Vestri


Vestri - 10.04.1911, Page 2

Vestri - 10.04.1911, Page 2
V E S T R I 21 íb!. 16 Ennfremur kom fram tillaga frá Guðm. Hannessyni yfirréttar- málfærslum. svohlj.: >Með tilliti til fyrirsjáanlegs >fjárhagstekjuhallaer yfir vofir, >skorar fundurinn á Alþingi að >ír«sta bannlögunum og setja >þau ákvæði inn í bannlögin, >að þau komi ekki til fram >kvæmda fyr en meiri hluti >alþingiskjósenda á ný hefir >tjáðsig hlyntan bannstefnunni* Tvær síðari tillögurnar komu ekki til atkvæða með því þær voru fallnar, er áskorunin frá umdæmisstúkunni var samþykt orðin. Til máls tóku auk formælanda : Guðm. Bergsson póstafgr.m. Hannes Jónsson ráðunautur. Sigurður Jónsson kennari. Kristján H. Jónsson prentari. Árni Sveinsson kaupm. Guðm. Guðm. past. emerit. Guðm. Hannesson cand. jur. Þá er kl. var langtgengin til kl. i að nóttu kom fram tillaga frá Kr. H.Jónssyni prentara svohlj. >Lagt til að gengið sé til at- >kvæða um tillögurnar.< Var hún samþykt og síðan fór atkvæðagreiðslan fram sem fyr segir. Fleira ekki fyrirtekið. Fundi slitið. Magnús Ólafsson. Ouðm. Guðmundsson. Hannes Jónsson. Skipstjóraprófsþrætan. (J. H. hefir sent „Vestra" svara- grein til Jóns Bjarnasonar. Jafnvel þótt þessari deiiu ætti aö vera lokið í blaðinu, viljum vér þó taka þau atriði úr grein J. H., sem mest snerta umtalsefnið — ekki rúm 'fyrir; meira). J. H. segir óhrakið, að Jón Bjarnason hafi stýrt prófinu sem kennari og að 1 lærisveinn hafi ekki þekt á áttavitann. Vísar til ummæia ainna í 18. tbl. „Vestra“. Oþarfi að vera að romsa langa kafla úr kenslubókunum, sem margir lesendur ekki skilja og styðja að öðru leyti mál J. H. J. H. segir að kvörtuu J. B. um aö hann hafi gert sér (J. B.) hneysu só alveg rétt, enda hafi J. B. átt það skilið. J. H. kveðst ekki vilja deila við J. B. um tilvitnunina í 63 stiga prófin, en biður lesendurna að bera saman greinar þeirra frá byrjun. J. H. kveður J. B. „brjóstum- kennanlegan aulabárð“ fyrir að halda því fram, að með 35 stiga eink. geti maður staðist meira stýrim.próf. Spyr hvort J. B. viti ekki að til þess útheimtist minst 63 stig. Kveður J. B. vilja hrekja það ■sem hann (J. H.) sagði, að dýpi mœtti mæla með 5 kvm. hraða, <en segir J, B« staðfesta með tilv. £íz/nadó-tti'Z. Gí't'ni §>. cBódvavsoow A/qIuiXÁ). Isafjörður. Isafjörður. úr kenslub., að dýpi megi raæla með 4—5 kvm. hraða. Viðvíkjandi ummælum J. B. um hvort hægt sé að stöðva skip í þröngsævi vísar J. H. til greinar sinnar í 18. tbi. „Vestra". Biður J. B. að dæma sem minst um sjómensku sína og kveðst ekki muni sækja ráð til hans í þeim efnum. Þá er loggspjaldið. J. H. segir J. B. neita að hafa haldið því fram, að loggspjaldið eigi að mynda eftir geislaparti, en segist muni bráðlega muni birta yfirlýsingu sem sanni, að hann hafi kent að einmitt eigi að mynda það eftir geislaparti, en ekki bogaparti e;ns og rétt se. Loks er logglínan. J. H. segir J. B. að eins hafa minst á, að hnúturinn eigi að vera 42 fet en þessu neiti hann, en dæmi hans sanni þó einmitt mál J. H. um að hnúturinn eigi að vera 45,9 eða 46 fet. Reyni svo að hrekja orð J. H. um að á gufusk. eigi meðdráttur sér eigi stað og því sé hnúturinn af fullri iengd og vitni í bók J. A. D. Jensen til sönnunar máii sínu. Segist vilja benda J. B. á bók eftir forstöðum. sjómannaskólans í Khöfn, og sem Jensen hafi skipað kenslubók við alla danska skóla. Bar standi svo: „k gufuskípum á meðdráttur sér eigi stað og hnúturinn gjöríst þar 46 feta langur." Spyr hvers vegna J. B. svari ekki spurningum sínum um hver hafi kent honum að hafa hnútinn 21 fet með 14 sek. giasi. Fari liklega fyrir honum sem fyr, t. d. í fyrra, er lærisveinn Hrólfs sái. Jakobssonar hafi sett hann á gat í hornmálsfræðinni. James I, ííisbet trúboði hélt börnum á sunnudagaskólasínum veislu þann 5. þ. m. Foreldrum barnanna var og boðið. Alls hafa um 200 börn notið kenslu þessarar ókeypis. Mr. J. L. Nisbet og systir hans Mrs. D. Nisbet bregða sér bráðlega héðan um stundarsakir og færðu skólabörn þeirra þeim gjafir að launurn fyrir kensluna, enda er þeim systkynum við- brugðið fyrir ljúfmensku sakir. Slökkviliðsæiing var haldin bér 5. þ. m. og er það nýlunda mikil. Líkindi eru til þess, að bruna- bótagjald hér myndi lækka, ef bærinn eignaðist fullkomnari slökkviáhöld og er hin brýnasta þörf á að borgararnir láti þetta til sín taka. Símfregnir til „Vestra". Alþingi. 