Vestri


Vestri - 19.10.1912, Blaðsíða 2

Vestri - 19.10.1912, Blaðsíða 2
i6 VESTRI 41. tWL höínina. Gjald þetta er lagt á skipin með það íyrir augum, að því sé varið tii umbóta á höfninni og einhver fyrsta og sjálfsagðasta hafnarbót á hverjum stað er góð bryggja. — Það er ekki hægt að skjóta sér undan þeírri skyldu fyrir það, þóít eiustakir menn eða verslanir hafi hér bryggjur fyrir sig. Þvert ' á móti. Það gerir ef til vill þöríina enn msriri, ef trjáls samkepni á að eiga nokkur íífsskilyrði í bænum. Nytsöm nýbreytni (Eftir Suóurlandi). Mikilsverð framför fyrir land* bónaðinn hér eystra er hin sí> vaxar.di notkun ýmsra vinnv< léttisáhalda. Getum vér hér þeirra er mest kveður að. Sláttuvélar. Þær munu hafa verið nær 100 er startandi voru í sýslunum 3 hér austanfjalls, og hafa milli 70 og 80 af þeim komið hingað 2 árin síðustu. Að þessum vélum er verksparnaður mikill, en nokkuð mun verkeíni fyrir þær misjafnt þar sem þær hafa keyptar verið, en flestar munu þó hafa verið notaðar svo mikið, að til verklegra hagsmuna hafi orðið, og sumstaðar engjar slegnar því sem næst eingöngu með sláttuvél. Ef gera mætti ráð fyrir, að hver vél hefði að meðaltalí spar> að kaupamann um sláttinn, mundi verksparnaðurinn af vél< unum öllum hér eystra í sumar nema um 20,000 kr. Liklega er þetta meðaltal fullhátt, en þá er heldur ekki reiknaður hagn< aðurinn af því að fá heyfenginn á miklu styttri tíma og óhrakinn, en sá hagnaður mun stundum geta hjá sumum hverjum numið fullu kaupamannskaupi. En hvað sem þessum útreikn* ingi líður, þá er það nú hér orðið ómótmælanlega sannað, að þessar vélar hafa orðið hér að afarmiklu gagni. Nú þyrfti að vera unt að gera sem mesta gangskör að því að eyðileggja þúfurnar bæði á engjum og tún^ um. Mún Suðurland flytja síðar nokkrar bendingar um það efni. liakstarvélar. Notkun þeirra er eun hér aðeins í byrjun svo marka megi. Hata verið notað> ar á nokkrum stöðum í sumar^ þar á meðal 2 af nýrri gerð — miklu tindaþéttari en áður, tiuda*. bil aðeins í1/*”. — Mun þeirrar reynslu er af þeim er fengin, getið hér í blaðinu síðar. Heysnúningtovélar. Þær eru enn ekki notaðar hér austanfjalls. En ein er til á Hvanneyri og önnur á Reynistað í Skagafirði, munu á þeim stöðum hafa gefist vel. Annars er nokkru meira vandhæfi á notkun þeifra fremur en sláttu* og rakstrarvéla, og iandið þarf að vera rennislétt. Vélar þessar eru of dýrar fyrir almenning, éiga ekki við nema á stórbýlunum. Væri þó mikil nauðsyn á almenningi handhægum véium af þessu tagi, og mundi mega búa til slíkar vélar, er hentugar væri og miklu ódýrari en þessar. E*" Suðurlandi kunnugt um upp- •findingu er gerð hefir verið f þá átt en ekki kotnist í framkvæmd. Það er ekki arðvænlegt að fást hér við þesskonar, kostajf ait af mikið, en allt af rivíst að nokkuð hafist upp úr siíku, en hvergi neinn stuðning að fá tii þeirra hluta. Þessháttar álitið lítils virði og- ekki stuðningsvert, og er svo um margt það er atvinnu' vegum vorum mætti að gagni verða. Plógar og herfi,. Þeim fjölgar nú talsvert, 60— 70 plógar hafa komið hingað í sýslurnar nú á 2 árum, áður sárfáir, og nú þegar skriðið er kom.