Vestri


Vestri - 03.12.1912, Blaðsíða 2

Vestri - 03.12.1912, Blaðsíða 2
V E S T R 1 47- 1M. i36 Fundargjörð. Mánudaginn 4 nóv. 1Q12 var hinn 14. þing- og háraðsmála- fundur Vestur ísaijarðarsýslusett- ur og haldinr að Pingeyri. — Fundarstjóri var kosinn : Jóhann- es hreppstjóri Ólafsf on, en ritari: Kristinn búireEðingur Guðlaugs son. Mættir voru á iundinrm 13 fulltrúar. Mál þessi voru tekin (yrir: 1. Sanslundnmál. Eftir a'l miklar umræður var svohijóðandi rökstudd dagskrá lögð fram og samþykt með 8 atkvæðum: »í því trausti að ekkert það verði samþykt af komandi þingum í sambandsmálinu, sem ekki hefir áður verið borið undir atkvæði þjóðarinnar með uppleysingu alþingis og nýjum kosningum, tekur íundurii.n íyrir næsta mál á dagskráe. 2. Símamál. Ettir nokkrar umræður var samþykt að kjósa 3ja manna nefnd í málið. Kosnir voru: Eíalldór Stefánsson læknir^ Jóhannes Ólafsson og Kristján A. Kristjánsson. Svohljóðar.di tillögur frá neínd- inni^samþ. í einu hljóði: 1. Fundurinn telur sjálfsagt að sýslusjóður láni Suðureyrarhreppi svo mikið fé sem auðið er, til einkasíma til Súgandafjarðar, og jafnframt að sýslunefnd veiti nefndum hreppi lántökuleyfi í sama skyni. 2. Fundurinn ákveður, að veita einum manni umboð til þess að skrifa hreppsnefndum þeim í Vestur ísafjarðarsýslu og Vestur- Barðastrandasýslu er starfrækslu símstöðva kosta, viðvikjandi starfrækslu símans framvegis. Skal jafnframt skora á þær að boða til almennra funda, er kjósi fulltrúa til að mæta á sameigin legum fulltrúafundi fyrir bæði sýslufélögin. Ennfremur er hon um falið að fengnum undirtekt- um hreppsnefndanna, að boða til fulltrúafundarins og ákveða fundarstaðinn«. — Samþykt að veita Jóh. Ólafssyni umboð í þessu skyni. 3. Samgöngumál. Svohljóðandi tillaga samþ. í einu hljóði: >Fundurinn skorar á stjórnina að setja póstafgreiðslu á Flat- eyri og felur þingmanni kjör- dæmisins að framfylgja því«. Ennfremur samþ. að kjósa 3 menn til að rita sameinaða gufu skipafélaginu og gufuskipafélag- inu >Thore< og fara þess á leit, að skip þau, sem félög þessi láta ganga frá Reykjavík til ísafjarðar, verði látin koma við á Patreks firði og Þingeyri í norðurleið og Flateyri og Bildudal í suðurleið, þó helst þannig að skift verði á um þessa viðkomustaði á víxl. Einnig skyldu sömu menn hlut ast til um að Patreksfirðingar og Bílddælir sendi hlutaðeigendum svipaða málaieitun. — Kosnir voru; síra Böðvar Bjarnason, Jóh. hreppstjóri Ólatsson og síra Þórður Ólafsson. 4. Tóllmál. Svohljóðandi tillaga frá ,-ja manna nefnd í því máli borin upp og samþykt með öllum greiddum atkv.: >Fur.durinn telur einkasölu ýmsra vörutegunda hrppilegatil að bfla lar.dssjóði tekna og vill þar til nefna einkasölu á kolum ogr steinolíu. sem og tilbúningi og sölu tób, ks; en gætt sé þess, að eigi sé oflangt á milli upp lagsstaða. Ennfremur telur tundurinn æskilegt, að tarmgjaldslög þau, er síðasta alþingi samþykti, eigi sem skemstan aldur«. 