Vestri


Vestri - 19.10.1912, Blaðsíða 1

Vestri - 19.10.1912, Blaðsíða 1
TRI. Ritstjóri: Kr. H. Jónsson, XI. árg. :ÍSAFJÖRÐUR, 19. OKTOBER 1912. 4i, tbl. Bæjarbryggja á ísafirði. EngiDn efi er á því, að höfnin hér á ísafirði er ein af bestu höfnum landsins, bæði að því er snertiröryggi til að Hggja á henni/ stærð og aðdýpi. En þar sem svo er, að nátt úran hofir gefið bænum svo ágæta höfn í vöggugjöf, er enn meiri ástæða fyrir bæinn að gera það sem í hans vaidi stendur til 'þess að gripur þessi geti komið hooum að sem bestum notum bæði beint og óbeint. Eitt fyrsta skilyrðið fyrir því að hafnir verði að góðum notura, eru góðar og tímabærar bryggjur. Að vísu er það svo að bryggjur hafa verið hér um langt skeið og eru nú hér þrjár sem stendur, ea þær hafa jafnan verið og eru enn eignir einstakra verslana og eru því auðvitað þeim annmörk- um háðar sem einstakra manna eignir eru jafntn: Bygðar og notaðar í þágu eigendanna en almennings ekki, nema þar sém þeir hagsmunir fara saman. E»að er líka langt síðan hafið var máls á því hér í bænum, að bærinn bygði eina slíka bryggju. Að vísu hefir oftast í og með verið haft í hyggju að bæta hófn- ina um leið, í samræmi við þá útgerð sem á þeim tíma hefir þótt hafa mesta þýðingu fyrir bæinu Meðan allra' augu hvíldu á þilskipaútgerðintii var hugmyndin sú, að jafnframt bryggjunni væri bygð skipakví til vetrarlegu fyrir þilskip. Var það mál talsvért rætt og ransakað og be'ndust hugir manna þá sérstaklega að því, að byggja mannvirki þetta í Sundunum, út af Silfurgötu. En svo þegar vélarbátaútgerð- in fór að ryðja sér til rúms var bryggjuhugmyndiu undireins sett í samband við hana. Menn töldu að höfnin væri ekki svo góð að hún væri trygg íyrir vélarbáta vetur sBm sumar. Fóru rnenn þá að hugsa um að byggja bæjar- bryggju>sem Jafnframt gæti orðið skjólgarður og hafnarbót til vél- arbátahafnar. Urðu um þaðall- skiftar skoðanir, eins og oft vill verða, en helst varð þó uppi á teningnum hjá forráðamönnum bæjarins að oyggja bryggjuna hér á hliðinni utanvert við kaup staðinn (nálægt svo nefndum Urtusteini) og átti hún að vera svo traust og löng að fyrir innan hana myndaðist trygg vélarbáta- höfn á Prestsvíkinni. Staður þessi var mældur af verkfræðingi landsins, Þorvaldi Krabbe, og áætlaði hann að mannvirki þetta myndi kosta ura 620 þús. kr. Síðan voru teikn ingar hans og mælingar ásamt öðrum upplýsingum sendar norsk- um hafnargerðarmanni, Gabriel Smith að nafni, sem mælt hafði Reykjavíkurhöfn, og áætlaðihann að komast mætti af með um 200 þús. kr. til mannvirkis þessa. Bæjarstjórninsótti svoum styrk úr landssjóði <til hafnargerðar þess-irar en árangurslaust. En merkilegt er það, að síðan svona j langt kom hefir mál þetta verið ) lítið ájdagskrá hér í bænum. Astæðurnar til þess munu vera þær, að reynslan hefir sýnt að höfnin hér er fulltrygg fyrir vélar- báta, ef þeir hafa sæmileg legu færi, og því ekki ástæða til að kasta út offjár til þess að búa til vélarbátahöfn. Én bryggju út á hlíð töldu flestir bæjarbúar á óhentugum stað og illa setta, þar að auki alt of dýra ogjafnframt hefir sýnt sig síðan að hún myndi ekki órugg vegna skriðufalls. Skamt írá þeim stað er bryggjan átti að standa hefir síðan faliið skriða, svo stór að hún myndi hafa sópað með sér öllum rnann- virkjum, ekki einungis á landi heldur langt fram í sjó og auð- vitað er ekki ráðlegt að leggja mikið fé í mannvirki er slík hætta vofir yfir. En þótt nú svo sé, að raatgir álíti að hófnin hér sé svo góð að ekki sé