Skólablaðið - 15.05.1909, Blaðsíða 3

Skólablaðið - 15.05.1909, Blaðsíða 3
þykir gaman að þær stundirnar, sem þau eru annars viljalítil. Allir vita að börnum þykir gaman að leika sjer þó að það sje misjafnt, hve mikla löngun þau hafa til þess. Þessa löngun barna til að leika sjer hafa uppeldisfræðingar hagnýtt sjer til þess að kenna- jrettn margt • goft og gagnlegí. IVir gera það með því að breyta leiknum f vinhu, eða géra virinunai áð leik. Margir kannast við hina svo nefndu barnagarða. Það eru einskonar skólar fyrir ung börn, þar sem hinum glaðværa barnaleik er breytt. í andlegt og líkamlegt nám. Þáð er einmitt lisfin að gera námið eins og leik, að »námið verði leikur«, eins og menn segja oft um það, þegar það gengur reglulega vel. þegar gleðin ogáhug- inn er með í spilinu, þá gengur það vel, hvort heldur er andlegt nám eða líkamlegt. Þegar menn venjast við þanniglag- að nám og iðju frá blautu barnsbeini, eru talsverðar líkur til þess, að þeir verði iðjusamir alla æfi, að vinnan verði þeím skemtun og dægradvöl, en iðjuleysið leiðinda kvöl. iðnin — og iðjuleysið — verður hvorttveggja að vana. Jón Sigurðsson sagði: »Pað er sorglegt að sjá, hvernig börnin liggja eins og dýr upp við bæjarvegginn allan daginn, eða velta sjer um bæjar- hlaðið, og venjast á það sem börn, að gera ekkert og læra ekkert; þetta er því miður of satt, og kemur líka fram á þeim fullorðnu, því að eins og íslendingutn er hrósað fyrir bók- fræði, eins er þeim alment brugðið um óreglu, leti og óhlýðni*. Víst er það sorglegt. Heimilin hafa ekki lag á því, mörg hver, að fá börnunum nóg að vinna. Peim finst vinnuefnið ekki vera nóg fyrir hendi, ekki hæfilegt vinnuefni handa börnum. Og svo lenda þau í iðjuleysi, og því margvíslega böli, sem iðjuleysið hefur í för með sjer bæði fyrir þau á barnsaldrinum, og oftlíka á fullorðinsárunum. Pað er mikið böl, hve lítið er hirt um það, að skifta deginum niður í vinnutíma, leiki og hvíldir. Það er ekki eftirsóknarverð iðni að vera allan daginn að nudda við einhvérja svo kallaða vinnu, — allan liðlangan dag- inn frá morgni til kvölds. Af því dofnar áhuginn, ög leiði og óbeit á verkinu kemur í stað þeirrar gleði sem rösklega unnið verk með fjöri og áhuga veitir öllum, ungum og göml- um. En einkum fylgir það auðvitað barnslundinni að una ekki lengi við sama starfið í einu. Peim er það enn nauðsynlegra að tímanum sje skit't hæfilega milli starfs og hvíldar eða leikja, heldur en fullorðnum. Fullorðnir menn vita oft ekki, hve langt er frá því að börn hafi gagn af því að vera neydd til að sitja við bók- ina lörigum tímunum saman eftir að iþau eru þreytt eða leið á henni. Peir SKOLABÍ.AO'lt) vita það ekki, að snáðinn, sem lang- aði til að fara út og leika sjer stund- arkorn, en er keyrður út í horn með bókina fyrir framan sig, situr yfir bókinni og horfir á hana sem óvin sinn með þeim fasta ásetningi að iesa ekki rtokkurt orð; hann gerir sjer það til afþreyingar að telja línurnar upþ og niður blaðsíðurnar, eða telja alla punkta og kommur á nokkrum blað- síðum, eða hann er bara að hugsa um, hve órjettlátir og vondir menn- irnir geti verið að meina sjer saklausa skemtun. Pá grunar ekki að þessi kyrð og seta yfir bókinni er árgvít- ugasta blekking. Hjer er mesti vandi á ferðum, oft og einatt, því að ekki tjáir heldur að leyfa barni að hlaupa frá hálfgerðu verki af því að það fær ólyst á því; þvert á móti; það er eitur, það mundi leiða til þess að barnið vildi alt af hlaupa úr einu í annað og ekki Ijúka við néitt. Og það er einmitt það sem vjer eigum að venjast hjá mörgum börnum og unglingum. Pegar leiðinn kemur yfir ungling- ana, verðum vjer því að reyna að drepa hann og vekja áhugann með lagi og Ijúfum fortölum. Um að gera að hlaupa ekki frá hálfunnu verki, heldur keppa að því að fullkomna það. Pað borgar sig margfaldlega; og ung- lingarnir finna vel að það borgar sig. Sjáið litlu stúlkuna, sem var svo löt að prjóna sokkinn sinn, — sjáið hana þegar sokkurinn er búinn! Sigur- gleðin