5. Alþýðvfraðslurnál. í því máli samþ. í einu hljóði svohljcð andi tillögur: 1. Fundurinn skorar á næsta alþingi, að taka ungmennaskól- ann að Núpi upp á fjárlögin og veita honum svo ríflegan fjár- styrk árlega, að hann geti fram vegis starfað að lýðíræðslumálum í tveimur deildum sem lýðháskóli 2. Fundurinn samþ. að kjósa 3ja manna miilifundanefnd tilað athuga alþýðufræðslumálið og koma fram með ákveðnar tillögur 15. þing og héraðsmála- fundi Vestufísfirðinga. Kosnir voru: Þórður Ólafsson, Kristinn Guðlaugsson og Matth. Ólafsson alþingism. 6. Líftryggmg sjómanna. Svo hljóðandi tillögur saniþyktar í einu hljóði: r. Fundurinn er samþykkur tillrgu þeirti til þingsályktunar. sem refndin í málinu um líf tryggingu sjómanna lagði fyrir aukaþingið síðastliðið sumar. 2. Fundurinn skorar á stjórn ina að leggja fyrir næsta alþingi lög um almenna líftryggingu manna. 7 Hafnarmál. Fundurinn skor- 1 ar á landsstjórnina að gera ráðstöfun til þess að leiðrétta sjóuppdráttinn yfir höfnina á Súgandafirði (Suðureyri) og á kveða >ankerpláss« á öðrum og réttari stað en nú er«. Tillagan samþ. í einu hljóði. 8. Fjirmál. Svohljóðandi til lögur samþyktar í einu hljóði: j. Fundurinn álitur að lands' sjóður ætti í eitt skifti fyrir öll, að mynda sjóð til styrktar listum og vísindum, er stæði undir stjórn nefndar, sem neðri deild alþingis kysi, og að útbýting úr slíkum sjóði væri falin deildar> stjórum háskólans og skólameist> ara hins almenna mentaskóla. 2. Fundurinn mælir með því, að landssjóður styrki lögferju yfir Arnarfjörð með árlegu fjár> framlagw. 9. Fátœkralóg. í því máli bornar upp og samþ. svohljóðandi tillögur: t. Fundurinn mælir með því, að 77 gr. fátækralaganna verði breytt í þá átt. er þingimð m kjördæmis hélt fratn á síðasta þingi. 2. Að því er tjárframlög úr landssjóði til sjúkiinga á út’end- um spítölum snertir, álítur lund urinn að meðmæli héraðsla-knis ætti að gera að sktlyrði. 10. Alþingiskosningar. Svo hljcðandi tillögur born ir upp: 1. Fundurinn lýsir megnri óá> nægju sinni yfir að þingið ekki vísaði kosningakæru úr Vestur* Isafjarðarsýslu til úrslita með nýrri kosningu heima í héraði. ) Tillagan samþ. með 8 atkv. > gegn 5, að viðhöfðu nafnakalii. 2. F'undurinn skorar á þing og stjórn að breyta kosningalögunum í þá 'tt, að þingið hafi ekki sjálft úrskurðarvald um kosningu þing> maona. Samþ. í einu hljóði. 3. Fundurinn telur æskilegt að næsta þing endurskoði alþingis1 kosringalögin og verði þá bann .ð að framiijóðerdur sitji í yfirkjör> stjórn og betur gengið trá ákvæð> unum um kjörseðla, svo það orki ekki tvíroælum framvegis, hvernig brjóta skuli seðlana. Samþ í einu htjóði. 11. Sýslubókasofn. F'undurinn leggur tii, að framvegis verði lögð áhertla á að sýslubókasafnið ht fi sem mest at træðandi nútima- tímaritum. Tillagan samþykt. 12. Mentamál. í því má 1 samþ. m< ð öllum greiddim atkv. svohljóðardi tillaga: Fundurinn telur varhugaverða þá stefnu, sem svo mjög hefir bólað á hér á laudi, að draga mentastotnanir landsins — æðri skólana — sem mest til kaup staðanna. Þessvegna telur fund uiinn það a>skilegt, að þing og stjórn vinni að því í framtíðinni. að ýmsir þeir skólar, í em nú eru í kaupstöðunum, verði fluttir á hentuga staði til sveita, og leyfir sér í þessu sambandi að benda á Skálhoit sem ákjósanlegan stað fyrir hinn almenna mentaskóla, Bessastaði fyrir kennaraskólann og Þingvelli fyrir kvennaskólann. 