Vestri


Vestri - 23.03.1916, Blaðsíða 2

Vestri - 23.03.1916, Blaðsíða 2
4~ V E S X R 1 ii b'. Símlregnir 18. mars. Einkaskí y i t.il Mbl , Khöfn 14. mars: Síðustu dagana h&fir verið hlé á sókninni við Verdun. ít.alir sækja ákaft fram við Isonzo. Brerkt beiliskip ra<st nýskeð á tundurdufl og sökk samstundis. Síðustu vikurnar hafa Tjóðveijar ey't ca. 3 milj fallbyssuskot.a á vesfui vígstöðvunum. Frakkar hafa 2000 lall ryssur til varnarnar í vígjumun vlð Veidun. i’ýskur kalbátur sökti fr.tkknesku herflutningaskipi nýlega í Mið* jarðarhafinu. 1200 manns fórust. Mörg skip hafa íarist á t.undurduflum undanfarna daga. Villa, hershöfðingi i Mexiko, hefir safnað her manns og ráðist á hersveitir Bandaríkjanna bar í landi. Einkaskeyti tii Mbl., Kh. 17 rrars: Þjóðveijar hafa byrjað sókn á vígið De Vanx (næsta vígi fyrir sunnan De Donaumont. , Einkasaeyti til „Vísis“, Kh. 17. mar»: Frakkár hafa hrundið tveimur áhlaupum Þjóðverja við Verdun og biða óskelídir [tess þriðja. 22. mars. EinVrskeyti til Mbl., Khöfn 21. mars: Útiit er fyrir að Rússir séu á leið að hefja sókn á eystri víg- stöðvunum. Að eins smjskærur við Isonzo. t’jóðverjur hafa iekið gufuskipið „Thyra", eign Sameinaðafélagsins. Fregnir eftir nýjustu erlendum blöðum: Sokn Þjóðverja við Verdun hætt um stund, en búist við að þeir hefji þiiðja áhlaupið innan skamms Tjóðverjar hafa verið undanfarið með flotadeild í Norðursjónum og lagt þar fjölda tundurdufla. H;ifa Bretar nýskeð mist herskip, tundur* bát og fjölda kaupfara á tundurduflum. Tyrkir hafa unnið sigur á hersveitum Breta í Mesopotamíu (í nánd við Kut el Áihara) og er mannfall Breta þar sagt um 6 þús Smut.hs, herforingi Breta í Austur Afnku, hefir átt þar i hörðum orustum við Tjóðverja og veitt heldur betur. í vestanverðu Egiptalandi hafa breskar hersveitir átt í höggi við Araba og rekið þá út úr laudinu. Búist er við ráðaneytisskiftum á Ítalíu. Hefir töluverð óánægja verið með ýmsa ráðbenana í Salandraráðaneytinu og hefir Salandra nýlega iýst yfir því, að hann myndi biðjast lausnar. Gallieni hennáiaráðherra Frakka og Tirpitz hermálaráðherra Tjóð* verja hafa báðir sagt af sér. Innlendar símtregnlr. 18. mars. Símon Dalaskáld lést norður i Skagafirði 12. þ. m. Sú fregn hefir borist frá Siglufirði, að Grimseyingar hafi seð 12 smá gufuskip fara vestur með eynni. Daginn eftir héldu skipin aftur austur] en voru þá aðeins 10. Giska menn helst á, að þetta hafi verið breskir botuvóipungar, sem sendir hafi veiið út til þess að leita þýskra skipa. Tykir Bretum grunur á, að fleii i þýsk skip en Möwe hafi sloppið út með sama hælti: undir breskum fána. — í fyrri nótt var breskt beitiskip milli Vestmannaeyja og lands og varpaði frá *ér leitarljósum. Sami mokaflinn enn á Suðuilandi, og afbragðsgóður aíli á Aust- fjörðum. með bandamönnum í stríðinu og myndi hafa veitt þeirn allan þann stuðning, sem hann megnaði ef hann hefði verið forseti og lieflr