Vestri - 27.10.1915, Page 2
4i. bL
158
VESTRl
Eifling norrœnna þjóða.
Andleg eining og bróðurleg
samvinna er kjörorð stútentasam-
bandsins norræna, sem hélt lyrsta
ársfund sinn á Eiðsvelli í Noregi
í sumar. Stefnuskrá sambandsins
er að búa ungu kynslóðina —
fyrst um sinn einkum mentamenn-
ina, — undir það, að koma á
samvinnu meðal allra Norður-
landaþjóðanna, á þeim grundvelli
er tryggastur reyndist til frann
búðar. Sambandið gerir sér því
einkum far um, að synda fyrir
þau sker, sem sameiningartilraum
ir Norðurlanda hafa strandað á
um liðnar aldir. Innan sambands'
ins hefir hver þjóð sína deild,
sem starfar inn á við, að því, að
vekja athygli manna á menningi
arstetnum frændþjóðanna og
fræða um þjóðareinkenni þeirra,
skapferli og litnaðarháttu. Aðah
stjórn sambandsins, sem skipuð
er 3 mönnum trá hverri þjóð,
heldur uppi samvinnu meðal
þjóðdeildanna, og á hverju sumri
er haldin alsherjar samkoma.
Sem sýnishorn af mótum þessum
ætla eg að lýsa í fám orðum
því siðasta, er háð var í Noregi
1 sumar.
Boðsbréf höíðu verið send út
til stúdenta í Noregi, Svíþjóð,
Finnlandi, íslandi og Danmörku.
Pann 14. júlí tóku menn svo að
streyma úr öllum áttum, að lýð*
háskólanum á Eiðsvelli, og að
morgni þess 15. var mótið sett.
Fánar dregnir á stöng, með há<
tíðlegri viðhöfn og þá sungnir
þjóðsöngvar allra þjóðanna.
Undir borðum voru síðan haldm
ar ræður, ein frá hverri þjóð.
Mótið stóð síðan í 5 daga.
Margir fyrirlestrar voru fluttir
um ýmislegt, er otarlega er á
dagskrá hjá hverri þjóð fyrir sig.
Meðal fyrirlesara voru tveir ísi
lendingar. Auk þess voru sýndar
skuggamyndir frá íslandi, sem
Hulda Garborg átti í tórum síni
um, írá því hún var hér á ierð.
Þá tók og aðalfundur sambands-
ins allangan tíma, en tímanum,
sem afgangs var, vörðu menn
tii þess að kynnast hver öðrum,
spjalta saman, seðja forvitni út-
lendinganna, og láta þá gjalda
í sömu mynt. Er það ótrúlegt,
hve raikið er hægt að læra á
svo stuttum tíma, þegar eins vel
er á haldið, og gert var á Eiðs.
velli. Þá var og margt til
skemtunar, og að lokum fór
allur þingheimur skemtitör á
eimskipinu >Skiðblaðnir<, upp
eftir ánni Vormen og stöðuvatn>
inu Mjösen. Var það að kvöldi
þess 19. Daginn eftir héldu
monn af stað í smærri og stærri
hópum. Mótinu var lokið, en
bréí og bréfspjöld bera nú kveðjt
ur og vinaspjall rnilli vina og
knnningja, er aldrei höfðu sést
íyr en á E.iðsvelli. A þann hátt
•ætlar norræna stúdentasamband-
ið að leggja grundvöll undir
bróðurlega samvinnu Norður-
landaþjóðanna.
Eg ætta ekki hér að lýsa
stefnuskrá norræna stúdentasam-
bandsins nánar, en að eins að
geta þess, að hreyfing sú, sem
nú hefir fætt af sér samband
þetta er ekkert annað en ung.
mennafélagshreyfing, með lítið
eitt víðtækari hugsjónum. Enda
hefir höfundur hreyfingarinnar,
norski blaðamaðurinn Hermann
Smitilngebretsen, valið henni
nafnið >ncrræn ungmennahreyf*
ing<. Hver og einn á að vinna
þjóð sinni alt, sem honum er unt.
