Skólablaðið - 15.02.1908, Blaðsíða 3

Skólablaðið - 15.02.1908, Blaðsíða 3
SKÓLABLAÐIÐ 11 inndælt útsýni yfir hafið. Og sólar- Iag í Álasundi er ógleymanlega fag- urt. Tæpa mílu undan landi liggur eyja- kransinn eins og varnargarður um bæinn. Þar reynir úthafið ofurefli sitt til ónýtis, beljar og drynur í bræði sinni, svo björg og klettar skjálfa, en brotnar og tellur með froðu um munn og deyr með dunum og djúp- am stunum. í eyjakransinum er Góðey og hin alkunna Giskey (Giski). Þaðan vóru Árnungar ættaðir. Rjett fyrir norðan er Vigurey með bænum Blindheimi. Par barðist Egill Skallagrímsson við Ljót hinn bleika. Mílu vegar fyrir sunnan er Hareiðsland. Þar er Hj ör- ungvogur. Par var Jómsvíkingabar- dagi, og liggja gullkistur Boga digra þar enn á mararbotni. Rjett and- spænis, hinumegin við »Breiðsund», er fjallið »Súlur.* þar kvað Hákon jarl hafá blótað Erlingi syni sínum til Rorgerðar Hörgabrúður, er tvísýnn gerðist sigurinn í Jómsvíkingabardaga. En hof Rorgerðar stóð í »Borgund* skamt fyrir innan Álasund. Varð því jarl að fara úr bardaganum yfir Breið- sund og upp á Súlur ti! þess að geta litið hofið augum, er hann blótaði syni sínum 7 vetra gömlum. — >Er- ling skar hann ungan, fríðan ofan í flagðsins gráu kverk,« segir Grimur. í norður eygir maður Haramsey. Par bar Gretti Ásmundarson að landi sem skipbrotsmann í fyrstu utanför sinni- Rar drap hann berserkina tólf. — — Utanvert við eyjakransinn er hafið. Á lygnum sumarkvöldum grábleikt, silfurhvítt, latt og lognskært, fagurt og frítt. Voldugt og víðáttumikið. Oháð og endalaust. Og sólin sígur í hafið. Pá er allur himinn í björtu báli. Eldur og gull og blóð í bylgjum og þykkum, dúnmjúkum skýjateppum með logandi gulljöðrum. Og hafið sjálft er blóð. Skjálfandi, hvikt blóð í alheimsins mikla friðar- Iausa barmi, er sígur og stígur með þungum reglubundnum hreyfingum. En er líður á kvöldið, blikna litirn- ir. Fölna og deyja eins og daufur hljómur. Og náttblár triður faðmar alt. Hróp og skarkali hverfur og þagn- ar í götunum. Einstöku eimskip rista hvíta hvikula rönd i fjörðinn, og kol- svartur reykurinn leggst eins og feikn- mikill loðinn ormur yfir sjóinn. Hás máfshljóð rjúfa kyrðina. Á hvítum vængjum sigla þeir út yfir haf. Spegla sig í logntærum firðinum. Verða ástfangir í sjálfum sjer, dýfa vængbroddunum allra snöggvast of- an í sjóinn og hverfa svo útyfir haf. En hringirnir í vatninu stækka og stækka endalaust í næturkyrðinnni. Er roða slær á þá frá himni, sjer mað- ur þá lengi og í fjarlægð eins og blóðbylgju undir hvítu hörundi. Svo strýkur nóttin móðurmjúkri hendi yflr sæ og láð. Þaggar og svæfir. Sumarnótt í Álasundi. Frh. Nýjar bækur. Landafrœði lianda börnum og unglingum eft- ir Karl Fínnbogason. II. hefti. Bókaversl- nn Ciuðmundar Qamalíelssonar Re-yjavík 1907. Bókar þessarar hefir áður verið minst í Skólablaðinu. Ér nú síð- ara heftið nýkomið, og verður það svo bundið við hitt og bókin öll til sölu innan skamms. Er húu 134 bls. með fjölda ágætra mynda, er skýra mjög vel textann, enda eru mynd- irnar þann veg valdar, að mikið má af þeim læra. Efnisyfirlitið, sem prent- að er á «spássíunni« framundan hverri grein, gerir yfirlitið gleggra og flýtir mjög fyrir við upplestur eða ef leita á að einhverju sjerstöku atriði. Helstu myndir í þessu het'ti eru: Síberíumenn við kofann sinn. Gata í Sjanghai (Kína). Kínverji. Frumskógur á Ind landi. Malajabýli. Borneóbúar að safna pipar. Hindúi. Bedúínar á ferða- lagi. Nílflóð, pýramídi og pálmar. Súezskurður. Óasi á Sahara. Negri. Hottentotti. Risa-fura