Vestri


Vestri - 27.05.1912, Blaðsíða 2

Vestri - 27.05.1912, Blaðsíða 2
VESIRI 20 Ibi. fiifl Bjöiivinska pfnskipafielag hefir gert samriing við norska Spánarlínu um gegnumgangandi farm- gjald á fiski í pökkum frá íslandi tii Spánar og Miðjarðarhafsins, og verður farmgjaldið frá íslandi til þessara staða þannig: Til Bilbao, Santinder, Coruna <& Vigo . . Frc. 45 pr. 1000 Kg. > Oporto & Lissabon .......................— 50 — — — > Taragona, Baicolona, Genua, Livorno — 60 — — — >• Neapel & Messina..........................— 60 — — — > Bari, Ancona & Venedig .... — 65 -- — — > Sevilja, Malagn, Cartagena, Alicante Vaiencia ........ — 60 — — __ Auk þessa heiir félagið skipaferðir í hveni viku til Danzig og Königsbergs á Þýskalandi og Rot.Wdam á Hollandi og áframhald þaðan til Atneriku. Einnig þrisvar á viku inilli Bjögviujar og Ham- borgar. Þetta eru án efa fljótustu og bestu sambönd sciii ísiiind hefir átt kost á, til að geta komið vöru sinni á heimsmarkaðinn, og vona eg að menn athugi vel þessa auglýsingu. ísalirði, 23. maí 1912. Jóh. þorsteinssoQ, umboðsmaður félagsias. áo einkasö'una sá, að girt er fyrir b ,ð að tinii fái kelin ódýrara en annar, efnaieysiugiuu steudur alveg jafnt að vígi og efnamað* urinn, það er réttiátlt verð sem gildir jafnt fyrir ulla. F.nginn >spekúlant< getur ábatast á þvi þó svo heppilega haii tokist til að keppinautur hans hafi alt í einu orðið kolalaús. Þetta, að nota sér neyð annara, er auðvitað ein aðal máttari stoð hiunar frjálsu samkepni og hin ötula verslunarstétt vor íslendinga er ekki svo skyni skroppin að hún þekki ekki þennan megin siðfeiðisgrundvöil. Kannast margir við þetta hér úr banum frá fyrri árum. Margir eru og að tala um að með þessu sé verið að rýra gengi hinnar ísle isku versluuari stéttar. Fyrst og fremst eru það nú afarfáir af hinum inn^ lendu kauprnönnum sem versla með kolin. Það eru þær versl' anir sem eru að háltu eða ö!lu leyti útlend eign. Það skiftir nú raunar ekki miklu því þær etu allar starfandi í landinu og hafa lagt fé í innlend fyrirtæki. En í raun og veru er ekki varið að rýra gengiþeirra. Það segir sig sjálft að þegar landið getur selt — eða látið selja — öll þau kol seaa notuð eru í landinu með lægra verði yfirleitt en áður og fengið 150-'00 þús. kr. í lanosjóð þá væri það ívilnun í meira lagi til þessara kolasala sem nú eru ef það tækifæri væri ekki notað. Fyrir landið í heild gildir það að fá vöruna sem ódýrasta. Það er því fjárhagsleg meinloka að láta aðra útvega vörur sem landið sjálft getur útvégað ódýri ara og hatt þó hagnað af. (Niðurlag næst.) l’alll. Konungaskiftin. Þegar er konungaskiftin höfðu farið fram sendi feinn nýi kon- ungur stjórnarráðinusvohljóðandi símskeyti: „oafn framt því, að biðja yður, í mínu nafni, að flytja hinni íslensku þjóð þá sorgar- fregn, að minn ástfólgni f'aðir Frederik konungur VIII., sem bar ísland svo mj'óg fyrir brjósti, andaðist skyndilega í gær, og ég þá, samkvæmt lögunum um ríkiset fðir, hefi tekiðkonungdóm, bið ég yður einnig að ftytjaíslend ingum mína konunglegu kveðju, og mínar innilegustu óskir fyrir framtíð íslands og yæfu. Cliiistían R.*‘ Næsta þing'. Með kouungsbréfi frá 6. þ. m. hsfir aukaþing verið kvatt saman 15. júlí t sumar. og má ekki eiga setu lengur en 6 vikur. Ang. Strindberg, eitthvert frægasta skáld Svía andaðist 14. þ. m. Hann hafði lengi legið sjúkur. lírisson, íorseti franska þings- ins er nýlega iátinn. Hann var einn merkasti þingm F'rakka og háaldraður orðinn. Ný uppgotyun. H. J. Hanno ver prófessor í Kaupmannahöfn hefir fundið ráð til þess að láta veujulega rafmagnsgeyma taka við 4— 5 sinnum meira en áður og varðveita það. Notar hann til þess sérstaka tegund at blýi, sem drekkur í sig vökva um óteljandi smáholur, sem ekki sjást nema í smásjá. Hann hefir sótt um einkaleyfi fyriruppgötvuninni. Steinhítur til útfiutnings Verslun Á. Ásgeirssonar hér hefir keypt steinbít af uokkrum bátum í vor, og ætlar að verka hann fil útflutnings — Danska blaðið >Riget< frá 21. apríl segir frá að stjórn fiskveiðafélagsins danska sé nú að gera tilraunir til þess að koma steinbít inn á sölumarkaðinn, og telji ritari fél. góðar horfur á að hægt verði að koaaa því til leiðar. Itafjörður