drjúgum árnælt Wiison. Reyndar er ekki vist að Roose' w-jt verði í kjöii, því ýmsir eru honum halfgramir eíðan hann bauð sig fram við síðustu forsetakosningu og spiiaði sigrinum úr höndtim sainveidismanna. En hann er liiusvígar einn hinn atkvæðamesti og lýðkunnasti maður i Bandaríkj> unum og áhrifamikill ræðuskör* ungur. En mörguin þykir hann nokkuð iaus á kostunutn og froðuj kendur á köílum. Brynn er R. iíkur að því leyfi en er ságður skorta sljórnmálahæftleika á við hann. Taft er ekki ákafamaður til jafns við Roosewelt, en sanngjarn fastur fyrir og gætinn. Wilson, núverandi forseti, er og sagður likjast Taft að þessu leytiogmjög vel var látið af enduibótahugsjón- um hans er hann lýsti i ræðum, skömmu eftir að hann tók við forsetatign, — þótt nú kveði við annan tón út af afskiftum hans af stríðinu Má því búast við, að kosningabardaginn með batðasta móti vestra. Samein. Jilgei ðarliúsin 25 ára Sameinuðu ölgeiðai húsin í Dan> mörku (De forenede Bryggeriei) voru stofnuð árið 1891 upp ú» 11 gömlum ölgerðarfélögum, sem þá steyptu eigum sinum saman og mynduðu eitt sjálfstætt félag Síðar bættust tvö önnur félög við, annað þeirra var Tuborg brugghúsið, sem þá var eitt af stærstu ölgeiðaifó* lögum landsins. Hefir félagið gefið út vandað minningarrit nú á 25 ára afmæli sínu, prýtt fjöida mynda af staifsmönDum þess, húsum og áhölduin Er þar allmikinn fróðleik að flnna viðvíkjandi sögu öJgeiðar- innar í Danmörku. Elsta ölgerðar- húsið þar 1 landi, sem var eitt þeirra er myndaði sameinuðu öl- geiðarhúsin, „Kongens Bryghus". var stofnað um 1450, Að þvi er efnahag sameinuðu ölgerðarfélaganna snertir má geta þess, að eignir féíagsins voru síðastl. ár metnar 20.049.551 kr. Vara- sjóður félagsins nam *Ú2 milj. kr. Hluthiíum var borgaður 6% árs- arður, sem nam 570 þúsund kr. [Mest var útborgað 1911—1913 14%). í vinnulaun var greitt á árinu 2.333.806 kr. og í ríkissjóð var gieiddur ölskattur 2.496.678 kr. líýjustu crl. biuð herma frá því, að Tjóðverjar þykist nú hafa eflt svo flota sinn að hann muni bráðlega halda út i Norðursjó og láta til skarar skríða við Breta — á Bjónum. Tó floti Tjóðverja hafi eflausfc veijð mikið aukifln síðafl í byrjuo atríðs'ns er hór hlílega um kvik* sögiu að ræða. Fjær og nær. Landsk,jðrið. Sú breyting hefir orðið á landskjörslísta Heimastjórn- aríiokksins, frá því sem getið var i 8. bl., og einn miðstjórnarmanna tjáði Vestra að listinn væri full- samiun oins og þar er sagt, að íiallgrimur Hallgrímsson hreppstj. a R.lkelsftöðum i Eyjafirði kemur í st,að Stefans skólameistara og Ag. Fiygenring kaupm. er setturneðstur. Röðin á iistauum er því þessi: 1. Haunes Hafstein. 2. G. Björnsson. 3 Guðj. Guðiaugsson. 4. Bríet Bjarnhéðicsdóttir. 5. Sigurjón Frið> jónsson. 6 Jón Einarsson. 7. Pétur Torsleinsson. 8. Jó3ef Björnsson, 9. Hailgr. Hallgrímsson. 