Vestri


Vestri - 31.12.1914, Blaðsíða 2

Vestri - 31.12.1914, Blaðsíða 2
50} VESTRI Milli Oise og Vogesafjalla hefir engin breyting orðið. 20. des. kl. I,5 e. h.: Hans hátign Cassah Kamel Pascha nefnist nú soldán Egiptaiands. Bretakonungur sendi honum vinsamlegt, skeyti og fullvissar hann um vernd ríkis síns og kveðst sannfærður um að honum takist að yfirbnga þær tilraunir sem nú séu gerðar til þess að eyðileggja sjálfstæði Egiptaiands og hefta auðsœld og þroska þjóðarinnar. Flotamálastjórnin breska mótmælir að bresk herFkip hafi sokkið í BÍðustu viðureigninni í Noiðursjónum (Þegar f'jóðverjar skutu á England). Á skipum Breta féilu 5 menn, en 15 særðust. Smálestatala þeirra skipa, er komu til breskra hafna í nóvemben mánuði var 2J/2 miljón og er það nærri % minna en á sama tíma í fyrra. Reuter 19. des. ki. 4,20 e. h.: Mannfall í Hartlepool var 103, en 404 særðust. Rússnesk tiikynning, þó ekki opinber, gerir gys að orðalagi þýsku tilkynningarinnar um stórsigur í Póllandi. A.usturríkismenn hafa sótt allmikið fram í vestanverðri Galizíu. Við Warthafljót hafa Russar höiíað fyrir áhlaupum þjóðverja og sumstaðar alla ieið austur undir Varsjá. Rússar hafa einnig farið ha’.loka við Burtzafljót. Reuter 21. des. 12,30 e. h.: Áköf orusta hefir geysað nálægt Weichel og Burtzifljóti og við Rankra. Tvö þýsk herfilki voru gereydd. Einir 50 manns stóðu uppi og voru handteknir. Á ýmsum stöðum i Galíziu hafa Rússar gert áhlaup með ágætum árangri og brotið Austurríkismenn á bak aft.ur Á Énglandi voru atvinnulausir í októberœánuði 2,9%, en í nóv- ember voru þeir 4,4%, og er það 2% meira en á sama tíma í fyrra. í Éýskalandi voru 10% atvinnulausir; þrátt fyrir hve margir eru hernum, á sama tíma í fyrra voru þeir 3,9%. Heildsöluverð á sykri í Þýskalandi hefir hækkað um Mark 1,50 á 100 Kgr. Verð á kolum hefir hækkað um Mark 1,20 smálestin. Menn óttanst að verðið hækki enn meir. Éýska blaðið ,Lokal Anzeiger" skorar á menn að fara sem spar< legast með allar nauðsynjavörur. Sagt er að skorað sé á menn í Éýskalandi, að láta ríkinu í tó allan gullforða en taka seðta í skiftum. Skéyti sem birt, er í „Folkets Avis* 2. des. segir að ísl. kyndari á norBka gufuskipinu „Gagali" hafi slegið unglingsspilt, sem var á sama Bkipi, svo í höfuðið, ineð flösku, að pilturinu beið bana af. Maður þessi er sagður heita Jón Hermann, 25 ára garoall. Hafði hann verið vel látinn af skipverjum, en var of drykkfeldur. Skeyti frá Kaupmannahöfn segir orustuna í Póllandi einhverja stærstu orustuna sem háð hafi verið. Viðnámi Rússa sé nú lokið og þeir hafi sumstaðar hröklast alla leið að borgarmúrum Varsjár. Á Norðurlöndum er almennur fögnuður yfir konungastefnunni 1 Málmey. Gamlar væringar gleymdar, en samúð og hluttekning milli þjóðanna. Menn halda að öll Norðurlönd muni fylgjast að, ef til kemur. Skeyti frá Matth. Éórðaisyni, sem dags. er í Liverpoel 21. des. kl. 2, segir: Siglingar botnvörpunga, sem koma að norðan til Fleetwood, eru ótryggar. Skip sem fara. þessa leið verða að fá leiðsögu og eru vandlega ransökuð. Gufuskip rakBt á tundurdufl norðan