13. Llokkaskipunin. Tillagaí því máli svohljóðandi samþykt með 11 atkv. gegn 2, að viðhöfðu nafnakalli: Fundurinn er hlyntur samvinnu í sambandsmálinu ogæskir þess að fulltrúarnir stuðli að því að efla stjórnmálafrið í héraðinu. Til þe.->s að boða til næsta fundar var kosinn: Bergur k upm. Rósenkransson, en þeim s>ra Böðvari Bjarnasyni og sr. Þórði Ólafssyni falið að birta útdrátt úr fundargjörðinni. F'undarbók lesin upp og samþ. Fundi slitið k). 11 e. h. 5. nóv. Jóhannes Ólafsson. Kristinn Guðlaugsson. Mannaíát. Sigi íður Ásgrímsdóttir Thor- grimsen .- ndaðist hér í banum 26. f. m.. nær 60 ára gömul 04 hafði dvalið hér allan sinn aldur. Hún varakkja Péturs Thorgrim> sens verslunarnicinns hér. Sigríður sál. var merk mynd. arkona, enda hafði notið hins besta uppeldis, fósturdóttir þeirra heiðurshjóna Ásgeirs kaupmanns Ásgeirssonar og frú Sigríðar. Jarðarför hennar fer fnm í dag (3. des.) Látin er nýskeð á heilsuhæh inu á Vífilsstöðum, Ungfrú Kri?t> ín Kjartansdóttir, dóttir Kjartans kaupm. Rósenkrrfnsionar á Flat> eyri cg konu hans Þórlau«,ar Björnsdóttur, einkar maunvænleg stúlka, 19 ára að aldri. Jón Sigurðsscii seðlasmiður andaðist í Bolungarvík 25. þ. m. 83 ára gemall. F'æddur 3. jan. 1825. Hann var ættaður og uppalinn í Húnavatnssýslu, lærði söðlasmíði í Reykjavík og dvaldi svo um stund í Danmörku. Eftir að hann kom heim aftur byrjaði hann búskap í Húnavatnssýslu. Bjó síðast á Vesturhópshólum og flutti þaðan tii ísafjarðar 1871. Hinn var giftur Ragnhildi J. Jónsdóttur prestc Benedikssonar á Rafnseyri, sem dáin er lyrir nokkrum árum og eignuðust bau 9 börn: Sigurð kenuara og bæjarfulltrúa. Helgu konu Ólafs Magoússonar bókhaldara. Gud- rúviu ekkju Bjarna Gíslasonar á Árniúla. Steinvöru, Hólmfrtðiog In^unni, nllrfr í Auieríku. Jón, sem einnig fluttist til Ainetíku og druknaði þar og 2 börn mistu þau ung. Jón sál var burðamaður mikill og vel gefinn og merkur maður. Blindur hafði hann verið nærfelt 20 síðustu árim S I y s. Veturliði Guðbjartarson torm. héðan úr bæoum var að vinna í lestinni í Sterliug um daginn og félí þá otan á hann biti svo hann meiddist allmikið, brotnuðu tvö rif og marðist öxlin og hefir hann legið á sjúkrahús- inu síðan en er nú á batavegi. blys þetta er talið stafa af óaðgæslu skipverja; hötðu eiiV' hverjir haft orð á því við stýrn mann að óvarlegt væri að láta bitann liggja svona nærri lestar> opinu. en hann sinti því ekki. Væri því ekki nema líklegt og sanngjarnlegt að sá sem slysið hlaut fengi það bætt at útgerð skipsins. Sveinbj. Pórðarson frá Kambs- nesi í Álptafirði, unglingspiltur um 18 ára, varð undir mótorbát við ofansetningu í Hnífsdal í vikunni sem leið og meiddist allmikið. í því á

x

Vestri

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vestri
https://timarit.is/publication/235

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.