Skólablaðið - 15.11.1907, Blaðsíða 4

Skólablaðið - 15.11.1907, Blaðsíða 4
84 SKOLABLAÐIÐ skólanum, eða helst frambald af »skóla- garðinum«. Hann má eigi vera minni en 127 áinir á lengd og 96 á breidd (80 m. x 60 m.), en ætti auðvitað helst að vera 200 x 130 álnir. Völiur þes°i verður að vera sIjettur (lárjettur), þur og grasi vaxinn. Pegar leikvöllur þessi er tilbúinn, má bæði þreyta kapphlaup og glímur á honum. Einnig má sameina skeið og stökk á þann veg, að drengirnir hlaupi yfir stóra kassa, sem liggja með talsverðu millibili á skeiðvellin- um, eða þá einhverja aðra hluti, sem auðvelt er að ná í. En framar öllu öðru má nú byrja á ákveðnum og takmörkuðum útileikum. Er þá auðveldast að byrja á knattleik — og ef tii vill knattsparki. Er leik- ur þessi aðaluppá.haldsleikur Breta. Það er bæði eðlilegt og sjálfsagt að láta bæði stúlkur og drengi iðka og læra leiki þessa. Virðist manni einhver leikur verða ílestum stúlkunum of erfiður, má altafvelja úr þær bestu. T. d. geta drengir og stúlkur mjög vel gengið saman að knattleik, skeiði og flestum íslenskum leikum, að glím- um undanskildum. — þegar alt þetta er komið í kring, Isétur kennarinn drengina »búa« sjer skíðabrekku með hengjum í til þess að stökkva fram af. Og til þess þarf fáeinar snjórekur. Er þetta ann- að sporið í áttina hvað áhöld snertir. Skíðabrekkuna eiga bæði drengirog stúlkur að nota rækilega. Skíðaferðir eru ein sú fegursta, hollasta og nyt- samasta íþrótt, er hugsast getur. Hana verða allir ísl. unglingar að læra! Frh. Vesfan hafs og ausfan. Kennarafjelagið í Berlín, höfuðborg Bjóðverjalands, er nú að byggja sjer samkomuhús allmikið og myndar- legt. Húsið og lóð sú, er því fylgir, kostar um 2,700,000 (tvær mill., sjö hundruð þúsund krónur). Var hyrning- arsteinninn lagður 29. sept. með mikilli viðhöfn. Viðstaddur var fjöldi manna, og voru boðnir fulltrúar stjórnarinnar, bæjarstjórnar o. m. fl. I húsi þessu á meðal annars að vera stór samkomusal- ur, fjelagsherbergi, skrifstofur, íbúð handa umsjónarmanni, lítið veitingahús (»hóteU) safnherbergi (musæum), bókasafn, lestrar- salur o. fl. Búist er við, að húsið verði tilbúið til afnota 1. okt. 1908. Pað er æfinlega gaman fyrir oss ísl. að frjetta, hvað erlendir kennarar geta gert sjer til skemtunar og þæginda, og hvérnig þeir sjá sjer fært að auka þckk- ing sína og starfsdugnað á alla vegu. Qefur það oss allgóða hugmynd um kjör þeirra og stöðu alla, og verður oss þá ósjálfrátt að bera það saman við kjör kennara vorra. Leopold C/ausnitzer. Á Jerúsalemskirkjugarðinum í Berlín var afhjúpaður bautasteinn mikill á gröf Leopolds Clausnitzers kennara þann 24. sept. síðastl. Hefir hið þýska kennara- fjelag reist stein þenna. Steinfóturinn er úr kalksteini, og á honum er brjóstmynd Clausnitzers úr eiri. Framan á steinfæt- inum er letrað aðeins nafnið »Clausnitzer.« En að aftan: »Seinem Vorsitzenden der Deutsche Lehrerverein«, fæddur 24. sept. 1844, dáinn 28. desembr. 1905. 