við írland, og sökk. 28. des. Franska stjórnin er aftur flutt til Parisar, og situr þar fram- vegis, nema hermálaráðherrann, sem dvelur fyrst um sinn í Bordaux. Frökkum hefir allstaðar veitt betur; haft framgang um 800 til 1500 metra. í Belgíu hefir sambandsmönnum veitt betur til sjávar og 1 viðureign milli Nieuport og Westende, einnig við Bixchoote, þar aem þeir náðu skógi nokkrum. Herstjórn Rússa i Kákasus tilkynnir sigur yfir Tyrkjum í Van- héraði og biðu Tyrkir mikið manntjón og Rússar náðu mörgum tallbyssum. Georg Bretakonungur fékk bifreiðar tii sjúkraflutninga og spítalaskip í jólagjöf trá Indlandi. Austurríkismenn hafa beðið lægri hlut fyrir Rússum á vestri bökkum Weichsel og við Pilitzafljótið. Rússar hafa unuið sigur á Austurríkismönnum við ána Nid og 1 Karpatafjöllum. Rússar hafa skotið á Batum (borg við Svartahafið) og unnu mikið tjón setuliði Tyrkja þar í borginni. Þýsk flugvél flaug yfir Dower á jóladaginn og varpaði niður einni sprengikúlu, sem sprakk á auðu svæði, og gerði þvf engan skaða. Gasstöðina f Warchau, sem var þýsk eign, hafa Rússar tekið í sínar hendur og fundu þar 900 þús. rúblur f gulli, sem áttu að sendast til Þýskalands við fyrsta tækifæri. Við árnar Russ og Rauka hafa Þjóðverjar beðið ósigur fyrir Rússuaa. Mikið mannfall. 52 tbL Innanrfkisráðherrann f Luxemburg hefir sent stjórninni í Sviss þá málaleitun, að hún fari með sáttaboð milli Frakklands og Þýska- lands, sem síðar yrði grundvöllur friðarsamninga milli þessara ríkja, en málaleituninni var synjað. Sneri ráðherrann sér þá til Hollands, en fékk þar sama svar. Þýskir fangar f Rússlandi voru 24. desbr. 132,877, en af Austi urríkismönnum 224,633. Halldór Jónsson, fyrv. bankagjaldkeri, lést á jóladaginn. Björn Símonarson gullsm. f Rvík lést í gær, úr lungnabólgu. >Kong Helge* og >Botnia« voru stöðvuð á útleið um daginn af breskum herskipum og lyrst flutt til Orkneyja, en síðan skipað að fara til Leith, og þar voru teknir 7--800 hestar er skipin höfðu meðferðis. >Esbjærg< fór í íyrradag með 200 hesta til Danmerkur. Galdra Loftur, Ieikrit Jóhanns Sigurjónssonar, leikinn f Rvfk 2 kvöld undanfarið. Húsfyllir og ágætur rómur gerður að leiknum 24 börn voru skírð í eina f Frfkirkjunni f Rvík 2. jóladag. Sfmskeyti frá Vestmannaeyjum f dag segir, að þar hafi verið hrfð í gær og ofsa sjór og í þvf hafi hrunið allur hafnargarðurinn, sem búinn var, og einnig eyðilagst nokkuð af járnbraut þeirri, sem lögð hafði verið til að flytja efnivið til hafnargerðarinnar. — Menn halda að Monberg verði að bera skaða þennan, þar sem hann hafði tekið að sér hafnargerðina fyrir ákveðið verð. 30. des. London 27. des.: Flotamálastjórnin kunngerir, að 25. þ. m. (á Jóladaginn) hafi 7 breskir loftbátar skotið á þýsk herskip erláu framundan Cuxhaven (herskipahöfn Þjóðverja við Elbumynni). Árásin byrjaði f dögun og barst viðureignin f nánd við Helgoland. Hraðskreið beitiskip, tundurspiilar og katbátar fylgdu bresku loft* förunum. Þegar Þjóðverjar á Helgolandi urðu varir við árás þessa lögðu út þaðan 2 Zeppelinsloftskip, 3—4 loftbátar og nokkrir kaH