Vestri


Vestri - 23.08.1914, Blaðsíða 1

Vestri - 23.08.1914, Blaðsíða 1
Jlotoi inn H E I N er að áliti þeirra er hafa reynt hann, traustasti og besti bátamótorinn. Eyðir mjög litlu af olíu. Er ódýr eftir gæðum. Upplýsingar og sýnishorn hjá aðal- umboðsmanni Ingólfl Jónssyni. WESTRI. Ritstjóri: Kristján Jónsson frá Garðsstöðum. Ursmíöastoian Hafnars'.ræti I hefir fjölbreyttast ug best úrval af úrum, úrfestum og klukkum. Ennfr. ymsa hentuga muni tii teekifeerisgjafa. Aðgerðir fljótt og vel af hendi leystar Stefán Hermannsson. XIII. árg. ÍSAFJÖRÐUR. 23. ÁGÚST 1914. 35. tbl. Símfregnir. Kvík, 16. ág. kl. 4,50. Fiá Nish fréttist, að fjögur hundruð þúsund Austurríkismenn haú ráðist á framfylkingarlinu Serba á fimtudaginn, en voru hraktir með geysi-mannfalli. Opinbera fréttastofan segir árásir Þjóðverja stöðvaðar í EfriElsass. Riddaralið Belgja sigrar við Hosselt. öflug framsókn Frakka. 17. ágúst. Höfn í gærKveldi: Rdssastjórn hefir gefið út boðskap til Pól- lendinga, þar sem hún heitir að gefa Póllandi sjálfsstjórn, ef Þjóðverjar verði undir í ófriðnum. Frakkar fara með mikinn litsafla inn í Beigíu til hjálpar Beigjum. Lundúnum (Céntral News) í dag: Símað er frá Brússel. Vafalaust er mikið þýskt riddaialið og stórskotalið á leið til Brússel. Menn ætla að orustan við Lúttich hafi að eins verið háð til að villa Belgjum sýn, til þess að koma að þeim óvörum við Brússei. í kvöld: Japanar hafa sent Pjóðverjum tvo kosti: 1. að þeir afhendi þeim til eignar og umráða borgina Kjan í Kína, ásamt landeign Þjóðverja þar umhverfis. tPjóðverjar fengu þetta land hjá Kínverjum 1898). 9. ef þeir gangi ekki að þessum skilmálum, þá segi Japanar þeim tafarlaust stríð á hendur. í gær var orusta í Adriahafi undan borginni Butua, milli frakk- neskrar og austurrískrar flotadeildar. Frakkar UDnu algerðan sigur og gereyðilögðu austurríska flotann. 18. ágúst. Skeyti í morgun staðfestir skeyti í gær um að þýskt lið hafi verið á leið til Brússe), og hafi það verið rekið aftur af Belgjum við Waure, sem er 13 enskar milur frá Brússel. Ennfremur er sagt að Frakkar hafi að miklu leyti eyðilagt aust- urrÍBka flotann og Béu komnir alla léið upp að Dalmatíu í Adríahafi. Höfn i gærkv.: Spánn lýsir sig hlutlausan í ófriðnum. Rússakeisari farinn til Moskwa. Vilhjálmur PýskalaDdskeisari kominn til Mainz. Sífeld vopnaviðskífti. Rússar og Frakkar sigursælir. 19. ágúst. í morgun: Pjóðverjar láta undan síga á landamærum Rússlands. Kósakka hersveitir Rússa brjótast yfir landamærin. í aðalskipshöfn Austurríkis, Polu við Adríahaf, sökk austurrískur tundurbátur. Hafði rekist á tundurhylki. Norskt flutningaskip, „Henry*, sem kom til Reykjavíkur í gær, var tvisvar stöðvað á leiðinni frá Noregi af breskum herskipum, í annað skiftið milli Færeyja og íslaDds. 20. ágúet. Heriið Frakka við landamæri Þýskalands er 1 milj. og 200 þús. Þjóðverjar hafa 1 milj. og 500 þús. herliðs á sömu stöðvum. Bretar komnir með lið inn í Frakkland. Stjórn Belgíu er flutt til Antwerpen. Serbar unnu sigur á Austurríkismönnum í gær við Saba (serbneskur bær fyrir vestaD Belgrad á landamærum Austurrikis og Serbíu). Áköf orusta við Pernilie í Belgíu milli Þjóðverja og Belgja. Úrslit ókunn. Frakkar hafa tekið Forbach í Lothringen. Þjóðverjar hafa enn ekki náð hervirkjunum við Lúttich. Frá Þórshöfn í Færeyjum ei símað, að þar sjáist alt af fleiri og fieiri herskip á sveimi. 