Vestri


Vestri - 26.06.1916, Blaðsíða 3

Vestri - 26.06.1916, Blaðsíða 3
24. fel. Vfill'Rl. $5 Geyrnið ekki tii morguns, sem gera ber í dag, því enginn veit hvað morgundagurinu innifelur í skauti sínu. Tryggið því líf yðar sem fyrst í lífsábyrgðarfélaginu CARENTSA, sem býður hagkvæmust líftryggingarkjör. Umboðsmaður fyrir Vesturland: Elías J. Pálsson, Isafirði. Skófatnaöur n ý k o m i n 11. Jón Hróbjartsson. 19. júní héldu konur í Reykjai vík hátíðlegann, í minningu rétt* inda þeirra, er þær fengu með staðfesting stjórnaiskrárinnar í fyrra. Rektor háskólans lyrir næsta háskólaár er kosinn próf. Haraldi ur Níelsson. Eréttahrafl úr Þingeyjarsýslu. 15. júní 1916. Uin langan tíma hafa varla hitst svo tveir menn hér í sveitum, að ekki hafi tal þeirra borist að veðráttu, skepnuhöldum og fóður- skorti. Þau efni hafa verið efst í allra hugum. Veturinn, sem nú er um garð ifengiun, hefir verið einhver sá allra versti sem elstu menn muua hór um slóðir. Fannfergið hefir verið óskaplegt og alger jarð' bönn síðan um nýjár og sumstað~ ar síðau fyrir jól, þangað til um roiðjan maí. Er það langur inni- Stöðutími. Enda hafa hey alstaðar gengið til þurðar og feikn af mat verið gefin öllum búpeningi. Nú má heita að snjór sé korfinn úr dölunum, en á heiðum er ennþá gadáur svo mikill, að naumast er fært skíðalaust. Hláka hefir enn ekki komið á vorinu svo teljandi sé — og ekki síðan tyrir nýjár — eu síðan um miðjan maí hafa verið stillur og hlýindi. Reykjahverfi er sú sveitin hér í grend, sem einna harðast hefir orðið úti í harðindunum. En svo er þar, sem annarsstaðar, að ^drottinn leggur líkn með þraut<. Fyrir nál. tveim vikum síðan byrjuðu Reykhverfingar að slá. Var þá orðið svo sprottið í kring um hverina þar (Uxahver o. fl.). Afla þeir þar heys, sem nægja mun handa kúm þeirra þar til hægt verður að láta þær bjarga sér úti. Mun það vera einsdæmi hér á landi að slegið sé í byrjun júní. í »Landinu< var, ekki alls fyrir löngu, sú frétt, að mislingar væru útbreiddir um alla Þingeyjarsýslu. Ekki veit eg hvort það er tyrir- boði, eða að blaðið, þó ungt sé, hefir lært þá vandasömu list, að gara úlialda úr mýflugunni. En sannleikurinn er sá, að mislmga varð vart á tveim bæjum i Köldukinn. Annars er heilsufar yfirleitt i góðu lagi. Prestkosning tór fram i Skútu’ staða prestakalli við Mývatn 13. maí. Umsækjandi var aðeins einn. Hermann Hjartarson að> stoðarprestur í Sauðanesi, og var hann kosinn með 60 atkvæðum gegn engu. Á síðastliðnu vori bygðu Mý< vetningar stýflu í Laxá, þar sem hún rennur úr Mývatni. Hækkar vatnið við það um alin og flæðir yfir engjar þeirra. Er talið að heyafli murii aukast að miklum mun í sveitinni vegna þessa. Reykdælir bygðu sömuleiðis stýflu i Reykjadalsá s. I. haust. Hún hefir ekki verið reynd ennþá. Baldvin Friðtaugsson stjórnaði hvortveggju stýflugerðinni'. A. S. Þakkarorð til Bolvíkinga. Um leið og eg er að skilja við söfnuð minn í Bolungavík, sem eg hefi þjónað fjögur undanfarin ár, að mestu leyti, auk þess sern eg einuig hefi verið fovstöðumaður barnaskólans þar um sama árabil, þá votta eg hér með öllum hinum mörgu yngri sem eldri vinum mínmn þar, og barnaskólabörnun- um ekki síst, mitt alúðarþakklæti, fyrir þá velvild, virðingu og traust, sem þeir hafa á margan hátt auð- sýnt mér alla tið, og einnig nú á síðustu augnablikunum með mjög mikilsvirtu samsæti, sem þeir hóldu okkur hjónunum að skilnaði, og gjöfum, sem þeir hafa okkur fært. Að siðustu óska eg Bolvíkingum alls góðs gengis í framtifinni, og bið Guð að greiða götu þeirra í sérhverju því er steínir í réttar áttir og til heilia horflr. Bolungavík, 24. júní 1916, Páll Sigurðsson. ísafjörður Nýr vélbátur er „Kvöldúlfur" nefnist kom hingað trá útlöndum í gær, hefir verið smíðaður í Frede- rikssund í Danmörku. Báturinn er um 23 smál. að stærð með 3C