Skólablaðið - 01.03.1909, Blaðsíða 3

Skólablaðið - 01.03.1909, Blaðsíða 3
einna síst hætta á að börnunum sje of- boðið« — — —. Jæja, fræðslulögin þurfa þá ekki að ofbjóða þeim. Skólaskylda, - fræðsluskylda. Undarlega lítið hafa dagblöðin að undanförnu flutt af ritgjörðum um fræðslumál, eða fræðslulögin nýju; mætti þó ætla að tíðræddara yrði um þau en flest annað, sem á seinni árum hefir gerst. — En þegar blöðin flytja greinar um það vandamál, þá er afar uauðsyn- legt að þær fari ekki með rangfærsl- ur á lögunum, sje ekki öfgafullar, nje villandi fyrir þá, sem miður þekkja til. Skólakylda er einn þyrnirinn. Mönnum er afar-illa við það orð, og þeir telja »skólaskylduna« einhvern versta agnúann á nýju fræðslulögun- um, — Hvað er skólaskylda? og hvað er fræðsluskylda? Skóíaskylda þýðir það, að eg sje skyldugur til að láta barn mitt, (á skólaaldri) ganga í skóla hreppsins eða skólahjeraðsins einhvern tíma árs, fleirí eða færri ár — (hjer á aldrinum 10—14 ára.) Frœðsíuskylda þýðir það, að eg sje skyldugur til að fræða barn mitt svo og svo vel, kcnna því svo og svo mikið í tilteknum námsgrein- um. Þetta er, eins og allir ættu að sjá, tvent ólíkt. En sumir, sem eru að skrifa um fræðslulögin nýju, sjá þó engan mun á þessu. Hvað er nú lögboðið um þetta tvent með nefndum lögum, sem nú er verið að stinga upp á að fresta framkvæmdum á, — sjálfsagt að- allega vegna skólaskyldunnar en ekki vegna frœðslusluskyldunnar ? Þau gera nú fyrst og fremst mun á skólah jeruðu m og fræðslu- hjeruðum. Skólahjeruð eru 1) kauptaðirnir, 2) kauptún eða þorp, sem er hreppur út af fyrir sig, 3) hver sá hreppur, er setur á stofn hjá sjer fastan skóla (en um það eru hreppsbúar alveg sjálfráðir, hvort þeir vilja stofna fastan skóla, eða ekki). Frœðsluhjerað er hver sá hreppur, sem ekki er skólahjerað. Frœðsluskyldan í frœðslu- hjeruðum er þessi: Börn, sem eru fullra 14 ára eiga að hafa lært: 1, að lesa og skrifa, og vera það sem kallað er sendibrjefsfær; þau eiga að vita nokkuð um merk- ustu menn vora, einkum þá, sem lifað hafa á seinni öldum, Og kuorwt og ftkiljfi ijokkuf kvaeðt. SKOLBKaÐIÐA 2, kristin fræði eins og heimtað er til fermingar. 3, í reikningi það, sem öllum kem- ur saman um að hverjum al- þýðumanni sje nauðsynlegt að vita. 4, að nota landabrjef; hafa nokkra þekkingu á náttúru íslands og atvinnuvegum þjóðar vorrar, þekkja legu helstu landa í Norð- urálfu ogvita hvernig álfur liggja á hnettinum. 5, nokkur einföld sönglög. Þetta eru fræðslukröfurnar (þó ekki orðrjett tilfært) þar sem fastir skólar eru ekki. Þetta er það, sem fræðslu- ögin lögbjóða að kenna hverjum unglingi, sem hefir hæfileika til að læra það. Fræðsluskyldan er þá fólg- in í því, að foreldrar eða vandamerin barnanna eru skyldir til að láta kenna þeim þetta. Er hjer of mikils krafist? Svo er fráleitt, því að engin almenn kvörtun er yfir því, að hjer sje til of mikils mælst.* Frœðsluskyldan í skólahjer- uðum er hin sama og í fræðsluhjer- uðum að þessu viðbættu: fyllri þekk- ing i landafræði, sögu fslands og náttúrufræð i. Ekki heyrist heldur um bað kvartað að þetta sje óþarft eða ókleift að kenna í t'östum skólum; eðlilega ekki, því að þetta er kent í hverjum barna- skóla, og hefir lengi verið kent — að sögu íslands undan skilinni; en eng- um mun þykja sú viðbót óþörf, nje ókleift að kenna unglingum um ferm- ingu nokkuð í sögu fósturjarðarinnar. Nei, fræðsluskyldunni er ekki kvart- að alment yfir, og fræðslukröfurnar þykja ekki alment of strangar. En það er skólaskyldan. Menn tala og skrifa rjett eins og almenn skólaskylda sje lögboðin með fræðslulögunum, ekki einungis í skóla- hjeruðum, þar sem fastir skólar eru, heldur og um allar sveitir landsins, og skapa þannig hræðilegustu grýl- una úr skólaskylduákvæðum laganna. Af skólaskyldunni ílýtur kostnaður- inn — ósanngjarn og óbærilegur. Fræðslulögin verða óframkvæmanleg; eini vegurinn að fresta þeim (sbr. »ísaf.