuleysistímar á veturnar, sem i sumum sjávarþorpum eru næstum því hálft árið muni jafnvel vera hættulegasta átumeinið á þjóð- líkama vorum, því auk þess sem það eyðir miklum starfskröttum, er það líka mjög óholt- og sið- spillandi. Helsta ráðið, sem hr. Ólafur Friðriksson hyggur að sé til þess að lagfæra þetta ásigkomulag, er að allur þorri sjómanna og þurrabúðarmanna læri eitthvert handverk, sem þeir svo geti gert vinnu sína arðberandi við á vet- urnar. Ekki get ég verið hr. Ólafi Friðrikssyni sammálaí þessu efni, því þó að einstaka sjómaður sé svo fjölhæfur að hann geti verið handverksmaður hálfi árið, þá hygg ég að allur þorrinn verði það aldrei og ekki býst ég við að iðnaður okkar vaxi í áliti fyrir það þó að sjómennirnir færu að helga honum tómstundir sínar. En það er mörg önnur vinna sem sjómennirnir gætu gefið sig við á veturnar, og sem engan sérfræðislegan lærdóm útheimtir. Eg skal aðeins í þessu sam- bandi benda á ís sem tekjugrein iyrir okkur íslendinga. Það er öllum kunnugt að út- lendingar þeir sem fiska hér við land leggja megnið af fiski þeim sem þeir afla í ís. Það lægi því næst að hugsa í-ér að þann ís sem þeir notuðu til þess myndu þeir taka á því landinu sem þeir fiskuðu við. En þetta getur ekki þannig verið. Utlendu fiskiskipin koma meó fsinn að heiman frá sér til að geima íslenzka fiskinn í, og á- stæðan er, þó hlægilegt sé að slíkt geti átt sér stað, að íslenzki ísinn sé 0] dýr, og ekki er von að við getum kept við aðrar þjóðir með alurðir okkar, þegar ! við getum ekki einusinni selt ís I eins ódýrt og þær, því sú skoðurj 5 hefir þó verið ríkjandi að af ís i hefðum við of mikið, en ekki ot j lítið. Það er nú ekki svo að þær þjóðir sem fiska héi mest, t. d. ÞjóðverjarogEnglendingar, frarn; leiði sjálfir allann þann ís sem þeir nota. ísei! þvert á móti kaupa þeir ís frá Noregi fyrir margar miljónir króna og vita -aJlir sem þekkja til hve mikil vinna það hlýtur að vera, og hversu mikið ísinn rýrnar við að taka hann fyrst inn í hús í Noregi, geima hanp þar svo þangað til að hann er fluttur í heilum skipsförmum til Englands (eða Þýskalands) og lagður þar aftur í ísgeimsiuhús þangað til hans vitjunartími er kominn, og fiskiflotinn þart hans með. Það er ekki af því, að okkur hafi ekki boðist kaup á ísi, að við gerum hann ekki að verzl- unarvöru — eg veit um fleiri en eina fyrirspurn frá enskum út- gerðarfélögum um kaup á ísi hér, en að samkomulagi hefir það aldrei getað orðið sökum þess að þeir haia ekki getað gengið að þeim tilboðum sem héðan hafa komið. Xil að geta mönnum húgmynd um hversu dýr íslenzki ísinn er skal ég geta þess, að vanplegt verð á honum muldum mun vera hér vestanlands 1 eyri pr. pd. og er það líkt verð og t. d. á kolunjim fluttum hingað til lands> ins frá Englandi, þó er það ekki óvanalegt að ísinn er seldur hér töluvert dýrara U/g eða 2 aura pr. pd. Það ætti að vera verkefni tyrir <Utgerðarmannaéilagið« hér á ísafirði að athuga hvort ekki væri tiltækilegt að byggja hér ísgeimsluhús, og þrátt fyrir það þó ekki væri hugsað um það fyrst í stað að reka það í svo stórum stíl að hægt væri að byrgja útlendinga þá sem hingað koma með ís, þá er þó mjög mikii þörf á því sökum íslenzku fiskiskipanna sem koma hingað mikið á vorin og sumrin, að taka sér beitu, en verða svo að tara til Aðalvíkur eða á aðra firði til að taka ís til að geyma hana með, og væri hægt að geía það upp í tölum væri það ekki neitt smáræðistap sem út- gerðin íslenzka verður oft fyrir á þennan hátt, t. d. þegar skip í góðviðrum á sumrin eru að snúast í marga daga til þess að geta náð í fs. En það sem ætti að vera aðalhvöt manna til aðtakaþetta mál til athugunar, er aðallega það hve geisimikla atvinnu það óhjákvæmilega komi til með að veita landsmönnum ,og það ein mitt á þeim lima árs sem þeim er oft einskis virði. Hallvarður. Strandgæzlan. Mörgum góðum íslending og . ekki hvað sizt mörgum sjómann> inum hefir oft fundist sárt til, hversu miklum yfirgangi og ó- jöfnuði vér værum beittir af út- lendum botnverplum, er sveima kringum strendur voiar og taka, já stela brauðinum frá landsins börnum. Það er annars sorg legt tákn timanna að sjá þessa útíendu nútíðar >sjórænlngja< vaða inn yfir landhelgislínun 1 spilla veiðarfærum landsmanna, skrapa sjávarbotninn fyrir tiski og gjöra aðrar óhæfur. Já það er hart at slíku að vita, en enn harðara, enn átakanlegra og sorglegra er þó að vita af því, að vér hefjumst lítt handa til að hamla slíku