Skólablaðið - 15.11.1907, Qupperneq 1

Skólablaðið - 15.11.1907, Qupperneq 1
Skólablaðið. Fyrsti árgangur. 21. íbl. Keinur út tvisvar í mán- uði. Kostar 2 kr. á ári. dleykjauík 15. nóvember. i Auglýsingaverð : I kr. þml. Afgr. Þingholtsstrœti 23: 1907. Skíða-drápa. Að þjóta sem hreinn yfir fannþakin fjöll og finna, hve stormurinn næðir, — að gista þá fjallheima’, er fyr bygðu tröll, það fjörgar vorn huga og glæðir. Það á rjett við okkar unga blóð, og af því er kinn vor svo heit og rjóð. Að fljúga sem vænghvítur valur um láð á vetrarins glerhála skara og hætta ei, fyr tindinum hæsta er náð, það hvetur oss djarft til að fara. Pað stælir vorn vilja og styrkir dug og stormfráan gerir vorn æskuhug. Pað Iíf er eins frjálst eins ogfálki við ský, þar fjötur ei herðir nje bindur. Með birtandi morgni má byrja á ný, þótt bitur sje snæheimavindur. Pað eykur vængjanna öflugt flug og æskunnar gleði og hreysti-dug. H. V. Skólahús. Nýlega var til umræðu á kennarafundi í Þrændalögum í Noregi að fá einhvern góðan byggingafræðing til að gera upp- drætti af barnaskólahúsum með »sjer- norskri« gerð (norsk stil). Varð sam- bandsstjórn kennarafjelaganna falin fram- kvæmd í máli þessu. Á fundi þessum kom það tilorða, hve Ijót og sviplaus og klunnaieg mörg skóla- hús væru til sveita, bg hve æskilegt það væri, ef ráðin yrði bót á þessu. Væru skólahúsin fyrirmyndarhús að allri gerð, svipfalleg og myndarleg, gæti það orðið ákaflega mikilsvert fyrir byggingarstíl allr- ar sveitarinnar. — — — Víða í Noregi eru falleg og myndar- leg skólahús, og mundu mörg þeirra þykja sæmileg höfðingjasetur hjer heima — og altof »fín handa krökkum.« En nú vilja þó Norðmenn fara að breyta til og láta hina sjerkennilega fallegu norsku húsagerð koma til greina við byggingu nýrra skóla — til þess að glæða fegurð- artilfinningu manna og smekkvísi húsa- byggingum viðvíkjandi. Pað er rnjög vel til fallið að minna á þetta hjer heima og biðja menn að í- huga þetta mál vel og rækilega, þareð nú er loks liðið að þeim langþráða tíma, að farið mun að reisa skólahús víðsveg- ar um land alt. Verðum vjer þá að var- ast að taka kaupstaðarhús vor til fyrir- mytidar, því varla gefur að líta ófegurri sjón en allari fjölda þeirra, og lýsir það best fegurðartilfinningarskorti manna og smekkleysi, að þeim er sama, hvernig húsið er útlits, ef þeir aðeins hafa þak yfir höfuðið. Og þó er engu dýrara að byggja fallegt hús en ljótt, eins og gef- ur að skilja. Pví miður eigum vjer enga sjeríslenska »húsagerð« að torfbæjunum undanskild- um, og þó þeir sjeu tíu sinnum fallegri en kaupstaðarhúsin flest, þá eru þeir auð- vitað ótækir sem kensluhús. Vérðum vjer því að fá fyrirmynd annarstaðar að, og er þá ekkert land með líkari stað- háttu og veðurlag að leita til en Noregur. Og það eigum vjer víst, að ef vjer fáum oss góð*r sjernorskar skólahúsa- fyrirmyndir, þá mun þess eigi langt að bíða, að húsakynni vor til sveita taki stóruin stakkaskiftum til batnaðar. Enda er á fáu meiri þörf en því. Bindindisfræðsla í barnaskólum. því hefir verið hreyft að taka upp fræðslu um áfengi og áhrif þess á mannlegan líkama í barnaskólum hjer á landi. Alþingi 1895 samþykti þings- ályktun, þar sem skorað var á sfjórn- ina: »að hlutast til um að innleidd verði í alþýðu- gagnfræða- og barna- skólum, er njóta styrks úr landssjóði, fræðsla um áfengi og áhrif þess á mannlegan líkama.« Út sf þessari þingsályktun lagði stjórnin fyrir alla lægri skóla, er njóta styrks af opinberu fé, að gera inni- hald ritanna: »Um áfengi og áhrif þess« og »Uin áfengi og tóbak«, kunnugt í skólunum. Lengra hefir málið ekki komist, og mjer vitanlega hefir þessari þings- áiyktun lítið verið sint, og framkvæmd- irnar þar af leiðandi litlar eða engar orðið. Einnig er þetta eitt af þeim málum, sem hefir verið þagað í hel, og leit svo út, sem það yrði eigi vak- ið upp aftur, en nú í sumar tók þó stórtúkuþing Good-Templara málið til meðferðar af nýju og lagði til: »að stórstúka íslands skori á al- þing að lögleiða fræðslu um áfengi og áhrif þess á mannlegan líkama áfengisfræði (Alkohollogi) við alla und- irbúningsskóla landsins, og að lög- leiða kenslu í heilsufræði með sér- stöku tilliti til áfengis, við búnaðar- skóla, kvennaskóla, stýrimannaskóla, alþýðuskóla, lýðháskóla, kennaraskóla, gagnfræðaskóla og hinn almenna ment- askóla, og að nemendur sjeu látnir taka próf í heiisufræðinni og áfengis- fræðinni.« Nú er þá málið aftur til umræðu og engum virðist nær að ræða um það og rita, en einmitt kennurunum, þar sem þeir eiga að hafa alian veg og vanda af því. Bindindismálið er nú orðið eitt af mestu áhugamálum þjóðarínnar, og varla nnin nokkur, nú orðið, færast í fang, að sanna það með rökum að það sje eigi íramfara- og nauðsynja- mál. Sem eitt dæmi þess vil eg nefna, að þjóðlegasti fjelagsskapur vor: ungmennafjelögin, hafa gert bind- indi að skilyrði, íyrir inntöku í fje- iögin. Pað er spor sem stigið er í rjetta átt, og verður eflaust að mik- ilsverðum notum. Nú er það verkefni skólanna, eða rjett- ara á að vera, að þroska börnin andlega og líkamlega, og ala upp þjóð með »heiibrigða sál í hraustum líkama.« Öllu sem þessu er Prándur í Götu, ber skólunum að ryðja úr vegi. Pað mundi vera talinn ljelegur leiðaögu- maður. er vísaði til vegar, án þess að vara við hættulegum torfærum, sem á leiðinni væru, og að fáfræði um skaðsemi áfengis, sje sú tojfæra, sem orðið geti viðsjárverð og staðið í vegi fyrir því, að skólarnir nái því takmarki sem þeim er ætlað að ná, — um það vona eg, að flestir kennarar verði rnjer samdóma. Eri þá liggur jafnfrarnt í augum uppi, að skólarnir eiga að taka upp áfengisfræðslu. Þótt eg sje eindregíð með því, að t'ræðsla um áfengi verði lögleidd við alla skóla landsins, þá legg eg þó mesta áherslu á að bindindisfræðsla verði tekin upp í öllum óa/vmskólum. Margur er sá maðurinn, sem verður að búa við þá fræðslu eingöngu, er hann fær í barnaskólanum. Og frá rnínu sjónarmiði mælir margt með

x

Skólablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skólablaðið
https://timarit.is/publication/236

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.