1. Jóh. 4, 16. Leopold Clausnitzer var alþýðuskóla- kennari í Berlín. í 30 ár var hann með í stjórn kennarafjelagsins og í 14 ár for- maður sambandsstjórnarinnar. Meðan hann var við stjórn, fjölgaði fjelagsmönn- um úr 44,000 upp í 100,000. Afhjúpunardagurinn var afmælisdagur hins látna, og var samkoman öll hin við- hafnarmesta hátíð. Söngfjelag Berlínar- kennara söng, og hinn núverandi for- maður kennarafjelagsins, Röhl, hjelt á- gæta ræðu, lýsti hinum látna og mann- kostum hans og öllu því blessunarríka starfi, er hann hafði unnið þýska kenn- arafjelaginu og þýskum kennurum til heilla. — Svo voru margir blómsveigar lagðir á gröfina, að þeir gnæfðu að lok- um jafnhátt bautasteininum. — Símskeyti og kveðjur streymdu að hvaðanæfa úr öllu Pjóðverjalandi. Milli hafs og hlíða. BindirtdismálíL Skólablaðið vill benda öllum kennurum á hina ágætu og skýru grein hr. kennara Olaf Ólafssonar í Haukdal, Dýrafirði. Bindindismálið er eitt af æðstu velerðarmálum þjóðarinnar. Vínnautn er hér mikil — hvað sem öðr- um löndum líður, — Og hún er alstaðar Rrándur í götu, jafnvel í »saklausustu« mynd sinni, »hófdrykkjunni«. — Pað er sárt t. d. fyrir okkur Ungmennafjelags- menn, að efnileg ungmenni — og jafn- vel heil fjelög, er segjast unna hugsjón- um ungm.fjelsgsskaparins af alhuga — og öliu því, er íslenskt er, — vilja eigi taka saman höndum við oss og vinna með oss sökum bindindisákvœðis vors. Svo mikið vilja þeir eigi leggja i sölurn- ar fyrir heitustu áhugamál sín, — vilja ekki »leggja það band á frjálsrœði sitt.'. Það er því þarft verk mjög að gera máleíni þetta að umtalsefni »Skólablaðs- ins«, og ætti það að vera hverjum kenn- ara aivarlegt áhugamál að innræta nem- endem sínum megnan viðbjóð á nautn áfengra drykkja með því að skýra þeim sem best frá skaðlegum áhrifum þess á mannlegan líkama. Jón Þórarinsson skólastjóri fór utan nýlega og dvelur erlendis um tíma í mentamálaerindum. Heimsækir hann skóla í Danmörku og Noregi, og ef til vill víðar. Kona hans fór með honum. Jfýprentað. Tíu sönglög fyrir blandaðar raddir eftir Jonas Pálsson fortopiano-og söngkennara íWinnipeg. I. hefti. Verð 1 kr. David Östlund, Reykjavík. Jíýprenfað. IVIj alllivít Fæst hjá útg. Guðm. Gamalíelssyni og hjá bóksölum um land alt. Kennarar! Starfið að útbreiðslu Skólablaðsins! Komið því inn á hvert heimili, þar sem börn eru. í því geta foreldri aflað sér ýmislegs fróðleiks við- víkjandi uppeldi og mentun barna sinna fyrir einar 2 krónur á ári, er ella mundi kosta þau miklu meira. — Ómakslaun eru 25 af hundraði, ef minst fimm kaup- endur fást (50 au. af kaupanda hverjum). Ritstjóri Skólablaðsins er fluttur til Hafnarfjarðar. Utanáskrift (ritstjórn og afgreiðsla) verður því framvegis: Skó/ablaðið, }(afnarfirði. Gjaíddagi Skólablaðsins var 1. október. Reir kaupendur sem eigi hafa borgað blaðið, eru ámintirað gera það sem allra fyrst! — Úrsagnir fyrir þetta ár eru eigi tekn- ar gildar frá þeim mönnum, sem orða- laust hafa veitt blaðinu móttöku fram að gjalddaga. Enda er það ósæmilegt að ætla sjer slíkt. Vanskilum á skólablaðinu eru kaup- endur tafarlaust beðnir að skýra ritstjóra eða afgreiðslumanni frá! — Utanákrift: Skólab/aðið, — }Cafnarfiröi■ Ritstjóri og ábyrgðarmaður: HELGl VALTÝSSON. Útgefendur: KENNARAR FLENSBORGARSKÓLANS. Prentsm. „Fræk." 1907.

x

Skólablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skólablaðið
https://timarit.is/publication/236

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.