athæfi. Það ■ ■ J virðist svo sem yfirgangur botn verpla fari , sívaxandi því að sjaldan eða aldrei hafa þeir brotið eins oft landhelgisreglurnar að minsta kosti að því er snertir veiðar þeirra hér vestra. Þegar fiskiganga hefir komið á grunn. mið vor þá er það segin saga. að þeir hafa komið og á svip- stundu sópað botninn fyrir fiski. Hvar sem þeir hafa komið hefir ávalt verið lítt fiskvart lengi á eftir. Það gejra sér líklega ot fáir hugmýnd um alt það tjón, beint og óbeint sem yfirgangsseggir þessir valda. Margur útgerðar- maðurinn fær á því að kenna, mörg tátæk fjölskyldan á minna brauð að geta börnunum sínum íyrir það að fyrirvinnan er rýrð, atvinnuarðurin skertur á þennan mjög tilfinnanlega hátt. Því er vart hægt að neita, að það ber vott um mikið kjarkleysi ög ósjálfstæði, að vér skulum þola slíkan yfirgang, en það er eins og þeir menn sem mest hrópa á feðranna írægð og thæst gala um frelsi og sjálfstæði hinnar íslettzku þjóðar, finni lítt til þessa ósjálfstæðis og það enda þótt það þjaki oss meir, sé oss meir til hnekkis og vanvirðu og skapi oss eríiðari lífskjör en þau bönd — bæði þau sannbindandi og ímynduðu, — er binda oss við Dani, og mest er hjalað um. Að ekki er talað meir um landhelgisbrot botnverpla hér vestra stafar líklega af því, að nú cr orðið svo alment að þeir fiski í landhelgi, að menn vanans vegna tást vart um það lengur. Dáðleysið er svo mikið, aðekki er við því spornað. En við það færa hinir útlenduyfirgangsseggir sig upp á skaftið. Yfirgangur þeirra vex að sama skapi, að þeim er engin mótstaða sýnd, enda má nú heita dagleg sjón að sjá botnverpla vera að veiðum í landhelgi hér. einkum við ísafjarðardjúp, alla leið frá Stiga- hlíð og að Straumnesi og þar norður af sækja botnvörpuskipin mjög inn í landhelgissvæðið enda sést strandgæsluskipið þar aldrei. Er það því undar- legra að landhelgissvæði það skuli ekki betur varið, þar sem það þó er eitthvert fi kauðugasta svæði við strendur landsins. Að yfirgangur botnverpla, eink um enskra, fari sívaxandi sýnir meðal margs annars eitt dæmi frá síðustu dögum. Sýslumaður fer botnverpil og ætlar að sekta þ tð fyrir veiðar í landhelgi. En -þá taka skipverjar sjálft yfirvaldið með valdi og flytja til annara landa. Auðvitað liggur allþung hegning við sltkum sjóræningjai brag, en með því að menn ekki enn þekkja mál þetta og tildrög þess öll til hlýtar skal hér ekki farið lengra út í það mál. Að líkindum lendir að því. að ráð- herra vor verði að skifta sér at þessu máli og ætti honum þá ekki að vera ofvaxið að leiða það mál til lykta svo að vel mætti við una; vér fáum að sjá. Allur þessi yfirgangur botn verpla statar mestmegnis faf ó- nógri strandgæslu. Strangæzlan er svo lítil og ófulJnægjandi, aðtil stórvanvirðu er bæði íslendingum og Dönum. Þegar fyrverandi ráðherra fékk Dani til að leggja fram l/2 miljón til að byggja ’ skip §em eingöngu átti að vera tit ’strandgæslu við ísiand, þá var það óheppilega ráðið að verja öllu því fé í eitt skip eins og Valurinn er, en vel getur verið að ráðherrann íslenzki hafi ekki átt sök á því, heldur Danir sem hafi þá jaínframt viljað hafa j Valinn sem æfingaskip. Eitt skip er altof lítið til að verja alt ísland, þegar nú þar við bætist að skip þett' er helst til aðgerða« lítið, þá er auðsætt hve ófulh nægjandi strandgæzlan er. Hana þirf að auka og það að mun. Mörgum mun víst finnast til> að ekki mætti minna vera en að varðskip vort Valurinn kæmi hingað við og við og reyndi að hremma sökudólgana, en hann er svo saklaus fyrir öllu slíku að hann reynir jafnvel ekki til þess. Hér sést hann svona einu- sinni til tvisvar á ári og er þá vanalega svo haganlegafyrirkom- ið að botnverplarnir vita um það fyrirfram og eru þá allir á burt. Það virðist meira að segja vera allerfitt að fá hann hingað þó að talsverð gangskör hafi að því verið gerð. í suraar tóku nokkrir ötulir Bolvíkingar nöfn af nokkrum botnverplum er voru að veiðum í landhélgi og hrepp- stjóri Bolvíkinga sendi nöfnin áleiðis til sýslumannsins hér. Hann tilkynti þetta stjórnarráðinu og beiddist þess að Valurinn væri sendur hingað og látinn klófesta þessi skip en sýnilegur árangur at þessu hefir enginn orðið enn. Vér treystum þvíað stjórnarráðið hafi ekki legið á liði sínu, þótt ekki sé annað sjáanlegt en það hafi ekki sótt

x

Vestri

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vestri
https://timarit.is/publication/235

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.