ð á, þa-f varla að efast um áframhaldið, þegar menn hafa sanníærst um nytsemi áhalda þessara af sjón og raun. 1 Alt er þetta gleðilegur frnmi faravottur, enda má fuílyrða það um allan þorra bænda í þessum héruðum, að þeir eru ódeigir til nýbreytni, þó nokkuð kosti, ef þeir hafa komið auga á nytsemi ina. Hún er að renna hér upp, þó hægt fari, vélaöldin og verkfæra þeirra, er leggja landið undir sig, sem mannshöndin ein fékk ekki viðráðið. Verði svo haldið fram sem horfir, er ekki ólíklegt að svo fari að ritstjóri Heimskringlu, sem í sumar alt af hefir horft á íslenskan landbúnað með svarti sýnum illgirriisaugum og nítt hann niður fyrir allar hellur, verði innan skams að sætta sig við það að bændurnir hérna reki ofán í hann hrakspárnarum búslcap þeirra og illmælin um landið. Þeim fjölgar hér óðum bændunum sem þrátt íyrir aliar ginningar og gyliingar að vestan, langas ekki vitund að skifta kjörum við nýbyggjana þar. Fiskisala til Suður-Ameriku. Þegar Panamaskurðurinn verð' ur opnaður, má búast við að all miklar breytingar verði á við> skiftum og markaðssamkepni beggja megin skurðsins, um endilanga Ameríku og jatnvel heim allan. Ekki er ólíklegt að ísland komi einnig til að njóta góðs af slíku, einkum að því er aðai íramleiðslu vora, fiskinn, • snertir. Fiskisöluráðanautur Norð< msnna í Hull hefir vakið eftiri tekt á því að opnun Panama* skurðsins muni gefa þeim tæki- færi til að útvega sér markað tyrir fisk sinn hjá kaþólsku þjóðunum í Suður-Ameríku og skorar á þá að útbreiða hann ■ þar áður en Kanada> og Labrai dorfiskurinn festist á markaðiaum. Fiskur hefir ierið þar í afarháu verði enda fluttur þangað langar leiðir á múidýrum. En Norður- álfan stendur þar vel að vígi tii viðskifta þegar umferð um skurðinn byrjar. Sum íslensku blöðin hafa verið að spyrja um hvort ekki myndi mega vænta þess að viðskiftai ráðanautsnefnan íslenska myndi eitthvað láta þetta til sín taka, en ekkert hefir frá hcnum heyrst í þá átt erm þá, enda virðist hann hafa öðrum hnöppum að hneppa. — Hinsvegar mávænta þess að íslenskir fiskikaupmenn athugi þetta mál. Símfregnir. Ófrlðurinn. Giikkir hafa )ýst því yfir, að þeir tækju undir sig Kritey og sameinuðu hana Grikk' Jandi. Að öðru leyti sama ófriðari þófið. Rooserelt. Nýlega var Roese> velt forsetaefni veitt banatilræði, skotið á hann og særðist hann i brjóstið, en ekki er þó talið að hætta stafi af því sári. Sá sem tilræðið vann var sósíalisti. Broiti í Reykji vík. Aðifaranótt fimtudagsins biann bús þeirra Sturlu og Friðriks kaupmanna Jónssona ásamt öllu er í því var, nerr a fóikinú, sem biargaðist með naumindum fókiætt. Móður þeirra bræðra, fi ú Sigþrúði Friðnksdótt ur, var bjargað út á þann hátt að hún var látin síga niður af lofti Ut um glugga, og meiddist hún nokkuð og lést daginn eftir, Fnðrik kaupm. hafði og fengið nokkur brunasár. Sravta höndin og Rockefeller. Hið nafnkunna ameriska bófafélag, „Svarta höndin", hefir nú um skeið gert harða atrennu að John Rocke1 feller til að ná af