bátar, til varnar og hjálpar sínum skipum. Tókst þegar orusta milli loftfaranna og kafbátanna annars vegar og allra nýjustu beitiskipa og loftbáta hinsvegar. Með því að sigla hratt tókst skipum vorum að stýra undan sprengikúlum loftfaranna, sem engar hittu og herskipum vorum veitti létt að stökkva loftskipunum á flótta með ákafri skothrfð. Tveir loftbátar eyðilögðust af Þjóð> verjum, en skip vor björguðu mönnunum. Bresku skipin dvöldu 3 klst. samfleytt við strendur óvinanna, án þess frekar yrði á þau ráðist, eða skip þau er lyrir lágu hættu sér út til atlögu. Sex bresku loftbátunum tókst að komast heilu og höldnu heim aftur, en um þann 7, er á var foringi flugferðarinnar, Francis Hetlöw, vita menn ekki um. Sást síðast til þess um 8 roílur frá Helgoland, og var þá nauðulega statt. Menn vita því ekki enn hver örlög þessi hrausti fullhugi hefir beðið. Menn geta ekki metið það tjón, sem sprengikúlur vorar hafa bakað óvinunum, en þeim var öllum varpað á staði, sem hafa mikla hernaðarlega þýðingu. Breskur flugmaður flaug nýskeð til Brussel, f þvf skyni að varpa 12 sprengikúlum á loftskipaverksmiðju, er sagt var að Þjóð- verjar hefðu nýsmiðað þar. Förin tóskt greiðlega og 8 sprengi« kúlum var varpað um miðbik árásarsvæðisins, en hinum á heim- leiðinni. Eigi er hægt að segja um tjónið með vissu, þvf þykkir reykjarmekkir lögðu f loft upp af sprengingunum, en menn telja árangurinn æskilegan. Reuter í dag segir: Nú er það kunnugt, að bresku loftbát- arnir eyðilögðu loftskipaskýli og skipasmið'ur í Cuxhaven. Bresku tundurspillarnir sigldu sífelt umhverfis beitiskipin bresku og vörðu þau fyrir skotum óvinanna. Austurríkismenn hafa beðið ófarir fyrir Rússum við Drohobycz. Er sagt að hersveitir þeirra hafi neitað að berjast við Rússa. Her Austurríkismanna hefir nú tekið sér stöðvar á btúnum Karpatafjallanna. Maður varð úti á Breiðadalsheiði 22. þ. m. Hann hét Sigurður Magnússon, rinnumaður Guðjóns Jónssonar næturvarðar hér, maður um fertugrt, ókvæntur. Linglingspiltur sem með honum var náði að Tungu um kvöldið, og var þegar brugðið við og fanst Sigurður, en var þá með litlu lifsmarki að rneelt er og lést áður en r.áð varð til bæjar. Hélt samferðamaður bans að hann hefði anögglega kent veikinda. Stórviðrí var á meó krapafigning i bygð, en snjókomu á fjallinu. Féteekrafulltrúi var kosinn á bæjarstjórnarfundi 21. þ. m, Elías J. Tálsson sýsluakrifari. Bsejarstjórnarkosningar. 3 listar eru þegar komnir fram við bæj- arstjórnarkosninguna 4. jan. n. k. A. listi: Arni Gíslason jfirfiskimatsm. Karl Löve skipatjóri, Baldur Sveinsson kennari. B. -listi: Arngrfmur Fr. Bjarnason prentari, Sigurður þorsteirsson múrari, Jón B. Eyjólfsson gullsmiður. C. -listi: Karl Olgeirsson verslunar- stjóri, Jón A. Jónsson bankastjóri Sigurjón Jónsson skólastj. Drétturinn á útkomu blaðsins staf- ar af að pappirinn í blaðið átti að koma með Pollux 13. besbr. en sem kom loks á nýársdag.

x

Vestri

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vestri
https://timarit.is/publication/235

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.