10. Gunnl. Torsieinsson. Ll. Plallgr. Tórarins> son. 12. Agúst FlygenrÍDg. Aðrir listar munu ekki íullsamdir enn þá, en lálið víst að Eiuar ráðhena Arnórssou verði eístur á lista stjórnarmauna, en á „þvers um“ listanum Sig. Eggerz sýslum. og séra Kristinn Daníelsson efstir. Bændatlokkslistinn stingur sór niður í ölluin sýslum iandsins, eins og kóleran, og er sífelt hriDgl með nöfn og löðun, en Jósef Björnsson alþm. þó sagður ákveðinn efsti maður. t Áudrés líjörnsson cand. phil. fanst öiendur suður á Aiít.anesi sunnudaginn 19. þ. m. Hann hafði farið til Hafnarfjaiðar með e/s „íslandi" 15. þ. m., er það var á ieið hingað vestur, og skildu félagar hans við liann þar í kaupstaðnum. En tii Reykjavikur kom hann aidrei úr þeini för, og var hans saknað þegar næsta dag, og fanst svo eftir allmikla leit dáinn út á Alftanesi. Er giskað á að hann hafi vilst út á Nesið, en ætlað að halda til Reykjavíkur og lagst þarna fyrir, en ekkí vaknað aftur. — Andrés var rúmlega þrítugur að aldri. Hann ias fyrst málfiæði við Hafnar* háskóia, og síðan iögfræði við háskólann í Rvík. Blaðamensku fékst hann við annað veiíið og var ritstjóri Ingólfs og síðar Vísis um tíma. Hann var hæfileikamaður að mörgu leyti, prýðisvel skáld- mæltur, ritíær vel og listnæmur, en naut sín ekki til hlítar. Látin er í Reykjavik 18. þ. m. Halldóra Sigurðardóttir, ekkja Baldvins heit. Jónssonar, er lengi bjó á Strandseljum íÖgurhreppi og síðast var á Þórðareyri við Skötufjörð. Lést Baldvin árið igoo og tveir synir hans upp» komnir á sama árinu. — Dvaldi Halldóra heit. hin síðari árin hjá syni sínum, Jóni prentara í Kvík og átti lönguin við megnt heilsu' leysi að striða. Halldófá vaf dugflaðaf O g tuyndarkona, voru þau hjón ávalt vel metin af sveitungum slnum, og heimili þeirra mesta ge9ttisnÍ3 Og greiða heimili. Eru þrjú börn þeiira álífi: Sigrúfl, konaEkiara Mii bónda Þorsteinssonar á Eyri í Skötufirði, Jón, prentari í Guten> berg í Reykjavík, og Haflið’, sjómaður í Bolungarvík. Drukknun. Guðmundur Tón arinsson bóndifrá Vestmannaeyjum drukknaði af bát þaðan úr eyjunj um íyrir skömmu. „Freyr“. Einar Helgason garð> yrkjufr. hefir selt sinn hluta í búnaðarbiaðinu „Frey“ félaginu „Plvanneyi ÍDgur" og gengur Páil kennari Zóphoníasson inn i riti stjórnina. Kappglíma, um glímuskjöld Akureyrar, fóf þar fram í þ. m. Skjöldinn vann Aðalsteinn Jónsson, fókk 9 vínninga, en sá næsti 8 vinninga. Voðaskot varð hér í öskjuhlíð* inni á laugardaginn (n. þ. m.). Maður að uafni Sigurður J ó n s s o n (Klapparstíg i B), ætlaði sér að ná upp sprengin hylki úr holu í steini, hafði verið reynt að láta það springa þar, en ekki tekist. Hann notaði meitil til þess að ná hylkinu, en við það sprakk það. Rifnaði upp brjóst og háls á manninum og var það svo mikið sár að ekki varó við gert. Dó hann eftir 4 klukkutíma. (>Fréttirf.)

x

Vestri

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vestri
https://timarit.is/publication/235

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.