« 23. jan. í ár). — En hver er nú sannleikurinn? í skólahjeruðum, þar sem eru fastir skólar, og þar sem jafnvel örg- ustu andstæðingar allrar lýðfræðslu játa að skólaskylda sje eðlileg og sjálf- sögð, úr því að sþólar eru þar til, - þar er skólaskylda barna lögboðin í 4 ár [á aldrinum 10—14 ára), þó þannig að hver sá, sem gétur kent barni sínu heima hjá sjer, eða sjeð því fyrir kenslu á annan hátt, á heinting á að fá undanþágu frá þeir skyldu að senda það í hinn opinbera skóla. í fræðsluhjeruðunum er engin *) Sveitaprestur (sbr. ísat. 6. þ. m.) telur reyndar þessar kröfur nokkuð harðar, einkum kröfurnar f móðurmálskenslu; en sú skoðun er rarla slmejm. 23 skólaskylda lögboðin, fremur en menn vilja sjálfir á sig leggja, heldur aðeins heimilað að menn geti sett ákvæði um skólaskyldu í fræðslusam- þykt sína ef þeim þóknast; þó er sú heimild bundin því skilyrði, að fræðslu- samþyktir leyfi undanþágu frá skóla- skyldunni hverjum þeim, sem getur sjeð barni sínu fyrir fullnægjandi kenslu á annan hátt (sbr. 23. gr. fræðslulaganna). Búast má við að það sje þýðingar- lítið til að sannfæra sjálfbyrginga, sem þykjast hafa öllum fremur vit á fræðslu- málum én vantar í flestum eða öllum greinum þekkingu til að tala eða rita af viti um þetta, — að vitna til ann- ara þjóða, utn skólaskylduákvæði í þeirra fræðslulögum. En slíkir menn geta vel haft heilbrigða skynseni og góða greind til að dæma um almenn mál »frá almennu sjónarmiði*. Og til þeirrar heilbrigðu skynsemi ogóbrjál- uðu dómgreindar ætti að megaskjóta því máli, livort skólaskyldu ákvæði fræðslulaganna (22. nóv. 1907) mega vægari vera, eða óákveðnari, ef lögin eiga að vera annað en pa|3pírsgagn, ef þau eiga að veita nokkurt aðhald. Pau ganga ekki nær rjetti manns en það, að þau segja: Ef þú getur ekki sjálfur, eða vilt ekki, veita barninu þínu það uppeldi, þá fræóslu, sem því er naugsynleg til að verða maður með mönnum, þá er það skylda þín að láta það nokkurn tíma vetrarins í nokkur ár, undir handleiðslu kennara, sem veitir því þessa fræðslu; en ef þú getur sjálfur veitt því þessa fræðslu, þá gjörðu svo vel! Ef þú kýs frem- ur að taka sjerstakan kennara, þá máttu það. Ef þú vilt koma því fyr- ir hjá vini þínum, eða vandamönnum, sem eru færir nm að kenna því, þá er þjer það og heimilt. — Ekkert er af þjer heimt að annað en það, að þú vanrækir ekki uppeldi barnsins svo, að það alist upp í vanþekkingu. Feir, sem fjargviðrast út af þessum skólaskyldu- og fræðsluskylduákvæð- um fræðslulaganna, ættu að hafa ein- urð til að tala skýrar, segja blátt áfram eins og þeim býr í brjósti: Jeg vil engin lagaákvæði hafa um uppeldi barna minna. Jeg vil hafa leyfi til að ala þau upp eins og húsdýr mín, ef mjer þóknast, og jeg vil að landar mínir hafi leyfi til hins sama. F*að er gamla reglan: »Jeg ástrák- inn, þó að jeg strýki hann«. Barnapróf yfir 10—14 ára börnum á að fara fram á vori komanda samkvæmt fræðslu- lögunum. Pessa prófdómendur hefir stjórnarráðið skipað: 1. í Gullbringusýslu: Ögmund skóla- stjóra Sigurðsson. 2. - Kjósarsýslu: Skólakennara Helga Valtýsson.

x

Skólablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skólablaðið
https://timarit.is/publication/236

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.