og nágrenni. Slys, Kristinn Valdemarsson (frá Akureyri), fiskimaður á botn- vörpuskipi frá Flateyri, meiddist nýlega við vindu á skipinu og beið bana af því skömmu síðar. Annar maður, þýskur, fótbrotn- aði. Botnyorpuskipiii ensku, sem hafa haft bækistöð sína á Ön- undarfirði, eru nú að hætta veið- um hér við land að sinni, — en eitthvað kemur aftur af skipum til veiða á næsta vetri 49 born voru fermd hér í kirkjunni á hvítasunnudag. Aíii rýr eins og áður, stöku bátur hitti þó nokkurn fisk um miðja vikuua sem leið. Tíð irfar cinstaklega blítt og hæglátt undanfarna viku, iogn, sólfar og þerrir á daginn, en náttfall á nóttunni. Nú um helg- ina hafa verið dálitlar skúraleið- ingar. Gróður er því hér með langbesta móti svo snemma á tíma. Sorg 4 rg 11 ð s þ j óh usta var haldi n hér í kirkjunni á föstudaginn kl. 12, í tilefni af jarðarför konuags vors. Helga Aiuundadóttir andaðist hér í bænum 15. þ. m. Hennar verður nánar getið í næsta blaði. Kirkjuból við Skutulsfjörð var selt við uppboð 14. þ. m. o 20 hndr. jarðarinnar. Á. Ásgeirssouar verslun á ísafirði varð hæðst- bjóðandi með 5000 kr. Síld fiskaði Sameinaða síld- veiðafélagið á ísafirði hér á Pollinum 21. þ. m. eitthvað nál. 20 tunuur. Kong Helge kom hingað í gær. Með honum kom H. Tang kaupm. o. fl. Nýkomin sklp. >Valhal< með kolafarm til Edinborgar. »VaterI«o< með salt til sömu verslunar. >Nancy< með salt til ýmsra útgerðarmanna og Tangs versl. Danskt seglskip rneð timbur til Jóns Su. Árnasonar kaupm. ý Bóas Guðlaugssön stöðrarstjóri á I'lateyri, andaðist að heimili sínu la. f. m. á 63. aldursári. Hann yar fæddur 22. júní 1849 á Hóli á Hrylftarströnd. Foreldrar hans voru Guðlaugur bóndi þorsteinsson og kona hans Jóhanna Jónsdóttir. Bóas sál. ólst upp hjá foreldrum sínum þar til hann var 16 ára, þá fór hann að Kropp- stöðum til hjónanna Jens bónda Jóns- sonar og merkiskonunnar Sigríðar Jóna tansdóttnr ljósmóður. Árið 1872 giftist hann elztu dóttur þeirra, eftirlifandi ekkjuSigriði Jensdóttur. Eftirþað dvaldi hann á Kroppstöðum í hú'ir.cnsku hjá tengdaforeldram sínum, þangað til vorið 1884 að hann fór fið búa á Vcðrará innri, sem hann keypt um það leyti. Þar bjó hann þó að eins í 2 ár í það skifti og flutti til ísafjarðar 18-6, en árið eftir fór hann í húsmensku til tengdaforeldra sinna, sem þá voru flutt á eignarjörð hans, Veðrará innri. Vorið 1893 fór hann að búa á Vs Tannanesi, bem hann þá var búinn að kaupa, á TaDnanesi bjó hann þó að eins 2 ár, flutti síðan aö Veðrará innri, fyrst sem húsmaður, en síðar bjó haun þar í 4 ár. En vorið 1903 flutti hann til Flat- eyrar bygði sér þar hús og hefir dvalið þar síðan. Bóaa í&l. var fyrst kosinn hrepps- nefndarmaður 5. júní 188I. 1883 var hann kosinn vara oddviti. Árið 1884 dó oddviti, Eiríkur Halldórsson á Þor- finnsstöðum, og var þá Bóas sál. kosinn oddviti í hans stað, og hélt hann þeim starfa til 1886 að hann flutti úr hreppn- um. Arið lt87 var hann aftur kosinn hreppsnefndarmaður og oddviti í stað Guðm. Jónssonar á Kaldá, erljest sein.t á árinu 1886 Síðan hefir Bóas sál. ávalt verið endurkosinn, bæði sem hreppsnefndarmaður og oddviti þangað til 1910. Hann hefir því starfað í hrepps- nefndinni, sem hreppsnefndarmaður í 28 ár og oddviti 24 ár. Einnig gegndi hann fleiri trúnaðarstörfum um lengri eða skemmri tíma. Formaður skóla- ■ efndarinnar i Flateyri var hann þang- að til skömmu fyrir andlátið, er hann þá sagði því lausu, hann var og sókn- arnefndarmaður um tíma. Öllum þessum störfum gegndi hann með hinni mestu samviskusemi. Hann var samvinnuþýður og gætinn í öllum fjármálum, og ávann sér því trausts og hylli sveitunga sinna. Bóas gál. var sparsemdar- og iðju- maður og var því ávalt vel efnum búinn, hann var og skipstjóri um nokkur ár, enda hefði hann varla annars mátt við að offra svo miklum tíma í þarfir sveit- arinnar, lengst um endurgjaldslaust. Bóas sál. lifði í ástúðlegu hjónabandi í rúm 39 ár, en ekki varð þeim hjónum barna auðið. 9. maí 1912. O. Á. E. KofnafiÖUP ágætt, prýði- lega þurt og ódýrt er til sölu.— Ritstjóri vísar á.

x

Vestri

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vestri
https://timarit.is/publication/235

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.