skín út úr henni, og hún finn- ur það vel, að það var margsinnis tilvinnandi að leggja nokkuð á sig. Hún gat ekki lifað þá lukkulegu stund, nema hún kláraði sokkinn. það er henni hvöt til iðni næst. -'ð Kæra Skólablaðl Mig langar að minnast þin með fá- um orðum í þetta, sinn enda þó margir sjeu mjer færari í því efni að rita í þig, en það dugar lítt, þegar menn eru eitthvað svo daufheyrðir fyrir því nauðsynlega málefni sem þú berst fyrir. — Skólablaðið ætti að vera lesið á flestum heimilum í hverri sveit. En ; það er annað uppá teningnum ennþá, en vonin að það lagist. Eg hefi ver- ið að dýrka menn til að kaupa það hjer í sveit, en það hefir ekki gengið vel. Kannske það þyrfti að skylda með lögum að minnsta kosti hvern hrepp að kaupa það? — Það er hörmunga áhugaleysi sumstaðar, fyrir barna- fræðslunni enn, en sem eg álít að ekki stafi minnst af því að menn margir kynna sjer lítið og alls ekkert mennta- málefni — og skilja ekki — hafa ekki þekkingu á hve mentun er þýðingar mikil, — hve mentun og þekking er stór og sterk stoð, undir sjálfstæði og velferð í andlegum og líkamlegum efn- 8>- -.— -...............-.... 4.7- . um, já mesta lyftistöngintil allrar þjóð- Iegrar menningar. Og fyrsta skilyrð- ið er það sjálfsagða, að leiða sem mesta menningargeisla að hægt er, í barnssálina strags og hún álíst mót- tækileg fyrir það, en láta ekki alt reka á reiða fram á eindaga, svo . ekkert verður af neinni þekkingu sem heitið getur hjá svo mörgum — já því mið- pr of mörgum. Er það nú ekki rjett- urinn vinir mínir að þið stuðlið að því sem best, að unglíngarnir nái sem mestri og bestri pekkingu, meðan þeir komast til að læra? Jú það mun j rjettara en hitt að stuðla að þvíþver- öfuga, en þaö gerið þið þó — en Iík- lega í blindni með þéssari deyfð og áhugaleysi, og sýtingssemi í efnalegu tilliti. — Þó nú mörg fjölskyldu for- eldrin sjeu fátæk þá samt verða þau að klífa jýrítugan hamarinn til þess að reyna sem best að manna börnin sín, og þeim peningum er óefað best var- ið af öllum þeim peningum sem menn eyða. — Eitt undrar mig mest, og það er það, þegar einstakir menn hafa farið að ráðast á fræðslulögin nýju, sem mjer finnst eftir mínum sk'ilningi vel úr garði gerð og sanngjörn mjög vel, enda var ekki að þeim hrapað. Þó eg hafi ekki skólaveginn gengið, þá samt á fyrri árum (íyrir 10 —12árum) vann eg í nokkur ár að umgangs- kenslu, og er því dálítið kunnur henni eftir gamla laginu, og verð að hafa það álit á sjálfum mjer, að eg hafi svolítið vit í þeirri aðferð eins og hún var, og heimilafræðslunni. Og eftir þeirri reynslu að dæma og þekkingu á því máli, finst mjer Vigfús Ouð- mundsson o. fl. gera ofmikið úr henni. A einstaka heimili getur hún verið góð en flestumekki. Og ekki munu ástæður heimilisfeðra neitt batnað síðar, til þess að þeir geti veitt hana, og því síður vinnuafl á heimilum auk- ist til að geta eflt hana og haldið henni við. En þó einstök heimili geti veitt hana í nokkru lagi, þá dugar það ekki fyrir almenning. Skulu þá ekki börn nema þeirra heimila, eiga kost á þekkingarljósi? Dugar, og er ofboð sanngjarnt samkv. menningu og mann- úð, að láta hin blessuð börnin fara á mis við þekkingu? Nei als ekki. Pau eiga heimtingu á því, og ef foreldrin geta ekki veitt þeim hana, þá á þjóð- fjel. í heild sinni að gera það. Það gildir einu þó þeir tímar hverfi, sem ekki nema einstakir menn í landinu fengu þekkingu. Eg véit það vel að við erum ekki eins auðugir eins og þjóðirnar fyrir handan hafið, en til annars veróa menn að skera við nögl, en til þess að upp- fræða sem best blessuð börnin, í land- inu okkar. Þaö mun aldrei verða til að auðga þjóðina íslensku, að tíma ekki að sjá af þeim aurum, enda jafn- vel hætt við að þeir mundu kannske eyðast þá til einhvers óþarfa. — Beruneshrepp V5 ’OQ. Gisli Sigitrðsson.

x

Skólablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skólablaðið
https://timarit.is/publication/236

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.