honum peningum og sent honurn hvert hótunarbréfið á fætur öðru. Það er að vísu ekki í fyrsta skiftið sem þessi vellríki olíkengur hefir fengið hót.unarbréf, en íélag þefta er svo alþekt að þar er ekki við lamb að leikasér. Til þess að herða á ógnunum sínum hefir félagið framið ýms morð á þjónum Rockefellers og gert honum annan óskunda, sem það hefir jafnan boðað honurn áður. Nú er senn fresturinn úti sem það hefir gefið honum til að inna af hendi lausnargjaldið, ella muni hús hans sprengt í Joít upp og hann sjálfur myrtur. Rockefeller vill ekki láta sig, en þar sem hann ekkr getur borið fult traust til lögreglunnar hefir hann sjálfur hinn mesta viðbúnað, enda skortir hann ekki fé til þess. Hann hefir 18 afburðahrausta og velvopn- aða svertingja með hóp grimmra blóðhunda, sem nótt og dag halda vörð um hús hans og eru sífelt á ferð í nágrenni þess. Far að auki 3 eftirlitsmenn og fjölda leynilögi reglumanna, sem ekki hafa annað fvrir stafni, en komast íyrir ráða> gerð bófanna og verjast þeim. Lögreglustjórnin hefirlengi staðið raðalaus gegn bófafélagi þessu. í því eru mest ítalir og ei tala fé> lagsmanna talin um 40 þús. Feir eru valdir að 500—600 giæpum árlega í NewYork einni. Félag þetta stendur í sambandi við önnur bófafélög heirna á Ítalíu, hið nafm kenda „Camorra” í Neapel og „Mafia“ á Sikiley. María Eiiiarsdóttir er nýlát> in hér í bænum 27 ára gömul. Hún var gift Helga Guðmunds- syni húsmanni og áttu þau eitt b-irn ungt. I iga ður Eín irsson húsmaður hér í bænum varð bráðkvaddur aðiaranótt 13. þ. m. Sigurður sál. var 45 ára gamall og lætur eftir sig ekkju.Ingibjörgu Bjarna» dóttur, og 4 börri ung. Lestrarsalurinn. Nokkrir menn hér í bænum hata undanfarna vetur haldið uppi lestrarsal — og keypt til hans innlend og útlend blöð og tímarit. Hefir hanu haft ókeypis húsnæði í barnaskólanum og uotið nckkurs opinbers styrks. En ekki hata tekjur hans verið svo miklar að hægt hafi verið ið halda þar mann til eftirlits og aihtntíingar og hefir því oftast gengið erfiðlega að halda þar á viðunandi reglu. Eins og auglýst er á öðrum stað í blaðinu verður þar fundur 27. þ. m., til að ræða um ýmsar breytingar á fyrirkomulaginu, og ættu allir sem vilja vera með framvegis að mæta á þeim fundi. 9 inattedúra fékk Jóakim Jóai kimsson trésmiður hér í Lombre um helgina sem leið og fékk því sem aukagetu 2 kr. af hverjum meðspilanda. Slíkt er mjög fágætt og þykir spila mönnum það hinn markverðasti viðburður. Jóakim hefir spilað Lombre f yfir 30 ár og segist aldrei hafa verið með þegar það hefir borið við áður. (xúður afli er byrjaður í Ögur* nesinu. Vesta hom hingað 15. þ. m. og með henni voru: Sigfús Daníelsson verslunarstj., Skúli Thoroddsen kaupm., Kristján Blöndal verslunarm. o. fl. Síminn. Kveðið á BreiðadalBheiði. Burtu tekur einangurs amann, ágætlega tengir oss saman. Eflir bæði frægðina og framann, fætir með sér alvöru og gaman. X.

x

Vestri

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vestri
https://timarit.is/publication/235

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.