21. ágúst. Frakkar hafa orðið ofan á í Elsass og náð aftur Múhlhausen. Stórkostleg •ruBta þar. Þjóðverjar hafa tekið Brússel og Belgir hafa orðið að hörfa til Antwerpen. Belgir sýnt afbragðs hreysti, en Þjóðverjar grimd og hrottaskap. Þjóðrerjar bafa íariÖ yfir Maanfljótið. Gjalddagi Vestra er liSngu liðiim. Klaðið mælfsí tii að kúupendur standl skil á andvirði þes^. Sérstaklega eru þeir sem skuídii fleiri árganga og hafa lofað borgun skrifiega og munnlega mintir á að sýna skil nú í haust. Skuldlausum og skilvísnm kaupendum sínum flytur blaðið þakkir. Rússar herja á AusturÞýskalandi og hafa þar náð 2 bæjum á sitt vald: Gumbinnen og Lyck. Pius páfi X. lést í fyrri nótt. 22. ágúst. Opinberlega er tilkynt frá Pétursborg, að her Rússa sé kominn inn í Austur-Þýskaland og hafi tekið borgina Lyck og að hersveitirnar haldi þaðan áleiðis til Gumbinnen Yið Lyck stóð mikil orusta á þriðjudaginn og miðvikudaginn. — Forustu fyrir Rússaher hefir Nikulás stórfursti og ræður yfir 20 her- deildum þarna. Skeyti í dag staðfestir: að Þjóðverjar hafi tekið Brússel, og að Frakkar hafi unnið algerðan sigur í Elsass, en aftur hafa Þjóðverjar orðið ofan á í Lothringen. ítalir bafa gefið Bretum og Frökkum leyfl til að sigla um Adria- haf. Þýska stjórnÍD hefir stranglega bannað að flytja svissnesk blöð til Þýskalands, vegna þess að þau geti gefið Þjóðverjum meiri upplýsingar um ófriðinn en þýska stjórnÍD vill. Loftorusta mlkil var nýskeð milli Þjóðverja og Frakka á landa« mærum Frakklands og Þýskalands, Frakkar unnu algerðan sigur og eyðilögðu lofthertæki Þjóðverja. / „Ceres* kom til Reykjavíkur 1 dag. Loftorusturnar. Geigvænlegar og stórkostlegar eru jarðorusturnar nú á tímum með öllum þeim miklu hervéiabáknum, sem nútiðaþjóðirn* ar hafa á að skipa, en enn geig- vænlegri og stórkostlegri eru þó loitorusturnar. Nokkiir bardagar hafa þegar farið fram í loftinu frá því ófriðurinn höfst. Einkum er í frásögur færð framganga eins frægasta flugmanns Frakka, Oarros, er réðist á Zeppe« linsloftskip, sem komið var yfir landamæri Frakklands, og gereyði* lagði það. Gerðist sá atburður 18000 fet í lofti uppi, og eins og nærri má geta fórust allir menn á loftskipiau. Skeyti í gær hermir írá mikilli loftorustu milli Frakka og Þjóð« verja og má nærri geta, að þar hafi verið ægilegur valur. Forbacli er smábær í Lot' hringen. íbúar um 9000. Þar stóð ein af fyrstu orustuDum í fransk* þýska striðinu 6. ág. 1870. Grift eru: Björn Þórðarson sýslum. og Ingibjörg Ólafsdóttir (Briems). Vaid. Pooisen steypumaður, Hverfisgötu 6, Reykjavík, steypir öll áhöld úr járni og kopar handa skipum og mótorbátum. Heíir ávalt nægar birgðir af allskonar pakDÍngum fyrir gufuvélar og motora. Kaupir gamlan eir, látún og blý fyrir borgun út í hönd. Ef mér eru sendir gamlir málm' ar sendist borgun með næsta pósti. Utanáskrift: Vald. Poulsen. Box 63, Sími 24, Rvík. Brauil og Busse teknir til fanga. Þeir Braun kaupm. og K. Busse, nýi háskólakennarinn frá Þýska. landi, voru meðal þeirra Þjóðverja i Reykjavík, er fóru utan á Floru í byrjun ófriðarins til þess að ganga í her Þjóðverja. Sagt er að þeir hafi báðirlentí Bretlandi, verið teknir þar til fanga og taka því ekki þátt í stríðiuu að þesBU sinni.

x

Vestri

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vestri
https://timarit.is/publication/235

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.