h. Alphavél. Eigendur eru þeir Árni og Ing- ólfur Árnasynir verslunarmenn, Guðm. Magnússon formaður, sem kom með bátnum frá Damnörku, og einhverjir fleiri Bolvikingar. Rutlýsingin. Áætlun um hana kvað nýkomin frá Guðm. Hliðdal verkfræðingi, og mun málið bráð» lega tekið fyrir í bæjarstjórn. Brauðiu. Eins og áður hefir verið getið var að tilhiutun vel« ferðarnefndar lagt hámarksverð á rúgbrauð h'ér í bænum og eiga bæjarbúar því að þakka, að brauð eru dú hér nokkru ódýrari ' en í Reykjavik. — Hveitii eða sigti- brauðin ætlaði velferðarnefnd að láta sigla í sama kjölfarið, en verð- lagsnefndiu syðra tjáð sér ekki fært áð setja á þau hámarksverð — hvað sem veldur. Er urdarlegt að „Njöiður“, sem segist bera almenm ing fyrir brjóstinu, skuli ekki hafa gert þessa ráðstöfun að umtalsefni. Tlðin. Norðvestan með rigm ingarkrapa í fyrradag, svo snjór festi í fjöiium, en í dag bjart veður. Grassprettan er mjög bágborin víð" ast hvar hér nærendis. Alolkte, fyrv. yflrhershöfðingi þjóðverja, sem nú er nýlátinn, var einn af fremstu herstjórnarfræð* ingum þjóðverja. Hann var fæddur 1848, tók þátt i striðinu 1870 —71 og hófst snemma til metorða í hernum, uns hann vavð foiingi herstjórnarráðsins 1906. Varhann yflrhershöfðingi Fjóðverja þegar ■tríðið hófst, og helstur láða naður um allar framkvæmdir, en sagði af sér embættisstörfum i fyrra. Hann var bróðurson Molkte þess, er var yílrhershöfðingi fjóðverja 1870—71 og átti mestan þáttinn í að sigra Frakka. Kynlegt bjóDaband. — þýdd saga. — (Frh.) Faðir hennar tók utan um handlegg hennar. »Komdu!< mælti hann byrstur. Hún horfði angurvær í andlit honum, svona reiðilegt hafði það aldrei verið áður, þegar hún var annarsvegar, og það var djúp hrukka á enni hans. Utan við kirkjuna var tekið á móti þeim af þorpsbúum með þrumandi húrrahrópum. »Þegið þið<, öskraði greifinn ( bræði sinni. Hann lauk vagnhurðinni spp í snatri og fleigði ser niður í sætið. Fregnin um það, sem við hatði borið, læsti sig eins og eldur í sinu um nágrennið. Þegar til hallarinnar kpm var fólkið þar agndofa og vissi ekki hverju átti að svara eða hvað skyldi gera. Fáninu á hallar. turninum blakti eius og í háði ungarskyni, og rósailmurinn. sem angaði á móti þeim, var aðeins til skapraunar. Greifinu fór með Vikky til herbergis hennar. Hún féll niður í stól og byrgði andlitið í höndum sér. Greifinn gekk eyrðarlaus fram og aitur um herbergið. Loks rauf hann þögnina. »Viltu segja mér hvað nú á að taka til bragðs? Heldurðu að nokkur maður vilji eiga þig eftir þessa skissu.?< »Já, en ég vil alls ekki gittast,< mælti Vikky með grátstaf í kverkunum. »Og gastu þá ekki sagt það fyr, að þér geðjaðist ekki að greilanum?< hrópaði greifinn. »Þurftirðu endilega að fresta þvf til á siðustu stundu? Þvílik háð* ung, og það umtal og eftirtekt, sem þetta veldur alstaðar. Hvað hefirðu nú eiginlega að setja út á hann?< >Setja út á Freddy?« spurði Vikky dálítið hikandi. »Alls ekkert, mér þykir ákaflega vænt um hann.r »En hversvegna í ósköpunum« — hann iiorfði á hana eins og hann héldi að hún hefði mist vitið. >Vegna þess — vegna þess<, — stamaði Vikky — »vegna þess að Charlotta frænka og presturinn hafa sagt svo margt — ég er orðin svo hrædd við að giftast, það hlýtur að vera hræðilegt.< — — »Hverskonar hégómaskapur og heimskupör eru þetta!< mælti greifinn. »Hann er alt of góður fyrir þig! Hann myndi hafa borið þig á höndum sér gegn um lífið; það hefði hann áreiðanlega gert. H?nn hefði dekrað við þig alveg eins og ég — því miður — hefi gert. Og þetta faer hann að launum. >Er hann mjög óhamingjui samur ?< spurði hún með br«st> inni röddu, um leið og augu hennar fyltust tárum. (Framh.)

x

Vestri

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vestri
https://timarit.is/publication/235

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.