1. apríl. Jón OlafssoD kosinn í dag gæslustjóri, í stað Kristjáns Jónssonar, með 7 atkvæðum. Jón Gunnarsson fekk 6 atkv, Neðri deild hefir afgreitt til efri deildar frumvavp um að veita 400 þúsond kr. til hafnargerðar i Reykjavík, landssjóður ábyrgist 1200 þúsund kr. lán. Reykjavík tekur til hafnargerðar. ð. «. m. Fræðslulaganefnd e. d. leggur til að fresta frumv. stjórnarinnar um fræðslumál. Sigurður Stefánsson flytur frumv. um að fresta framkvæmd laga um aðflutntingsbann á áfengi i 8 ár frá 1. jan 1912. Fjárlagaumræður standa yfir í n. d. enn. Fólkstal 1. des. siðastl. hefir verið full 85 þús. 4. «. m. Samþykt: Rangárbúin 45. þús. kr. Brú á Rangá í Tungu í N. Múlasýsiu. — Brú á Austurá í Dalasýslu. — 5500 kr. til ísafjarðarbáta. Samþykt aö leggja síma frá Borðeyri um BúÖardal til Stykkishólms, ásamt aukalínu til Staðarfells. Fjárlaganefndin feldi burt styrkveiting til viðskiftaráöunauta, en neðri deild hefir samþ. að veita sömu upphæð og áður. Ti) bryggju í Hafnarfirði veittar 35 þús. kr. og 3000 kr. til bryggju á Húsavík. Til iendingarsjóðs Bolvikinga 1000 kr., fyrra áriö. Þrem vitum á að baeta við: á Kálfshamarsvík, Bjargtöngum og Flatey á Skjálfanda, 3000 kr. til ransóknar á járnbrautarstæði austur í sýslur. Til stórstúkunnar 2000 kr. Til samningar bókar um dýralækningar 4000 kr. Styrkur til kvöldskóla Iðnaðarmannafé). ísflrðingá hækkaður um 200 kr. á ári. Orðbókarstyrkur til Jóns Ólafssonar óbreyttur, styrkur til Ágúatar Bjarnasonar sömul Gnðm. Hjaltason fær 400 kr. árl. Guömundur Finnbogason heimspekingur 600 kr. árl. Jón Ófeigssen fær alt aö 1500 kr, á ári til orðbókar. Jónasi Jónssyni (Plausor) veittur 600 kr. styrkur til þess aö rita um íslenskan sálmasöng, Þorgils Gjaflanda veitt 1200 kr. heiðurslaun. Sköldstyrkur til Guðm. Magnússonar hækkaður upp í 1000 kr.; aðrir skáldstyrkir óbreyttir frá stjórnarfrumvarpinu. Lánveitingar: Til raflýsiDgar á Seyðisfirði 40 þús. kr. Til skóla- hússbyggingar á Blönduósi 12 þús. kr. Til áveitu á Miklaholtstiýri í Árnessýslu 20 þús. kr. Til verndunar Safamýri 30 þús. kr. Feldar fjárveitingar: Um að strengja koparþráð frá Borðeyri til ísafjarðar og tveir talsímaspottar í Baröastrandarsýslu. Felt að Danir fengju nokkurn hluta botnvörpusektanna. Feldar lánveitingar: Til Ólafs Jónssonar til myndamótaverksmiðju 45 þús. kr. lán til klæðaverksm. Iðunnar (15: 10), 60 Þús. kr. til hafnargerðar í Vestmannaeyjum (12: 12), 12 þús. kr. til byggingar á Bingvöllum. 5. «. m. Stjórnárskrárfrumvarpið afgreitt í neðri deild meö lítilfjöilegum breytingum. Þingsályktun um að n. d. viðurkenni ekki stöðulögin skuldbindandi fyrir ísland samþykt. Frestun bannlaganna til 1. umræðu. Með töluðu: Flutningsm. Sig. Stefánsson), Steingrimur Jónsson. Móti töluðu: Sig. Hjörleifsson, Jósef Björnsson, Kristinn Daníelsson, Gunnar Ólafsson. Nefnd: Lárus H. Bjarnason, Sigurður Stefánsson, Sigurður Hjörleifsson, Steíán Stef- ánsson, Steingrímur Jónsson. Framkvæmdarnefnd stórstúkunnar hefir sent þingmönnum áskorun um að fella frumvarpið. Fræðslulagafrumvarpið felt í efri deild. Jón á Hvanná, Jón þ«rkelsson, Sig. Gunnarsson, Bjarni Jónssön, Benedikt Sveinsson, Þorieifur Jónsson, M. Blöndahl, Skúli Thoroddsen flytja svohlj. þingsályktun: Neðri deild Alþingis lýsir yfir að rétt sé, að ísland leggi fé til landhelgisgæslu Dana hér við land, þegar hlutað- eigandi stjórnarvöld viðurkenna að landhelgi íslands heyri til íslend* ingum einum og gæslan fari fram í umboöi þeirra. Mannfjöldi 1. desember síðastl. 85,089. 8. 8. m. Tekjuhalli fjárlaga eftir aðra umræðu 187753 krónur. — Þriðju umræðu verður væntanlega lokið í kvöld. Fjöldi af breytingartillögum. Skúli Thoroddsen, Bjarni Jónsson, Benedikt Sveinsson, Jón Þor- kelsson, Jón á Hvanná, Sigurður Gunnarsson flytja þingsályktun um að skora á ráðherra að gera sitt ýtrasta til þeas aö sambandslögin verði tekin til meðferðar á ríkisþingi Dana. 9 amálög afgreidd alls.

x

Vestri

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vestri
https://timarit.is/publication/235

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.