Hver þjóð á umfram alt að varð'
veita sjálfstæði sitt og séreinkenni
en frændþjóðirnar eiga að taka
höndum saman, ekki að eins til
að verja sig gegn árásum utan
að, heldur einnig til þess, að fá
meiru áorkað, í þarfir menningar
og mannúðar. Hreyfingin er því
ekki handa stúdendtum einum.
Henni er ætlað að ná til allra
þjóðanna í heild sinni. En stúd.
entasambandið er fyrsti sýnilegi
ávöxturinn.
Steinþór Guðmundsson.
(„Skinfaxi“.)
I heimsókn hjá Jellícoe.
Tiger «g Lion.
Amerískur rithöfundur, Fred'
eríc Palmer að nafni, hefir verið
fréttaritari ameriskra blai^a á
vesturvígstöðvunum og snemma
í þessum mánuði var honum
leyft að heimsækja Sir John
Jeliicoe og enska flotann; hefir
hann ritað um þá heimsókn á
þessa leið:
Eg hefi heimsótt hinn mikla
flota Breta og fengið að skoða
herskipakvíar, sem taka stærstu
vígdteka sem bygðir hafa verið
síðan ófriðurinn hófst.
Mér var líka sýnt kort, Sem
markað var á hvar kafbátar hetðu
sést og hver afdrit þeirra hafa
orðið ef á þá hefir verið ráðist
Stóðu þar þéssar fyrirsagnir:
>Tekinn<, >Taliðsökt< og >Sökt<
Þegar sléttur er sjór og loft-
bólur koma upp á þeim stað,
sem kafbátur hefir sokkið á, lengi
eftir að hann hvarf, þá er talið
víst að hann hafi farist.
Eg spurði sjóliðsforingja einn:
>Hvernig tarið þið að ná í þá?<
Og svarið var:
Stundum er siglt á þá, stundum
er skotið á þá og stundum eru
þeir sprengdir upp. Áuk þess
höfura við mörg önnur ráð, sem
við segjum ekki frá<.
Foringjar og sjóliðsmenn á
vígskipunum öfunda þá sem eru
á katbátaveiðum, það er talin
ágæt skemtun.
Finglendingar hata nú auk her-
skipa 2,300 botnvörpunga, tund-
urduflaslæðara og vopnuð kaupi
L e s i ö!
Þeir, sem enn ekki hafa greitt gjöld sín
til bæjapsjóðs ísafjarðarkaupstaðap fýrir
ylirstandandi ár, eru alvarlega ámintir um
að greiða þau nú þegar, því ella verða jþau
tekin lögtaki Innan skamms.
ísafirði, 7. október 1915.
Ræjargjaldkerinii.
Símlregnir
23. okt.
Frá ófriðinum eru þetta helstu tiðindin siðastl. viku:
Pcgat' banda't önnum var kunnugt um að Búlgaiar myndu ganga
í )ið með þjóðverjuin og ráðast á Serba, sáu þeir að komið var í
óvænt efni, og brugðu þá þegar við ,til þess að senda Seibum lið.
Kröfðust þeir þess þá af Grikkjum, að þeir leyfðu að landsetja lið
þetta í Salon ki, og tlytja þnðan með járnbraut til Nish. Létu þeir
franska sendíherrann í Aþenu flytja þennan boðskap og jafnframt geta
þess, að liðið væri eingöngu æt.lað til liðveislu við Serba. — Venezelos
mótmæJti þessum liðsflutningi, en eigi að síður fór hann fram, enda
ntun það ekki hafa verið fjani skapi hans. — Þegar sro þetta var
tekið fyrir í þinginu, þar sem Venezelos lét birta mótmælin, urðu út
af þessu miklar umræður. Töldu margir þingmenn þetta sama og að
segja fjóðvei jum stríð á hendur. Er konungur og herforingjaráð hans
alt á því máli, að í’jóðverjar muni bera sigur úr býtum, og megaþví
ekki heyra nefnda á nafn neina mótstöðu gegn þeim og gáfu Venezelos
sök á þessu. Lauk svo að Venezelos varð að biðja um lausn og
heitir sá Zamis sem nú er forsætisráðherra.