í Ameríku. Bóm- ullar-ekra. Indíáni. Rrjár myndir frá Grænlandi. Kaffitekja í Brasilíu. Pam- pas (sljettur) í Suðurameríku. Prjár myndir frá Ástralíu o. fl. Landafræði þessi er einhver hin fallegasta og eigulegasta kenslubók á íslenska tungu, og ætti hvert barn og unglingur að eiga hana. Eiga bæði höfundur og útgefandi þökk mikla skilið fyrir bókina. Verð hennar er, eins og áður var um getið, 2 kr. (1,25+0,75). Mjallhvit. Æfintýri handa börnnm, með 17 myndum — Fimta útgáfa. Bókaverslun Guðin. Gamalíelssonar. R.vík 1907 Mjallhvít er uppáhald allra barna, ung og fögur og blíð og saklaus, al- veg eins og þegar við vórum börn. Hún eldist ekki nje breytist eins og við. Og börn eru ætíð börnum lík, þótt heimurinn breytist. Pessvegna munu þau lesa »Mjallhvít« með sömu gleði og ánægju, sorg og íögnuði og við gerðum fyrir mörgum, mörgum árum! Myndirnar hefðu aðeins átt að vera prentaðar með litum, þá mundi gleðin orðið ennþá meiri. — Verð 30 aurar. Indriði Einarsson: Nýúrsnóttin. Sjónleikur í fimm þáttum. Bókaversinn Guðm. Gam- alíelsonar. — — Verður bókar þessarar getið í næsta blaði. Sigfús Einarsson: Sönglag við kvæðið: /ónas HaUgrímsson eftir Porstein Erlingsson. Verð 50 au. Ární Thorsteinsson: Sönglag við kvæðið: »Par sem húir hólar.c eftir Hannes Hafstein (með mynd af »Hraundröngum.«) Verð 1 kr. Jón Laxdal: Tvö söng/ög: »Fuglar í iúri« og »Sólskríkjan.« Verð 1 kr. Bókaverslun Guðm. Gamalíeíssonar. Úr Mýrdal. (Kaflar úr brjefi til ritstj.) Eg þakka þjer hjartanlega fyrir starf- semi alla í þarfir ungmennafjelaganna, og eg bið þig að bera sömu þakkir til allra, sem fyrir það málefni vinna með þjer. Eg hefi haft kynni af flestum fjelög- um þeim, er hjer hafa starfað síðastl. 7 ár; verið meðlimur margra þeirra. Eg játa fúslega, að þau hafa haft góð áhrif á mig á ýmsan hátt, og eg veit, að þau hafa einnig haft meiri og minni áhrif til hins betra át'lesta með- limi sína og marga aðra; það lýsir sjer í hugsunarhætti þeirra orðum þeirra og athöfnum. En engu fjelagi hefi eg tekið með öðrum eins fögnuði, engu alveg eins tveim höndum og ungmennafjelagi voru. Og vona eg að það sje eigi aðeins af nýungagirni. Skal eg með nokkrum orðum gera grein fyrir því, hversvegna það hlaut að vera mitt hjartans mál, að gerast liðsmað- ur þess, undir eins og það tók veru- lega til starfa. Eg liefi átt ofurlítinn þátt í breyt- ingum, sem orðið hafa á kenslu — og mentamálum þessa hjeraðs, á síð- ustu árum. Og þótt eg hafi eigi stað- ið þar fremstur, þá hefur það verið mjer kærast allra umhugsunar — og viðfangsefna. Eg hefi oft rekið mig á það, hve erfitt er að hafa veruleg áhrif á þau atriði þess máls, er mestu varða: undirstöðuatriðin, hugsunar- hátt hlutaðeigenda. Eigi að síðrir hefi eg orðið þess var, að því hefir þokað í áttina. En einatt hefi eg litið svo á, að lengra mundi að takmarkinu en svo, að eg mætti búast við að vera með í sigurför þess. Og þótt það hafi sjaldnast lamað framsóknarhvöt mína tilfinnanlega, þá hefir það þó oft hald- ið svo óþægilega vöku fyrir mjer, að mjer hefði verið betra að fá að njóta drauma minna. En ungmennafjelög- in — þessir helgu lífstraumar runnir beint frá glóðheitum hjartarótum æsk- unnar — þau endurglæða hugsjónir mínar, styrkja vonir mínar og auka mjer lifandi trú og traust á fagra fram- tíð minnar kæru móðurjarðar og barna hennar. Get eg því með nýjum áhuga geng-

x

Skólablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skólablaðið
https://timarit.is/publication/236

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.