þörf á að endurbæta hana með því að búa til vélar- bátahöfn, er það ekki vansaiaust fyrir bæinn að engin bryggja skuli vera til sem bærinn á, og auk þess sem það er hin mesta vanvitða er það jafnframt mikið tjón fyrir bæinn. Viðskifti og verslun bæjarins hlýtur meðan svona er ástatt að vera rígbund- in í höndum þeirra sera bryggj- urnar eiga, svo engin veruleg samkeþni getur koroist að. Þeir hafa bygt bryggjurnar til vegs og gengis sinni eigin verslun, svo þess er varla að vænta að þeir leyfi þær til samkepni við sig. Enda þarf hver bær að eiga sjáltur slík viðskittatæki, et hann ekki vill leggja niður alla vörn gegn því að láta einoka sig. Þess er líka að gæta að þær þrjár bryggjur sem hér eru til sem einstakra manna eign eru allar inn á Polli, en að utan- verðu er engin bryggja, nema fltsalan heldur áfrcm til oktébermánaiiarloka. 15—33°|0 afsláttur af öllum vörum. wr Netio tækifærio til ae gjöra ódýr kaup! Guftríftur ÁrDaiöttir. lítil bátabryggja, sem ekki vefður lent við nema um flæði, og Hka er einstaks manns eign. Sunda- megin og utanvert við Tangann er því varla hægt að lenda á smábát nema vaða, hvernig sem á sjó stendur, en inn á Poll er allmikill krókur. Væri hægt að byggja bryggju að utanverðu, sem ekki kostaði alt of mikið, myndi það hafa í för með sér ómetanleg þægindi og hagnað fyrir bæinn. Hafnarsjóður á níi rúml. 60 þús. kr. í sjóði og væri því fé sannarlega ekki betur varið á neinn annan hátt en að byggja fyrir það bryggju. Og þótt það fé ekki hrykki eru tekjur hafn- arsjóðs, auk árlegs kostnaðar, svo miklar að þær rayndu geta hjálpað til að borga vexti af nokkurri lántöku, þótt bryggjan ekki bæri hana í fyrstu að öllu leyti. Sjómenn hér eru oft að kvarta um að þeir geti hvergi lent og verði að vera komnir upp á náð einstakra manna, ef þeir þurfi að nota bryggju, en því eru þeir svo þögulir og linir í kröfum að heimta ekki bryggju Orðin eru til alls fyrst, og engin von að bryggja sé bygð ef enginn biður um hana. Nú aetlar Reykjavík að byggja höfn og bryggjur og byggir á því miklar vonir. Hlýtur slíkt að leiða til þess að smábæirnir eigi enn örðugra uppdráttar í samkepni við hana, ef þeir hafa ekki svipuð þægindi að bjóða. Bær eins og ísaf jörður sem engir vegir liggja að aðrir en sjórinn og hefir sjávarútveg að aðalat- vinnurekstri, þarf umfram alt að kosta kapps um að gera það sem mest þægilegt og fýsilegt að leita þar hafnar og viðskifta. öll framleiðsk bæjarins og verslun- arviðskifti eru undir því komin. Allir hljóta að vera sammáia um það að bryggja sem bærinn á, sem allir geta fengið til afnota fyrir hæfilega þóknun er ekki einungis nauðsynleg heldur sjálf- sögð, enda hefir aldrei neinn ágreiningur verið um það atriði. Hitt hafa jafnan verið skiftar skoðanir ura hvar bryggjan ætti að standa, og enn vantar nægi- lega ransókn og kostnaðaráætlun þeirra manna er á því hafa þekk- ingu til þess að hægt sé um það að dæma. Oss er kunnugt um að hafn- arnefnd og bæjarstjórn munu hafa í hyggju að taka mál þetta til nýrrar athugunar og væntum vér að bæjarbúar verði þess freuiur hvetjandi en letjandi. — Hatnarsjóður er nú orðinn svo stór, að það er illverjandi að safna í hann ineiru fé, án þess að gera meira en þegar hefir verið gert til hagsmuna og þæginda fyrir siglingar til bæjarins. Sjóðurinn •r stotnaður í því skyni að bæta

x

Vestri

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vestri
https://timarit.is/publication/235

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.