Af bardögum í Serhíu er þetta að greina: Búlgarar sækja á alla
Serbíu. að suðaustanverðu, frá Nish að iandamærum Rúmeniu. Biðu
Búigarar í fyrstu eitthvert tjón fyrir Serbum og bandamönnum þeirra,
þó óveruiegt. En hafa síðan sótt á öllu þessu svæði, og í dag barst
einkaskeyti til Mbl. um að allur her Serba (á svæði þessu) sé í hættu
staddur.
Þjóðverjar sækja á í Serbíu norðauverðri, en ekki er víst hve langt
þeir eru komnir inn i landið. Nýjustu erlend blöð herma að þeir hafi
þá verið komnir 10 mílur suður fyrir Belgrad. Einnig höfðu þeir
(Þjóðv.l sett íjölda kafbáta á Doná og náð öllu fljót.inu á vaid sitt.
Komst upp með kaíbátana á þann hátt, að einn þeirra strandaði.
Euskir kafbátar eru, stöðugt á sveimi í Eystrasalti og vinna Þjóð-
verjum mikið tjóu. Á einni viku söktu þeir 23 þýskum kaupförum,
þar á meðai 2 stórum,
Samkv. einkaskeyti til Mbl. í dag hafa Rússar á ný unnið stór-
sigur í Galiziu. Eftir skýrsium og skeytum undanfarna daga hefir
Rússum gengið ágætlega að sunnanverðu (í Galiziu og norður undir
Dnnsk), en aftur hefir’ Þjóðverjum veitt betur að norðanvevðu á víg-
vellinum, einkum umhverfis Drinsk og í Rigahéraði. Feldu Þjóðverjar
þar nýskeð eina herdeild Rússa að mestu leyti.
A vestri vigstöðvunum hefir alt gengið í þófl síðastliðna viku.
Sókn bandamanna virðist nú lokið að sinni, en Þjóðverjar hafa gert
ákafleg áhlaup síðustu dagana og beðið mikið manntjón, en unnið lítið
á. Bretar halda enn sama hluta Hoherzollernvigisins, þrátt fyrir ásókn
Þjóðverja. — Skeyti barst til blaðsins BFréftir“ um að Frakkar væru
farnir að skjóta á Metz, en raun mishermt. Aftur á móti hafa síðustu
dagana staðið harðir bardagar milli Frakka og Þjóðverja um Hart-
mansweilerkopf og barst skeyti uin að Frakkar hefðu náð því, en talið
óvíst að rétt só.
ítalir hafa nýskeð mist eitt af stærstu herskipum sínum. Láþað
inni á höfn og kom upp sprenging í skipinu, svo mikil að öll hús í
nálægð léku á reiðiskjáJfi og tvö önnur skip, er.á höfninni voru, stór-
skemdust af sprengingunni. Alls fórust á 4. Þúsund manns við spreng-
inguna, þar á meðal aðmírállinn. — Skipið heitir VeDOdetto Brion og
er 13.400 sinál. að stærð. — Ensk blöð er greina frá slysinu segja
að þrátt fyrir sprenginguna muni takast að gera við skipið.
Af viðureigninni við Htllusund hafa iitlar fregnir boriBt. Erlend
blöð segja að bandamönnum miði þar alt af nokkuð á, en hægfara.
Bæjarstjórn Reykjavikur heflr samþ. að veita nær öllum föstum
starfsmönnum bæjarins dýrtíðaruppbót, eftir sömu reglum og starfs*
mönnum laudssjóðs.